Tíminn - 08.01.1980, Qupperneq 7
Þriðjudagurinn 8. janúar 1980
7
í biðsal
dauðans
Eitt af þvi sem fylgir vel-
megun er tillitsleysi einstakl-
inganna gagnvart öðrum. Þvi
meira sem menn hafa úr að
spila þeim mun gráðugri verða
þeir oft á tiðum og sjónarmið
þeirra þrengri. Og þar sem
menn eru nií almennt bæði
félagsverur og vitsmunaverur,
þá hafa þeir safnast i hópa til
þess að tryggja réttindi sín og
hagsmuni ýmiskonar og reyna
þannig aö fá svolitið meira.
Þessi darraðardans hefur á
undanförnum árum gengið
lengra og lengra og það sem
áður var tiltölulega heilbrigt
samstarf manna til að vernda
hagsmuni sina, er fyrir löngu
orðið að stjórnlausu og skynlitlu
æði. Og það er ekki einungis að
stétt berjist gegn stétt heldur
hefur landiö allt verið rifið
sundur og f staö þess að stjórna
þvi sem efnahagslegri heild, þá
hafa þröng kjördæmasjónarmið
brotið niður eðlilega starfsemi
og lögg jafarsamkundan og
stærstu stofnanir á vegum rikis-
ins eru orðnar að stórum hluta
að afgreiðslustofnunum og
fyrirgreiðslustofnunum og hag-
nýt skynsemi og yfirsýn hafa
vikið fyrir þröngum einka-
sjónarmiðum. Það er vegna
þessarar þróunar sem islenska
þjóðin rambar nú á barmi
gjaldþrots. Allar ytri aðstæður
hafa verið góöar um langt ára-
bil. Gjaldþrot okkar er verk
misviturra og skammsýnna
manna.
Það sem hér hefur verið sagt i
örfáum oröum, vita allir sem
þetta lesa að eru aðeins naktar
staðreyndir í öllum höfuð-
dráttum. Enég erekki að skrifa
grein um efnahagsmálalmennt,
heldur ætla ég að draga upp úr
þeim drullupolli sem við siglum
nú á, einn fylgifisk sem er ljót
skepna og meö þeim óhugnan-
legri i aflanum. Þessvegna er
þessi formáli nauðsynlegur.
Ekki taka allir
þátt í dansinum
Það er nefnilega þannig þegar
allir eruaðgeraþaðgott, að það
vill sitja á hakanum sem ekki er
mikið upp úr að hafa. 1 neyslu-
þjóðfélagi eins og okkar er það
hagvaxtarsjdnarmiðið sem
ræður. Það virðist til að mynda
hafa gleymst aö verulegu leyti,
að það hafa ekki allir getað
tekið þátt 1 hinu geðveikislega
llfsgæðakapphlaupi undan-
farinna ára.
Þeirsem ekki geta veriö með I
kapphlaupinu eru meðal annars
þeir aðilar sem ekki eru lengur
inni á vinnumarkaðinum eða
búa við skerta eða enga starfs-
orku. Þetta fólk veröur að búa
við skömmtun samfélagsins. Og
skömmtun llfskjara til þessara
minnihlutahópa hefur alltaf
verið naum. Hver holskefla sem
hvolfist yfir þjóðfélagið I efna-
hagsmálum brotnar fyrst á
þessu fólki. Það fólk sem hér á
hlut að máli getur ekki eöa vill
ekki bera hönd fyrir höfuö sér
og þetta fólk virðist eiga ótrú-
lega fáa formælendur, sérstak-
lega aldraða fólkið, sem er
stærsti hópurinn.
Þegar kemur aö þvi aö ræða
um meðferð okkar á öldruðu
fólki, þá er þar um að ræða
mælikvarða á þá siðmenningu
sem rikir í þjóöfélaginu. Þarna
höfum við staðið okkur illa og
gerum enn. Meðhöndlunokkar á
öldruðu fólki er I engu samræmi
við efnahag þjóöarinnar. Þetta
fólk gleymist oftast, bæöi hvað
varðar efnahagslegt öryggi þess
og ekki slöur þegar litiö er á
hina félagslegu hlið málsins.
Það er fróðlegtað berasaman
hvernig við búum að börnum og
unglingum I skólakerfinu og
hvernig viö búum svo aö öldr-
uðu fólki. Báöir þessir þjóö-
félagshópar þurfa að hlíta
vissri forsjá heiriíila og sam-
félags um visst árabil. Fyrir
börn á grunnskólaaldri
byggjum viö skilyr ðislaust
skólahús og borgum skilyrðis-
laust skólabækurnar og kenn-
uruimsem annast þetta fólk og
troða I þaö,borgum við einnig
skilyröislaust úr sameigin-
legum sjóði.
