Fréttablaðið - 01.04.2007, Page 70

Fréttablaðið - 01.04.2007, Page 70
Þriggja gljúfra stíflan sem verið er að reisa austur í Kína er verkfræðiundur á skala sem fæstir geta ímyndað sér. Uppistöðu- lónið sem verður til við framkvæmdirnar þar mun drekkja heimilum yfir milljón manna auk fjölda sögufrægra minja. Áhrifa- svæði stíflunnar er sögu- svið tveggja kvikmynda sem Fjalakötturinn sýnir í kvöld kl. 20 og 22. Stíflan í lengsta fljóti Asíu, Yangtze-ánni, á að vera tilbúin árið 2009 og verður þá stærsta raforkuframleiðslusvæði í heim- inum en um 650 kílómetra langt stöðuvatn mun myndast við þess- ar aðgerir. Systurmyndirnar „Kyrrmynd“ og „Dong“ eftir kín- verska leikstjórann Zhang Ke-Jia eru áhrifamikið og óvenjulegt inn- leg í umræðuna um stóriðjufram- kvæmdir og því fengur að sýningu þeirra hér á landi. „Kyrrmynd“ gerist í þorpinu Fengjie, sem hefur nú þegar orðið fyrir miklum áhrifum af fram- kvæmdunum, og bregður ljósi á breytta lífshætti með því að skoða ástarsamband í þorpinu. Myndin vann óvænt til aðalverðlaunanna á kvikmyndahátíðinni í Feneyj- um í fyrra. Hin myndin er heim- ildarmynd um listmálara sem hefur helgað ævistarf sitt svæð- inu sem fer undir vatn. Þó að hvor- ug myndanna fjalli beinlínis um stífluna bregða þær ljósi á breytta lífshætti á svæðinu, sú fyrrnefnda með því að skoða ástarsamband í bæ sem er að breytast. Þær byggja ekki á hefðbundnum sögu- þræði heldur beinast frekar að því að ná fram stemningunni og til- finningunni sem fylgir söguefn- inu og umhverfi þess. Athygli er vakin á því að breyt- ing hefur orðið á áður auglýstri dagskrá Fjalakattarins, sem sýnir aðeins þessar tvær myndir í kvöld. Þannig flyst dagskrá Kviksögu um frásagnarmenningu og nútíma- borgir fram á þriðjudag sem og sýning á erótísku kvikmyndinni „Rauðhærða konan“ eftir Tatsumi Kumashiro. Annað kvöld verða tvær aðrar myndir Kumashiro til sýninga auk franskrar heimildarmyndar eftir leikstjórann Jacques Debs. Vegamynd Debs fjallar um ferðalag um átakasvæði á leiðinni frá Sarajevo til Jerúsalem og ber yfirskriftina „Múslimar í Evrópu - kristnir í Mið-Austurlöndum“. Leikstjórinn verður viðstadd- ur sýningu myndarinnar kl. 21 á mánudagskvöldið. Tónlist skiptir leikstjórann miklu máli og lætur hann oft semja hana sérstaklega. Í þessari mynd má hlýða á afrakst- ur samstarfs Sverrir Guðjóns- sonar og líbanska tónskáldsins Ritu Ghosn sem samdi tónverkið „Liturgy“ fyrir myndina. Sverrir syngur á arameísku í verkinu. Hið smæsta í hinu stærsta Kl. 14.00 Í Listasafni Íslands stendur yfir yfir- litssýning á verkum Jóns Engilberts og Jóhanns Briem. Valgerður Bergs- dóttir verður með leiðsögn um sýn- inguna í dag. Aðgangur að safninu er ókeypis. æðisLEG fermingargjöf Miði á söngleikinn LEG eftir Hugleik Dagsson, geisladiskur úr sýningunni og bolur á aðeins kr. 5.000! Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. Leikhúskjallarinn opinn fyrir og eftir sýningar föstudaga og laugardaga. Upplýsingar í miðasölusíma. HJÓNABANDSGLÆPIR eftir Erich-Emmanuel Schmitt. Frumsýning mið. 18/4 uppselt, fim. 19/4 uppselt, fös. 20/4 uppselt, lau. 21/4 uppselt, fim. 26/4 uppselt, fös. 27/4 uppselt, lau. 28/4 uppselt, sun. 29/4 uppselt, fim. 3/5 örfá sæti laus, fös. 4/5 örfá sæti laus, lau. 5/5 örfá sæti laus, sun. 6/5 örfá sæti laus. Kassinn MJALLHVÍT Brúðusýning Helgu Arnalds. Lau. 14/4 kl. 15:00, sun. 15/4 kl. 15:00, fim. 19/4 kl. 15:00, lau. 21/4 kl. 15:00, sun. 22/4 kl. 15:00. GERSEMAR GÆRDAGSINS Gestasýning frá Turak leikhópnum í Frakklandi. Mán. 16/4 kl. 20:00. Kúlan Hálsfesti Helenu eftir Carole Fréchette. Frumsýning lau. 14/4 uppselt, sun. 15/4 örfá sæti laus, fös. 21/4. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Í dag sun. 1/4 kl. 14:00 örfá sæti laus, aukasýning kl. 17:00 örfá sæti laus, sun. 15/4 kl. 14:00 örfá sæti laus, aukasýning kl. 17:00 nokkur sæti laus, sun. 22/4 kl. 14:00 örfá sæti laus, aukasýning kl. 17:00, sun. 29/4 kl. 14:00. Sýningum lýkur í apríl! LEG - söngleikur eftir Hugleik Dagsson. Tónlist hljómsveitin Flís. Fim. 12/4 örfá sæti laus, fös. 13/4 örfá sæti laus, lau. 14/4, fim. 19/4, fös. 20/4 örfá sæti laus, lau. 21/4 nokkur sæti laus, fim. 26/4, fös. 27/4 örfá sæti laus. Ath. nemendaafsláttinn og hópafsláttinn. Námufélagar fá 35% afslátt ef greitt er með Námukorti. CYMBELINE eftir Shakespeare - gestaleikur í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Þri. 15/5, mið. 16/5, fim. 17/5 örfá sæti laus, fös. 18/5. Stóra sviðið kl. 20:00 Smíðaverkstæðið kl. 20:00 LEG „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason Strandgata 50, Hafnarfirði. Miðasala í síma 555 2222 og á www.midi.is Frumsýning 16.mars föstudagur kl. 20:00 22.mars fimmtud. 2.sýn kl. 20:00 23.mars föstud. 3.sýn kl. 20:00 24.mars laugard. 4.sýn kl. 20:00

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.