Fréttablaðið - 01.04.2007, Page 18

Fréttablaðið - 01.04.2007, Page 18
Erindreki utanríkisráðuneytis raskar svefni mínum um klukk- an 4.30. Ferðalag uppá 6.660 kíló- metra framundan. Fljúgum til Osló. Með rútu til flugvallar norska hersins. Erindrekinn er með kassa merktan Nóa-Síríus; flytur friðargæsluliðum páskana til Afganistans. Og á Nóa þekkj- umst við á vellinum; íslenskur hergagnaframleiðandi heilsar upp á okkur. Hann er á sömu leið, á vegum og í búningi norska hers- ins. Kveðjum vestræna menningu með pulsu og kók. Tyrkneskt leiguflug flytur okkur og hermennina til Istanbúl á þremur og hálfum tíma. Þar er okkur gert að bíða um nóttina í fríhöfninni í þrjá tíma til viðbótar. Undarlegur staður þessi tómlega fríhöfn. Verslanir loka ekki, þótt einungis sé ein vél með áhugalaus- um hermönnum um hituna. Mosku má finna í kjallaranum og norskur herprestur er á vappi. 3.581 kíló- metri eftir. „Welcome to... e... Kabúl,“ náði hún loks að botna, tyrkneska flug- freyjan með aflitaða hárið. „Thank you for flying Pegasus Airlines,“ sagði hún næst við hermennina. Herflugið var hið ljúfasta; engin grenjandi börn og pláss til að leggja sig. Það er sól í Kabúl og lýsir af hvítum toppum fjallahringsins sem umlykur borgarstæðið. Djúp- ar skorur í malbiki flugvallar- ins. Vél frá Aserbaídsjan á vinstri hönd, Kam-Air hægra megin, en það flugfélag er í eigu sterkefn- aðra Hasara. Þeir eru til, þótt ekki sé svo að skilja á Flugdrekahlaup- aranum. Háaldraðir Volvo og Scania tankbílar standa moldugir í sólinni, án sjáanlegs hlutverks. Erum heldur rislág eftir volkið í háloftunum. Framundan bíður að því er virðist fúlskeggjaður alls- herjargoði í norskum herbúningi með útbreiddan faðminn. Hann heilsar okkur á íslensku. En þetta er víst ekki goði og búningurinn er íslenskur, eftir norskri fyrir- mynd. Sá skeggjaði, Ingi Þór, út- býtir lyklum að svefngámum og býður upp á ömurlegt kaffi. Höld- um í bíltúr um flugvöllinn, sem er eitt risavaxið framkvæmdasvæði og alþjóðleg herstöð. Skyndilega heyrast sprengingar í fjarska. Enginn kippir sér neitt upp við það. En þegar þær endur- taka sig stuttu síðar vill Ingi Þór vita hver fjandinn sé á seyði og skokkar í átt að flugbrautinni til að átta sig. Já, þetta er í malar- námunni hér í austri. Ef þið heyr- ið sprengingar þaðan er ekkert að óttast. Sprengingar úr vestri, það væri önnur saga. Seinna á ferð með öðrum friðar- gæsluliða. Hann tæmir tankbíl af einhverjum slökkvivökva ásamt bandarískum verktaka. Sá er ekki á því að hljóðin hafi borist úr malarnámunni og segir frá svip- uðum hávaða fyrr í mánuðinum. Ekkert hafi verið um það rætt, en hann viti fyrir víst að þá hafi verið eldflaugaárás í höfuðborginni. Um kvöldið er farið á eina af fjölmörgum krám á kampnum: Nordica, samskandinavískur stað- ur. Bjórneysla á beis er takmörk- uð við tvo skammta á mann. Allah akbar! Ljúfur söngur morgun- bænarinnar rýfur annars andvöku- nótt. Tónarnir heyrast greinilega inn í gáminn, en moldarhús Kabúl- borgar standa rétt upp við girð- ingu flugvallarins. Morgunmatur í stórum sal, sem tekur eflaust þúsund manns. Hun- angsmelónur og sætar appelsínur, innfluttar frá Dubai-furstadæm- inu og framreiddar af Pakistönum og Filippseyingum. Hér eru allra þjóða kvikindi. 