Fréttablaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 8
 Íslenska lífeyriskerf- ið er meðal þátta sem önnur lönd geta sannarlega öfundað Ísland af. Þetta segir Johan Tiedemann, aðstoðarráðherra í sænska félags- málaráðuneytinu, ábyrgur fyrir norrænu samstarfi. Tiedemann var í heimsókn hér á landi í vikunni til skrafs og ráða- gerða við íslenska embættismenn sem einnig sinna norrænu sam- starfi, auk þess að kynna sér tvö sænsk-íslensk samstarfsverkefni sem nú eru í vinnslu; annars vegar Garðarshólma-verkefnið á Húsa- vík, sem hefur forseta Íslands og Svíakonungur sem verndara og kennt er við Garðar Svavarsson, sænska víkinginn sem var fyrstur norrænna manna til að hafa vetur- setu á Íslandi, og hins vegar ISLEX-netorðabókina, sem er nor- rænt samstarfsverkefni um smíði íslensk-sænskrar, íslensk-norskr- ar og íslensk-danskrar orðabókar. Í samtali við Fréttablaðið segir Tiedemann, að norrænt samstarf eigi verðugan sess í stjórnarstefnu borgaralegu samsteypustjórnar- innar, sem tók við völdum í Svíþjóð á liðnu hausti. „Heimurinn hlustar á Norðurlönd,“ segir hann. Úti um heim sé sú ímynd mjög sterk að Norðurlönd séu ein heild, og það eitt og sér sýni hve mikilvægt nor- rænt samstarf sé – jafnvel þótt það hafi að hluta til færst inn í Evrópu- sambandið þar sem þrjú af fimm Norðurlöndum eru í sambandinu. Eftir myndun borgaralegu rík- isstjórnarinnar í Finnlandi fyrr í vikunni er Noregur nú eina landið af þessum fimm, þar sem vinstri- stjórn er við stjórnvölinn. Spurður hvort hann telji þetta skipta máli fyrir samstarf landanna segir Tiedemann persónuleg samskipti mikilvægari en pólitískur litur ríkisstjórnanna; verkefni norræns samstarfs séu að mestu ekki flokkspólitísks eðlis heldur ein- vörðungu praktísk. Tiedemann segir aðspurður einnig að samstaðan í borgaralega flokkabandalaginu, sem stendur að sænsku stjórninni, sé mjög góð. Það ríki góður andi í stjórnarlið- inu og starfið sé allt mjög árang- ursmiðað. Nú þegar aðeins um hálft ár er síðan stjórnin tók við sé of snemmt að segja til um hvaða árangri hún nái í að hrinda stjórn- arstefnunni í framkvæmd, en það hafi þegar sýnt sig hversu mikil- vægt það var að flokkarnir fjórir í bandalaginu skyldu hafa verið búnir að koma sér saman um flest mál fyrir kosningar. Það auðveldi framkvæmd stjórnarstefnunnar, en hún miðar ekki síst að því að draga úr atvinnuleysi og gera sem flesta þegna landsins virka á vinnumark- aði. Skattalækkanir séu liður í að ná þessu fram. Þingið megi búast við miklu flóði stjórnarfrumvarpa á næstu misserum. Norrænt sam- starf er verð- ugt verkefni Sænski aðstoðarráðherrann Johan Tiedemann, ábyrg- ur fyrir norrænu samstarfi, segir það eiga verðugan sess í stjórnarstefnu ríkisstjórnar borgaraflokkanna. Of snemmt sé að meta árangur af starfi stjórnarinnar. Ljóst er að fuglar sem fengið hafa olíusmit í fjaðrir eftir strand Wilsons Muuga um áramót skipta hundruðum og að margir þeirra muni deyja. Þetta segir Gunnar Þór Hallgrímsson, líffræðingur á Náttúrustofu Reykjaness, sem fann olíublautan æðarfugl við komuna í Hvalsnes- fjöru í fyrradag. Fuglinn drapst síðar um daginn. Gunnar segir nauðsynlegt að vakta lífríki eftir skipsstrand til þess að hægt sé að fylgjast með hversu mikill skaði verður. „Skipið er farið og við vitum ekki hversu mikil olía fór úr því né hversu marg- ir fuglar fengu olíusmit í fjaðrir. Ef menn hefðu ætlað að reyna að finna út hversu miklum skaða þetta olli hefði þurft að vakta svæðið.“ Eigandi skipsins og fulltrúar frá Umhverfisstofu fullyrða að einung- is smurolía hafi lekið úr skipinu þegar verið var að draga það á brott á miðvikudag, og því sé bráðahætta ekki til staðar. „Ég veit ekki mikið um olíur, en ég veit að það fyrsta sem ég sá í fjörunni var olíublautur fugl sem síðan drapst. Það virðist einhvern veginn vera þannig að menn noti magn olíunnar sem mæli- kvarða á hversu mikill skaði getur orðið. Það sem skiptir ekki síður máli er fjöldi fugla. Þetta er eitt af bestu fuglasvæðum landsins yfir vetrartímann og það þarf ekkert mjög mikla olíu til að valda mjög miklum skaða,“ segir Gunnar, sem hugðist ganga fjöruna aftur í gær. Hefði þurft að vakta svæðið Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, segir fund sinn með Wolfgang Stiller, stjórnar- formanni Alcan, og Rann- veigu Rist, forstjóra Alcan á Íslandi, einungis hafa verið „reglubundinn og venjulegan“ en neitaði að gefa upp að öðru leyti um hvað var rætt. Fundurinn fór fram í iðnaðarráðuneytinu á mánudags- morgun. „Þetta var venjuleg- ur fundur líkt og við eigum reglulega með ýmsum fyrir- tækjum og samtökum,“ sagði Jón en hann vildi ekki greina frá því um hvað var rætt. Þá svaraði hann því til að fund- urinn væri ekki á nokkurn hátt í mótsögn við hans eigin orð, um að stjórnvöld hefðu ekki lengur formlega aðkomu að stóriðju. Jón neitar að gefa upp um hvað var rætt Stjórnvöld í Íran hafa ákveðið að náða tvo Svía, sem sátu í haldi fyrir meintar njósnir. Sænskur þingmaður, sem var í heimsókn í Teheran, staðfesti síðdegis á mánudag að mennirnir hefðu verið látnir lausir. Stefan Johansson og Jari Hjortmar, sem fóru til Írans til að kynna gólfflots-múrtækni, voru báðir dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir að ljósmynda hernaðarleg mannvirki í Suður- Íran, að því er íranski dómsmála- ráðherrann upplýsti í maí í fyrra. Síðan þá hafði verið unnið að miðlunarviðræðum til að fá mennina lausa. Meintum njósn- urum sleppt Við hvaða götur standa húsin sem brunnu í eldsvoðanum í Reykjavík á miðvikudag? Hvað hét byssumaðurinn sem myrti 32 nemendur við Virginia Tech-háskólann? Hver er slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.