Tíminn - 19.12.1979, Blaðsíða 17

Tíminn - 19.12.1979, Blaðsíða 17
Miövikudagur 19. desember 1979. 17 Tímarit TÍMARIT saa' > uí >»>w«*«e<o xkb '< *»*“sl Út er komið 2 tbl. timsritsins S-A-Á. Meðal efnis er ársskýrsla stjórnar SÁA 1978-79, grein um börn alkóhólista (R.M. Cork) reikningar SAA starfsáriö 1978- 79, rabb biö Hrafn Pálsson og greint frá starfinu aö Sogni. Abyrgöarmaöur tímaritsins er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. ittisttll fVMR Wtvvtti Út er komiö 3. tölublaö tíma- ritsins ,,Grúsk”,en þaö er gefið út af Landssambandi islenskra frimerkjasafnara i samstarfi við Myntsafnarafélag íslands. Meöal efnis i timaritinu er grein um silfur og myntir frá landnámi og fram aö siðaskipt- um, sagt ffa sýningunni „Fri- merki ’79” og tólfta þingi L.Í.F. Þá er fjallaö um hreinsun, flokkun og varðveislu myntar og Hálfdán Helgason ritar grein sem nefnist íslensk bréfspjöld 100 árav Loks ritar Hermann Pálsson grein i minningu Sig- urðar Ágústsonar. IEI-DFAXIIT 12-79' u*v. ****** u< ~t**. im L í Í'V Búnaöarblaöiö Freyr, nóv. ’79 75 árg. birtir viötal eftir Aöal- björn Benediktsson, ráöunaut, um eflingu atvinnulifs i sveit- um. Guðmundur Jónsson, fv. skólastjóri ritar um Guömund Ólafsson á Fitjum i Skorradal, sem nam búfræöi I Danmörku rétt eftir miðja nitjándu öld og flutti margar nýjungar heim. Grein er i ritinu um vélar og tæki til þess að létta bústörfin og viötal er viö Þorstein Geirsson, bónda á Reyðará á Lóni. Dr. Stefán Aöalsteinsson ritar um könnun á samræmi viö ullar- mati og Halldór Runólfsson, dýralæknir, um eggjaflutning milli dýra. Þá eru i ritinu margir styttri fróöleiksþættir. Myndlistasýning i Borgarspitalanum. Nú um allangt skeiö hefur starfemannaráö Borgarspital- ans staöiö fyrir myndlistasýn- ingu i Borgarspitalanum um jól og áramót. Aö þessu sinni sýna lista- mennirnir Siguröur Þórir Sig- urösson og Jóhanna Bogadóttir. Sýna þau 35 myndir bæöi graflk og málverk. Sýningin sem opnuð var stendur til 7. janúar n.k. og eru öll listaverkin til sölu. Siguröur Þórir er fæddur 1948 i Reykjavik. Stundaði nám viö Myndlista- og Handiöaskóla !s- lands á árunum 1968-1970. Hóf siöannám viö konunglegu Aka- demiuna i Kaupmannahöfn 1974 og var þar við nám i rúm 4 ár. Hefur haldið fjölda einkasýn- ingu hér heima og erlendis auk samsýninga. Jóhanna Bogadóttir fædd 1944. Hefur stundað nám i Frakklandi og Sviþjóö. Hefur haldiö margar einkasýningar bæöi hér á landi og erlendis og tekið þátt I fjölda samsýninga viöa um heim. Það er starfsmannaráöi mikil ánægja aö geta boöiö listamönn- um aö halda sýningar í Borgar- spítalanum. Lifga þær mikið upp á skammdegiö og veita sjúklingum og gestum mikla gleöi. Myndirnar hanga i aöaland- dyri og göngum spltalans og er sýningin jafnframt opin öllum almenningi. Dreki fær siöbúiö skeyti.... “ 'Diana viö Dreka-höföaTs> Skyldi eitthvaö vera aö?: Afram, Hetja. Viö Dreka- Höföa.... Dlana.... og vandræöi./ kt/'. Hypjiö ykkur. Hver sagöi aö hý enur -< iværu skræfur? Bara aí ég heföi byssu. Út er komiö 12. tbl. timarits- ins Eiðfaxi. Meöal efnis er réttarrabb viö Björn á Hofsstöö- um, Jón á Vatnsleysu sóttur heim, Wiesenhof hestabú- garöurinn heimsóttur, Kapp- reiðaannáll 1979 og greint frá útflutningi á merarblóöi. Abyrgöarmaöur Eiöfaxa er Arni Þóröarson. Minningarkort Minningarkort Styrktarfélags vangefinna fást I bókabúö Braga, Verslanahöllinni,bóka- verslun Snæbjarnar Hafnar- stræti og I skrifstofu félagsins. Skrifstofan tekur á móti samúöarkveöjum i sima 15941 og getur þá innheimt upphæð- ina i giró.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.