Tíminn - 25.01.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.01.1980, Blaðsíða 6
Föstudagur 25. janúar 1980 Erlent yfirlit Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigur&sson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sfou- múla 15. Simi 86300. — Kvöldsfmar bla&amanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr. 4.500 á mánu&i. Blaöaprent. Það átti víst að vera sniðugt Steingrimur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, fjallar um niðurstöður viðræðna þeirra um stjórnarmyndun, sem Svavar Gestsson leiddi, i viðtali við TÍMANN i gær. Steingrimur vekur athygli á að yfirlýsingar Svavars, að við- ræðunum loknum, beri þvi vitni að Alþýðubanda- lagið hafi haft áróðurssjónarmið að leiðarljósi i við- ræðunum. Um þetta segir Steingrimur m.a.: „Þetta vekur okkur vissulega til umhugsunar um það hvortþessi tillögugerð Alþýðubandalagsins hafi kannski verið meira áróðursplagg, heldur en eitthvað annað". 1 viðtalinu rekur Steingrimur nokkur meginatriði i tillögum Alþýðubandalagsins sem lagðar voru til grundvallar i viðræðunum. Um tillögurnar um niðurfærslu verðlags segir Steingrimur m.a.: „Eins og nú er ástatt hjá rikisstofnunum myndi þetta þýða uppsöfnun skulda sem rikissjóður yrði siðan að greiða.... Hjá kaupfélögunum i heild var yfir 700 milljóna kr. halli á sl. ári. 10% lækkun þýddi um 1.200 milljóna króna halla til viðbótar á grund- velli siðasta árs. Það er þvi ljóst að þetta myndi ein- faldlega setja dreifbýlisverslunina á hausinn." Þessu til viðbótar nef nir Steingrimur að þeir sem best þekkja til telja að mjög erfitt yrði að fram- fylgja slikri niðurfærslu i þéttbýlinu, og ókleift að koma við þvi eftirliti sem óhjákvæmilegt er. Um þær röksemdir Alþýðubandalagsmanna að „fjöldi fyrirtækja hafi sloppið við að greiða eðlilega skatta", eins og það er orðað, segir Steingrimur: „Alla vega finnst okkur það skritinn rökstuðn- ingur að þótt einhver fyrirtæki skjóti kannski undan söluskatti, þá eigi að knésetja alla verslunina i landinu." Eitt mikilvægasta grundvallaratriði i tillögum Alþýðubandalagsins er mjög mikil og mjög hröð framleiðniaukning. Um þetta atriði segir Stein- grimur i þessu viðtali: „Sjálfur talaði ég t.d. við marga sérfróða menn. Niðurstaða þeirra allra var sú að 7% framleiðni- aukning i fiskiðnaði i ár væri alger ofætlun, 2-3% væri kannski hægt að ganga út frá. Sama væri i iðn- aði, að enginn grundvöllur væri fyrir 10% fram- leiðniaukningu i ár, þvi það þyrfti langan undir- búningstima. Við teljum þvi ákaflega vafasamt að ætla sér að fara að ráðstarfa strax þvi fé sem á að al'la með þessari framleiðniaukningu. Náist hún ekki hafa menn bara velt vandanum á undan sér og þar með aukio hann. Þvi er réttara að ráðstafa ekki árangrinum fyrr en hann er kominn fram." Eins og áður hefur verið sagt i TÍMANUM var það vissulega fagnaðarefni að Alþýðubandalagið fékkst loks til þess að leggja fram tillögur um efna- hagsstefnu. Hins vegar verður það að teljast ótrú- legt að f lokkurinn haf i nokkru sinni ætlast til þess að hin lúðvikska langloka Svavars Gestssonar yrði tekin alvarlega af öðrum aðilum. Mönnum dettur nefnilega ekki einu sinni i hug að Alþýðubandalags- menn sjálfir hafi tekið hana alvarlega. Það mun taka Alþýðubandalagið langan tima að losa sig undan þeirri byrði að hafa lagt annað eins fram. Almenningur sér i gegnum þessi lúðviksku „sniðugheit". JS Olíufurstarnir eru ótraustir f sessi Erfitt fyrir Bandaríkin að treysta á þá ISLAMSKA byltingin i Iran hefur komiö af staö umróti, sem erfitt er aö sjá fyrir endann á. Aöur en lýkur, er næsta senni- legt, a&hún hafiekkiaöeins leitt til stjórnarbyltingar i Iran, heldur i flestum rikjunum f Su&- vestur-Asíu. A.m.k. fer vaxandi ótti valdhafanna þar, um aö stólar þeirra séu ótryggir. Af hálfu þeirra er nii unniö a& margvislegum ráöstöfunum til a& tryggja þá I sessi. Alveg sérstaklega gildir þetta um oliuprinsana i Saudi-Arabiu og ollufurstana I smárikjunum vi& Persaflóa. Einræ&isherrann i Irak er lfka oröinn meira var um sigenáöur.oghefurhannþó þótt óragur viö aö ryöja and- stæöingum sinum úr vegi. Ein- ræöisherrann i Pakistan hefur hins vegar reynt aö styrkja sig meö því aö sækjast eftir vin- fengi við Khomeini