Tíminn - 19.12.1979, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.12.1979, Blaðsíða 11
Miövikudagur 19. desember 1979. ÞÓRÐUR TÓMASSON FRA VALLNATÚNI VEÐURFRÆÐI EYFELLINGS Reykjavik Bókaútgáfan Þjóösaga 1979. Veðurfræöi Eyfellings I mlnu kjördæmi var oft sagt i veðurfréttunum: Hvasst undir Eyjafjöllum, en þarna hagar svo til að vindur verður hvass- ari en viðast hvar annars staðar á landinu. Að visu telja margir að hvassviðri sé mest á Stór- höfða hér á landi, en vitavörður- inn þar hefur þó tjáð mér, að álíka hvasst sé upp á vissum fjöllum uppi á landi. Réttara mun hins vegar að segja að hvasst sé undan Eyjafjöllum, þvi rok getur veriö úti fyrir landi þótt góðviðri sé i sveitum. Áður en veðúrfræðin varð til, hin opinbera, alvisindalega veðurfræði, spáðu sjómenn og bændur sjálfir sinu veðri. Um þessar spár f jallar þessi litla, en stórmerka bók Þórðar Tómas- sonar. Hann gerir grein fyrir sinu verki á þessa leið: „Ritgerð um veður og veður- mál undir Eyjafjöllum er igripaverk margra ára. Ævi min hófst 1921. Ég átti þvi láni að fagna að alast upp með fólki, sem kunni hina gömlu veður- fræði byggðarinnar til hlýtar. Nefni ég þar til foreldra mina, Tómas Þórðarson (f. 1886, d. 1976) og Kristinu Magnúsdóttur (f. 1887, d. 1975), systkinin Svein Tómasson (f. 1856) og Arnlaugu Tómasdóttur (f. 1860) og fóstur- systur þeirra Ólöfu Jónsdóttur (f. 1879). Aldrei leið svo dagur allan ársins hring, að veðrið bæri ekki á góma með einum eða öðrum hætti, og alltaf var reynt að ráða i veður næsta dags. Orðaforði þessa fólks varðandi veður var með ólikind- um mikill. Ekki er mér siður minnisstætt, hve nábúar okkar, bændurnir I Holtshverfi voru veöurglöggir. Björn á Efstu- Grund bar þó af þeim öllum. Með eftirtekt var hlustað á veðurspá hans, er staðið var á teig úti á Holtsmýri og á miklu valt, hvernig veöur réöist: Veðurútlit var ráðið af láði og legi, af útliti loftsins i blikum og skýjafari og heiðrikju, af atferli lifsins frá æðsta stigi þess til hins lægsta. Forvitri maður byggði veðurspá sina á hugboði og draumum og sá þá oft langt inn i komandi tið. Likami mannsins gat orðið honum nokkurs konar loftvog, ekki sist, er þreyta og gigtarstingir tóku að hrjá hann. Framan af ævi minni létu allir viti bornir menn i sveit minni það verða fyrstu athöfn sina að lokinni signingu á varinhellunni i morgunsárið að lita til lofts og ráða veður daglangt af auð- kennum himins. Jafn sjálfsagt var að ganga undir bert loft fyrir háttumál og hyggja að veðri. Á öllum timum dagsins var þessi aðgát vakandi. Marg- ar athafnir voru alltaf miðaðar við það, hvernig veður réðist eða hvernig viöra myndi á næstu timum eða dægrum. Héit- ir þetta aö lita til lofts, kringja loftiö, gá til veöurs, lita til veö- urs, skyggnast til veöurs, hyggja að loftsútliti, hyggja aö veðri, spá i loftiö, spá i skýin. öll þessi þekking og aðgát er nú aö fjúka út i veöur og vind. Hversu margir bændur marka nú veður af draumum sinum eða annarra? Hversu margir hyggja að veðurspá i útliti lofts? Er ekki nóg að hyggja að veður- fregnum útvarps eða sjón- varps? Hvernig er það með gamla orðaforðann um veðrið, er hann ekki óðum að minnka? Nútiminn