Tíminn - 08.01.1980, Side 8
Þriðjudagurinn g. janúar 1980
8
IjJilÍ'í'i
Happdrætti
Sjálfsbjargar 24.
desember 1979
Aðalvinningur: Bifreið FORD MUSTANG
79, nr. 24875. 10 sólarlandaferðir með Út-
sýn, hver á kr. 300.000.-. 89 vinningar á kr.
20.000.- hver (vöruúttekt).
194 15096 27827
477 16400 28144
481 18127 29039
1141 18446 29104
1275 18608 29185
1422 19211 29215 sólarferö
2077 19388 29343
2439 19552 29475
2462 20069 29543
3486 20208 sólarferð 30029
3525 20740 30424
4172 20936 31239
4549 21074 31862
4550 21197 33215 sólarferð
4693 21999 34353
5223 22000 35057
5292 22224 35418
5531 22274 37246
6457 22275 sólarferð 37429
7287 22792 sólarferð 38237
7354 22837 38462 sólarferð
7655 23298 38780
8944 23590 40469
9357 23747 40660
9500 24781 41869
10959 24785 sólarferð 41904
12001 24875 billinn 42135
12525 25068 42591 sólarferð
12836 26081 43534 sólarferð
13323 26210 44402
13988 27019 44695 sólarferð
14672 27191 44713
14752 27809 44988
14903
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Há-
túni 12, Reykjavík. Simi 29133.
Til sölu
Ford dráttarvél 4600 62 hestöfl árgerð 1977
með hljóðeinangruðu húsi, tvivirk
ámoksturstæki, lyftigeta 1500 kg. Hydor
loftpressa K 13 C6-N árgerð 1977 með
fleyghamri, borhamri og stálum. Upplýs-
ingar gefa Jóhann Skúlason simi 3171
Hólmavik og Jón Eliasson simi um
Drangsnes.
Díselvélar í báta
ítölsku V M vélarnar með gir fyrirliggj-
andi i 10- 20- og 30 hestöflum.
óarco
Lyngási 6 Garðabæ simi 53322.
Furuhúsgögn
i miklu úrvali. íslensk hönnun, islensk
framleiðsla. Selt af vinnustað.
Húsgagnavinnustofa
Braga Eggertssonar
Smiðshöfða 13.
simi 85180
Frá Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti
Kennara vantar i eftirtöldum námsgrein-
um á vorönn:
Liffræði, stærðfræði og tónmenntum.
Upplýsingar gefur Rögnvaldur Sæmunds-
son aðstoðarskólameistari.
Skólameistari.
Miiming:
Kristinn Hermann
Sigmundsson
Fæddur 11. úgúst 1907
dáinn 1. janúar 1980
Að áliðnum björtum nýársdegi
umvafinn ástvinum sinum hneig
til moldar hann Kristinn á Eyri,
eins og við margir vinir hans
nefndum hann.
A aðfangadag jóla fékk hann
leyfi til að fara heim af spítalan-
um til að eiga jólin i faðmi fjöl-
skyldunnar, sótti hátföamessu i
kirkju sinni á jóladag og söng
jólasálmana af lifi og sál. Var viö
kveðjumessu sóknarprests sfns
30. des. sl. Kvaddi gamla árið og
heilsaöi hinu nýja á heimili sinu,
hringdi til fjarstaddra vina meö
nýjársóskum, en þá var þrek
hans búið og dauöastundin nálg-
aðist.
Hann fékk að njóta friðarhelgi
jólanna á þann hátt sem hann
unni og naut best alla sina æví,
meö ástvinum slnum, kirkju-
göngu og sálmasöng.
Útför hans fer fram i dag frá
Langholtskirkju.
Kristinn Hermann fæddist 11.
ágúst 1907 á Hamraendum i
Breiðuvik á Snæfellsnesi. For-
eldrar hans voru sæmdarhjónin
Margrét Jónsdóttir og Sigmundur
Jónsson. Þau fluttu að Hamra-
endum austan úr Mýrdal
V-Skafatfellssýslu áriö 1899 og
bjuggu að Hamraendum i 55 ár.
Um Margréti og Sigmund á
Hamraendum er mikil og merk
saga, sem ekki veröur rakin hér,
það er saga um brautryðjendur
framfara og stórhugar við svo
frumstæð og erfið skilyrði sem
núti'mafólk trúir varla aö til hafi
veriö. Lifetrú þeirra og fram-
tiðarsýn var svo sterk, þau eign-
uðust 11 börn, var Kristinn næst-
yngstur systkina sinna.
Þessi stóri barnahópur tók
virkan þátt I sköpun þess annál-
aða fyrirmyndarheimilis, sem
Hamraendar voru. Þau Hamra-
endahjón sýndu fljótt meiri að-
farir við búskapinn en almennt
gerðist og réðust i meiri umbætur
ájörðsinni enalgengtvará þeirri
tið. Voru ræktunarframkvæmdir
stórtækar og húsakostur gerður
af meiri reisn og stórhug en þá
þekktist og fyrstu vatnsknúna
rafstöð i Snæfellsnessýslu reisti
Sigmundur á Hamraendum.