37 þjóðir standa hér opinberlega að alþjóðlegu her- námi/uppbyggingu. Jafnvel Al- banar eru hér áberandi með sinn volduga arnarprýdda fána gnæf- andi yfir eldhúsinu. Hér á kampi eru fjölmargar verslanir sem selja bækur, búrk- ur, sælgæti og kúbverska vindla. Þýska búðin selur minjagripi um þýska herinn. Á einum bolnum, undir mynd af vopnuðum þýsk- um sérsveitarmönnum, stendur „Við gerum húsleit, UM ALLAN HEIM!“ Víst er sjálfstraust Þjóð- verja að aukast. Á drullugum götum ráfa villi- kettir í leit að rottum. Þeir eru ámátleg dýr og mjálma ekki, held- ur æpa afar mannlega, svo kalt vatn rennur milli skinns og hör- unds. Þeir eru varir um sig, enda réttdræpir pestberar. Kabúl-sprænan sem renn- ur gegnum höfuðborgina liggur að flugvellinum, undir hann og út hinumegin. Lækurinn er opin skólprás borgarinnar. Sem betur fer er vindur máttlaus. Í filippseyska kaffihússgámnum er þröngt og sest hjá mér frönsk/ alsírsk herstúlka. Hún kom hing- að sjálfviljug, en sér eftir því og hlakkar mikið til að komast heim að lifa eðlilegu lífi. „Sometimes, is like prison,“ segir hún mér dapurlega. Keyrum um næsta nágrenni. Þar eru miklar framkvæmdir, því innan skamms á að flytja hernað- arstarfsemina um set og koma þar upp borgaralegri starfstöð með fraktgeymslum og tilheyrandi. Í fimm ár hefur verið hér vestrænn her og enn er verið að hreinsa nán- asta umhverfi herstöðvarinnar af jarðsprengjum. Sífellt finnast ný menguð svæði. Afganar eru vanir þessu og setja víst ekki efst á for- gangslistann að segja Samein- uðu þjóðunum hvar jarðsprengjur megi hirða úr jörð. Það er grá- myglulegt og blautt á jarðsprengu- svæðinu við flugvöllinn. Afgan- arnir standa þar í skotheldum vestum og pota prikum í jörðina. Friðargæsluliði gerir mér ljóst að í Kabúl sé blaðamönnum ekki treyst. Nokkuð erfitt að fá Íslend- ingana í viðtal. Um kvöldið spjalla ég við mið- aldra belgíska lögreglumenn, sem ferðast víða við störf sín. Þeir segja mér frá ástandinu í Kongó. Torvelt sé að koma landinu í hend- ur heimamanna, sem nenni engu. Kongóbúar þjáist af „svörtu gáfna- fari“ og vilji ekki læra. Því þurfi belgískir sérfræðingar og fyrir- tæki að stjórna ýmsu þar, enn um sinn. Heimsæki bandarískan ofursta, sem dvelur í höfuðstöðvum Al- þjóðlegu öryggissveitanna, ISAF. Til þess þarf bílalest. Minnst tvo brynvarða bíla og eina fimm breska sérsveitarmenn. Klæddur í níðþungt járnvesti og með hjálm á höfði. Bretarnir með vélbyss- ur. Bílferðin hefst á undirbún- ingsrapporti þar sem farið er yfir hvernig bregðast skuli við fyrir- sát og hvað „sá eini sem eftir lifir“ eigi að gera, fari illa. Keyrum gegnum bæinn og bíl- stjórinn virðist forðast allt sem nálgast bílinn, jafnvel lítil börn. Í hernaði leynast hætturnar víða. Á leiðinni til baka eru sérsveitar- mennirnir okkar beðnir að vernda vörubíl sem flytur vistir á flug- völlinn. Höldum af stað. Herjeppi fremst og aftast og vörubíllinn fyrir miðju. Á hringtorgi hverf- ur fremri herjeppinn skyndilega. Talstöðin dettur út um leið. Breski sérsveitarmaðurinn Ice Baby frá Suður-Afríku státar af sex ára reynslu, en fríkar út. „I’ve lost Velkomin til... hérna, Kabúl Blaðamaður Fréttablaðsins, Klem- ens Ólafur Þrastarson, heimsótti Íslensku friðargæsluna í Kabúl í Afganistan á dögunum. Margt bar fyrir augu og birtast hér brot úr dag- bókum hans.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.