spyr: Er nokkur þörf á allri þessari orðgnótt um veðrið, þegar hægt er að komast af með miklu færri orð til að tjá það I öllum þess óliku myndum? Veðurfræði fólksins, sem ég ólst upp með, stóð á gömlum merg. Sveinn Tómasson hélt dagbækur og samdi veðurspá- dóma árum saman að hætti frænda sinna og forfeðra. Tals- vert hráfl úr dagbókum hans er varðveitt hjá mér. Móöurbróðir Sveins, Einar Einarsson bóndi i Steinum undir Eyjafjöllum (f. 1833),sÍðaráBóluiHoltum, hélt dagbækur alla sina búskapartið. Mikill hluti þeirra er enn til á- n Þóröur Tómasson. Sum þessi orð hefi ég ekki áö- ur séð, og mun svo um fleiri, þvi án efa eru þau staðbundin við þessa einu sveit, mörg hver að minnsta kosti. Þórður Tómasson hefur mik- inn orðaforða, en ritar samt mjög látlausan texta og vandað- an. Ef maður vissi ekki að þarna fer einhver sannorðasti maður er við skriftir fæst, þætti mönnum eftirfarandi frásögn með lygilegra móti: ,,Ég ólst upp á veðrajörð, i Vallnatúni undir Eyjafjöllum, reyndi þar stöku sinnum mikil veður og heyrði oft um þau tal- að. Faðir minn sagði mér frá skipinu, sem fauk úr hrófi norð- ^án við Arnarhól i Varmahlið. Brot úr þvi fundust uppi á Varmahliðardal i um 400 metra hæð. Þetta hafði raunar gerst i löngu liðinni tið. Baggar höfðu einu sinni fokið af HliðartUnun- 'um. Reipi af þeim fundust hátt upp i Hliðárhömrum. ófrægð sveitarinnar barst langar leiöir burtu. Jón gamli á Ingjaldshóli á Snæfellsnesi var undan Eyja- fjöllum og sagði Snæfellingum veörasögur þaðan. Einu sinni var hann i Steinum i afspyrnu- roki, sem allt ætlaði um koll að keyra. Hann rak einu sinni út kollinn meðan ósköpin gengu yfir. Gerði þá byl afar snarpan. Naglbitur lá á hlaðvarpanum. Bylurinn tók hann upp og þeytti honum með sér. Er að var gáð eftir veðriö, fannst naglbiturinn keyrður á kaf i harðvelli upp að þolinmóð. Ekki er þá Ur vegi að trúa sögunni um hestinn á Hrútafelli, sem fauk yfir grjót- garðana við Hrútafellstraðir, yfir traðirnar þverar, enda er hún dagsönn og gerðist á þess- ari öld”. Alþýðuveðurfræði og nákvæmni Ég minnist þess, bæði frá Veðurfræði Eyfellings samt veðurspádómum. Afi Sveins, Einar Sighvatsson bóndi á Ystaskála undir Eyjafjöllum (f. 1792), héltdagbækurfrá 1818- 1876. Hin elsta þeirra, sem geymst hefur, er frá 1838. Auðunn Ingvarsson bóndi og kaupmaður i Dalseli (f. 1869) byrjaði að halda dagbækur 1884 og sló ekki slöku við það fyrr en 70 árum siðar, Hann arfleiddi mig að safni sinu. í dagbókasafni þvi, sem ég hef undir höndum, er veðurmál- ið gamla varðveitt til mikilla muna. Mönnum sem alist hafa upp með þvi, kemur fátt á óvart, en öðrum eru þar mörg hugtök lokuð eða myrk. Hefur sú stað- reynd verið mér hvöt til þess að gera grein fyrir þvi, hvernig sveitungar minir undir Eyja- fjöllum hugsuðu og töluðu um veður til skamms tima. Til mik- illa muna er þetta einnig gamalt veðurmál allra Islendinga og merkur hluti þeirrar Islands- menningar, sem er að deyja út og brátt veröur hvergi lifandi að finna, nema þá i hæsta lagi á rykföllnum blöðum og bókum. Að fremur fáum árum liðnum verður það e.t.v. ekki á færi nokkurs manns að gera á þenn- an hátt grein fyrir gömlu