Hrafn
Sæmundsson
Fyrir aldraða er
ekkert borgað
skilyrðislaust
Þegar kemur aö hinum enda
mannlifsins, þá er ekkert gert
eða borgað skilyröislaust. Það
er ekki byggt nema litið brot af
þvi húsnæöi sem aldraö fólk
þarf á að halda og það þyrfti
margfalt fleira starfrfólk til að
annast aldraða, sem þurfa
aðstoðar viö og hjúkrunar.
Oghverniger hinni félagslegu
hlið málsins variö? Við rekum
fólkaf vinnumarkaði, í mörgum
tilvikum í fullu fjöri um 67 ára
aldur. Stór hluti þessa fólks er
þar með slitinn upp með rótúm
og þ'að vistað' i biðsal dauðans,
þrátt fyrir mikla starfsorku og
llfsorku oft á tiðum. Þetta eru
staðreyndir sem allt of fáir vita
um og miklu fleiri loka
augunum fyrir.
Og nú er enn ein holskeflan að
lenda á okkur. Það er meðal
annars þess vegna sem ég er nú
að nota fjölmiöla til þess að
vekja athygli á þessum þætti I
samskiptum manna.
Ef til vill er það blekking, að
hægt sé með einhverjum
árangri aö skirskota til siö-
ferðislegra sjónarmiöa manna i
þessum efnum. Liklega bæri þaf
meiri árangur aö benda
mönnum á þá staöreynd að
timinn stendur ekki i stað og
innan tiðar veröum viö komin á
þann aldur aö okkur verður
sjálfum ýtt út af vinnumark-
aðinum eða með öörum hætti
sett inn i þennan biðsal sem ég
talaði um. Gallinn við þessa
skirskotun er samt sá, að
ótrúlega margir sem hafa með
málefni aldraðra og annarra
minnihlutahópa að gera, eru
sjálfir baktryggðir, allavega
hvað efnahag snertir.
Ég hef iðulega reifað þessi
málefni i blöðum og timaritum.
Margir halda þvi fram að blaöa-
greinar hafi ekki ýkja mikil
áhrif. Menn segja aö úrslit mála
ráðist frekar annarsstaðar. Þó
er það staðreynd að texti stuðlar
að þvi að móta almennings-
álitið. Ég mun þessvegna halda
áfram að skrria um málefni
minnihlutahópa. Það vantar
bara miklu fleiri til þess að
ganga i þetta verk. Það þarf
miklu meiri almennan þrýsting
á þá sem ráða málefnum þess
fólks sem hér um ræðir.
Hraf n Sæ mundsson
Viðamikið heimildarit
Jón Espólin og Einar
Bjarnason: Saga frá Skag-
firðingum 1685-1847. IV.
Iðunn 1979.
192 bis.
Einar Bjarnason fræðimaður
á Mælifelli er einn höfundur
þessa fjórða og siðasta bindis
hinnar miklu skagfirsku
kröniku, sem Jón Espólin hóf að
skrá. 1 fjórða bindi er skýrt frá
atburðum, sem urðu á árunum
1842-1847 og kennir margra
grasa sem vænta má. Hér er
sagt frá veðurfari, frá mönnum,
frá sakamálum og ýmsu
óvæntu, sem fyrir bar, sagt frá
mannaláti, stóratburðum, gift-
ingum o.fl. o.fl.
Einar Bjarnason lifði þann
tima sem þetta bindi nær yfir og
er þetta þannig samtimasaga.
Af þeim sökum er frásögnin
miklum mun fyllri en i fyrstu
bindunum, auk þess sem sögu-
maður leggur oft annan dóm á
menn og málefni, en almennt er
þegar fjallað er um löngu liðna
atburði.
Eins og eðlilegt má teljast er
mest greint frá Skagfirðingum
og atburðum, sem urðu i héraði.
Engu að siður getur ritið ekki
talist héraðssaga i strangasta
skilningi. 1 þvi er all oft skýrt
frá þvi, er gerðist annarsstaöar,
einkum i nálægum héruðum, en
einnig sunnanlands og vestan,
og jafnvel erlendis. Oft er þó
sem sögumaður fylgi brott-
fluttum Skagfirðingum i önnur
héruð, skrái frásagnir af þvi
sem fyrir þá bar á nýju slóðum,
og oft eru þeir heimildarmenn
hans um það, sem gerist i kring-
um þá. Af Skagfirðingum, sem
þannig koma við sögu má nefna
þá Viðivallabræður: Pétur,
siöar biskup, Jón, og Brynjólf
Péturssyni, Konráð Gislason og
fleiri.
