Tíminn - 25.01.1980, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.01.1980, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 25. janúar 1980 Eftirlitskona í lestinni Marianne Strasser i Munchen: Margir hafa gaman af þvi aö reyna að ferðast meö lestunum, án þess að borga. Þegar þeir verða að borga sekt, verða sum- ir árásargjarnir eða jafnvel gripa til ofbeldis. Póstfreyja Ingrid Hinterneder I Munchen: „Viðskiptavinir ” minir verða ailtaf fegnir, þegar ég kem úr frlum. Þvl miður veröa hundarnir það lika. Lögregluforingi Wilma Zamzow I Hamborg: Hrædd? Til þess hef ég engan tima. 1 St. Pauli þarf að hafa hraðann á. Ég ber engin vopn. Prestur SusanneKahli Berlln: Ég læt til- finningar minar I ljús og er oft hrædd og hissa. Þess vegna koma konur jafnvel úr öðrum sóknum með áhyggjur sinar til min. Nunna Systir Cöliana I MÚnchen: Aður fyrr átti ég engan fridag. En nú nota ég hann til að hjúla og taka myndir á meöan vas apeningarn- ir minir endast. Þeir eru 10 mörk (u.þ.b. 2300 Isl. kr.) á mánuði. Vel klæddar og hreyknar í þjónustu ríkisins Konur, sem bera einkennis- klæðnað i starfi sinu, vekja hvar- vetna athygli. Hvort þær eru hreyknar af búnaði slnum og hvort hann hefur forréttindi I för með sér, hvaða áhrif hann hefur á karlmenn og hvað greinir þær frá öörum konum, frá þvi segja nokkrar þýskar konur, sem eru klæddar einkennisbúningi við störf sin i eftirfarandi grein. Þær lenda i stöðugum vand- ræöum með karla sem ekki bera einkennisklæðnað. Þú að ein- kennisklæddar konur hafi fyrir- fundist i Þýskalandi allt frá tim- um keisaranna, kemur i ljús, að einungis aörar konur virða vald kynsystra sinna. Karlmenn virðast ekki enn hafa vanist þeim. — Einn var nærri búinn að drepa mig, segir Gertrud Mertin, 46ára lögreglukona. Hún hafði sett sektarmiða á bilrúöu, þegar eigandinn kom aðvlfandi greip ikraga hennar aftanfrá og herti svo lengi aö hálsi hennar, að hún rankaöi ekki viö sér fyrr en á sjúkrahúsi. Það, að þessi úði tilræðismaður var „heldri maður”, segir Gertrud að sé dæmigert. — Aumingja stúdent- arnir verða aldrei árásargjarn- ir, en karlarnir á stúru dýru bilunum geta ekki s ætt s ig við aö vera sektaðir af konu. Þaö finnst þeim frekja”. Enn á árinu 1979 reka karlar upp stúr augu, þegar þeir koma auga á konu I einkennisklæðnaöi. Þú að þeir hugsi ekki eins og þær fá þeir allir sömu hugrenningar, nefnilega kynhvötin vaknar. I hvert sinn sem karlmaöur kem- ur auga á lögreglukonu, úskaði hann þess helst, að I stað ein- kennisbúningsins bærihún stutt- pils og svipu. En þar sem slikar hugrenningar hafa ekkert sam- eiginlegt meö raunveruleikan- um, veröa einkennisklæddar konur oft fyrir aðkasti frá úein- kennisklæddum körlum. Þar að auki taka karlar sjaldan mark á valdi einkennisklæddra kvenna. Hafi t.d. karl fengiö sekt fyrir aö leggja bil sinum úlöglega bregst það ekki aö hann reynir aö fá henni hnekkt meö smjaðri skritlufrásögnum eða úgnunum. Engin kona getur veriö svo úsvéigjanleg, hugsa þeir. En lög- reglukonur eru ekki aöeins úsveigjanlegar i slikum tilfell- um, þær verða að vera þaö. Einkennisbúningurinn veitir ekki vernd. Þvert á múti er helst svo að sjá sem margir almennir borgarar sjái rautt þegar þeir lita lögreglukonu að starfi. Dag- farsprúðustu menn eiga þá til aö æpa að þeim svivirðingum. Þeir geta ekki afborið það að það sé kona sem á almannafæri setji of- an i við þá og gefi þeim aðvaran- ir. — I fyrsta sinn sem ég var kölluð ógeðsleg flatlús, var mér skapi næst að hætta, segir Ger- trud Mertin. Maöur hennar varö aðbeita öllum sinum úrtölumætti til aö fá hana ofan af þvl. Það var ekki fyrr en henni skildist að „hatrinu var ekki beint gegn per- súnu minni, heldur einkennis- búningnum”. Þeir sem sinna yf irmanna- störfum verða gjarna árásargjarnir Eða valdinu sem