veður- máli. Minna má hér á eina góða rit- gerð um veðurmál. Ber hún heitið Veðramál og er eftir dr. Harald Matthiasson mennta- skólakennara á Laugarvatni. Hann er að finna i ritinu. Af- mæliskveðja til Alexanders Jóhannessonar, 1953. Ritgerðin greinir frá veðramáli i Gnúp- verjahreppi i Arnessýslu. Ég tel nokkurs um vert að leitt sé i ljós, hvernig hugsað var, talað, dreymt og spáð um veður i einni sveit. Hér er reitt fram veður- mál I einstökum orðum og föst- um orðasamböndum. Þess er þó ekki að dyljast, að talsvert mun skorta á það að hér komi öll kurl til grafar og nú er það hlutverk annarra Eyfellinga að auka við og ,,bæta um borða”. Bók min er ekki fullunnið verk, aðeins tilfaun i þá átt að binda veðurmál byggðarinnar I samfellda fræði. Margar vinnu- stundir liggja i verkinu. Föng þess hafa safnast á löngum tima. Við hverja nýja yfirferð hefur mér komið til hugar margt áöur óskráð efni, sem leynst hafði i djúpi hugans. Ber framsetning þvi að nokkru vitni....” Alþýðuveðurfræði 1 bók sinni gerir Þórður Tómasson grein fyrir alþýðu- veðurfræði i sinni sveit. Greinir frá Merkidögum, Veðurspám, Byggðinni og veðrinu. Veður- guðum og fleiru, og hann greinir einnig frá veðurspádómum 1856, en siðasti kaflinn fjallar um rok undir Eyjafjöllum, og það hafa ekki veriö neinir smá- byljir. Og i bókarlok er siðan orðaskrá, sem er stórmerk, en þar eru veðurfarsorð bókarinn- ar dregin saman i stafrófsröð. veru minni á sjó, og eins i sveit, er ég var barn, að margir bændur og sjómenn voru mjög veðurglöggir. Þeirhöfðu loftvog og gáðu til veðurs. Veðrabrigði sáust i himninum, ýmis teikn er kynslóðir höfðu komiö auga á. bókmenntir Það eina er ég sakna úr þess- ári bók, væri samanburöur á al- þýðuspám og visindalegum veðurspám. Til dæmis er sú kenning sett fram, að til séu 19 ára timabil I veðri. Eru þessi timabil til i visindalegum veðurskýrslum lika? Þeir sem fást við vatnarann- sóknir hafa komist að vissum lögmálum. Að ár vaxi og flæöi yfir bakka sina eftir ákveönum reglum. Til dæmis á 50 ára fresti, og á þetta ekki aöeins við um islenskar ár, heldur einnig stórfljót viða um heim. Það er staðreynd, að veður á sér aðdraganda. Að slepptum draumum, virðist flest i veður- spám Eyfellinga byggt á náttúr- unnar hegðan og liðan manna, dýra og skordýra. Kinverjar eru þegar farnir að spá jarðskjálftum, eða segja þá fyrir meö þvi að fylgjast með hegðan dýra, með mælingum á vatnsborði i brunnum og ýmsu, er ekki hefur allt mjög visinda- legtyfirbragð. Alþýðufróöleikur er nýttur til þessara hluta. Þeir hafa spáð landskjálftum, sagt þá rétt fyrir, þótt einnig hafi þeim mistekist lika með þessar spár. En á þetta er minnst, til að vekja athygli á þvi, að þarna er gerð tilraun til þess að að- laga alþýðlegan fróðleik, raun- verulegum visindum. Og þvi væri það fróðlegt að fá saman- burð á alþýðuveöurspám og hin- um visindalegu lika. Og þörf er á vlsindalegum rannsóknum á nákvæmni hinnar fornlegu veðurfræði. ÞórðurTómasson hefur þarna bjargaö miklum fróöleik frá glötun, bæði þjóöháttum og orðaforöa og á hann þakkir skil- ið fyrir þessa ágætu bók. Jónas Guðmundsson «> .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.