Tíminn - 19.12.1979, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.12.1979, Blaðsíða 12
12 MiOvikudagur 19. desember 1979. Tíu þúsund kassar af jólaeplum — sala Sambandsins á eplum í desem- ber fimmföld á við aðra mánuði ársins FRI — lslendingar eru fast- heldnir á góða siði og einn af þeim er að kaupa eplakassa fyrir jólin. Birgðastöð Sam- bandsins mun hafa fest kaup á tiu þúsund kössum af epium fyrir þessi jói en það er svipað magn og selt var i fyrra. „Viö höfum verið heppnir meö eplakaupin I ár” sagöi Þor- bergur Eysteinsson deildar- stjóri Birgðastöðvar SIS i sam- tali við Timann. Bæði hvað varöar verð, gæði og afgreiöslu. „baö er mikil jólasala i eplum miöaö viö venjulega sölu, en þetta er nærri fimmföld mán- aöarsala miöaö viö aöra mánuöi ársins.” „Ugglaust er þetta ekki allt étiö um jólin” sagöi Þorbergur ugglaust éta menn eplin eitt- hvaö fram i janúar eöa ég geri ráö fyrir því aö minnsta kost. Eplin koma frá ýmsum heimshlutum, talsvert kemur frá Bandarikjunum og einnig frá Kanada auk þess sem eplin eru keypt i Frakklandi og Ung- verjalandi. Appelsinur eru ekki eins mikill jólamatur en i sölu þeirra kemur enginn merkjanlegur kippur fyrir jólin. Epli eru ávallt jafnvinsæi fyrir jólin. Tfmamynd Tryggvi Æm. mmr jmmr æ. 'wmm, Hjartanlega | velkomin(n) í hóp þeirra er veita endurskinsmerkjum athygli. í 1 hópnum eru jafnt ungir sem gamiir, og allir hafa skilið að endur-^ skinsmerkið er okkur mikil vörn í skammdeginu, — slysavörn, —^ getur jafnvel verið líftrygging. Þeir vita, að þeir sjást allt að fimm ^ sinnum fyrr en ella með því að bera endurskinsmerki. JíB ER ÞETTA EKKI UMHUGSUNARVERT? Þeir vita líka að slys eru ekki lengi að verða og henda ekki aðeins þá sem við ekki þekkjum eóa koma okkur alls ekki vió. Ef þú átt ástvin, barn, gamlan föður eða móóur, lestu þetta þá öðru sinni. En endurskinsmerki má nota á margvíslegan hátt. VÆRI EKKI UMHUGSUNARVERT . . . fyrir forstöðumenn fyrirtækja að veita starfsfólki sínu mikil- væga slysatryggingu til og frá vinnustað? .. . fyrir skjólfataframleiðendur að senda ekki aðeins flíkur á markað sem vernda gegn kulda og regni heldur líka slysum? . . . fyrir skóla að rétta verndarhönd út í umferðina til þeirra er þeim hefir verið trúaö fyrir? ... fyrir eigendur vinnuvéla, reiðhjóla og barnavagna að eitt eða tvö lítil endurskinsmerki geta bjargað dýrmætu mannslífi? JÁ, VÆRI SLÍKT EKKI UMHUGSUNARVERT? Umferóarráð vekur athygli á: ... að skólar, bæjarfélög, fyrirtæki, félagasamtök o.fl., geta fengiö endurskinsmerki áprentuð með einkennum sínum. ... að við höfum endurskinsmerki á hross. ... að við eigum líka endurskinsörvar sem líma má innan í bíl- hurðir, og blasa við sé hurö opnuð út í umferðina. VIÐ TELJUM að endurskinsmerki þurfi að bera svo þau komi að notum. Því viljum viö koma þeim til þín. Þau fást í allflestum mjólkurverslunum landsins, og auk þess í mörgum ritfanga- og bókaverslunum. Okkur væri þökk í að þeir sem fúsir eru að annast sölu þessara LÍFSNEISTA hefðu sem fyrst samband við okkur. Síminn er 27666. y UMFERÐAR RÁÐ Lindargötu 46 101 Reykjavík. Þetta vísar veginn. Svona spjald er í þeim verslunum sem selja endurskinsmerki. Endurskinsmerkin auka öryggið. Dökkklæddur vegforandi sést í aðeins 20-30 m. fjarlægð fró lágljósum bifreiðar. Vegfarandi með endurskinsmerki sést í 120-130 m. fjarlægð. Vegna hagstæöra innkaupa getum viö nú boöiö nokkrar samstæöur af þessum vinsælu norsku veggskápum ó lækkuöu veröi. Húsgögn og^ . , . Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi se 900 Leikfangabúðin Iðnaðarhúsinu - Hallveigarstíg 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.