Tíminn - 08.01.1980, Qupperneq 6

Tíminn - 08.01.1980, Qupperneq 6
6 Þriöjudagurinn 8. janúar 1980 mmmw Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sföu- múla 15. Simi 86300. — Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 230.- Áskriftargjald kr. 4.500 á mánuöi. Blaöaprent. __________________________________J Nýtt Víetnam Atburðirnir, sem nú eru að gerast i Afghanistan, eru svo keimlikir þvi, sem gerðist i Suður-Vietnam haustið 1963, að trauðla er hægt að fá betri staðfest- ingu á þvi, að sagan endurtekur sig. Haustið 1963 voru skæruliðar kommúnista búnir að efla svo hernaðaraðgerðir sinar i Suður-Viet- nam, að stjórnin þar var að falli komin, þrátt fyrir mikla aðstoð Bandarikjanna, sem fólst i þvi að senda hernaðarsérfræðinga og mikið af vopnum til Suður-Vietnam. Aðstoð þessi var veitt samkvæmt sérstöku hjálpar- og vináttusamkomulagi, sem hafði verið gert milli rikjanna. Bandarikjastjórn gerði sér ljóst, að valdataka skæruliða varð ekki hindruð, nema hún sendi herlið til landsins. Henni féll hins vegar illa við þáverandi forseta landsins, Ngo Dinh Diem, og þó enn siður við bróður hans, Ngo Dinh Nhu, sem annaðist her- stjórnina. Hún taldi samvinnu við þá svo erfiða, að vikja yrði þeim frá völdum. Hershöfðingjar i Suður- Vietnam voru fúsir til að snúast gegn þeim bræðr- um, en gengu lengra en Bandarikjastjórn ætlaði. Þeir voru ekki aðeins reknir frá völdum, heldur lif- látnir i forsetahöllinni. í kjölfar aftöku þeirra bræðra, fylgdu stórfelldir herflutningar Bandarikjanna til Suður-Vietnam. Þátttaka Bandarikjanna i Vietnam-styrjöldinni var hafin fyrir alvöru. Atburðirnir, sem gerðust i Afghanistan i lok ný- liðins árs, eru eins og endurtekning framangreindra atburða i Vietnam fyrir 17 árum. Rússar höfðu sent stjórninni i Afghanistan mikið af vopnum og sér- fræðingum samkvæmt sérstökum aðstoðar- og vin- áttusamningi, en ekkert dugði. Hernaður skæruliða fór frekar vaxandi en hið gagnstæða. Þessu til við- bótar vantreystu Rússar Amin forseta, eins og Bandarikjamenn Diem forðum. Honum var steypt af stóli og hann drepinn, ásamt bróður hans, sem hafði herstjórn á hendi. Samtimis þessu hófu Rússar að flytja herlið til landsins i stórum stil og hafa siðan tekið virkan þátt i bardögum þar. Rússar fordæmdu ákaft ihlutun Bandarikjanna i Vietnam á sinum tima. Bandarikjamenn höfðu svör á reiðum höndum. Við getum ekki látið kommúnista fella með skæruhernaði rikisstjórn, sem er okkur vinveitt. Nú deila Bandarikjamenn harðlega á Rússa fyrir ihlutunina i Afghanistan. Rússar hafa svar á reiðum höndum: Við getun ekki látið and- kommúnista fella með skæruhernaði stjórn, sem er okkur vinveitt. Rússar gera sér sennilega vonir um, að hernaðar- leg ihlutun þeirra i Afghanistan þurfi ekki að standa lengi. Þetta héldu Bandarikjamenn einnig. Það mun hafa verið á árinu 1964 eða 1965, sem einn æðsti maður þeirra sagði: Hermennirnir verða komnir heim fyrir jól. Styrjöldin átti eftir að standa i mörg ár eftir það. Rússar geta átt eftir að verða fyrir sömu reynslunni. Fleiri en Vietnamar geta varizt erlendu ofurefli með þvi að beita skæruhernaði. Hreysti og þjóðernishyggju skortir Afghana ekki. En einn reginmunur er á umræddri ihlutun Sovét- rikjanna og Bandarikjanna. Almenningur i Banda- rikjunum gat gagnrýnt og f.ordæmt gerðir stjórnar- valdanna. Það var andspyrnuhreyfingin, sem reis i Bandarikjunum gegn Vietnamstyrjöldinni, sem knúði fram undanhaldið miklu fyrr en ella. Slikum mótmælum getur rússneskur almenningur ekki beitt. Þvi þurfa rússnesku valdhafarnir að finna, að hernaðarleg ihlutun þeirra i Afghanistan er fordæmd af almenningi hvarvetna um heim, þar sem hann getur látið álit sitt i ljós. Þ.Þ. Erlent yfirlit Sambúð risaveldanna erfið á árínu 1980 Flestir spádómar hníga i þá átt Það myndi auka tortryggni Ind- verja og þrýsta þeim upp að RUssum. Vegna deilu Irans og Bandarikjanna, eru Banda- rikjamenn ekki vinsælir i Pakistan, og aukið samstarf við þá gæti frekar veikt einræðis- herrann þar I sessi en hið gagn- stæða. Fyrstu viðbrögð Carters virð- ast sýna, að hann þræði milli framangreindra sjónarmiða ráðunauta sinna. Hann hefur dregið úr kornútflutningi til Sovétrikjanna, bannað útflutn- ing þangað á tölvum o.s.frv. Hins vegar hefur hann ekki enn bannað þátttöku i Ólympiuleik- unum, eins og rætt hefur verið um, enda myndi slikt vekja and- úð iþróttamanna, sem leggja áherzlu á að halda ólympiuleik- unum utan við stjórnmál. Þessar