Tíminn - 08.01.1980, Síða 11

Tíminn - 08.01.1980, Síða 11
Þriðjudagurinn 8. janúar 1980 n Þær gætu verið tviburar. Þær eru jafn háar, hafa sömu likamsbyggingu, klæðast eins, hafa sömu ávana og sama smekk á vini, mat og tónlist. Þær nota jafnvel eins gleraugu. Þessar tvær konur voru alger- lega ókunnugar hvor annarri þar til fyrir einu ári. Irene Muhring og Marlies de Waard, báðar búsettar I Rotter- dam i Hollandi, eru svo likar, að fjölskyldur þeirra eiga I vand- ræðum með að þekkja þær i sundur. Irene er 38 ára og Marlies 25. Fyrsti fundur þeirra var fyrir einu ári. — En löngu áður höfðum við báðar gert okkur grein fyrir, að við hlytum að eiga tvifara, segir Irene, en hún er kráareigandi. — Það kom oft fyrir, að ókunnugt fólk vék sér að mér úti á götu og talaði við mig, eins og það hefði þekkt mig árum saman. Það móðgaðist, þegar ég sagði, að ég hefði aldrei hitt það fyrr. Siðar sagði Marlies mér, að það sama kæmi fyrir hana. Við fórum oft á sömu staði, og þar kom upp þessi misskilningur. Vegna þess, að þær hafa ánægju af sams konar tónlist, „soul” og poppi, fóru þær báðar á jasshátið i Rotterdam. Spegill Þaö er hægt aö gera sér I hugarlund, hvernig þeim varö við, þegar þær stóðu I fyrsta skipti augliti til auglitis. — Það var eins og lita i spegil, segir Irene. — Það var alveg ótrúlegt. Við vorum næstum eins klæddar, I gallabuxum og bolum, og með eins sólgleraugu. — Mér f.annst strax, eins og ég hefði þekkt Marlies alla ævi. Hún var önnur ég. Múnnurinn, 1 nefið, hakan — allt var eins. Það var einkennilegt og næstum ógnverkjandi, segir Irene. Strax tókst með þeim náinn vinskapur. — Viö áttum svo margt sameiginlegt, að það gat tæpast verið satt, segir Marlies. — Og þegar við komumst að raun um það, aö við erum báðar fæddar i sama stjörnumerki, ljóninu, varð það enn skrýtnara. Ég er fædd 17. ágúst og Irene 15. ágúst, þrettán árum á undan mér, segir Marlies. Irene og Marlies eru eins og tveir vatnsdropar. Nú eru þær orónar góðar vinkonur. Gerard Croiset, sem á heima I Utrecht og fæst við rannsóknir á óútskýrðum fyrirbærum, hafði spurnir af „tviburunum, sem ekki eru það”, og fór þess á leit að rannsaka þær nánar. Tilfinningar Niðurstöðurnar voru merki- legar. Hann komst aö raun um það, að ekki einungis eru þær likarútlits og með sama smekk. — Þær virtust hafa sömu hugsanir og sömu tilfinningar og brugðust eins við sársauka, rétt eins og raunverulegir tvi- burar, segir Croiset. — Þetta er með furðulegri til- fellum, sem ég hef fengist við. Tvær mjög ólikar persónur, al- gerlega óskyldar og samt sem áður tvær sálir með eina hugsun, segir Croiset. Hann er nú. að gera áætlanir um að skrifa bók um „tvlburana”, þar sem hann undraðist svo þetta einkennilega tilfelli, „tvöföldu myndina”. Hann trúir þvi, að stjörnurnar hafi verið i nákvæmlega sömu stöðu á fæðingardögum þeirra. Irene og Marlies segjast oft hugsa um sömu hluti á sama tima. — Fyrir siðustu jól fórum við báðar að versla án þess að hafa nokkur samráð. Eftir á kom- umst við að raun um, að viö höföum keypt sömu gjöfina, segir Irene. — Við erum orönar góðar vin- konur. Okkur sjáfum finnst þetta alveg eðlilegt. Viö erum rétt eins og systur, bætir Irene við. Margt fólk vill halda þvi fram, aö