Tíminn - 17.01.1980, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.01.1980, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 17. janúar 1980. 3 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Geirfinnur myrtur vegna misskilnings — reiknað með að ræðu ríkissaksóknara ljúki í dag FRI — Salur Hæstaréttar var þéttsetinn i dag er Þórður Björnsson rikissaksóknari hélt áfram sóknarræðu sinni i Guð- mundar- og Geirfinnsmálunum. Hann hóf lesturinn kl. 10 i gær- morgun og fjallaði um seinni hluta málsins, þ.e. morðið á Geirfinni Einarssyni. Flestum er kunnugt um það mál en heilmikil blaðaskrif urðu um málið á sinum tima. Skipta má málinu i tvo hluta, annars vegar morðið á Geirfinni og hins vegar rangar sakir er hin á- kærðu i málinu báru á 5 menn en þær leiddu til langs gæsluvarð- halds þeirra. Geirfinnur hverfur Upphaf málsins er það, að til- kynnt er til lögreglunnar i Njarðvikum 21. nóv. 1974, að Geirfinnur Einarsson hafi ekki komið heim til sin frá þvi um kvöldið 19. nóvember. brátt fyrir viðtæka leit og eftir- grennslanir þá fannst hann ekki og hefur ekki fundist enn. Um vorið 1975 fékk rannsókn- arlögreglan upplýsingar sem leiddu til þess, að framhalds- rannsókn i svokölluðu Póst- og simamáli var hafin og voru þau Erla Bolladóttir og Sævar Marinó Ciesielski hneppt i gæsluvarðhald. En lögreglan fékk eiiinig grun um að þau væru viðriðin hvarf Geirfinns. Kvöldið sem Geirfinnur hvarf fékk hann tvö simtöl, annað snemma um kvöldið um kl. 19.40 en hitt eftir kl. 22. Vinur hans mun hafa komið i heimsókn um kl. 20 og ætlað að fá Geirfinn með sér i bió en Geirfinnur sagði þá, að hann ætlaði að hitta einhverna menn kl. 22 við Hafn- arbúðina og kveður vinurinn, að Geirfinnur hafi sagt i grini, að vissara væri að hafa barefli með sér. Vinur hans kveðst hafa keyrt hann áleiöis að Hafnar- búðinni og hleypt honum út um 1-200 metra frá henni. Vinur hans kvaðst ekki vita að Geir- finnur ætti sér óvildarmenn og raunar er það samdóma álit þeirra er þekktu hann, að hann hafi ekki staðið i neinu mis- jöfnu. Geirfinnur kemur siðan heim en um kl. 22.15 fær hann annað simtal og heyrði kona hans aö hann sagði i þvi ,,ég kom” og „ég kem”. Siðan yfirgaf hann ibúð sina. Tvö vitni sáu siðan bil hans við kaupfélag Suöurnesja um kl. 22.34. Siðar leiddi rann- sókn á bifreiðinni ekkert i ljós er varpað gæti ljósi á málið. Afgreiðslustúlka I Hafnarbúð- inni sagði, að ókunnur maður hefði komið i búöina nokkru eftir kl. 22 og bað um að fá aö nota sima en áður um kvöldið hafði Geirfinnur komið i búðina og keypt sér sigarettur. Ekkert hefur spurst til hans siðan. Rangar sakir Við rannsókn málsins kom fljótt i ljós, að hin ákæröu, Erla Bolladóttir, Sævar Marinó, Kristján Viðar Viðarsson og Guðjón Skarphéðinsson væru við það riðin. 