Tíminn - 05.01.1980, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. janúar 1980
5
Eggcrt Finnur Torfi
Ekki eru allir kratar jafnir þótt jafnaðarmenn kallist.
Valdið
spillir
WLmundi
Mörgum hefur þdtt þaö fyrir að kynna sér skjölin.
undarlegt hversu mikla áherslu
Vilmundur GyUason hefur sem
dómsmálaráðherra lagt á það
að torvelda fólki að ná sam-
bandi við yfirvöld dómsmála.
Ýmsir hafa verið að minnast á
ummæli Vilmundar sem hann
viðhafði margsinnis á liðnum
árum um „lokuð kerfi”, „neð-
anjarðarkerfi” og „spillingu
sem þolir ekki dagsins ljós”.
Dómsmálaráðherra vor hafði
ekki setið lengi á hástóli sinum i
stjórnarráðinu þegar upp var
komið heljarmikið skilti fyrir
miðjum dyrum i dómsmála-
ráðuneytinu með áletruninni:
„Óviðkomandi bannaður að-
gangur”. Enda þótt ekki sé full-
vist að Vilmundur Gylfason hafi
persónulega látið koma þessari
áminningu fyrir á dyrum bið-
stofu ráðuneytisins, hafa sumir
það fyrir satt að hún geti þjónað
sem einkunnarorð hans i em-
bættinu.
Eitt hið fyrsta verk dóms-
málaráðherrans var að fyrir-
skipa dómendum að fækka um
allan helming viðtalstimum sín-
um sem þeir hafa um árabil haft
fyrir almenning til þess að veita
upplýsingar og gefa svör við
spurningum. Þegar hann gaf
þessi fyrirmæli láðist honum
hins vegar að kanna þær tak-
markanir sem valdi ráðherra
yfir dómendum eru settar.
Niðurstaðan varð sU að dóm-
arar neituðu að minnka þjón-
ustu sina við almenning, og urðu
ummæli Björns Ingvarssonar
borgardómara i Reykjavik
fleyg um land allt, þegar hann
sagðist mundu halda áfram að
taka á móti fólki daglega sem
fyrr og hafa að engu þau fyrir-
mæli ráðherrans að mega að-
eins gera slikt einn dag i viku
hverri.
Næsta mál á dagskrá ráð-
herrans var „þriðjungur”
skattsvikamála sem höfðu
„týnst”. Ekki leið á löngu uns I
ljós kom að þessi „þriðjungur”
var ein þrjú mál og ekkert
þeirra hafði týnst, heldur voru
þau I meðferð rannsóknaraðila.
Hafði ráðherrann rekið augun I
skjöl um þessi mál, en ekki haft
Siðasta stórmálið sem dóms-
málarráðherra vor hefur tekið
sér fyrir hendur i þvi skyni að
„siðbæta” þjóðina er skipun
sérstaks embættismanns við
dómsmálaráðuneytið til þessað
koma i veg fyrir að fólk geti leit-
að fundarvið ráðherrann sjálf-
an eins og hingað til hefur tið-
kast. Þar er nú lika „óviðkom-
andi bannaður aðgangur”, og
sérstakur embættismaður hafð-
ur til þess að sitja I vegi fyrir
þeim sem vilja ná tali af ráð-
herranum. Enginn ráðherra
hefur viðhaft slikar varnir gegn
almenningi fyrr allt frá þvi að
Hannes Hafstein varð ráðherra
íslands með setu i Reykjavik i
upphafi aldarinnar.
Skipun þessa embættis-
manns hefur einnig þótt tiðind-
um sæta. Fyrir margt nokkru
hafði Vilmundur Gylfason um
það stór orð og mikla hneykslun
að Eggert G. Þorsteinsson,
fyrrum alþingismaður og ráð-
herra, fékk vinnu eftir að Vil-
mundur hafði fellt hann Ut af
þingi. Þá þótti sigurvegaranum
aðum „hneyksli” væriað ræða.
