Tíminn - 06.01.1980, Síða 11

Tíminn - 06.01.1980, Síða 11
Sunnudagur 6. janúar 1980 11 Nafn Marlons Brando var mér enn algjörlega óþekkt stærö og ég spuröi hann einfaldlega hvað hann gerði. „Ég er mjög þekktur sem höfundur „Twinkle, twinkle, little star”. Ég vildi fara snemma heim, þvi að ég átti von á simahringingu morguninn eftir. „.... eins og síðasta aðhlynning dauðadæmds fanga” Næst er ég kom inn á svið, spurði Spencer Tracy mig að þvi, hvernig ég hefði skemmt mér með Marlon. Kvöldverðarboðið hafði nákvæmlega verið tiundað i blaði einu i Hollywood. Þannig komst ég fyrst að þvi, að Marlon var frægasti leikari i Ameriku um þessar mundir, hafði leikið i átta kvikmyndum og verið á sviðinu i Broadway. Allir sem sáust með honum, voru undir smásjá. Mér leist ekki á blikuna og hætti að þiggja boð hans. Tveir mánuð- ir liðu, án þess að við hittumst og annað stefnumótið varð ekki fyrr en i lok ársins 1955. Þá byrjuðum við aftur að hittast, borða saman og fara i bió. Marlon fannst þægilegt, hvað ég vissi i raun litið um hann og ekki spillti austrænt yfirbragð mitt fyrir. Segja má, að ég hafi byrjað að sofa hjá honum fyrir forvitni sakir. Alla vega heillaðist ég varla af ástartilburðum hans. Þeir gáfu nú helst tilefni til að ætla, að fram færi siðasta að- hlynning dauðadæmds fanga áður en hann yrði leiddur á aftökustað. Kvöld eitt er við sátum og horfðum á sjónvarpið, tók Marlon mig i fangið og bar mig inn i svefnherbergi. Þegar ég spurði hann, hvorthann fengi mest út úr nauðgunum, svaraði hann þvi til, að nauðgun væri ekki annaö en vingjarnleg árás! Eigingirni hans var alls ráðandi og þvi miður var hann ekki sérlega sæll af tækinu, en reyndi að fela það með oflofi. Ég vissi að Marlon stóð I kyn- ferðislegu sambandi við ýmsa og óx ekkert i augum i þeim efnum. Hann hafði sjálfur sagt mér það. A þessum tima var ég mjög sak- laus og þekkti ekki aðrar aðferðir en þá sem kennd er viö trúboð- ann. Marlon leiddist það til lengd- ar og er viö höfðum verið elsk- endur i nokkrar vikur, spuröi hann mig, hvort ég hefði nokkuð á móti þvi að breyta til. An þess að vita hverju ég jánkaði, sagðist ég myndu gera það, sem hann vildi, enda gæti það ekki flokkast undir Christian Dévi með móöur sinni Önnu Kashfi. „Marlon kveið mest fyrir þvi, að barnið fengi dökka húð eins og ég”, segir Anna i endurminningum sinum, en Christian er fæddur árið 1959. Er barnið fæddist bætti Marlon hjúkrunarkonu i þjónaliðið. Ekki fyrir barnið, heldur fyrir önnu, sem lét snarlega reka hana, þeg- ar hún komst að hvers kyns var. synd að þdknast honum. Og píslarganga min hófst. En er’ Marlon hafði reynt að kenna mér ýmsar „þróaðar aðferðir” án árangurs, gafst hann upp. Varð allt miklu þægilegra eftir það. Við héldum sambandinu áfram. Ég var alltaf fremur óörugg með Marlon. Hann gerði aldrei boð á undan sér jafnvel þótt hánótt væri. Sjaldan færði hann mér blóm eða gjafir og honum var alveg gjörsamlega fyrirmunað að spinna leynivefinn, sem oftast umlykur tvo elskendur. Það var mjög þreytandi að koma fram opinberlega með Marlon vegna þess að aðdáendur hans voru svo miskunnarlausir. Margir vildu „snerta stúlkuna, sem haföi snert Marlon”. Aðrir voru kröfuharðari og vildu hafa á brott með sér vasaklút, slæðu eða hanska til minningar. Það kom fyrir aö ég fékk ekki frið á