Tíminn - 25.01.1980, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.01.1980, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. janúar 1980 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Hugarflug og ímyndunaraf 1 verjenda mikiö sagði Þórður Björnsson ríkissaksóknari í seinni ræðu sinni FRI — Eftir að hafa getið um snilli, skarpleika og hugarflug verjenda i Guðmundar- og Geir- finnsmálunum, sagði Þórður Björnsson í seinni ræðu sinni að það væri ekki rétt, sem fram hefur komið, að hann hefði slitið orð úr samhengi og haldið ein- göngu því fram er væri hagstætt ákæruvaldinu. Þórður kvaðst þvert á móti hafa haldið fram atriðum er væru hinum ákærðu i hag. I ræðu sinni sagði Þórður að það væri áberandi i máli verj- enda, að þeim þætti hverjum fyrir sig sem hlutur skjól- stæðings sins væri minnstur. Ver jandi Sævars segði að hlutur hans væri minnstur, verjandi Erlu að hennar hlutur væri minnstur o.s.frv. Þórður sagði einnig að það fengist ekki staðist er verjendur hélduf ram að um slys hefði ver- ið að ræða. Samkvæmt fram- burðum ákærðu i Geirfinnsmál- inu kæmi það ljóslega fram að um hatramma árás hefði verið að ræða. Ný timasetning Iræðu sinni lagði Þórður fram skýrslu frá rannsóknarlög- reglunni en RLR ir.un hafa fengið mann frá vegagerðinni i lið með sér og endurtekið tima- mælingu þá er leiðir rök að þvi að hin ákærðu i málinu hafi i raun verið i Keflavik um kl. 22.10 kvöldið er Geirfinnur hvarf. Segir hann að meöal- hraðinn á Keflavikurveginum hafi verið 84,2 km/klst en innan- bæjar um 40 km/klst. Þórður kvað einnig að vitnið V. Knudsen, er sá þau Sævar og Erhi á Kjarvalsstöðum umrætt kvöld ög talaði við Sævar, hefði minnst á það við yfirheyrslur að Sævar hefði jafnvel talað um að hann mundi fara til Keflavikur þetta kvöld. Þórður greindi einnig frá þvi sem hann kallaði listaverk Sævars Marinós en það eru teikningar af atburðum, er Sævar mun hafa lagt mikla vinnu i að gera og merkt sér. Hnökrar á rannsókn Þórður sagði I ræðu sinni að ekki væri hægt að lita framhjá þvi að hnökrar væru á rannsókn málsins en árásir verjenda á rannsóknarmenn þá er unnu aö málinu væru með öllu ómakleg- ar. Þarna hefðu unnið að þessu máli hæfustu einstaklingar er við hefðum, bæði hvað varðar lögreglu og dómara. Er Þörður fjallaði um hinar röngu sakagiftir er leiddu til varðhalds saklausra manna, sagði hann að það væri gott að veravitur eftir á. „Það varekki hægt að gera ráð fyrir þeirri mannvonsku er fólst i þessum ásökunum". Mörg orð hefðu fallið um rannsóknaraðila þessa máls um að þeir hefðu ekki ávallt staðið sig sem skyldi og sagði Þdrður að Karl Schutz heföi ekki farið varhluta af þvi. Þvi hefði jafn- vel verið lialdið fram að Karl hefði ekki mátt taka lögreglu- skýrslur. Karl hefði hins vegar haft vottorð frá dómsmálaráðu- neytinu er gerði þessi orð dauð og ómerk. Leita þarf langt 1 lokaorðum sinum sagði Þórður að það þyrfti að leita langt aftur i timann eða um 150 ár til að finna mál þar sem sak- fellt heffti verið fyrir dráp á tveim mönnum. En það var þegar Friðrik og Agnes voru dæmd fyrii- dráp Natans og ann- ars manns. Og fara þyrfti til ársins 1700 til að finna mál þar sem þrir væru sakaðir um manndráp. Engin dæmi fyndust i sögu ís- lands þar sem rangar sakagif tir hefðu leitt til langs varðhalds saklausra manna. Auk þess væru hótanir viö vitni óþekkt hérlendis. Þórður Björnsson rlkissaksóknari i Hæstarétti. TfmamyndGE Að lokum sagði Þtírður m.a., að ef hin ákærðu væru sýknuö i þessumáli, þá væri þar kominn leiðarvlsir að þvi hvernig ætti að fremja manndráp á íslandi og komast upp með það. „Þurfum ekki hugarflugið,lesum aðeins skýrslur málsins" sagði einn af verjendum