Nú hefur forysta Vilmundar
fyrir málefnum Alþýðuflokksins
orðið til þess að Finnur Torfi
Stefánsson, einn af efnilegari og
nýtari mönnum flokksins, féll i
siðustu alþingiskosningum. Þá
bregður svo við að dómsmála-
ráðherrann skipar Finn Torfa
um hæl sem „umboðsfulltrúa”
þann i ráðuneytinu sem á að
sitja fyrir fólki þar.
Auðvitað er FinnurTorfi jafn-
vel að embættinu kominn
sem Eggert G. Þorsteinsson var
að sínum störfum. En óneitan-
lega dettur mönnum i hug að
Finnur hafi orðið að kaupa em-
bættið nokkru verði þegar hann
segir i útvarpi i Morgunpóstin-
um að „þetta sé pólitiskt em-
bætti” og það sé stofnað um
„málefni Alþýðuflokksins og
þess vegna sjálfsagt „að topp-
krati skipi það.
Stundum hefur verið sagt að
vald verki alltaf spillandi. Nýj-
asta staðfesting þessa orðskvið-
ar er enginn annar en Vilmund-
ur Gylfason.
Kaupfélag Berufjarðar
Djúpavogi
Maður óskast til að veita mötuneyti for-
stöðu.
Upplýsingar veitir Hjörtur Guðmundsson
kaupfélagsstjóri.
97-8880 Kaupfélag Berufjarðar Djúpavogi.
Asgeir Jakobsson: Tryggva
saga ófeigssonar.
Skuggsjá 1979.
400 bls.
Maður er nefndur Tryggvi
Ófeigsson. Flestir munu kann-
ast við nafnið, en færri vita,
hver maðurinn er og hvað hann
hefur unnið sér tilágætis. Þarer
skemmst frá að segja, að
Tryggvi Ófeigsson er einn
þeirra manna, sem lifað hafa
langa ævi, sjaldan fallið verk úr
hendi og náð langt með dugnaði
og ósérhlffni, hörku og áræði.
Saga Tryggva Ófeigssonar er
islensk Utgerðarsaga 20. aldar-
innar I hnotskurn. Hann ólst að
mestu upp á Suöurnesjum, reri
á árabátum þar og frá Aust-
fjörðum I upphafi aldarinnar.
Um það leyti var Islensk togara-
útgerð að stiga sin fyrstu spor,
en útlendingar, einkum Bretar,
sóttu hingað í stórum stfl á tog-
urum. Útlendu togararnir,
„tröllin”, toguðu upp í land-
steina við sunnanverðan Faxa-
flóa, og ollu Ibúum sjávarhérað-
anna þar þungum búsifjum.
Voru þeir að vonum litnir óhýru
auga af ýmsum. Allt um það
varð nærvera hinna útlendu
fiskisk^a mörgum Islendingi
hvatning, og í brjóstum ungra
manna, sem sátu undir árum,
vaknaði draumurinn um aö
komast á slik skip. Þá gætu þeir
mokað upp aflanum f stað þess
að draga einn og einn fisk á
öngli. Tryggvi Ófeigsson var
einn þessara ungu manna, sem
sjómennska á togurum varð
nánast hugsjón. Og hannfékk að
sjá hugsjón sfna rætast. Hann
var svo lánsamur að fá pláss á
togara, fyrst sem háseti, en
varð að loknu námi stýrimaður
og siðan skipstjóri.
Tryggvi var á sjó til ársins
1940, og lengst af skipstjórnar-
ferii sínum stýrði hann enska
togaranum Imperialist, stærsta
skipi breska togaraflotans, og
Júpiter, sem hann átti í samlög-
um við aðra. Imperialist var
eign Hellyersbræðra og gerður
út frá Hafnarfirði. A þvi skipi
var Tryggvi aflasæll svo af bar
og hef ég fyrir satt, að á þeim
árum hafi hann þótt mestur
fiskimaður f tveim löndum: Is-
landi og Bretlandi, og þarf þó
nokkuð til.