þær hljóti aö vera skyldar einhvern veginn. En Irene segir, aö engir mögu- leikar séu á þvi. Saman — Faðir minn dó I gasklefa I Þýskalandi 1943. Þá var ég tveggja ára. Marlies var ekki einu sinni fædd þá. Það er ómögulegt, að við gætum átt sama fööur, segir Irene. Nú orðið eru ungu konurnar tvær orðnar vanar þvi aö gera hlutina saman, jafnvel þó að fjarlægð skilji þær að. — Allir aðrir undrast það, jafnvel nánasta fjölskyldan, segir Irene. — Eftir aö viö kynntumst fórum við i jassklúbb i Brussel og komumst að raun um, aö okkur geðjast aö sömu tegund af jassi. Ljósmyndari, sem var að taka myndir af þeim, sem komu fram þar, kom auga á okkur og gat ekki trúað sinum eigin augum’. Það kom upp úr kafinu, að, án þess aö við geröum okkur þess neina grein, viö sátum i nákvæmlega eins stellingum, krosslögðum fæturna á sama tima og kveiktum jafnvel á sama hátt i sigarettunum okkar. Þessi ljósmyndari gerði ekkert annað þetta kvöld en aö taka myndir af okkur i staö jassleikaranna, segir Irene. — Þetta er óskiljanlegt. Hvorug okkar getur útskýrt, hvernig á þessu stendur. Við er- um meðal óútskýrðra fyrirbæra tilverunnar, segir Marlies. Á ferð um Vatnajökul Hans W:son Ahlmann: 1 riki Vatnajökuls á hestbaki og skið- um. Almenna Bókafélagiö 1979. Hjörtur Pálsson islenskaði. Eftirmáli eftir Sigurð Þórarins- son. 210 bls. Vorið 1936 kom hingað til lands sænski landfræöiprófess- orinn Hans W:son Ahlmann, ásamt þremur nemendum si'n- um og var einn þeírra ungur Is- lenskur stúdent, Sigurðar Þórarinsson. Erindi Ahlmanns hingað var aö fara rannsóknar- leiðangur á Vatnajökli ásamt Jóni Eyþórssyni veðurfræðingi. Auk þeirra fimmmenninganna, sem nefndir voru aö framan tók ferðagarpurinn Jón frá Laug þátt i leiðangrinum og var hann aöstoöarmaöur leiðangurs- manna, sem óneitanlega nutu mjög góðs af hinni miklu reynslu hans og þekkingu á ferðalögum um Island. I bókinni segir grannt frá ferð þeirra félaga um Vatnajökul. Þeir ferðuðust á skiðum og hundasleðum og segir að bókmenntir hundarnir hafi ekki vakið minni athygli en leiðangursmenn sjálfir, enda hafa sleðahundar aldrei veriö algeng sjón á Is- landi. Ferðasagan um Vatna- jökul er sögð á „alþýðlegan” hátt og er öll hin fróðlegasta. Að minni hyggju gefur hún góða mynd af feröinni og öllum þeim erfiðleikum, sem leiðangurs- menn áttu viö aö etja. I viðauka skýrir prófessor Ahlmann svo frá visindalegum niöurstöðum leiðangursins. Ahlmann feröaðist einnig um Skaftafellssýslur og er frásögn hans af þvi ferðalagi ekki siður merkileg en frásögnin af ferð- inniá jökulinn. Þar dregur hann upp skýra og skemmtilega mynd af þvi mannlifi, sem þá var lifað i þessum sveitum og virðist svo órafjarlægt nútlman- um þótt ekki sé lengra um liöiö en raun ber vitni. Þessi bók hlýtur aö verða ein af kjörbókum allra þeirra, sem áhuga hafa á Vatnajökli og jökulferðum og rannsóknum yfirleitt. Hjörtur Pálsson hefur þýtt bókina á islensku og er þýðing hans hin ágætasta á allan hátt. Þá ber þess enn aö geta, aö all- margar myndir, teknar af leiö- angursmönnum, prýða bdkina og er aö þeim góður fengur. Almenna Bókafélagið gefur bókina út og er allur frágangur hennar til sóma. Jón Þ. Þór

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.