Fréttablaðið - 01.04.2007, Side 16

Fréttablaðið - 01.04.2007, Side 16
Á heildina litið eru Jón og Guðrún þau nöfn sem enn þann dag í dag eru al- gengust í þjóð- skrá Íslendinga. Séu aldurshóparnir skoðaðir má þó sjá að allra síðustu árin hafa straumar og stefnur í nafngift- um breyst mikið. Langt fram á 20. öldina var topp tíu listinn yfir vinsælustu nöfnin nokkurn veg- inn sá sami og hann hafði verið árið 1700 þar sem sígild nöfn á borð við Guðmundur, Bjarni, Sig- ríður, Margrét og Ólafur trónuðu í efstu sætum. Upp úr 1950 fór það smám saman að breytast og feður og mæður landsins urðu sí- fellt djarfari og nýjungagjarn- ari í nafngiftum. Í dag er líklegt að barnið sem þú sérð leika sér í sandkassanum heiti eftir stór- borginni þar sem það var getið frekar en eftir ömmum sínum og öfum. Nú eða teiknimyndahetja á borð við Ariel hafi miklu frek- ar heillað foreldrana en nafnið á langömmu- eða afa. Líkt og Ís- lendingar ganga í gegnum mis- munandi hárskeið eru foreldr- ar landsins sömuleiðis í gíslingu tískunnar hvað mannanöfn snert- ir. Án þess þó að gera sér kannski grein fyrir því fyrr en yfirlit yfir algengustu mannanöfn er tekið. Hvað karlmannsnöfn snertir hefur Jóninn ráðið ríkjum í hundruð ára og gerir það enn. Að vísu er tíðin önnur þegar fimmti hver íslensk- ur karlmaður bar nafnið en í dag eru það aðeins 2% karlmanna sem bera nafnið svo að fjöldi þeirra nafna sem eru í umferð er mun meiri en áður. Á áttunda áratugnum fylltist þjóðskrá af nýjum nöfnum enda hipparnir, með opna og víðsýna huga, hættir að reykja hass og farnir að eiga börn og buru. Í kjöl- farið fylgdi holskefla nýrra nafna. Andri, sem ekki hafði sést á topp- listanum, komst í efri sætin sem og nafnið Daníel. Eitthvað hefur náttúran og dýralífið verið hippun- um hugleikið því Kári, Arnar og Örn urðu næstvinsælustu nöfnin á þessum árum, Arnar sem fyrra nafn og Örn sem seinna. Davíð og Sindri tóku slaginn við toppana á listanum og náðu að hasla sér völl sem vinsælustu nöfnin. Goðafræðin kom líka sterk inn með blómabörnunum sem skírðu afkvæmi sín eftir fuglum og Þór og Freyr urðu það heitasta heita, sérstaklega sem seinni nöfn. Nöfn hafa líka komið og farið. Burkni var til að mynda mjög móðins í kringum 8. áratuginn en í dag eru nýskírð börn fæst kennd við þann gróður. Nokkrum árum síðar var ný kyn- slóð foreldra tekin við og um miðj- an tíunda áratuginn mátti sjá þess glögg merki að svokölluð A-nöfn rúluðu í þjóðskrá. Alexander byrj- aði hægt og bítandi að skríða upp listann og í dag ber afar stór hluti yngstu kynslóðarinnar nafnið. Ekkert jafnast þó á við það mikla Arons-æði sem greip um sig meðal nýbakaðra foreldra og eins undar- legt og óútskýranlegt og það kann að virðast er það í öðru sæti yfir algengasta karlmannsnafn á leik- skólum landsins. Sérlega vinsælt er að splæsa öðru nafni með og Aron Ingi og Aron Máni eru tví- nefnasmellir síðustu ára. Enda eru tvínefni mun vin- sælli í dag en áður þar sem hér á öldum áður heyrði það til undantekninga ef einstaklingar báru tvínefni. Það fór ekki að breytast fyrr en um miðjan sjöunda áratuginn og í dag bera 80% barna á aldrinum 0-4 ára tvö nöfn. Allra vinsælasta tvínefni dagsins er Andri Snær en Sindri Snær kemur þar rétt á eftir. Af gömlum slögurum eru nöfnin Sigurður og Jón þau einu sem enn eru á topp 10 og Guðmundarnafn- ið á alltaf sinn fasta aðdáendahóp. Guðrún var allra vinsælasta kven- mannsnafnið samkvæmt mann- tali árið 1703 og er enn þann dag í dag drottning þjóðskrár. Þó er af sem áður var þegar 17% kvenna báru nafnið en í dag heita aðeins um 2% kvenna Guðrún. Og ef þær hétu ekki það hétu þær Sig- ríður, Margrét, Ingibjörg, Kristín, Helga, Þuríður, Guðríður, Guðný og Þórunn. Um miðja 19. öld er nafnið Guðrún enn algengast en hástökkvarinn á þeim tíma er þó nafnið Anna sem kemur sterkt inn og síðustu fjögur árin hefur verið algengast að stúlkubörn séu skírð því nafni. Klassíkin ræður þó áfram ríkjum og segja má að breytingarnar verði fyrst áþreif- anlegar upp úr 1970. Sandra og Sara dúkka upp sem vinsæl nöfn og verða tískunöfn þessara ára og við þær sem ekki vorum skírð- ar þeim nöfnum vildum innst inni allar heita Sara eða Sandra. Hild- ur kemur sterk inn og flýgur í átt- unda sætið í kringum 9. áratug- inn en hafði tuttugu árum áður ekki einu sinni verið meðal þeirra nafna sem voru í fyrstu fimmtíu sætunum. Íris er blóm blómanna og Íris Ósk varð mjög vinsælt tví- nefni á 9. áratugnum. Rakel og Sif voru líka mjög í anda þess tíma og margar frænkur og systur báru nafnið Karen. Með auknum vin- sældum tvínefna komu nöfnin Rut, Ýr, Dögg, Lilja, Rún og Björk í nafnapartíið sem seinni nöfn. Síðustu árin hefur allt verið vit- laust á nafnamarkaðinum og ný og ný nöfn líta dagsins ljós á degi hverjum. Af vinsælustu kven- mannsnöfnum allra síðustu ára má nefna Freyju, Birtu og Telmu. Guðrún er komin í fjórða sætið og Rakel og Sara eru enn mjög vinsæl. Ný nöfn skjótast upp vin- sældalistana og þar má sjá Aþenu, Magðalenu, Alexöndru, Natalíu, Anítu og Emblu mjög ofarlega. Hvað seinni nöfn varðar þykja nöfnin Sól, Eir, Marín, Ösp, Líf og Mist greinilega mjög smart og Ósk lifir góðu lífi ennþá. Í báðum flokkum, karla og kvenna, eru Al- exander og Alexandra „hittarar“ síðustu ára. Frá Guðrúnu til Aþenu Í nokkur hundruð ár hét einn fimmti þjóðarinnar annað hvort Gunna eða Jón. Týnd börn á 17. júní eru í dag þó sjaldnar kölluð upp eftir þeim nöfnum. Mun líklegra er að í hátalarakerfinu sé auglýst eftir Andra Snæ, Jasmín Dúfu, Aroni Inga eða jafnvel Þoku Klementínu. Júlía Margrét Alexandersdóttir kynnti sér hvaða mannanöfn eru þau heitustu við skírnarfonta landsins í dag.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.