Um útgerð Hellyersbræðra
sem segir frá fyrirtækjunum á
Kirkjusandi er vel lýst upp-
byggingunni þar, en auk þess
greinir sögumaður allltarlega
frá samskiptum sínum við
stjórnvöld. Þau samskipti voru
sjaldan friðsamleg og oft er
Tryggvi reiöur. Lái honum hver
sem vill. Hagur útgerðarfyrir-
tækja, sem rekin voru af ein-
stakiingum var oft fyrir borð
borinn i samanburði viðopinber
fyrirtæki eins og bæjarútgerðir.
Tryggvi f jallar alloft um bæjar-
útgerðir og telur það útgerðar-
form með öllu vonlaust og
nefnir til þess ýmsar ástæður.
Sú mun þó veigamest að stjórn-
endur slíkra útgerðarfyrirtækja
eiga ekkert á hættu, þeir fá sitt
kaup þótt allt fari fjandans til.
Þettaervafalaustmikið rétt,og
ekki siður hitt, sem Tryggvi
bendir einnig á, að til stjórnar
slikra hálfopinberra og opin-
berra fyrirtækja hafa oft ráðist
menn með litla eða enga þekk-
ingu á útgerð og sjómennsku.
an i þeim átökum og margir
voruþeir, sem ekki urðu til frá-
sagnar. Tryggvi segirfrá mörg-
um svaöilförum og leggur á það
mikla áherslu, hve mikiö hann
hafi jafnan átt skipshöfn sinni
aðþakka. Munþað ekki ofmælt,
enda haföi hann jafnan úrvals-
menn.
Togaraskipstjórar á fyrri
hluta aldarinnar urðu að finna
sér mið. Allvfða i bókinni segir
Tryggvi frá miðum slnum,
hvernig hann fann þau, stund-
um fyrir tilviljun, eins og miðin
undir Svörtuloftum, stundum af
þvi að fylgjast með öðrum, t.d.
Þórarni Olgeirssyni á Hrauninu
á Selvogsbanka. Þessar frá-
sagnir eru allar mjög fróðlegar
og hafa aö minni hyggju mikiö
gildi fýrir síðari kynslóðir.
I bókarlok eru frásagnir af
togaraáhöfn á þeim tima, sem
Tryggvi var skipstjóri og segir
þar, hvernig menn skiptu með
sér verkum og hve mikilvæg
hver einasta staða var. Þá segir
Tryggvi Ófeigsson.
frá Hafnarfirði fjallar Tryggvi
allmikiö i' frásögn sinni og ligg-
ur til þeirra bræðra gott orð sem
öllum ætti að vera skiljanlegt.
Utgerð Heliyers og annarra út-
lendinga frá íslenskum höfnum
hefur lixigum verið umdeild og
þá farið sem oftar i umræðum
um viðkvæm mál, að menn hafa
látið sér nægja að sjá aöeins
svart og hvitt. Vissulega leiddi
margt gott af útgerö Hellyers i
Hafnarfirði og geta íslendingar
varla annað en verið þakklátir
fyrir komu þeirra þangað. Þeir
veittn mörgum vinnu og fluttu
með sér mikla verkkunnáttu,
auk þessf jár sem rann til lands-
manna, beint og óbeint. Enn
þakklátari ættum við þó aðvera
fyrir það, aðþeirbræöur skyldu
farameð útgerð sina. Þaðérli'tt
skemmtilegt að hugsa til þess
hvað hefði gerst ef erlend stór-
fyrirtæki á borð viö Hellyers
heföu náð að hreiðra um sig til
langframa i islenskum sjávar-
útvegi.Þá ert.d. hættvið þvíað
Júpiter og Marz hefði orðiö
miklu minna fyrirtæki en raun
bar vitni. Og þröngt hefði sjálf-
sagt orðið fyrir dyrum margra
hérlandsmanna og margir orðið
feitir þjónar.
