Tíminn - 19.12.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.12.1979, Blaðsíða 6
6 Miövikudagur 19. desember 1979. Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvætndastjórn og auglýsingar Siöumúla 15 simi H8300. — Kvöidsimar biaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 200.00. Askriftargjald kr. 4000ámánuöi. Blaöaprent. í fullri vinserad í samræmi við úrslit kosninganna hafa forystu- menn Framsóknarflokksins lagt á það allt kapp að ný vinstristjórn verði mynduð og taki sem allra fyrst til starfa á grundvelli samræmdrar heildar- stefnu. Stjórnarmyndun má ekki dragast öllu lengur, þvi að sannleikurinn er sá að vandamálin hrannast upp dag frá degi og bráðabirgðastjórnin, sem baslast á stólunum, hefur enga stöðu til þess að gripa á þeim. Það sem einkum hefur vakið athygli undan farna daga eru þær skærur sem standa i þinginu milli Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins. Meðan fulltrúar þessara flokka sitja á viðræðufundum undir handleiðslu Framsóknarmanna verður þess ekki vart að neinar málefnalegar hindranir séu i vegi fyrir þvi að flokkarnir geti unnið saman að þvi að sigrast á verðbólgunni i áföngum með markviss- um aðgerðum á grundvelli tillagna Framsóknar- manna. En þegar að þvi kemur að standa saman i kosn- ingum i trúnaðarstöður á Alþingi er eins og þeir noti hvert tækifærið til að klekkja hvorir á öðrum. Einu gildir hvort um er að ræða kjör forseta i þinginu eða þingnefnda. Svo rammt kveður að þessum undarlegu slags- málum, að þessir flokkar geta ekki einu sinni tekið höndum saman um að hjálpast að, i þvi skyni að auka áhrif sin i nefndum þingsins. Framsóknar- flokkurinn hafði boðið A-flokkunum fullkominn stuðning i nefndakosningunum, þannig að þeir fengju á vixl viðbótarfulltrúa i nefndunum. En sei, sei, nei. Þeir geta ekki einu sinni hjálpast að til að auka áhrif sin. I kjöri mikilvægustu nefnd- ar Alþingis, fjárveitinganefndarinnar, var fulltrúi Sjálfstæðisflokksins meira að segja kjörinn með at- kvæði þingmanns úr Alþýðuflokknum. Þó lá það fyrir að Framsóknarflokkurinn hefði veitt A-flokk- unum liðsinni til að tryggja öðrum hvorum þeirra þetta nefndarsæti, og máttu þessir flokkar siðan ráða þvi hvor fengi formannssætið i nefndinni. Tilboð Framsóknarmanna er að sjálfsögðu liður i þeirri viðleitni að mynda vinstristjórn, rétt eins og var um forsetakjörið i þinginu. Afstaða Fram- sóknarmanna hefur algerlega miðast við það, að verið er að koma á málefnalegu samkomulagi sem hlýtur að fela i sér samkomulag um skiptingu trúnaðarstarfa. A þvi leikur ekki nokkur vafi að allur almenning- ur tekur undir varnaðarorð forseta íslands sem hann lét falla við þingsetningu i siðustu viku. Stjórnmálamenn verða að gera sér það ljóst að þjóðin er óþolinmóð. Henni var kastað út i kosningar þegar mest reið á að gripið yrði á vanda- málunum. A laggirnar var sett máttlaus minnihlutastjórn þegar mest reið á að styrk og samhent meirihlutastjóm hefði forystu um úrlausn- ir. Þetta bentu Framsóknarmenn á þegar á sl. hausti. Og þeir bentu á það i kosningabaráttunni að óvist væri hvort kosningamar leystu i sjálfu sér nokkurn vanda. En i fullri vinsemd og i fullum vilja til samvinnu og samkomulags verður að benda fulltrúum og for- ystumönnum Alþýðuflokksins og Alþýðubanda- lagsins á það að þjóðin hefur skömm á pólitiskum skripalátum eins og þjóðmálin standa. JS Erlent yfirlit Fæst Trudeau til að hætta við að hætta? Þingkosningar verða í Kanada í febrúar ÞAÐ KOM eiginlega öllum stjdrnmálaflokkum i Kanada á óvart, aö minnihlutastjórn Ihaldsflokksins skyldi falla eins fljótt og raun varö á. Helzti stjórna randstööuf lokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn, var sizt viö þessu búinn, þvi aö formaö- ur hans, Pierre Trudeau, fyrrv. forsætisráöherra, haföi nýlega tilkynnt, aö hann myndi afsala sér formennskunni á þingi flokksins, sem hefur veriö boöaö 28. marz næstkomandi. Þegar Trudeau tilkynnti þetta, reikn- aöi hvorki hann eöa flokkurinn meö þvi, aö þingkosningar myndu fara fram fyrir þann tima, en þær hafa nú veriö boö- aöar 18. febrúar. Þetta hefur þaö m.a. I för meö sér, aö annaö hvort veröur Trudeau aö lýsa yfir þvi, aö hann muni halda áfram forust- unni og veröa forsætisráöherra, ef flokkurinn ber sigur úr být- um, eöa flokkurinn veröur aö velja sér nýjan formann a.m.k. tveimur mánuöum fyrr en hann haföi