Tíminn - 17.01.1980, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.01.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. janúar 1980. 5 Stórfelld uppgræðsla með lúpínu ekki kleif á næstu árum — segir Landgræðsla ríkisins og vekur athygli á fræskorti Af fvrirsögninni „Sexfalt ódýr- ara að græða mela með lúpinu en nokkurri annarri aðferð”, má draga þá ályktun að þegar sé unnt að beita þessari aðferð og þvi kynni margur að spyrja hvers vegna notar Landgræðsla rikisins ekki þessa aðferð? Nothæft fræ af þessari jurt er ekki fáanlegt og verður trúlega ekki á næstu árum, sbr. það sem haft er eftir Andrési Arnalds i umræddu viðtali. Samkvæmt þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið og fram kemur i viðtalinu, hentar lúpinan fyrst og fremst til að græða upp mela, en siður og jafnvel alls ekki til að græða uppp sanda og fok- jarðveg. Lúpínufræ ekki fáanlegt. Aður er sagt að nokkuð langt sé i land með að lúpinufræ verði til- tækt til þessara nota og þvi mun landgræðslan halda áfram að rækta upp örfoka mela með þeim aðferðum sem aðgengilegar eru og gera það á þann hátt sem ódýr- ast er hverju sinni. Landgræðslan mun halda áfram að stuðla að rannsóknum á lúpinu og öðrum belgjurtum, sem hentugar gætu verið til uppgræðslu. Komi það i ljós, að unnt sé að græða upp ör- foka mela á ódýrari hátt en gert er i dag, mun Landgræðslan fagna þvi, en rannsóknamenn ættu ekki að fullyrða fyrr en þeir vita vissu sina. Uppgræðsla örfoka mela. Ef litið er aðeins á þann þátt landgræðslustarfsins að rækta upp örfoka mela, þá er það fyrst og fremst gert i þeim tilgangi, að fá gróið land, sem nota má sem beitilönd og þar með létta beit af þegar ofsetnum afréttarlöndum. Tekið skal fram, að uppgræðsla örfoka mela er ekki nema litið brot af iandgræðslustarfinu og oftast unnin i samvinnu við bænd- ur og með þeim skilmálum að þeir taki þátt i kostnaði og komi skipulagi á beitarmál i viðkom- andi héruðum. Lúpinan leysir þvi aldrei nema ef til vill brot af þeim vandamálum, sem við er að fást i landgræðslustarfinu. Athugasemd þessi er ekki sett fram i þeim tilgangi að kasta rýrð á þá rannsóknarstarfsemi, sem unnin hefur verið á þessu sviði heldur til að benda á, að i fyrsta lagi er þessi aðferð ekki fram- kvæmanleg á næstu árum, og i öðru lagi leysir hún ekki nema lit- inn hluta af þeim vandamálum sem við er að etja i sambandi við uppgræðslu lands. Frekari rannsóknar er þörf og mun landgræðslan stuðla að þeim eftir bestu getu eins og gert hefur verið fram að þessu. Landgræðsl- an frábiður sér auglýsingastarf- semi sem getur valdið misskiln- ingi og orðið landgræðslustarfinu til óþurftar. LANDGRÆÐSLA RIKISINS Sveinn Runólfsson. Stefán H. Sigfússon. Náttúrufræðistofnun færð merk gjöf Hinn 14. desember sl. var Náttúrufræðistofnun íslands formlega afhent til eignar og varðveislu mikið safn náttúru- gripa, söfnunaráhalda og bóka um náttúrufræðileg efni. Gef- endur voru hjónin Geir Gfgja og Svanhvit L. Guðmundsdóttir, Tómasarhaga 9 i Reykjavik. A sinum yngri árum var Geir Gigja kunnur iþróttamaður og veittist margur heiður á þeim vettvangi. Þó mun hann kunn- astur fyrir störf sin að náttúru- fræðum, einkum á sviði skor- dýrafræðinnar, sem var hans aðalhugðarefni. Hann var lengi veleini Islendingurinn, sem vann markvisst að auka þekkingu manna á skordýrum hér á landi. Geir Gigja var landskunnur fyrir þessi störf sin, og skýtur nafni hans gjarnan upp i huga manna samtimis þvi að skordýr beri á góma. Safn Geirs Gigja er æðimikið að vöxtum. Skordýrasafnið er lang- þyngst á metunum, en þó átti Geir einnig nokkuð safn plantna auk ýmislegs úr steinarikinu. Til að gefa hugmynd um stærð skor- dýrasafnsins má nefna, að þvi var komið fyrir i um 65 skúffum og smákössum. Söfnunin spann- aði lika um 50 ár, en elstu dýrun- um safnaði Geir fyrir um 60 árum. Þáttur Geirs Gigja á sviði is- lenskrar skordýrafræði verður seint metinn að fullu. Mikilvægi söfnunar hans kemur einkar vel i ljós við lestur skordýraheftanna i ritsafninu ,,The Zoology of Ice- land”, en það verk hfur verið að koma út sl. 40-50 ár og fjallar um allar dýrategundir, sem vitað er um á tslandi, og útbreiðslu þeirra. Náttúrufræðistofnun þakkar gefendunum og börnum þeirra þessa höfðinglegu gjöf og hlýhug þeirra i garð stofnunarinnar. Stofnunin mun reyna að varð- veita safnið eins og