aðgerðir Cartgrs hafa þegar vakið gagnrýni stjórnar- andstæðinga, sem telja þær bitna mest á bandariskum bændum, án þess að nokkuð vinnist istaðinn. Þær bera hins vegar þess merki, að kuldinn er að aukast i sambúð risaveld- anna. ÞAÐ getur haft veruleg áhrif á sambúð risaveldanna, hvernig mál snúast i Afghanistan. Tak- i ist Rússum fljótlega að koma málum þar i það horf, að frið- vænlegt verði i landinu, trúar- iðkanir verði látnar frjálsar og rússneski herinn kvaddur heim aðmestu eða öllu, myndu áhrif- in ekki spilla sambúð risaveld- anna verulega, þegar til lengdar léti. Þetta myndi hins vegar snúast á annan og verri veg, ef framvindan yrði svipuð og i Vietnam á sinum tima. Rússum ættiað vera það mik- ið i mun, að ævintýri þeirra i Afghanistan ljúki sem fyrst. Langvarandi styrjöld þar myndi ekki aðeins spilla fyrir þeim i öðrum löndum múham- eðstrúarmanna, heldur jafnvel heima fyrir vegna hins mikla fjölda múhameðstrúarmanna i Mið-Asiulýðveldum Sovétrikj- anna. Að þvi leyti er staða þeirra á ýmsan hátt örðugri en staða Bandarlkjamanna var i Vietnam. Þegar á allt er litiö, verður ekki annað sagt en að andrúms- loftið sé kalt á sviði alþjóöa- mála, þegar árið 1980 gengur i garð. En á þvi sviði, eins og fleirum, geta oft orðið snögg veðrabrigði. En þessa stundina er veðurútlitið óráðið og allar spár ótryggar. Þ.Þ. SÚ spurning er nú á vörum margra, hvort nýtt kalt strið sé að hefjast i sambúð risaveld- anna. Atburðirnir I Afghanistan og viðbrögð Bandaríkjastjórnar við þeim hafa aukið vangavelt- ur um þetta. Það hefur vakið athygli sumra f réttaskýrenda, aö Dobrynin, sendiherra Sovétrikj- anna I Washington, fór heim til Moskvu snemma I desember og hefur dvalið þar siöan. Heimför hans var sögð stafa af þvi, að hann á sæti i miðstjórn Komm- únistaflokksins, sem hélt fund um þetta leyti. Fréttaskýrendur telja, að það erindi hans hafi þó verið mikil- vægara aö ræða við valdhafana i Kreml um ástand óg horfur I sambúð Sovétrikjanna og Bandarikjanna. Niðurstaða þeirra bollalegginga hafi senni- lega orðið sú, aö engar horfur væru á þvi, að öldungadeild Bandarikjaþings samþykkti Salt-2-samninginn á þessu ári, og ekki væru heldur neinar horf- ur á, að þingið veitti Sovétrikj- unum beztu verzlunarkjör, eins og liklegt er að það veiti Kin- verjum bráðlega.Þá væru horf- ur á, að samvinna Bandarikj- anna og Kina yrði nánari. Af þessum ástæðum væri ástæöu- laust fyrir Sovétrikin að sýna nokkra tilslökun i sambúöinni við Bandarikin fyrr en þá eftir forsetakosningarnar i Banda- rikjunum næsta haust. Valdhafarnir i Kreml hafi með tilliti til þessa ákveðið að fresta ekki hernaðarlegri ihlut- un I Afghanistan vegna sambúð- arinnar við Bandarikin. Tæki- færið væri hins vegar gott með- an deila Irans og Bandarikj- anna stæði yfir. Iranir myndu ekki beita sér harkalega gegn Sovétrikjunum á meðan, heldur jafnvel leita stuðnings þeirra, ef Bandarikin reyndu að leggja verzlunarbann á tran. Þá þykir liklegt, að valdhaf- arnir i Kreml hafi talið sam- þykkt Atlantshafsbandalagsins um kjarnorkuvigbúnaðinn i Evrópu merki þess, að litill samkomulagsgrundvöllur yrði fyrir hendi i náinni framtið. M.a. stafaði það af þingkosning- unum i Vestur-Þýzkalandi næsta haust. Strauss, kanslara- efni kristilegrademókrata, mun þá leggja megináherzlu á and- rússneskan áróður, og stjórnar- flokkarnir verða að hafa hlið- sjón af þvi. Vance Brzezinski Ef þessar ágizkanir eru rétt- ar, reikna rússnesku valdhaf- arnir ef til vill ekki beinlínis meö köldu striði en með köldu andrúmslofti i sambúð risaveld- anna á árinu 1980. VIÐBRÖGÐ Bandarikjastjórn- ar við atburðunum i Afghanist- an benda einnig til þess, aö hún reikni með kólnandi sambúð risaveldanna á þessu ári og að Carter forseti ætli m.a. að byggja kosningabaráttu sina á þvi, aö hann sé harður I horn að taka i skiptum sinum við Rússa. Hinn kunni fréttaskýrandi New York Times, James Reston, skýrir frá þvi i grein, sem birtist i blaðinu 31. desem- ber, að innan Bandarikjastjórn- ar sé nokkur skoðanamunur á þvi, hvernig skuli bregðast við atburðunum i Afghanistan. Brzezinski, ráðunautur Carters i utanrikismálum, vilji bregðast hart við og gripa til harðra mót- aðgerða. Vance utanrikisráð- herra og Brown varnarmála- ráðherra vilji hins vegar fara fram með varfærni. Meðal ann- ars vilji Brzezinski svara með þvi að veita Pakistan aukinn stuðning. Slikt gæti þó reynzt tvieggjað.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.