Fréttablaðið - 01.04.2007, Page 2

Fréttablaðið - 01.04.2007, Page 2
Lykill að fortíðinni Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Sjálfstæð sendiskrif- stofa Færeyja verður fljótlega opnuð í Reykjavík. Frá þessu greindi Jóannes Eidesgaard, lög- maður Færeyinga, í samtali við Fréttablaðið. Nýja sendiskrifstofan verður í eigin húsnæði í miðborg Reykja- víkur, fjarri danska sendiráðinu, og þar verður aðeins flaggað með færeyska fánanum. Sendifulltrú- inn verður þó hluti af dönsku utanríkisþjónustunni, enda gæti hann ella ekki haft formlega stöðu sendierindreka. „Þetta er alveg nýtt fyrirkomulag sem ekki hefur verið prófað áður,“ segir Eidesgaard. Færeyskir sendifulltrúar séu í Lundúnum og Brussel, en í báðum borgum hafi þeir aðsetur í sendiráði Dan- merkur. Eidesgaard segir annars að opnun ís- lensku aðal- ræðisskrif- stofunnar sé staðfesting á því gagn- kvæma mati að Hoyvíkursamningurinn svo- nefndi, sem tók gildi í nóvem- ber síðastliðinn og gerir Færeyj- ar og Ísland að einu samræmdu markaðssvæði, sé báðum lönd- um mikilvægt. Færeyingar álíti samninginn „fyrsta raunveru- lega skref okkar út í hinn hnatt- vædda heim,“ segir lögmaður- inn. „Þegar Ísland opnar aðal- ræðisskrifstofu sína í Þórshöfn þá segir það okkur að Íslend- ingar meti þetta samband einn- ig mikils.“ Opnun skrifstofunnar verður fagnað með dagskrá í Norður- landahúsinu í Þórshöfn í dag, en meðal viðstaddra verða Eides- gaard lögmaður, Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra, nýi aðalræðismaðurinn Eiður Guðnason og fulltrúar úr utan- ríkismálanefnd Alþingis. Eidesgaard boðar færeyska sendiskrifstofu í Reykjavík Ráðist var á tæp- lega tvítugan mann á Skólavörðu- stíg aðfaranótt laugardags og slegnar úr honum framtennur. Að sögn lögreglu er ekki vitað hverj- ir árásarmennirnir voru, en þeir voru farnir af vettvangi áður en lögreglu bar að garði. Fórnar- lambið var flutt á slysadeild til aðhlynningar. Þá lenti tveimur mönnum saman á skemmtistaðnum Play- ers í Kópavogi með þeim afleið- ingum að annar skallaði hinn og braut í honum tönn. Árásarmað- urinn gaf sig fram við lögreglu þegar hún kom á staðinn og telst málið upplýst að fullu. Framtennurnar slegnar úr manni Íbúar í Kristjaníu í Danmörku hafa samþykkt tillögur stjórnvalda um að koma aukinni reglu á húsnæðismál hverfisins til að stuðla að frekari uppbygg- ingu. Stofnuð verður deild sem mun annast rekstur bygginganna í hverfinu og leigja út íbúðir. Vilja stjórnvöld með þessu laða almenn- ing til Kristjaníu og gera hverfið opnara en það hefur verið. Þrátt fyrir að hafa samþykkt til- löguna ætla íbúar Kristjaníu ekki að hætta við málaferli sín gegn stjórnvöldum varðandi eignarrétt á sumum byggingum í hverfinu. Hverfið opnað almenningi Listasafn í New York hefur hætt við sýningu þar sem súkkulaðihöggmynd af Jesú Kristi hefur verið til sýnis. Ástæðan er áköf mótmæli kaþ- ólsks trúarhóps í landinu, sem taldi ekki við hæfi að sýningin væri haldin um páskana, stærstu trúarhátíð kristinna manna. Kiera McCaffrey, talsmaður trúarhópsins, sagði sýninguna árás á kristna menn. „Þeim myndi aldrei detta í hug að sýna súkkulaðistyttu af Múhameð spámanni nöktum á meðan á Ramadan stæði,“ sagði hún og vísaði þar í trúarhátíð múslima. Höfundur verksins, Cosimo Cavallaro, er þekktur fyrir að nota mat í verkum sínum. Þakti hann eitt sinn veggi hótelherbergis með mozzarella- osti. Súkkulaði-Jesús veldur deilum Stofnendur Ice- land Express segja að vangeta Samkeppniseftirlitsins hafi orðið til þess að þeir hafi þurft að selja félagið frá sér í október 2004. Ólafur Hauksson, talsmaður fyrri eigenda, segir að þeir hafi marg- beðið samkeppnisyfirvöld um bráðabirgðaúrskurð vegna ofríkis Icelandair á markaðinum en ekk- ert hafi gerst. „Við boðuðum sam- keppnisyfirvöld á fund í ágúst 2004 og sögðum þeim að ástand- ið væri grafalvarlegt og að við gætum ekki haldið rekstrinum áfram við þessar aðstæður. Við sýndum þeim öll gögn um það. En þeir ákváðu að gera ekki neitt.