Við allar þessar stórfelldu
framkvæmdir var samheldni f jöl-
skyldunnar sérstök svo orð fór af.
Við þetta bættist sérkenni
Hamraendafjölskyldunnar gest-
risni og glaðværð. Mátti heita
svo, aö Hamraendaheimilið væri
skáli^um þjóðbraut þvera og opið
hverjum vegfaranda ogöllum þar
‘ beini veittur.
Mun öllum þeim mörgu er
komu til Margrétar og Sig-
mundar og barna þeirra að
Hamraendum á þeim árum vera
það minnisstætt, var þaö llkt og
hátið væri, veisla gjörð, söngur og
gleðskapur. Veit ég, að enn eru
margir samferöamenn sem
minnast þessa sérkennilega
rausnar- og menningarheimilis
meö gleði og þakklæti.
Hamraendafólkð, foreldrar og
systkinahópurinn lagði hug og
hjarta á hina miklu, félagslegu
baráttu er færði tslandi frelsi og
fullveldi og efnalegt sjálfstæði.
Þetta er um leiö lýsing á æsku
Kristins Sigmundssonar, þannig
var hann mótaöur i lifsbaráttuna,
sem gerði hann aö traustum og
velmetnum samborgara hvar
sem hann dvaldist, fastmótaður
félagshyggjumaður, sem vildi
framfarir og átti sterka þjóð-
ernistrú og trúði á hið góða i lif-
inu.
Kristinn lauk búfræöinámi á
Hvanneyri eftir tveggja vetra
nám, 1931 og 1932. Hóf hann vinnu
viö ræktunarstörf á vegum
Búnaðarfélagsins. Vann við plæg-
ingar viös vegar um Snæfellsnes-
sýslu og Dalasýslu næstu ár. Var
hann eftirsóttur við þetta braut-
ryðjendastarf, hamhleypa til
vinnu og bar meö sér glaöværð og
lifþrótt hvar sem hann fór.
Arið 1933 urðu þáttaskil i lifi
hans, hann giftist Karólinu Kol-
beinsdóttur frá Eyri á Arnar-
stapa. Hófu þau búskap á Eyri
1934 og áttu þar heima samfleytt
til 1958. Hjónaband þeirra var
ástrikt og traust, þau uröu sam-
hent svo af bar, heimili þeirra
auðkenndist af kærleika og sér-
stökum myndarbrag. Þau eign-
uðust átta börn.
Guðriður Erna gift Eyjólfi E.
Kolbeins birgðaverði Rvk.
Kristin, gift Kristófer Guömunds-
syni,bifrv. ólafsv. Erla Kolbrún,
gift Gunnari Kristni Friðbjörns-
syniarkitekt, Rvik, Stefán Smári,
rafvnemi, lést 13. okt. 1962.
Pálina Matthildur, gift Sigfúsi J.
Johnsen dósent Rvk. Kolbeinn,
bóndi og rafvm. heitb. Gyöu
Guðmundsdóttur, Margrét gift
Jóhannesi Tryggvasyni skrifstm.
Rvk. Lára gift Lárusi Einarssyni
húsasm.m. Rvk.
öll börn þeirra hafa erft
hinagóðu eiginleika foreldra
sinna, efnisfólk, sem eru virt og
vellátin i' þjóðfélaginu. Barna-
börnin eru 17, stolt og eftirlæti afa
og ömmu.
Arið 1962 uröu þau hjónin fyrir
þeirri sörg, að sonur þeirra
Stefán Smári dó af slysförum.
Stefán Smári var mikill efnispilt-
ur, sem miklar vonir voru tengd-
ar við. Var hið skyndilega fráfall
hans þungbær raun fyrir fjöl-
skylduna. En Karólina og Krist-
inn báru sorg sina hetjulega.
Guðstrúin var sterkur þáttur i lifi
þeirra beggja.
Um lif og störf Kristins á Eyri
væri hægt að skrifa langt mál, svo
var æviskeiö hans viðburöarrikt
og svipmikið. Ég kynntist honum
náiðsem útibússtjóra kaupfélaga
á Arnarstapa. Hann haföi jafn-
hliöa myndarbúskap tekið að sér
að vera útibússtjóri fyrst fyrir
Kaupfélag Stykkishólms, siðar
fyrir kaupfélagið Dagsbrún i
Ólafsvik. Þessistörf rakti hann af
alúö og trúmennsku. Fyrir þessi
störf naut hann trausts og viður-
kenningu allra aðila. Þetta var
mikilvæg starfsemi fyriri ibúa
Breiðuvíkurhrepps, þar sem
samgöngur voru mjög erfiðar á
þessum tima. Það reyndi þvi
mjög á útibússtjórann. Kristinn á
Eyri leysti þetta erfiða hlutverk
sem önnur með sérstökum
myndarskap. Snyrtimennska og
reglusemi auðkenndi öll hans
störf.
