Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2007, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 01.04.2007, Qupperneq 82
Tónlistarkonan Hera Hjartardótt- ir er nýkomin heim til Nýja-Sjá- lands eftir hafa verið í viðræðum við þrjú bandarísk plötufyrirtæki. Hera hélt þrenna tónleika á hátíð- inni South by Southwest í Texas á dögunum og hafði upp úr krafsinu mikinn áhuga útgefenda. Strax eftir hátíðina flaug Hera til Los Angeles til að fylgja áhug- anum eftir og dvaldi þar í tvo daga. „Ég fór á nokkra fundi en það er allt ennþá í skoðun. Það eru þrjú fyrirtæki sem ég talaði við í heildina en ég get eiginlega ekki sagt neitt meira,“ segir Hera, sem skemmti sér vel í Bandaríkjunum. „Þetta var ofboðslega skemmti- leg ferð. Ég hélt ferna tónleika í Ameríku, eina í Stillwater í Okla- homa og þrenna í Texas,“ segir Hera. „Ég hélt tónleika á sviði rétt hjá Austin í Texas sem voru send- ir út beint á netinu. Þeir höfðu samband þegar ég var á leiðinni til Texas, maður sem heitir Hank Sinatra. Hann er búinn að halda tónleika rétt fyrir utan bæinn í 25 ár og það var ofboðslega skemmti- legt hjá honum.“ Auk áhuga Bandaríkjamann- anna fór Hera í viðtal hjá útvarps- stöðinni BBC World Series, sem sendir út um allan heim, þar á meðal til Afríku. „Það kom margt skemmtilegt út úr þessari ferð og það er alls konar fólk búið að hafa samband,“ segir Hera. Ætlar hún að dvelja í Nýja-Sjálandi á næst- unni og stefnir m.a. á að taka upp myndband þar í landi. Býst hún ekki við að koma aftur til Íslands fyrr en sumarið 2008. Bandaríkjamenn sýna Heru áhuga Leiðinlegast þegar Man. Utd tapar „Þetta er nú ekkert í líkingu við lífið í Police Academy enda bjuggu þau öll á heimavist,“ segir Óli Ás- geir Hermannsson, nemi í Lög- regluskóla ríkisins. Fréttablaðið komst á snoðir um heimasíðu svo- kallaðs nemendafélags skólans þar sem sjá mátti myndir úr starfi skólans og þótt Óli Ásgeir vilji síður en svo kalla þetta „formlegt“ nemendafélag er ljóst að nemend- ur skólans halda hópinn fyrir utan strangt og stíft nám. „Meðan við erum í skólanum þá er mikið líf, við förum saman í kvöldmat og hittumst fyrir utan skólann þegar svo ber við,“ segir Óli. „Og þetta er í það minnsta lög- hlýðnasta nemendafélag lands- ins,“ bætir Óli Ásgeir við og hlær. Alls eru 48 nemendur við nám í Lögregluskóla ríkisins og Óli segir nemendurna koma af öllu landinu. Athygli vakti á heimasíðunni þegar kennsla í mace-úðum fór fram og mátti sjá myndir af verð- andi lögregluþjónum fá úðann í augun. Óli telur þetta vera eitt sársaukafyllsta námskeið sem völ er á um þessar mundir. „Nemend- unum er skipt upp í nokkra hópa og svo gengur kennarinn á milli og sprautar úðanum í augun. Svo er okkur skipað að opna augun og þá upplifir maður alveg gríðar- legan sársauka enda hefur úðinn bæði áhrif á sjónina og öndunina,“ útskýrir Óli, sem telur þetta nám- skeið þó vera ákaflega mikilvægt fyrir lögreglumenn. „Þú verður að vita hvaða tæki og tól þú hefur í höndunum og prófið er til þess gert að menn séu ekki að nota úðann að óþörfu,“ útskýrir hann. Taka verð- ur hins vegar skýrt fram að farið er að öllu með gát og hver sá sem fær úðann í augun er með aðstoð- armann og þau eru umsvifalaust hreinsuð með vatni eftir stutta stund. Umræðan um virðingu almenn- ings fyrir lögreglunni og starfi hennar hefur ekki farið framhjá nemendunum skólans en Óli segir að flestir viti að hverju þeir gangi. Og löggumyndir frá Hollywood hafi lítil áhrif á ákvörðun manna um að ganga til liðs við laganna verði. „Nei, ef þetta væri eitthvað Mel Gibson-starf væri það bara bónus,“ segir hann og hlær. „Stærstur hluti nemendanna er fólk sem hefur verið í afleysingum hjá lögreglunni nokkur sumur. Lögreglustarfið er ekki bara einhver maður út á götu heldur miklu fjölbreyttara starf með mörgum deildum,“ segir Óli. „Mér fannst ánægjulegast þeg- ar formaður Morfís bað Jakob Möller um að taka ummæli sín sem hann lét falla í Héraðs- dómi til baka. Morfís er stórgóð keppni sem hefur orðið fyrir fordómum og það var gott að formaðurinn skyldi koma henni til varnar.“ 9. HVERVINNUR! SMSLEIKUR V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.