í málinu er þeir gerðu stuttar athugasemdir við seinni ræðu saksóknara FRI — Fyrstur af hálfu varnar- innar geröi Páll A. Pálsson hdl. athugasemdir við seinni ræðu rikissaksóknara. Hann sagði að játningum hinna ákærðu bæri að taka með varúð, sérstaklega i þessum málum, og spurning væri hvort ákæruvaldið héfði sýnt fram á sekt hinna ákærðu, sem ekki væri hægt að véfengja meö skynsamlegum rökum. Engin áþreifanleg sönnunar- gögn væru fyrir hendi og likur hefðu verið leiddar að þvi, að rannsóknaraðilar málsins hefðu fengið fram i rannsókn þau nöfn er þeir vildu fá með þrýstingi. Jón Oddsson hrl. sagði að verjendur hefðu ekki þurft á hugarflugi sinu að halda, þeir hefðu aðeins þurft að lesa skýrslur málsins. Að þvl er teikningar Sævars varðaði, taldi Jón þær þýðingarlausar, þar sem búið hefði verið að segja honum frá atvikum og fara meö hann I dráttarbrautina. Þá sagði Jón að lif Sævars hefði breytst mikið eftir að hann hitti Guðjón Skarphéðinsson og þá hefði fariö að bera á vandræö- um i hegðun hans. Auk þess kvað Jón að það skini i gegn hvað Sævar væri fús að taka á sig meiri sakir og hlifa öðrum. Hilmar Ingimundarson hrl. sagði að ekki lægi fyrir i málinu að Tryggvi Rúnar hefði verið að Hamarsbraut 11 er Guðmundur var myrtur. Hann hefur sagt aö hann hefði veriö I einhverju húsi. Auk þess benti Hilmar á að framburður Erlu væri m.a. lög- full sönnun þess að Tryggvi hefði ekki verið staddur að Hamarsbraut 11 er Guðmundur var myrtur. Orn Clausen sagði að hann hefði aldrei vitað til þess á 22 ára ferli sinum, að rannsóknar- menn hefðu sýnt annað en heið- arleika i störfum sinum ef frá væru taldir vissir Suðurnesja- menn. Hann sagði ennfremur aö lyfjagjafir hefðu ekki haft áhrif á framburð Alberts Klahn, þar sem honum hefðu ekki verið gefin lyf 1975 fyrir utan eitt skipti. Hann sagði ennfremur að atvik væru með þeim hætti I Guðmundarmálinu að ákærðu hefðu ekki séð fyrir afleiðingar gerða sinna og væri réttlætinu þvi fullnægt með þvl að beita Framhald á bls. 19 Fjöltefli Jón L. Árnason teflir fjöltefli i Fellahelli laugardaginn 26. janúar kl. 1.00. Þátttökugjald kr. 1000.00. Takið með ykkur töfl. Allir velkomnir Skákfélagið Mjölnir. Vegna hagstæðra innkaupa getum viö nú boöið nokkrar samstæður af þessum vinsælu norsku veggskápum á lækkuöu veröi. Húsgögn oa • , . Suöurlandsbraut 1&: innrett/ngar sími 86-900 M/S Hekla fer frá Reykjavlk fimmtu- daginn 31. þ.m. austur um land til Seyðisfjarðar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir. Vestmannaeyjar, Horna- fjörð, Djúpavog, Breiðdals- vík, Stöðvarfjörð, Reyöar- fjörð, Eskifjörð, Neskaup- stað og Seyðisfjörð. Vörumóttaka alla virka daga til 30< þ.m. M/S Esja fer frá Reykjavik föstudag- inn 1. febrúar vestur um land i hringferð og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Patreksfjörð, (Tálknafjörð, og Blldudal um Patreks- fjörð), Þingeyri, isafjörð, (Flateyri, Súgandafjörð og Bolungarvlk um tsafjörð), Noröurfjörö, Siglufjörð, Ólafsfjörö, Akureyri, Húsa- vik, Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakkafjörð, Vopnafjörð og Borgarfjörð eystri. Vöru- móttaka alla virka daga til 31. þ.m. Góðjörð — framtíð Jörð á Suðvesturlandi er til leigu eða sölu ef um semst. Bú getur fylgt. útihús eru nothæf en ibúð rýr. Fyrirspurnir skulu sendar Timanum merktar .,góð jörð — framtiðarbúskap ur". öllum verður svarað. Óskað er eftir konu til að sjá um heimili fyrir ekkjumann með 2 börn á skólaaldri, aðhlynning barna er mikilvægasti þáttur starfsins. Upplýsingar gefnar i sima 74544 fyrir há- degi. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar I Asparfelli 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.