Tíminn - 11.01.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.01.1980, Blaðsíða 6
6 Föstudagurinn 11. janúar 1980 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöu- múla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir ki. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr. 4.500 á mánuöi. Blaöaprent. __________________________________________________J Rangfærslur Þjóövlljans Þótt Alþýðubandalagið hafi engar tillögur lagt fram um það, hvernig færa skuli niður verðbólguna og tryggja atvinnuöryggið, þykist Þjóðviljinn þess umkominn að gagnrýna efnahagstillögur Fram- sóknarflokksins. Eðlilegra væri, að Alþýðubanda- lagið legði sjálft fram raunhæfar tillögur áður en það léti málgagn sitt gagnrýna tillögur annarra flokka. I raun er hér heldur ekki um neina gagnrýni að ræða hjá Þjóðviljanum, heldur rangfærslur og fals- anir af þvi tagi, að það jafnast á við það versta, sem Þjóðviljinn og Mbl. hafa komizt á þessu sviði, og er þá mikið sagt. Þannig er þvi haldið fram i. Þjóðviljanum, að efnahagstillögur Framsóknarflokksins myndu leiða til mikillar kjaraskerðingar og hafa verið nefndar ýmsar fáránlegar tölur i þvi sambandi. Þessum blekkingum Þjóðviljans er bezt svarað með þvi að vitna til úttektar Þjóðhagsstofnunar á efnahagstillögum Framsóknarflokksins annars vegar og hins vegar á þvi ástandi, sem myndi verða, ef ekkert væri aðhafzt i verðbólgumálinu, en lita verður svo á, að það sé stefna Alþýðubanda- lagsins meðan það leggur ekki fram neinar tillögur um raunhæfar aðgerðir. Niðurstaða Þjóðhagsstofnunar er sú, að væri farið eftir tillögum Framsóknarflokksins, myndi verðbólgan verða 38% á þessu ári en 19% á næsta ári. Aðgerðir þessar myndu hafa i för með sér, að kaupmáttur kauptaxta rýrnaði um 5,2% en kaup- máttur ráðstöfunartekna um 4,2%. < Það er jafnframt niðurstaða Þjóðhagsstofnunar, að væri ekkert aðhafzt, kaupvisitalan ekkert skert, uppsöfnuðum verðhækkunum hleypt út i verðlagið og gengið látið siga, myndi verðbólgan verða 50% á þessu ári og einnig 50% á næsta ári. Þetta myndi leiða til kaupmáttarrýrnunar á kauptöxtum, sem næmi 4,6% og til kaupmáttarrýrnunar á ráð- stöfunartekjum, sem næmi 3,6%. Samkvæmt þessu verður aðeins 0,8% munur á rýrnun kaupmáttar samkvæmt tillögum Fram- sóknarflokksins og þvi, sem verða myndi, ef óbreytt ástand héldist, en telja verður það stefnu AJþýðu- bandalagsins, eins og áður segir, ef engar raun- hæfar tíllogur koma frá þvi. Sá er hins vegar munurinn á tillögum Fram- sóknarflokksins og óbreyttu ástandi, eins og Alþýðubandalagið virðist vilja viðhalda, að sam- kvæmt tillögum Framsóknarflokks myndi verð- bólga verða 38% á þessu ári i stað 50% og á næsta ári 19% i stað 50%. 1 reynd myndi þetta þýða stór- aukna tryggingu fyrir þvi, að atvinnuöryggið myndi haldast, en það er ekki siður mikilvægt takmark i efnahagsmálum að viðhalda atvinnuörygginu en kaupmættinum. Þess ber svo að gæta, að samkvæmt tillögum Framsóknarfiokksins er gert ráð fyrir sérstökum bótum til þeirra launalægstu og að þannig verði komið i veg fyrir kjaraskerðingu hjá þeim. Þessar bætur mætti vel hugsa sér svo riflegar, að kjör þeirra bötnuðu frekar en hið gagnstæða. Alþýðubandalagið og Þjóðviljinn ættu að