Þegar Tryggvi Ófeigsson
hætti skipsstjórn var hann enn á
besta aldri og langt frá þvi að
afskiptum hans af islenskri tog-
araútgerð væri lokið. Hann hóf
þá umfangsmikla togaraútgerð
sem hann stundaöi á fjórða ára-
tug. Allur var sá rekstur um-
svifamikill, 4-5 togarar á útveg-
inum, auk þess sem rdcin var
mikil fiskverkun.
I siöarikafla bókarinnar, þar
Má i' þessu viðfangi benda á, að
það er margra manna mál, að
þá fyrst hafi rekstur Otgerðar-
félags Akureyringa farið að
ganga vel er togaraskipstjóri
var gerður aö forstjóra. Hitt er
svo aftur annaö mál, og það
hlýtur Tryggva ófeigssyni að
vera jafnkunnugt og öðrum, aö
oft hefur bæjarútgerðum verið
haldið gangandi löngu eftir að
þær voru farnar á hausinn
vegna þeirrar atvinnutrygging-
ar sem þær veittu, og þær voru
flestar stofnaðar til þess að
tryggja atvinnu. Og hinu má
ekki gleyma, að þótt útgerð
Tryggvahafi lánast vel, þá voru
þeir margir einkaaðilarnir, sem
stóðu sig sist betur en bæjarút-
gerðir, fóru á dúndrandi haus-
inni' góðærum hlupust á brottog
skilduallt eftir i kalda koli. Það
hefur ekki öllum verið jafnvel
gefið að gera út togara og
Tryggva Ófeigssyni, — þvi mið-
ur.
Saga Tryggva ófeigssonar er
auðvitað umfram allt skip-
stjórnar- og útgerðarsaga hans
sjálfs, en jafnframt islensk út-
gerðarsaga 20. aldar i hnot-
skurn, eins og áður sagði.
Tryggvi hefur lifað hiö mikla
ævintýri, sem er i'slensk tækni-
bylting, og tekið virkan þátt i
þvi. Hann segir frá kynnum sin-
um af hinum ýmsu tegundum
veiðiskapar, á margs konar
fleytum. Mest er eðlilega fjallað
um lifið á togurunum. Hér segir
frá togveiðum á millistrlösár-
unum. Siglingatæki voru þá
næsta bágborin miöað við það
sem nú tiökast, en sóknin hörð.
Komust menn oft i hann krapp-
frá nokkrum gömlum skipsfé-
lögum oglokseru kaflar um for-
eldra og eiginkonu sögumanns.
Siðast i bókinni er kafli um ábú-
endur i Leiru um siöustu alda-
mót.
Ásgeir Jakobsson hefur skrá-
sett Tryggva sögu Ófeigssonar
og gert það vel, enda er hann
flestum færari til þess að rita
um sjómenn og sjómennsku.
Asgeir hefur tekið upp þann
góða og sjálfsagöa siö að greina
sérstaklega það, sem hann
hefur frumsamið. Gerir þetta
lesanda kleiftað greina, hvað er
frá Tryggva, hvað frá Asgeiri,
Sagan mun hafa orðið þannig til
að Tryggvi las frásögn sina inn
á segulband. Asgeir hefur svo
valið þann kost að láta frásögn
sögumanns halda sér aö mestu
óbreytta. Þetta hefur þann kost,
að málfarTryggva kemst vel til
skila, sem og ýmis orðatiltæki,
sem tiðkuðust á togurum. Sá
galli fylgir þessari aðferð hins
vegar, margt það, sem sjálfsagt
þykir i daglegu máli verður
hálfankannalegt á bók.
Skuggsjá gefur bókina út og
er aliur frágangur hennar með
ágætum og fengur er að mörg-
um myndum, sem bókina
prýöa.
Tryggvi ófeigsson hefur lifað
langa starfsævi og fengið miklu
áorkað. Hann hefur alltaf farið
sinar eigin leiðir og sagt tæpi-
tungulaust skoðanir sinar á
mönnum og málefnum. Saga
hans er sögö á sama hátt. Hún
er stórfróðleg og þarft innlegg i
islenska útgerðar- og atvinnu-
sögu þessarar aldar.
Jón Þ. Þór.