“ Í kjölfarið seldu stofnendurn- ir þeim Pálma Haraldssyni og Jó- hannesi Kristinssyni, sem voru þá báðir stórir hluthafar í Icelandair, 89 prósenta hlut sinn í Iceland Ex- press á einungis fimmtán milljónir króna. „Það sem er andstyggilegt í þessu er að þessir menn koma þarna inn nánast eins og hræ- gammar og björguðu okkur frá aðgerðum sem þeir höfðu sjálfir stjórnað. Það er það sem við erum sárir yfir, að þessir menn sátu í stjórn Icelandair á sama tíma og þeir voru í sambandi við okkur og vildu fá að kaupa fyrirtækið. Þetta eru mjög óeðlilegir viðskiptahætt- ir.“ Ólafur segir stofnendurna vera að íhuga að leita réttar síns gagnvart samkeppnisyfirvöldum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segist ekki geta tekið undir ásakanir fyrri eigenda Iceland Express. „Sam- keppnisyfirvöld tóku afstöðu til kvartana sem komu fram á árinu 2003 og komust að þeirri niður- stöðu að Icelandair hefði misnot- að markaðsráðandi stöðu sína á þeim tíma. Síðan liðu ekki nema átta mánuðir frá því að kvörtunin sem núna var endanlega tekin af- staða til, þangað til að félagið var selt öðrum kjölfestufjárfestum. Það var fullkomlega óraunhæft að ætlast til að afstaða til kvörtun- arinnar sé tekin á þeim tíma sem leið þar á milli. Eina leiðin til þess hefði verið að taka bráðabirgða- ákvörðun í málinu, sem undir viss- um kringumstæðum er heimilt. Samkeppnisyfirvöld höfðu hins vegar ekki forsendur til að taka hana á þessum tíma.“ Páll segir að málsmeðferð- in hafi tekið jafn langan tíma og raun ber vitni vegna þess að örð- ugt hafi reynst að afla mikilvægra gagna í málinu. „Svo verður ekki litið framhjá því að á sama tíma hafa verið til umfjöllunar mörg stór mál sem hafa auðvitað líka áhrif á hraða málsmeðferðarinn- ar.“ Neyddust til að selja félagið á 15 milljónir Stofnendur Iceland Express segja að vangeta samkeppnisyfirvalda hafi leitt til þess að þeir neyddust til að selja félagið á 15 milljónir króna. Segja nýja eigendur hafa stundað óeðlilega viðskiptahætti. Samkeppniseftirlitið neitar ásökunum. Sverrir, viltu þá ekki bara koma þér aftur til Taílands? Lögreglan á Blöndu- ósi handtók þrjá menn á þrítugs- aldri á föstudagskvöld vegna gruns um fíkniefnamisferli. Menn- irnir, sem eru af höfuðborgar- svæðinu, voru á norðurleið þegar lögreglan stöðvaði þá við afleggj- arann að Hvammstanga. Fljótlega vöknuðu grunsemd- ir um að ökumaðurinn væri undir áhrifum örvandi efna og var því tekið staðarpróf á honum. Niður- staða þess staðfesti grunsemd- ir lögreglunnar, sem sendi hann í blóð- og þvagprufu. Við leit í bif- reiðinni fundust 24 e-töflur og rúmt gramm af amfetamíni. Menn- irnir hafa allir komið áður við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Með 24 e-töflur og amfetamínFjöldaslagsmálurðu milli hópa Íslendinga og Pólverja fyrir utan skemmtistað- inn Yello í Reykjanesbæ aðfara- nótt laugardags. Slagsmálin voru yfirstaðin þegar lögreglan á Suðurnesjum kom á vettvang en að hennar sögn var enn talsverður hiti í mönnum þrátt fyrir það. Áður hafði lögreglan þurft að fara að heimili í Vogum þar sem unglingasamkvæmi hafði farið úr böndunum. Vel gekk að koma veislugest- um út úr húsinu. Þá var einn ökumaður stöðv- arður á Sandgerðisvegi á 139 kílómetra hraða, en hámarks- hraði þar er 90 kílometrar á klukkustund. Íslendingar slóg- ust við Pólverja Bandarísk yfirvöld ætla ekki að semja við Írana um skipti á fimmtán breskum sjóliðum sem voru handsamaðir af Írönum í Persaflóa í staðinn fyrir fimm Írana sem Bandaríkjamenn handtóku í Írak. Íranarnir fimm voru handteknir þegar bandarískir hermenn réðust inn í hús í Írak og gerðu upptækan ýmsan búnað. Segja Bandaríkjamenn augljós tengsl á milli mannanna og íraskra hryjuverkamanna. Bretar hafa neitað ásökunum Írana þess efnis að sjóliðarnir hafi verið á írönsku yfirráðasvæði þegar þeir voru handteknir hinn 23. mars. Sendiherra Írans í Rússlandi er ekki á sama máli frekar en írönsk stjórn- völd og segir að þeir verði hugsanlega leiddir fyrir dómstóla fyrir að hafa brotið alþjóðleg lög. Evrópu- sambandið hefur krafist þess að Íranar sleppi bresku sjóliðunum án tafar og varar við því að gripið verður til „viðeigandi aðgerða“ verði óskum þess ekki fram- fylgt. Írönsk stjórnvöld hafa fordæmt afskipti ESB og Sam- einuðu þjóðanna af deilunni og segja tilraunir Breta til að fá þriðja aðila inn í málið ekki hjálpa til. Engin fangaskipti við Írana

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.