hætta þeirri iðju að rangfæra og falsa tillögur Fram- sóknarflokksins. Alþýðubandalagið ætti þess i stað að koma með raunhæfar tillögur. Til þess er áreiðanlega ætlazt af þeim launþegum sem fylgja þvi að málum. Erlent yfirlit Sigur í Afghanistan verður Rússum dýr Álit James Reston, fréttaskýranda New York Times Ræða sú.semCarter forseti flutti til að mótmæla innrás Rússa í Afghanistan, var vand- lega yfirvegað andsvar, en hún hljómaði herskárri en- hún I rauninni var. Þær refsingar, sem hann lagði til, hæfa ekki glæpnum, né bæta þær skaðann. Rússar geta a'flað sér háþró- aðs tæknibúnaðar frá öörum löndum, þeir geta veitt á öðrum miðum, og það er engin trygg- ing fyrir þvi, að þeir geti ekki fengið annars staðar þau 17 milljón tonn af korni, sem Bandarikin hafi nú neitað þeim um. Hvað sem þvi liður, er búiö að sýna RUssum fram á það, að þeir geta ekki beitt herstyrk sín- um, eins og þeir gerðu i Angóla, Eþiópiu, Sómaliu og Jemen, án þess að Bandarikjamenn snUist gegn þeim og þar með fari af stað ný umferð i vigbúnaðar- kapphlaupinu. Sú ákvörðun forsetans að af- létta vopnasölubanninu á Pakistan og sá afdráttarlausi á- setningur hans að verja mikil- væga hagsmuni Bandarikjanna i hinum oliuauðugu Miðaustur- löndum, kunna að hafa eitthvert raunverulegt gildi bæði I Afghanistan og íran. Það er mjögerfittað ganga á milli bols og höfuðs á skæruliðum, sem eiga sér öruggan griðastað handan vinsamlegra landa- mæra, eins og Afghanar eiga I Pakistan. Og Rússar hafa verið varaöir við þvi, að sérhver til- raun til að elta skæruliðana yfir landamærininni Pakistan muni leiða til alvarlegra árekstra viö Bandarikin. íran óráðin gáta Öráðna gátan, sem er mun þýðingarmeiri, er íran. Aðal- hættan þar liggur ekki i valdi ayatollans, heldur þeim mögu- leika, að kommúnistar kunni að erfa rústirnar eftir fall hans, sem er óhjákvæmilegt, og setji á stofn stjórn i Teheran, sem yrði höll undir Moskvu. Þetta er hin augljósa hætta nú, sem aðvaranir Carters voru ætlaðar til að hindra, og stærsta heimska ayatollans felst í þvi, aðhann hefurekkikomið auga á það, að sjálfstæði trans og trú- arlegu frelsi þar stafar mest hætta frá nágrannanum i norðri, eins og verið hefur undanfarin eitt hundrað ár, en ekki frá Bandaríkjunum og keisaranum. Samt sem áður er það mikil- vægt að gera ekki of mikið úr harmleiknum i Afghanistan. I ræðu sinni til þjóðarinnar hlóö Carter undir þá trú, að innrás Rússa i Afghanistan væri bara upphafið að miklu viötækari og hættulegri aögerðum, sem mið- uðu að þvi, að ná fullum yfirráð- um yfir oliu Miðausturlanda. „Hernumið Afghanistan af rússneskum hersveitum er ógn- un, bæði við tran og Pakistan”, sagði hann, ,,og þaö er aðeins fyrsta skrefið til mögulegra yfirráða yfir meiri hluta oliu- birgða heimsins”. ,,....Ef Rússar fá uppörvun með þvi, að þessi innrás heppn- ast vel, og ef þeir halda yfirráð- um sinum i Afghanistan og ná siðan valdi yfir nærliggjandi löndum, breytist hið stöðuga, hernaðarlega og friðsamlega jafnvægi um allan heim. Þetta myndi ógna öryggi allra þjóða, þ.