og látast fylgjandi islömsku byltingunni. Bæöi risaveldin telja hags- muni sina i stórri hættu vegna islömsku byltingarinnar. Riissar hafa m.a. af ótta viö, aö hUn gæti breiözt til Asiuhluta Sovétrikjanna, gripiö til þess ráös aö hertaka Afghanistan, og er enn ósýnt, hvernig þeir sleppa frá þvi ævintýri. Banda- rlkin vita tæpast sitt rjiíkandi ráö, en fyrir þau skiptir miklu máli, aö oliurikin á Arabiuskag- anum sniiist ekki á sveif með andstæöingum þeirra. Bandarikin eru reiöubúin aö koma upp herstö&vum I þessum rikjum þeim til verndar, en valdhafarnir þora ekki a& þiggja þa&, þar sem þaö geti gert þá enn ótraustari I sessi, en eitt af meginmarkmiöum is- lömsku byltingarinnar er aö gera riki mUhameöstrúar- manna óháö risaveldunum tveimur. Meðan deilan milli Israels og Arabarikjanna er óleyst, en Bandarikinstyðja Israel, myndi lika f átt vekja meiri reiði I þess- um löndum en bandariskar her- stöðvar. HINN 9. þ.m.fóru f ram aftökur i átta helztu borgum Saudi-Arabiu, sem minna á, að stjórnendur landsins, Saudi-ætt- in, er hvergi nærri eins traust i sessi og áöur var almennt haldið . Alls voru 63 menn teknir af lifi I þessum fjöldaaftökum, allir hálshöggnir meö sver&i að gömlum siö. Aftökurnar fóru fram á helzta torginu i þessum borgum, en fóru fram svo snemma dags, aö áhorfendur voru yfirleitt fáir. Aftökunum var skipt milli borganna, svo a& þeim yröi veitt athygli um landiö allt. Hér var veriö aö taka af lffi skæruliöa þá, sem hertóku hiö fræga bænahús mUhameös- trUarmanna i Mekka 20. növ- ember si&astl. og vöröust þar siðan dögum saman. I upphafi var álitið, að þessi atburöur Fahd og Khalid stafaði af trUarlegum ástæðum, en siðan þykir fullvist, að hér var um tílraun að ræða til að steypa Saudi-ættinni af stóli eða a.m.k. til að veikja traust hennar og álit. Daginn, sem hertakan fór fram, var Khalid konungur væntanlegur i moskuna, en af þvi varð ekki vegna veikinda hans. Prinsarnir, sem eru næstir honum að völdum, Fahd forsætisráðherra og Abdullah yfirmaður þjó&varnarli&sins, voru báðir staddir erlendis. Ef skæruliðunum hefði tekizt að handsama konunginn, gæti hæglega hafa skapazt upplausn og ringulreið i landinu. Fyrst var álitiö, að sérstakur ættflokkur hefði staðið að baki hertókunni. Þeir, sem teknir voru af lifi 9. þ.m., voru hins vegar af átta þjóðernum. Meira en þriðjungurþeirra eöa 22 voru erlendir rikisborgarar e&a 10 fá Egyptalandi, 6 frá Suöur- Jemen, 3 frá Kuwait, 1 frá Súdan, 1 frá Irak og 1 frá Noröur-Jemen. Þetta bendir til, aö um vi&tækt og vel skipu- lag't samsæri hafi veriö aö ræða. Af hálfu Saudi-ættar- innar er reynt að draga sem mest athygli frá þvi, að upp- reisnin hafi beinzt gegn henni. Sumar sögusagnir herma, aö flestir þeirra, sem voru inn- lendir þegnar, hafi tilheyrt Oteipa-ættflokknum, en mjög margir þeirra, sem skipa þjóö- varnarliöiö, tilheyra honum. Ennfremur ganga sögur um, aö ýmsir þjóövarnarliöar hafi gengið I liö me& skæruliðum i átökum,sem fóru fram eftir her- tökuna, eða neitað aö skjdta á þá. . Samkvæmt opinberum skýrslum, féllull7 skæruliöar I átökunum um moskuna, en 170 voru teknir höndum. 107 þeirra sluppu meö fangelsisdóm. Af hermönnunum féllu 127 og 451 særöist. Þessar tölur sýna, aö mikil átök hafa átt sér sta&. HÆTTAN, sem vofir yfir prinsunum og furstunum á Arabiuskaganum, stafar ekki af þvi, að Sovétrikin séu likleg til þess að sinni aö senda her gegn þeim og heldur ekki Iran. SU hættan er mest, aö innlend upp- reisnarsamtökeða skæruliða- samtök steypi þeim af stóli meö einum eða öörum hætti. Þessa hættu hefur Islamska byltingin i Iran stóraukið. Vandi Bandarikjanria er fólg- inn i þvl, hvernig verjast beri slikri hættu. Bandarikin hafa að undanförnu farið viða halloka vegna þess, að þau hafa stutt spillta og ihaldssama valdhafa, isem hafa haft þjóðir sinar á móti sér, t.d. í Eþiópiu, íran, Suöur-VIetnam og Nicaragua. Meöan Bandaríkin fylgja þeirri stefnu aö hafa aðallega sam- vinnu við afturhaldsófl i þriðja heiminum, undirbUa þau fram- sókn kommúnismans. Hér þarf að verða stefnubreyting, ef öfugþróunin á ekki að haldast áfram. Þ.Þ. Nokkrir skæruliöanna, sem nylega voru naisnoggmr 1 sauai-Araoiu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.