1 byrjun yfirheyrslna yfir þeim héldu þau þvi fram að eftirfarandi 5 menn væru við- riðnir morðið á Geirfinni, Magnús Leopoldsson, Sigur- björn Eiriksson, Valdimar 01- sen, Einar Bollason og Jón Ragnars. Leiddi það til langs gæsluvarðhalds yfir hluta þess- ara manna, eins og flestum er kunnugt, en þeir voru allir sak- lausir af sakargiftum hinna ákærðu i málinu. Hin ákærðu munu hafa fengið hugmyndina að þvi að flækja þessum mönnum inn i málið vegna þess, að annaö mál, svo- kallað spiramál kom upp á þessum tima og töldu þau þá vera viðriðna það mál. Mun Sævar hafa sagt þeim, að ef þau yrðu tekin þá ættu þau að flækja Klúbbmönnunum inn i málið og mun Erla hafa stungið upp á þvi. að bróður hennar yrði einnig sagður eiga hlut að morðinu. Framburður ákærðu 1 stuttu máli þá hittu þeir Sævar og Kristján Geirfinn I Klúbbnum nokkrum dögum áð- ur en morðið átti sér stað. Sævar minnti, að einhver Geiri stundaði sprúttsölu I Keflavik og spurði hann Geirfinn að þvi. Einhver misskilningur mun hafa komið fram i samræöum þeirra en þeir fengu nafn og heimilisfang Geirfinns, en þeir munu hafa ætlað að kaupa eða stela spira af honum. Snemma um kvöldið þann 19. þá eru þeir Sævar, Kristján, Erla og Guðjón búin að melda sig saman um að fara suður til Keflavikur. Jafnframt höfðu þeir fengið frænda Kristjáns, Sigurð Óttar til þess að koma á sendiferðabil af Benz-gerð sem hann hafði umráð yfir. Mun hafa verið ætlunin að Siguröur keyrði spirann. Hin fjögur ákærðu fóru til Keflavikur i bilaleigubil af Volkswagen-gerð en voru áður búin að tala viö Geirfinn um að hittast I Kefla- vik. Þau urðu hins vegar sein fyrir og hringdi Kristján i Geir- finn frá Hafnarbúðinni rétt yfir kl. 22. Bað hann Geirfinn að koma einan og gangandi. Er Geirfinnur kom settist hann i bilaleigubilinn og var sið- an haldið að dráttarbrautinni i Keflavik. A leiöinni tók Sævar upp 70 þús. kr. (afganginn af Póst-ogsima-svindlinusem þau Erla voru i) og bauð Geirfinni fyrir spirann. Geirfinnur mun hafa hent peningunum i gólfið á bilnum. Er i dráttarbrautina var kom- ið þá vildi Geirfinnur hverfa á braut, en Guðjón mun hafa sagt á leiðinni til Keflavíkur að þau skyldu pressa hann svolitiö ef hann yrði með stæla. Atök brut- ust út milli Geirfinns annars vegar og hinna þriggja hins vegar. Ekki er alveg ljóst hver gerði hvað en svo virðist sem að Kristján hafi slegið Geirfinn og tekið hann hálstaki en Sævar hafi gripið spýtu og barið Geir- finn með henni. Guðjón mun einnig hafa slegið Geirfinn. Eftir átökin lést Geirfinnur. Barsmiðarnar munúhafa verið, að sögn ákærðu, til þess gerðar að Geirfinnur visaði þeim á spirabirgöir sinar en Erla mun hafa sagt, að sér virtist sem á- tökin hafi beinst að þvi að myrða Geirfinn. Meðan á átökunum stóð þá beið Sigurður i sendiferðabiln- um neðar við dráttarbrautina og telja ákærðu að hann hafi ekki orðið var við átökin. Hon- um var sagt að hypja sig eftir þau. Eftir morðiö fluttu þau lik Geirfinns i bæinn að Grettisgötu Skákþing Suðurnesja 1980 hefst i' kvöld, 17 janúar kl. 20. Teflt veröur að venju i Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Sú breyting verður nú á, að auk keppni i hinum venju- bundnu flokkum, veröur teflt i „opnum flokki”. Hugmyndin aö baki þeirri nýbreytni er sú, að hvetja til þátttöku þá, sem li'tt eru reyndir i mótum og sömu- leiðis þá, sem vilja