Fréttablaðið - 01.04.2007, Page 84
Ég hitti einu sinni konu frá El Salvador. Hún sagði mér að
landið væri sannkölluð matar-
kista en samt væri eymd og fá-
tækt landlæg þar, sem ætti að
vera algjör óþarfi. Vegna frí-
verslunarsamnings Ameríku-
ríkja væri hins vegar nánast
allur matur fluttur úr landinu til
Bandaríkjanna þar sem landeig-
endur fá betra verð fyrir hann. Í
Bandaríkjunum hefur þessi sami
samningur víst komið fjölda smá-
bænda á vonarvöl vegna þess að
þeir geta ekki keppt við ódýra,
innflutta matvöru. Ég efast ekki
um að þessi viðskipti hafi bætt
kjör margra í báðum löndunum.
Á hvorugum staðnum hafa þau
þó bætt kjör þeirra bágstödd-
ustu.
er ekki andvígur verslunar-
frelsi. Hins vegar ber að líta til
þess að um þessar mundir eiga
sér stað víðtækar þjóðfélags-
breytingar víða um heim í kjöl-
far breyttra viðskiptahátta. Því
miður stuðla þær ekki allar að
auknum jöfnuði og betri lífsskil-
yrðum fyrir þorra fólks. Reyndar
er þróunin sorglega víða einmitt
þveröfug. Af þessum sökum hafa
mannréttindasamtök í síaukn-
um mæli beint sjónum sínum að
víðtæku félagslegu og efnahags-
legu óréttlæti í ríkjum sem að
öðru leyti kenna sig við frelsi og
lýðræði, í stað þess að einskorða
sig við réttindi samviskufanga og
augljós og skipulögð mannrétt-
indabrot ýmissa vopnaðra hópa
og harðstjóra, sem þó er líka full
þörf á.
áherslur voru nýlega
gerðar tortryggilegar í grein í The
Economist sem fjallað var um í
Morgunblaðinu. Þar eru mannrétt-
indasamtök sögð á villigötum, þau
séu farin að skipta sér af stjórn-
skipan og verslun sem eigi ekki að
vera í verkahring þeirra. Þá átta
menn sig ekki á þeirri einföldu
staðreynd að stjórnkerfi sem neyð-
ir örbirgð upp á þegna sína brýtur
á þeim grundvallarmannréttindi,
sama hve mikið viðskiptafrelsi og
lýðræði ríkir þar að nafninu til. Fá-
tækt hneppir fólk í fjötra.
Mandela sagði: „Fá-
tækt er eins og þrælahald og
aðskilnaðarstefna að því leyti að
hún er ekki náttúrulögmál. Hún
er af manna völdum og það er í
mannlegu valdi að þurrka hana út.
Að eyða fátækt er ekki gustuka-
verk, heldur er það liður í að verja
grundvallarmannréttindi; réttinn
til mannlegrar reisnar og boðlegs
lífs.“
Fátækt er
ekki lögmál
Lyfja Lágmúla
Lyfja Smáratorgi
Opið 8-24
alladaga
- Lifið heil