Margar merkar frásagnir er
að finna i ritinu. Þar er til að
mynda skemmtileg frásögn um
Sölva Helgason og segir frá þvi
er hann falsaði sér vegabréf
sýslumanns á Austfjörðum, þar
sem menn voru m.a. beðnir að
greiöa veg þess, er bréfið bæri
og láta honum i té peninga, auk
annars. Komst Sölvi alla leið
vestur á Snæfellsnes og urðu
margir við „bón sýslumanns”.
Enn segir frá láti Jónasar
Hallgrimssonar og Steingrims
biskups Jónssonar, og góð
frásögn er frá þvi er bein
Reynistaðabræðra voru til
grafar borin og erfi þeirra
drukkið á Reynistað, en þar var
Einar Bjarnason einmitt einn
boösgesta. Skilmerkilega er
sagt frá fyrstu útgerð þilskips i
Skagafirði og þannig mætti
lengi telja. A bls. 43 er athyglis-
verð frásögn af fyrstu alþingis-
kosningum i Skagafirði eftir
endurreisn alþingis. Þar er skil-
merkilega frá þvi greint hver
skilyrði menn urðu að uppfylla
til þess að verða kosningabærir,
sagt er frá kosningareglum,
sem og hvernig þingmönnum
skyldi goldið þingfararkaup.
Um kosninguna sjálfa segir orð-
rétt: (bls. 43-44):
„Þann sjötta dag Mai
mánaöar var fulltrúakosning-
þing haldið i Glaumbæ. Voru
þar við aðstoðarmenn sýslu-
manns, Halldór prófastur og
student Einar Stefánsson á
Reynistað. Kaus sýslumaður
fyrstur alþinf’ismann fyrir
Skagafjarðarsyslu og nefndi
til Jón smið Samsonarson i
Keldudal. Hneigöust margir
þar eftir. Höfðu lika flestir
einna best traust á honum,
þegar að Einars gamla á
Hraunum var ekki viðkostur
sökum elli og lasleika, hvern
allir mundu þó helst kosið
hafa, hefði hann verið tilfær
alþing hið nýja að sækja.”
Einar þessi á Hraunum var
faðir Baldvins Einarssonar, en
Skagfiröingar þurftu varla að
harma kosningu Jóns
Samsonarsonar, hann reyndist
hinn nýtasti þingmaður, og i
bókinni er einmitt skýrt ýtar-
lega frá undirbúningi hans fyrir
þing og samskiptum viö
kjósendur sina. Eru þeir kaflar
mjög fróölegir.
Einar Bjarnason, höfundur
þessa rits, er góöur sögumaður,
segir vel og lipurlega frá, en
skortir þó frumleika Espólins.
Einar hefur greinilega verið
mikill Skagfirðingur og oft
verður ljóst að honum gremst er
hann telur að hallaö sé á sveit-
unga sina. Þannig kemur
gremja hans greinilega fram er
hann segir frá þvi að Helgi
Thordersen var valinn biskup
eftir Steingrim Jónsson, en ekki
Pétur Pétursson, „og ætluðu
menn, að Bardenfleth konungs-
fulltrúi hefði komið þvi á við
konung og ráðuneyti hans...” Og
enn lakara þykir Einari greini-
lega að dr. Pétur varð ekki einu
sinni dómkirkjuprestur.
Eftirmáli er við ritið og er
hann saminn af Hannesi Péturs-
syni. Þar færir hann fyrir þvi
óyggjandi rök, að Einar Bjarna-
son sé höfundur að sögu frá
Skagfirðingum ásamt Jóni
Espólin, en Gisli Konráðsson
eigi þar engan þátt, en áður
töldu ýmsir að hann hefði tekið
þar við er Espólin hætti. Alit-
legur hluti þessa bindis, eða
rúmlega 50 bls. er skrá um
mannanöfn i öllum fjórum bind-
unum. Hana hefur Kristmundur
Bjarnason samið aö mestu leyti
og liggur i augum uppi hvilikt
nákvæmnis- og þolinmæöisverk
það hefur verið. Hygg ég að fátt
hafi verið betur unnið i islensk-
um útgáfum á þessu ári en þessi
skrá. Allur frágangur ritsins er
með mestu ágætum og ber þeim
Skagfirðingum heiður fyrir það
mikla nauðsynjaverk að koma
Sögu frá Skagfirðingum á prent.
Jón Þ. Þór.