frekast er kostur, til góðs fyrir framgang visindanna i landinu. íhlutun í Afganistan mótmælt Miðnefnd Samtaka herstöðva- andstæðinga hefur sent Timanum svolátandi ályktun til birtingar: Miðnefnd Samtaka herstöðva- andstæðinga mótmælir harðlega hernaðarihlutun Sovétrikjanna i Afganistan. Hún harmar að enn einu sinni skuli stórveldi beita hervaldi til að skipa málum smá- þjóðar, enda er það eitt af megin- atriðum i stefnu Samtaka her- stöðvaandstæðinga, að sjálfs- ákvörðunarréttur þjóða sé virtur. Miðnefndin telur augljóst að Af- ganir hafi orðið bitbein and- stæðra stórveldahagsmuna, sem m.a. birtist i þvi, að annars vegar leitast Bandarikin við að riða her- stöðvanet sitt sem þéttast um Sovétrikin og hins vegar reyna Sovétrikin með öllum tiltækum ráðum að tryggja sér fylgisspaka granna. Um leið og miðnefndin skorar á Sovétrikin að flytja her sinn nú þegar úr Afganistan, vill hún minna tslendinga á að þeir geta lagt sitt að mörkum til að rjúfa vitahring þeirra stórvelda- hagsmuna, sem leitast við að skipta jarðkringlunni i eigin áhrifasvæði. En það er að fylkja sér um þau markmið Samtaka Herstöðvaandstæðinga að engar herstöðvar verði hérlendis og að Island sé óháð hernaöarbanda- lögum. f.h. miðnefndar, 15. jan. 1980 Sveinn Rúnar Hauksson Leikdeild Ungmennafélags Stafholtstungna: „Fjölskyldan” sýnd að Varmalandi Föstudaginn 18. janúar mun leikdeild Ungmennafélags Staf- holtstungna frumsýna leikritið „Fjölskyldar.” i héraösheimiiinu að Varmalandi. Þetta er I fyrsta sinn sem sýnt er á leiksviði þess- arar glæsilegu byggingar sem nú er smátt og smátt verið að taka i notkun. Leikritið „Fjölskyldan” er annað verkefni sem leikdeildin fæst við. Fyrir tveimur árum sýndi hún „Nakinn maður og annar i kjólfötum”eftir Dario Fo. Leikritið „Fjölskyldan”, sem sýnt var I Iðnó fyrir skömmu er eftir sænskumælandi Finna, Claes Andersson. A yngri árum starfaði hann sem hljómlistar- maður en hóf slöan nám i læknis- fræöi með geðlækningar sem sér- grein og hefur siðan starfað sem geölæknir. Leikritið gerist aöallega á heimili fjölskyldu nokkurrar sem á við ýmis vandamál aö striða. Heimilisfaöirinn er drykkfelldur og skapar þetta vandkvæði i fjöl- skyldulffinu bæði hjá konu hans og börnum en einnig út I frá, i vinnu og I skólanum. Lýsir leik- ritið á sannfærandi hátt ýmsum hliöum mannlegra samskipta i gleði og sorg, bliðu og striöu. Leikstjóri er Þórir Steingrims- son en Gunnar Þórðarson gerði tónlistina. Leikmynd geröi Jón Þórisson en Heimir Pálsson þýddi leikritiö. Leikendur eru Sigurjón Valdemarsson og Sjöfn Asbjörns- dóttir sem leika hjónin, Anna Lea Björnsdóttir, Guðmundur Sig- urðsson og Valgerður Björns- Framhald á bls. 15 A æfingu. Pétur Thorsteinsson er nú á Grænlandi i annað sinn á vegum utanrikis- ráðuneytisins. Pétur Thorsteinsson til Grænlands Pétur Thorsteinsson sendiherra er farinn til Nuuk (Godthab), höfuðborgar Grænlands, á vegum Benedikts Gröndal, forsætis- og utanrikisráðherra. Pétur Thorsteinsson fór til Grænlands i febrúar 1979 að ósk ráðherrans til þess að afla upp- lýsinga um ýmis málefni lands- ins, og gerði að ferðinni lokinni grein fyrir Grænlandsmálum i skýrslum til rikisstjórnarinnar. Grænlandsheimsóknin nú er i framhaldi af ferðinni i fyrra, en Grænlendingar hafa nú haft heimastjórn i meira en hálft ár. Ferð þessi er farin i samráði við Jonathan Motzfeldt, formann grænlensku landstjórnarinnar. Höfð hafa verið samráð við nokkur islensk atvinnufyrirtæki og stofnanir i sambandi viö ferð þessa. Vegna hagstæðra innkaupa getum við nú boðið nokkrar samstæður af þessum vinsælu norsku veggskápum á lækkuðu verði. Húsgögn og . , ... Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi 86-900 ÚTBOÐ Tilboð óskast i þvott á líni og fleiru fyrir ýmsar stofnanir Reykjavikurborgar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3 Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12. febrúar 1980 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Ffíkirkjuvaqi 3 — Sími 2S800 Félagsmálaráðuneytið, 15 janúar 1980. Evrópuráðsstyrkir Evrópuráðið veitir styrki til kynnisdvalar erlendis á árinu 1981 fyrir fólk, sem starfar á ýmsum sviðum félagsmála. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást i félagsmálaráðuneytinu. Umsóknarfrestur er til 1. mars n.k.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.