Tíminn - 11.01.1980, Page 8

Tíminn - 11.01.1980, Page 8
8 Föstudagurinn 11. janúar 1980 Vorift 1979. Byrjaö á iengingu grjótgarftsins i Ólafsvik. aö ræöa, sem gaf nógu stóra steina fyrir brimvörnina á skjól- garöinum. Árið 1976 voru unnir 22.500 rúmm af grjóti Arið 1977 voru unnir 84.000 rúmm af grjóti Ariö 1978 voru unnir 44.500 rúmm af grjóti Ariö 1979 voru unnir 60.000 rúmm af grjóti Allserhérum aöræöaum 211.000 rúmmaf grjóti. Ef þetta er borið saman við Þorlákshafnargaröana þá er þetta um 55% af þvi grjót- magni. Byrjað var að byggja skjólgarð utan á gamla hafnargaröinn og endað 122 metra fyrir framan hann. Þessi grjótgaröur er þvi oröinn meö mestu hafnarmann- virkjum i sögu islenskrar hafnar- gerðar. Skjólgarðurinn i Ólafsvik Það hefur verið sagt i gamni um norður hafnargaröinn á Ólafsvik að hann væri nokkurs konar linurit af efnahag þjóðar- innar þann tima sem hann var i byggingu. Þegar efnahagur batn- aði stefndu þeir áfangar sem þá voru byggðir út á við en beygðu inn á við þegar harðnaði i ári. Ekki er gott að vita hvort Fram- sóknaráratugurinn” hefur haft þau áhrif að nú hefur verið byggður skjólgarður úr grjóti 70 metrum fyrir utan gamla garðinn og 80 metra út fyrir enda hans. Þetta verk hefur veriö unnið á Bergsteinn Gizurarson verkfræðingur: Hafnargerð á Vesturlandi Bergsteinn Gizurarson. Kostnaðarverð grjótsins hefur lækkaö um helming með bættri tækni, en það er nú unnið i grjót- námum en ekki reynt að tina þaö eins og áður. Þó okkur Islendingum finnist aö hér hljóti allsstaðar að vera nóg af grjóti, getur reynst erfitt að finna grjót til hafnargeröar. Vandamáliö er að islenskt berg er oftast svo sprungið að erfitt getur verið að fá nógu stóra steina eða 6-10 tonn sem þarf i ytri hluta grjótgarða. Inngangur: Á siðastliðnu ári var stórum áfanga náð i tveim helstu höfnum Vesturlands. Það er Ólafsvik og Akranesi. Lokið var við grjót- garða, sem skýla eiga þessum höfnum i stórviðrum. Báöar hafa þessar hafnir átt það sameigin- legt að ekki hefur verið nógu gott skjól i þeim, þegar veðurskilyröi voru slæm. Báöar hafnirnar voru prófaðar i straumfræðistöð Hafnamálastofnunar rikisins svo hægt væri að finna hagstæðustu lausn. Niðurstaðan varð i báðum stöðum brimvarnargarður úr grjóti, sem skapaði skjól innan hafnar. Reynslan hefur þegar sýnt að þessar hafnir eru ger- breytt lægi fyrir skip og báta, þegar veðurguðirnir eru i versta ham. Grjótprammi Hafnamálastofnunar leggur út kjarnaefni (smærra grjót) undir og utan vift grjótgarftinn á Ólafsvík. Brimvarnar- garðar úr grjóti Eins og margir hafa kannski tekið eftir, er nú hin siðari ár viöa verið að skapa skjól i höfnum meö byggingu grjótgarða. Má þar nefna grjótgarðana i Þorláks- höfn, Sandgerði, Grindavik og viöar. Er það fyrst nú á siöari ár- um, sem þetta hefur orðið hag- kvæmt meö stórvirkum tækjum og reynslu i notkun þeirra. Fyrir einum til tveim áratugum var helsta aðferðin við byggingu skjól- og hafnargaröa notkun steyptra kerja, sem steypt voru i landi og fleytt á sinn stað. Þetta mátti gera meö tiltölulega tak- mörkuðum tækjakosti. Þetta er nú liðin tið. Nú er skjól skpað meö byggingu brimvarnargaröa úr grjóti. Siöan eru hafnarkantar byggðir með stálþilum eða staurabryggjum innan hafnanna i skjóli. Skjólgarðurinn á Akranesi Unnið hefur verið viö byggingu skjólgarðsins á Akranesi siðan á árinu 1976. En það ár var grjót- nám i 6 km fjarlægð frá höfninni opnað. Grjótnám þetta reyndist mjög vel. Var þarna um grágrýti tveim árum 1978-79. Unnir voru og keyrðir út um 40.000 rúmm af grjóti hvort árið. Alls um 80.000 rúmm. Erfiðlega leit út um grjótnám, þar sem framaðþessu hafði ekki fundist nothæft grjótnám i ná- grenni Ólafsvikur. Að visu var grjótnáma i nágrenni Rifs, sem gaf stórt grjót en var ekki vænleg Byrjaft aft ganga frá enda garftsins i Ólafsvik, keyrt grjóti frá Rifi. '~7£5> tol

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.