á.m. auðvitað Bandarikjanna og bandamanna okkar”. i þessum orðum felast margir fyrir’, arar, og þó að allt geti gerst nú á dögum, er það ekki, að öllu athuguðu, álit þessarar rikisstjórnar, að Rússar séu raunverulega lagðir af stað i herferð til að ná yfirráðum yfir Carter forseti eldsneyti og siglingaleiðum við Persaflóa. Ef Carter tryði þvi, færi hann fram á herkvaðningu og her- væðingu bandarisku þjóðarinn- ar, en ekki einungis takmarkað útflutningsbann á korni og ný- tisku tæknibúnaði og bann við fiskveiðum. Hann veit nefni- lega, rétt eins og leiðtogarnir i Kreml, að sérhver alvarleg til- raun til að leggja undir sig oliu- svæðin með herafli, myndi ógna öryggi alls hins iðnvædda heims og óhjákvæmilega leiða til þriðju heimsstyrjaldarinnar. Að sjálfsögðu keppast frétta- skýrendur nú við aö skrifa um atburðina I Afghanistan og afleiðingar þeirra. James Reston, fréttaskýrandi New York Times, er i allra fremstu röð þeirra frétta- skýrenda, sem nú eru uppi i heiminum. Meðfylgjandi grein hans birtist i New York Times 6. þ.m. Timinn mun siðar birta á- lit fleiri þekktra fréttaskýr- enda um þessi mál. Skynsamlegri og almennt við- tekin skýring hér á aðgerðum Rússa, er sú, að þeir hafi óttast, aðmarxiskri stjórn i Kabúl yrði steypt af stóli og i stað hennar kæmi herskátt islamiskt stjórn- arfar, i anda þess trúarofsa, sem nú geisar i tran, sem gæti haft áhrif á og hvatthina stóru hópa múhameðstrúarmanna, sem búa Sovétmegin við landa- mærin að Afghanistan og Iran. Samkvæmt þessari skýringu voru Rússar að sýna fram á, að þeir óttast frelsi, eins og þeir sýndu með innlimun Eystra- saltslandanna og innrásunum i Tékkóslóvakiu og Ungverja- land, og séu ákveönir i þvi að umkringja land sitt undirgefn- um rikjum, jafnvel þó að þaö hafi i för með sér valdbeitingu og brot á öllum samningum. Ýta undir andúðina í leiðinni, og ekki i' fyrsta sinn, hefur Rússum tekist að gera það, sem þeir óttast mest, að ýta undir andúð Bandarikjanna, stuðla að nánari (en ekki miklu nánara) samstarfi milli Banda- rikjamanna og Kinverja, að hrinda af stað kostnaðarsamara vigbúnaðarkapphiaupi, sem mun rýra lifskjör þeirra eigin þjóðar, og mjög trúlega koma mörgum óttaslegnum Miðaust- urlöndum til að bjóða Pentagon aðstöðu áflugvöllum sinum og i höfnum. Þetta allt i staðinn fyrir yfir- ráð i' Afghanistan, sem var eng- in ógnun við Sovétrikin! Vafa- laust munu Rússar hverfa frá Kabúl og skilja eftir leppa sina til að stjórna andsnúinni þjóð. Siðan munu þeir koma ósæmi- legafljótt fram með tillögur um sliScun, samdrátt i vopnabúnaði og bestu viðskiptakjör sér til handa. En það mun langur timi liða þar tíl sambúð Bandarfkjanna og Sovétríkjanna kemst aftur á þó ekki væri nema það stig tor- trygginna umleitana, sem hún var fyrir innrásina i Afghanist- an, rétt eins og eftir eldflauga- ævintýri Rússa á Kúbu. Þeim hefur tekist að sameina banda- risku þjóðina gegn sér, og þeir hafa kennt Jimmy Carter lexíu, og hann er langrækinn. Ef þessi skýring er rétt, er það ekki strið um oliusvæðin, sem við þurfum að óttast, heldur sundraðri og hættulegri heimur með hærri fjárframlög til hermála (þau nema nú 600 billjónum dolla hjá þjóðum heims), meiri verðbólgu og minni aðstoð til handa fátæk- ustu meðlimum mannkynsins. Þetta er stærsti harmleikur Afghanistans. ÞýttK.L. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.