klósettinu og ein miðaldra frú heimtaði af mér eiginhandarárit- un, þar sem ég sat „flagrante delicto”. Ýtti hún einfaldlega skrifblokkinni sinni og pennanum undir hurðina. Móðurást Marlons Þáttaskil urðu I lifi minu er ég veiktist af berklum og lá í sjúkra- húsi I marga mánuði. Marlon varð aldrei bliðari en þá. Hann byrjaði að færa mér hluti sem móðir hans hafði átt, eyrnalokka- nælu, bibliuna hennar og jafnvel koddann sem hún lagðist á i siðasta sinn. Þessum gjöfum fylgdu dapurlegar sögur úr for- tiðinni. Brando likti mér i einu og öllu saman við móður sina og var ég hreykin af þvi. Hann sagði að báðar værum við vingjarnlegar, saklausar og þrúngnar af ást. Reiðiköst, drykkja og vanræksla móður hans, virtust gleymd. Dodie Brando hafði verið hafin i dýrlingatölu. Samlikingin, sem Marlon gerði milli min og móður hans jókst enn og endaði með því að hann bað min. Við höfðum aldrei talað um hjónaband og ég hafði lesið i blöðunum að Marlon og Rita Moreno væru fullkomið par. Ég hafði enga ástæðu til að ætla að Marlon umgengist ekki aörar konur meðan ég var veik og krafðist þess heidur ekki af hon- um. Bónorö hans kom mér á óvart. Trúlofunin breytti litlu. Marlon hélt áfram að heimsækja mig á spitalann og skrifa mér óræðin bréf. Þvi miður þá notfærði hann sér trúlofunarstandið til þess að hæðast að mér. 1 einu bréfanna: „Anna mér er sagt, að þú sért orðin alvarlega skutmikil. Leyföu mér að votta þér gleöi mina. Von- andi tekurðu ekki nærri þér, þó að ég verði að aka þér um i hand- vagni fyrir bragðiö. Ég kem alla vega til með að venjast þvi. Stundum reyni ég að hugsa mér þennan griðarlega skut, en þá rennur allt út i fyrir mér”. Ég svaraði honum i sömu mynt i ein- feldni minni og dugðu þessi and- styggilegheit okkur i mörg ár. FI þýddi. ■■■ VIÐURKENNDUM FISKIDÆLUSLÓNGUM ÚRVAL OG ÞJÓNUSTA. Viö státum okkur af mesta úrvali landsins af viöurkenndum fiskidæluslöngum. Þær eru i stæröunum 10, 12 og 14 tommur, tveggja, fjögurra og sex styrktarlaga. Auk rómaörar þjónustu, sem miöast ekki aöeins viö háannatimann, heldur allt áriö. STÆRÐARVAL OG ÞRÝSTIÞOL. Viö ráöleggjum þér val á réttum tegundum meö tilliti til notkunar og aðstæöna og nauðsynlegs þrýstiþols. Rétt stæröarval og mátulegt þrýstiþol tryggja áfallalausa notkun og endingu. FYRIRHYGGJA EÐA VINNUTAP. Til þess aö foröast dýrar veiöi- eða vinnu- tafir er vel til fundið aö eiga aukaslöngur i verksmiðjunni eöa um borö. Meö þvi að sýna fyrirhyggju og vanda valiö á fiskidæluslöngum gætir þú sparaö stórfé. SÉRHÆFÐ MÓNUSTA TIL LANDS 06 SUÁVAR m hf Smiójuveg 66. Sími:(91)-76600 LANDVÉLAR HF. FOÐUR fóórió sem bc%ndur treysta REIÐHESTABLANDA mjöl og kögglar — Inniheldur nauðsynleg, steinefni og vitamin HESTAHAFRAR MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR LAUGARVEGI 164, REYKJAVÍK SÍMI 11125 Við þökkum þér innilega fyrir aö nota ökuljósin í slæmu skyggni yUMFERÐAR RÁÐ Happdrætti Framsóknarflokksins Dregið var á réttum tima i Happdrætti Framsóknarflokksins og voru vinnings- númerin innsigluð á skrifstofu borgar- fógeta og verða geymd þar næstu daga, meðan skil eru að berast. Dregið var úr öllum útsendum miðum og geta þeir sem enn eiga eftir að gera skil gert það fram eftir vikunni eða þai til vinningsnúmer verða birt.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.