búningurinn veitir þeirri, sem ber hann. Sú er a.m.k. reynsla Petru Heller sem vinnur sem lögreglukona á flugvellinum i Munchen-Riem. Petra, sem er 19 ára, á þvi að venjast i einkalifi að menn ausi yfir hana gullhömrum. Þvi er öfugt farið, þegar hún er að störfum. Varla er einkennisbún- ingnum um að kenna þvi að hann var hannaður i kjúlameistara- tiskuskóla og er eins glæsilegur og mögulegt er, þegar um ein- kennisbúning rikisins er að ræða. Þar fyrir utan hefur Petra varið skóstyrknum, 400 þýskum mörkum til kaupa á sandölum meö 12 sentimetra háum hælum. En ekkert af þessu virðist skipta máli, þegar Petra gengur tilstarfa. Alltgengur þó vel, þeg- ar hún kannar hvort kvenkýns flugfarþegar bera vopn eða skoðar farangur með gegnum- lýsingu. En þegar að þvi kemur, að hún verður að koma i veg fyrir að flugfarþegi taki með sér óleyfilegan farangur i farþega- rýmið, kárnar gamaniö. — Það er skrýtið segir Petra, að ein- mitt þeir, sem virðast gegna yfirmannastöðum og eru tiðustu flugfarþegarnir, verða ósvifn- as tir. Undir engum kringumstæðum er borin virðing fyrir konunum einungis einkennisbúningsins vegna. Þær þurfa lika að sýna sérstaka færni I starfi. Sem dæmi má nefna dr. Ursulu Herr- mann frá Köln. Þessi 38 ára gamli læknir er fyrsti fluglæknir vestur-þýska hersins af hinu svokallaöa „veika kyni” og sú staðreynd gleöur hana mjög. — Hermennirnir bera mig á hönd- um sér, segir hún. En áður en hún náði svona langt varð hún að vinna i 2 ár sem læknir við starfsmannaskrifstofu hersins i Köln. Þetta tilbreytingarlausa starf hafði hún tekið, þar sem ekki hafði gengið vel aö reka lækningastofu með eiginmanni hennar dr. Klaus Herrmann. — lAðeins annaö okkar gat verið yfirmaður þar, segir hún og þá var ekkert vafamál hvort þeirra það yrði — auðvitað hann. t herþjónustunni stendur hins vegar enginn karlmaður I vegi hennar. Þar varð hún aðeins að standast nokkur erfið próf áður en hún var ráöin og eftir það hlaut hún þjálfun ásamt 20 starfsbræðrum i að skjóta, mar- Þrjár nýjar bækur frá Penguin Books Five Constitutions. Edited, with an Introduction, by S.E. Finer. Penguin Books 1979. 350 bls. Þetta rit er hugsað sem hand- bók fyrir stúdenta I stjórnlaga- fræðum og rikisrétti. S.E. Finer hefur lengi kennt þessar greinar við ýmsa breska hásköla. Hann segir i inngangi, aö hann hafi oft á tiöum orðið bæði undrandi og hneykslaður á þvi, hve li'tt stúdentar þekki þær stjórnar- skrár, sem rannsakaðar séu i kennslustundum. Meginástæðu þessa telur hann vera þá að textar stjórnarskráa séu ekki fáanlegir nema i stórum og dýr- um útgáfum, sem stúdentar veigri sér við að lesa og geti alls ekki keypt. Til. þess að reyna að bæta Ur þessu ákvað Finer að gefa út I enskri þýöingu texta þeirra fimm stjórnarskráa, sem mest er fjallaö um i kennslu i þessum Af bókum fræöum við vestræna háskóla um þessar mundir. Finer ritar ýtarlegan inngang og skýringar við stjórnarskrárnar fimm, auk þess sem hann ber þær saman i einstökum atriðum. Einnigritar hann góðan kafla um gildi stjórnarskrár, og ræðir spurn- inguna, hvort þær séu yfirhöfuð nauðsynlegar. Þær fimm stjórnarskrár; sem um er fjallað i bókinni eru: Stjórnarskrá Bandarikjanna, frá 1787, Stjórnarskrár Sovét- rikjanna frá 1936 og 1977, Stjórnarskrá Sambandslýð- veldisins Þýskalands, frá 1949, og loks Stjórnarskrá 5. franska lýðveldisins, frá 1958. Að auki er birtur texti frönsku mannrétt- indayfirlýsingarinnar frá 1789 og inngangurinn aö stjórnar- skrá 4. franska lýöveldisins frá 1946. Bretar eiga sér, sem kunnugt er, enga ritaða stjérnarskrá,en höfundur ræðir nokkuð um bresk stjórnskipunarlög og hefðir og ber saman við þær stjórnarskrár,sem áðurergetið. Paolo Filo della Torre, o.fl (útg.). Eurocom munism: Myth oi Reality?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.