sýna og sanna, aö þeir séu ekki farnir að ryðga i listinni, þótt skákmót 82, og siðar upp i Rauðhóla þar sem þau brenndu likið og grófu. Likið hefur aldrei fundist. Framburðir dregnir til baka Sævar, Kristján og Erla hafa dregið framburði sina i málinu til baka og segja nú, að þau hafi hvergi komið þar nálægt, Sævar og Kristján fyrir allnokkru, en Erla sl. föstudag. hafi ekki freistað þeirra um nokkurt skeið. I „opna flokknum” verður teflt einu sinni i viku, á fimmtu- dögum kl. 20. Umhugsunartimi verður 1 klst. I meistaraflokki verður teflt tvisvar i viku, mánudaga og fimmtudaga. Þar verður um- hugsunartimi 2 klst. Fyrir- komulag i unglingaflokki verður afráðið, þegar þátttaka er ljós en þar hefst keppni einnig i kvöld kl. 20 i Fjölbrautaskólan- um. Kvikmyndasýningar í vinnustöð Ösvalds Skákþing Suður- nesja hefst í kvöld Knudsen Hæm stoðu- mælasektir JSS — , .Meiningin er að hafa þetta nokkuð opiö, þannig að fólk geti aö hluta valið þær myndir sem þaö langar til að sjjá”, sagði Vilhjálmur Knudsen kvikmynda- framleiöandi iviðtali viöTImann. En nú eru að hefjast sýningar Is- lenskra heimildarkvikmynda i vinnustöö Ósvalds Knudsen að Hellusundi 6A, og er ein þeirra kvikmynda Vilhjálms, Alþingi að tjaldabaki. Fyrsta sýningin verður að Hellusundi 6A fimmtudaginn 17 janúar kl. 9. Sýnd verður Alþingi aðtjaldabaki og aukamyndirnar: Voriðerkomið ogReykjavik 1955, sem Ósvald Knudsen gerði, auk fleiri mynda úr safni hans ef óskaö er. Að sögn Vilhjálms fjallar Al- þingi aö tjaldabaki um efnahags- og stjórnmálaástand á tslandi áriö 1976-1977 og sýnir Alþingi og rikisstjórn að störfum á þeim tima. Kvikmyndin er 50 minútna löng. Höfundur texta og þulur er Björn Þorsteinsson, tónlist samdi Þorkell Sigurbjörnsson, flautu- leik annaðist Manuela Wiesler, aðstoðarkvikmyndum Magnús Magnússon, Lynn C. Knudsen sá um tónupptöku og Vilhjálmur Knudsen annaðist klippingu og stjórn. Kvikmyndin Vorið er komið fjallar um vorstörf i sveit I upp- hafi aldarinnar, og er höfundur texta og þulur dr. Kristján Eld- járn. Reykjavik 1955 fjallar um upphaf Reykjavikur, þróun og mannlif árið 1955. Myndin er 27 minútna löng og höfundur texta er dr. Kristján Edljárn. Þá verða einnig sýndar heimildarkvik- myndir úr safni Ósvalds Knud- sen,en þæreruum 40 talsins.sem fullgerðar eru. Verða sýningarnar á hverju kvöldi kl. 21 og kl. 19 á laugardög- um, en þær eru einkum ætlaðar fyrir erlenda ferðamenn. Þann 15. þ.m. hækkaði auka- leigugjald vegna brota á reglum um notkun stööumæla I Reykja- vik úr 500 krónum I 1000. Stöðumælaverðir hafa frá sama tima fengið fyrirmæli um aö skrifa miða á þá bila, sem eru viö stöðumæla, þar sem gula skifan er uppi. Að undanförnu hafa stöðu- mælaverðir snúið snerlinum, þegar gula skifan hefur sést uppi, en sivaxandi misnotkun eöa „gleymska” ökumanna verður ekki varin lengur, enda er um augljóst brot á reglugerö að ræða. Tilgangurinn með uppsetningu stöðumæla er fyrst og fremst sá að miðla eftirsóttum bifreiða- stæðum til sem flestra borgara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.