Tíminn - 25.01.1980, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.01.1980, Blaðsíða 4
Föstudagur 25. janúar 1980 í spegli tímans Eini kossanauturinn á almannafæri. Amanda Knatchbull Hundurinn hans Karls ætti bara að vita.... Nú er Karl Bretaprins oroinn 31 árs gamall, og þrátt fyrir, aö slúður- dálkahöfundar hafa um langan aldur veriö önnum kafnir viö aö bendla hann við hinar og þessar konur, jafnvel hefur Margaret Trudeau komiö þar viö sögu, hefur hann hingað til ekki sést kyssa aöra á almannafæri en hundinn sinn. En slúöurdálkahöf- undarnir hafa ekki gefist upp. Nýjasta hugmyndin um konuefni til handa Karli er Amanda Knatchbull, en hún er dótturdóttir Mount- battens lávarðar, sem drepinn var í sprengjutil- ræði i írlandi á siðast- liðnu sumri. Þau eru sem sagt náskyld, svo að ekki ætti uppruni hennar að vera hindrun. Til að sýna fram á, að eitthvað sé á seyöi milli þeirra, segja þeir, sem þykjast vita, að þau hafi átt helgi saman i kofa veiðivaröar nokkurs. Hirðin hefur ekki borið þessa frétt til baka og eru slúðurdálkahöfundarnir hróöugir mjög yfir þeirri þögulu staðfestingu á fréttinni. En hundurinn hans Karls ætti bara að vita . Er með þeim hjónasvipur? Victoria Pittorino og David Goddu heita þau. Hiin er 24 ára og hann 22.1 mai siðastliðnum giftu þau sig, en skömmu slðar kom i ljós, að þau eru systkini, en voru aðskilin þegar i bernsku og vissu ekkert hvort um annað. Þegar hið sanna kom i ljós, varð uppi fótur og fit. Þau voru ákærð fyrir sifjaspell og hjónabandið var gert ógilt. En þau láta sér ekki segjast og ætla að halda áfram að búa saman. 1 augnablikinu biia þau i skjóli kjörfor- eldra Davids. En þau vilja eignast eigið hemili og það kostar peninga i Bandarlkjunum, ekki siður en hér. Lögfræðingur einn hefur tekiö að sér að selja dagblaði nokkru einkarétt á sögu þeirra, en fyrir hann fékk hann ekki nema 1000 dollara. Það finnst David ekki nóg. — Við ætlum að reyna að selja sögu okkar I Hollywood. Þar fáum við áreiöanlega minnst 75.000 doll- ara fyrir, segir David. Það er hægt að verða rikur méð ýmsu móti i henni Ameriku. Er meö þeim hjónasvipur? bridge Flestum spilurum f innst betra að melda eins hægt og rólega á spilin sln og kostur er á, sérstaklega ef styrkurinn er mikill því þá verður nákvæmnin auðvitaö meiri. En stundum reynist betur að velja gagn- veginn fram yfir krókinn. Norður S 5 H KG7542 T K8 L K986 Vestur Austur S G4 S AKD872 H AD63 H 98 T AG9762 T D4 L 7 Suður L A103 S 10963 . \ H 10 T 1053 L DG542 Þegar þetta spil kom fyrir I hraðsveita- keppni hjá TBK spilaði austur á flestum borðum 4 spaða. Slagirnir urðu frá 11 og allt niður I 9, ef sagnhafi var sérlega óheppinn. En viö eitt borðið gerðust at- burðir á annan hátt. Þar opnaöi vestur, eins og viðast, á einum tlgli og noröur ströglaði á einu hjarta. Og þá taldi austur sig verabuinn að heyra nóg og stökk beint I gömlu Gerber ásaspurninguna, þ.e.a.s. fjögur lauf. Vestur svaraði sinum tveim ás.um með fjórum spöðum og austur hækkaði I sex. Og það merkilega er, að spilaðirl vestur,erusex spaðar óhaggan- legur samningureins og NS komust að við boröiö. skák Á móti sem haldið var I minningu stór- meistarans Tschigorins árið 1973 kom þessi staða upp i skák milli Rukavina og Suetins og það er svartur sem á leik og vinnur. Suetin Rukavina ...HxRc3 Gefið. Hvitur tapar manni án þess að fá nokkuð I hans stað og hann sá ekki ástæðu til að tefla frekar. krossgáta 3208. Krossgáta Lárétt 1) Ovinir,- 6) Ferskur.- 7) Annriki.- 9) Hljóms.- 11) Leit.-12) Keyrði.- 13) Sár.- 15) Keyra.- 16) Svar.- 18) Bölvaði.- Lóðrétt 1) Pytlur.- 2) Elska.- 3) Onotuö.- 4) Tog- aði.- 5) Ruglaði.- 8) Llka.- 10) Blundur.- 14) Arla.- 15) Hraða.- 17) ónefndur.- Ráöning á gátu No. 3207. Larétt 1) Danskur.- 6) Eta.- 7) Alt.- 9) Lem.-11) Ró.-12) Ge.-13) FAO.-15) Ogn.-16) Der.- 18) Riddara.- Lóörétt 1) Djarfur.- 2) Net.- 3) ST.- 4) Kal.- 5) Rúmenla.- 8)Loa.-10) Egg.-14) Odd.-15) Ora.- 17) ED.- með morgunkaff inu jft'iW J &tr (BU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.