ráögert, en viö þvi er hann illa búinn, þvi aö enginn þykir sjálfkjörinn eftirmaöur Trudeaus. Minnihlutastjórn Ihalds- flokksins undir forustu Joe Clark kom til valda i júnibyrjun siöastl., en Frjálslyndi flokkur- inn missti meirihluta sinn á þingi i kosningunum, sem fóru fram 22. mai siöastl. Þingiö kom svo ekki saman fyrr en I október oghafa veriö bornar fram fimm vantrauststillögur á stjórnina siðan. Þær hafa allar veriö felldar, þvi aö Social-Credit flokkurinn, sem hefur fimm þingmenn, hefur greitt atkvæöi meö henni, og Frjálslyndi flokk- urinn hefur gætt þess aö láta alltaf eitthvaö af þingmönnum sinum vera fjarverandi. Frjáls- lyndi flokkurinn óskaöi ekki eftir kosningum aö sinni, enda er þaö hefö i Kanada, aö minni- hlutastjórnfái eitthvert ráörúm til aö sanna sig. ÞAÐ VAR flokkur nýdemó- krata, sem bar fram vantraust- iö aö þessu sinni. Tilefniö var fjárlagafrumvarp rlkis- stjórnarinnar. Þaö þykir mjög ihaldssamt. Bæöi Frjálslyndi flokkurinn og flokkur nýdemó- krata telja, aö samdrátturinn, sem frumvarpiö gerir ráö fyrir, sé svo mikill, aö hann muni ó- hjákvæmilega leiöa til atvinnu- leysis. Aður en greint er frá at- kvæöagreiöslunni um van- traustiö aö þessu sinni, sem fór fram siöastl. fimmtudag er rétt að rifja upp stööuna i þinginu. Úrslit þingkosninganna I mai siöastl. uröu þau, aö íhalds- flokkurinn fékk 136 þingsæti, Pierre Trudeau Frjálslyndi flokkurinn 114, flokkur nýdemókrata 26 og Soci- al-Credit flokkurinn 6. Siöan hafa nýdemókratar unniö eitt sæti af Social-Credit flokknum i aukakosningu. Minnihlutastjórn íhaldsflokksins hefur byggzt á þvi, aö Social-Credit flokkurinn hjálpaöi henni til aö fella van- traust. Þrennt átti sinn þátt I þvi, aö vantrauststillagan var samþykkt með 139 gegn 133 at- kvæöum. 1 fyrsta lagi vantaöi þrjá þingmenn lhaldsflokksins, þar á meöal utanrikisráöherr- ann, Floru MacDonald, sem var stödd á ráöherrafundi Nato. í ööru lagi voru nú mættir allir þingmenn Frjálslynda flokks- ins, nema tveir, en vegna þess, aö hér var um fjárlagafrum- varpiö aö ræöa, þótti flokknum ekki hlýöa aö láta marga þing- menn vera fjarverandi eins og viö fyrri atkvæöagreiöslur um vantrauststillögur. 1 þriöja lagi sátu þingmenn Social-Credit flokksinshjá.Þeirvorum.a. óá- nægöir meö tillögur rikis- stjórnarinnarum veröhækkun á oliu, en þeir eru flestir frá sveitakjördæmum, þar sem oliunotkun er mikil. Þau uröu viöbrögö Clarks for- sætisráöherra aö ganga strax á Ed Broadbent. fund landstjórans og leggja til aö þing yrði rofið og efnt til kosninga 18. febrúar. Land- stjórinn varö aö sjálfsögöu viö þeirri ósk. ÞAÐ hefur venjulega reynzt minnihlutastjórn i Kanada hag- stætt, þegar hún hefur veriö feild áöur en hún fékk ráörúm til að sýna stefnu sina i verki. Þaö er hins vegar taliö vafasamt, aö Clarkgræöi á þessu.Stjórn hans hefur fáttunnið sér tilágætis, en gert ýmislegt, sem hefur oröiö óvinsælt. Skoöanakannanir gefa til kynna, aö íhaldsflokkurinn hafi veriö aö tapa. Samkvæmt siðustu skoöanakönnunum haföi hann aöeins fylgi 29% kjósenda, en hann fékk 36% greiddra at- kvæöa I kosningunum I mai. Frjálslyndi flokkurinn haföi hins vegar fylgi 46% kjósenda, en fékk 40% greiddra atkvæöa í vorkosningunum. Nýdemókrat- ar höföu þó aukiö fylgi sitt meira. Þeir fengu 16% greiddra ; atkvæöa I kosningunum i mai, en samkvæmt siöustu skoöana- könnunum hafa þeir fylgi 23% kjósenda. Þessi niðurstaöa mun hafa ýtt undir, aö þeir fluttu áöurnefnda vantrauststillögu núna. Foringi nýdemókrata, Ed Broadbent, virðist njóta vax- andi álits. Nýdemókratar hafa sennilega viljaö nota sér óviss- ' una, sem rikir um forustu Frjálslynda flokksins, meöan • eftirmaöur Trudeaus hefur ekki verið valinn. Eins og framangreindar tölur berameö sér, fékk Ihaldsflokk- urinn mun færri atkvæði en Frjálslyndi flokkurinn I kosningunum siöastl. vor, þótt hann fengi fieiri þingmenn. Þetta stafaði af kosningafyrir- komulaginu, en kosiö er i ein- menningskjördæmum i Kanada. Llklegt þykir, aö þetta fyrirkomulag muni enn reynast flokknum hagkvæmt. Hann þykirliklegur tiiaö vinna áfram flest þingsætin i vestur-fylkjun- um, en aö Frjálslyndi flokkur- inn muni vinna nær öll þingsæt- in i Quebec. Aðalbaráttan milli flokkanna veröur I Ontario-fylki, en þar eru kjörnir 95 þingmenn, en alls eiga 282 þingmenn sæti á þingi Kanada. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.