Ég minnist margra góðra
stunda er ég heimsótti Karólinu
og Kristin á Eyri á þessum árum.
Heimilisbragurinn auðkenndist
af samhug og lifsgleði sem var
svo einkennandi fyrir lif og starf
fjölskyldunnar alla tið
Á Arnarstapa tók Kristinn þátt i
félagslifi sveitarinnar, hann var
leiðandi I leiklist og sönglifi enda
frábærum hæfileikum gæddur og
ávallt reiðubúinn.
Arið 1958 flútti Kristinn með
fjölskylduna til Ólafsvikur,
byggöi nýtt, fallegt og vandað hús
við Ennisbraut 27 i Ólafsvik,
gerðist hann starfsmaður kaup-
félagsins i Ólafsvik þar til fjöl-
skyldan fluttist til Reykjavikur
árið 1963, þar sem hann hóf störf
hjá Sambandi isl. samvinnu-
félaga, þar sem hann starfaði
óslitið til ársloka 1978.
Heimili þeirra I Reykjavik var
fyrstu árin að Sólheimum 27, en
hin siðustu að Glaðheimum 10.
Hvar sem Kristinn starfaði
naut hann sérstakrar viðurkenn-
ingar, sem traustur og góöur
starfsmaður, var sérstaklega
vinsæll meðal vinnufélaga, enda
að eölisfari glaðvær og góðgjarn
og vildi hvers manns vandamál
leysa. Það var gott að eiga vin-
áttu Kristins Sigmundssonar.
Kristinn tók virkan þátt i
félagslifi I Ólafsvfk. Hann var
sérstaklega eftirsóttur i leikfé-
laginu. Lék I mörgum leikritum,
svo sem Ævintýri og gönguför.
Lifegleði hans hafði bætandi áhrif
hvar sem hann fór. Hann söng i
kirkjukór Ólafsvikurkirkju öll
þau ár, sem hann var i Ólafsvík.
Kom aldrei fyrir, að Kristinn
mætti ekki til messu hvernig sem
á stóð. Hann hafði sanna gleði af
söng, hafði djúpa bassarödd og
var sérstaklega næmur og fljótur
að læra, hann varð þvi
burðarás i kirkjusöngnum og
vinsællkórfélagi sem hægt var aö
treysta.
Þegar Kristinn kom til Reykja-
vikur, fór hann strax I kirkjukór
Langholtskirkju, þar sem hann
gerðist góður liðsmaður fram á
siðustu ár og f áar urðu þær mess-
ur i þeirri kirkju, sem Kristinn
hefur ekki verið mættur.
Fyrir fáum árum fór Kristinn
að kenna sjúkdóms sem aö lokum
var honum að aldurtila. Hannbar
þennan sjúkdóm af karlmennsku
og æðruleysi. Kom nú enn betur I
ljós, hversu fágæt kona Karólina
er, styrkur hennar og rósemi,
samstilltur hugur þeirra til að
ganga á hólm við sjúkdóminn er
fágætur eiginleiki, sem ekki er
mögum gefið, en hefur auðkennt
æviskeið þeirra.
I byrjun októbermánaðar s.l.
haust var Kristinn samfleytt
þrjár vikur á sjúkrahúsi. Þann 3.
nóv. sl. fóru þau hjónin bæði til
Hveragerðis til hressingar, en 3ja
des. s.l. var Kristinn fluttur á
sjúkrahús á ný. Varð þá ljóst aö
hverju dró.
Ég er sannfærður um að Krist-
inn vissi sjálfur að endalokin voru
skammt undan, hannsótti fast og
fékk leyfi lækna tilað fara heim á
aðfangadag jóla. Hann þráði svo
heitt að fá að vera með fjölskyld-
unni jólahátiðina, fara til kirkju
og syngja jólasálma eins og hann
hafði gert alla ævina.
Þaö er táknrænt fyrir llfstrú
hans, að hann skyldi fá að enda
sitt lffshlaup á þennan hátt, stiga
af sjúkrabeöi heim til fjölskyld-
unnar á þeirri hátið, sem hann
hélt mest upp á, heimsækja kirkj-
una sina og syngja hátiöasöngva
Guði tildýröar. Guðstrú hans var
svo sterk og sönn eftir þetta var
hann allur i ljóma nýs árs.
Kristinn Sigmundsson var
gæfumaður.lifhansog starf hafði
bætandi áhrif á samferðafólkið.
Viðhjónin og börn okkar þökkum
Kristni fyrir samfylgdina trausta
og hlýja vináttu og samstarf i
gegnum árin i bliðu og striðu.
Viö vottum Karólinu, börnum
þeirra og öðrum ástvinum hans
innilegustu sambúð og biðjum
Guð að blessa þeim minninguna.
Minningin um lif og starf Krist-
ins Sigmundssonar mun lifa.
Aiexander Stefánssson