Fréttablaðið - 20.04.2007, Side 18
greinar@frettabladid.is
Auðvitað eiga eldri borgarar að vera heldri borgarar. Við, sem
erum ekki komin á lífeyrisaldur,
eigum að umgangast þá af virð-
ingu og læra af þeim, jafnframt
því sem okkur er skylt að liðsinna
þeim úr þeirra röðum, sem hafa
ekki af óviðráðanlegum ástæð-
um getað búið sér sjálfir áhyggju-
laust ævikvöld. Við hin eldumst, ef
guð lofar. En þetta merkir ekki, að
allt sé satt, sem óprúttnir áróðurs-
menn segja í nafni eldri borgara.
Í febrúar 2007 birtist skýrsla frá
norrænu tölfræðinefndinni, Nos-
osco, Félagslegt öryggi á Norður-
löndum 2004 (Social tryghed í de
nordiske land). Þar kemur fram (í
töflu 7.8), að á Norðurlöndum eru
lífeyristekjur á mann á mánuði að
meðaltali hæstar á Íslandi. Þetta
er merkileg niðurstaða. Þótt ís-
lenskir lífeyrisþegar séu vissulega
ekki allir of sælir af meðaltekjum
sínum, eru þær hærri en í Svíþjóð,
Danmörku og Noregi. Þess ber
auðvitað að gæta, að þetta er með-
altal og sumir með talsvert lægri
tekjur en því nemur og aðrir um
leið með talsvert hærri.
Stefán Ólafsson prófessor, sem
helst málar hér skrattann á vegg-
inn (í von um, að hann komi?), unir
þessari niðurstöðu illa. Hann gerir
í Morgunblaðinu 20. mars harða
hríð að fjármálaráðuneytinu fyrir
að koma hinni norrænu skýrslu á
framfæri. Hann segir, að talan um
meðallífeyristekjur á Íslandi sé
rangt reiknuð og komi ekki held-
ur heim og saman við aðra tölu í
sömu skýrslu (töflu 3.25). Sú sé
um heildarútgjöld vegna ellílíf-
eyris á hvern ellilífeyrisþega, en
þau séu hér næstlægst á Norður-
löndum.
Stefán bendir á, að talan um
meðallífeyristekjur aldraðra er
fengin með því að leggja saman
lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóð-
um og frá Tryggingastofnun og
deila í með fjölda þeirra, sem
þiggja grunnlífeyri frá Trygginga-
stofnun, árið 2004 um 26 þúsund
manns. Fjöldi Íslendinga á lífeyr-
isaldri var þá hins vegar um 31
þúsund. En athugasemd Stefáns
er röng, vegna þess að þau fimm
þúsund manns, sem voru á lífeyr-
isaldri, en þáðu ekki grunnlífeyri
frá Tryggingastofnun, fengu hann
ekki, af því að þau höfðu svo háar
atvinnu- eða fjármagnstekjur.
(Lífeyristekjur úr lífeyrissjóðum
valda ekki skerðingu á grunnlíf-
eyri ólíkt atvinnu- og fjármagns-
tekjum.) Þetta fólk var að vinna.
Þótt það væri á lífeyrisaldri, var
það ekki lífeyrisþegar, hafði ekki
lífeyristekjur.
Ef lífeyristekjur aldraðra eru
samkvæmt hinni norrænu skýrslu
að meðaltali hæstar á Íslandi,
hvernig stendur þá á því, sem
Stefán fullyrðir, að á Norðurlönd-
um eru heildarútgjöld „vegna elli-
lífeyris á hvern ellilífeyrisþega“
samkvæmt sömu skýrslu næst-
lægst á Íslandi? Ástæðan er ein-
föld. Talan í skýrslunni er önnur
en Stefán segir. Hún er um heild-
arútgjöld vegna ellilífeyris á
hvern íbúa á lífeyrisaldri (67 ára
og eldri), ekki á hvern ellilífeyris-
þega. Þessi tala er auðvitað lægri
fyrir Ísland en önnur Norðurlönd,
af því að fleiri vinna hér og taka
ekki lífeyri. Á þetta er sérstaklega
bent í skýrslunni (bls. 158). Stef-
án er sekur um ómerkilega talna-
brellu.
Einnig kemur fram í nor-
rænu skýrslunni, að á Norður-
löndum er margvísleg þjónusta
við aldraða mest í krónum talin
hér á landi. Nýlega var síðan birt
önnur skýrsla á vegum Evrópu-
sambandsins, Poverty and Social
Exclusion (Fátækt og félagsleg út-
skúfun). Í Evrópu eru samkvæmt
henni fæstir eldri borgarar hlut-
fallslega við eða undir fátækt-
armörkum í Lúxemborg, 6%, en
næstfæstir á Íslandi, 9%. Í öllum
öðrum Evrópulöndum, þar á
meðal Svíþjóð, Danmörku og Nor-
egi, eru fleiri eldri borgarar hlut-
fallslega við og undir fátæktar-
mörkum.
Fjórða staðreyndin er líka at-
hyglisverð, en hana getur að líta
í nýlegri skýrslu Efnahags- og
framfarastofnunarinnar í París, O.
E.C.D., um lífeyrissjóði. Íslensk-
ir lífeyrissjóðir eru að verða hinir
öflugustu í heimi. Þeir eru að fyll-
ast, um leið og margir ríkisrekn-
ir lífeyrissjóðir Evrópu eru að
tæmast. Einhver hópur eldri borg-
ara á Íslandi hefur vissulega ekki
notið sem skyldi eflingar lífeyr-
issjóðanna, sérstaklega fólk tals-
vert yfir sjötugt. Um er að kenna
stjórnvöldum fyrir 1991, sem tor-
velduðu lífeyrissjóðum þá að vaxa
og eflast. Það breytir því ekki, að
vanda þessa fólks ber að leysa.
Eldri borgarar eiga allir að vera
heldri borgarar.
MARKAÐURINN
Hafliði Helgason
í hádegisfréttum
Stöðvar 2 kl. 12:
alla virka daga
Heldri borgarar
Það sem var markvert við ræður formanna Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar á landsfundum flokk-
anna var ekki það sem var sagt held-
ur það sem var ósagt. Hvers konar
stjórnmálaleiðtogar eru það sem
hlaupa yfir helsta ágreinings- og
óréttlætismál síðari tíma, þ.e. kvóta-
kerfið í sjávarútvegi? Eru það miklir
stjórnmálaleiðtogar?
Í ræðu „jafnaðarmannaleiðtogans“
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur kom nákvæmlega
ekkert fram um mesta óréttlætismál Íslandssög-
unnar, kvótakerfið sem hefur farið ránshendi um
sjávarbyggðirnar. Ekkert einasta orð. Og fiskveið-
ar eru, vel að merkja, aðalútflutningsgrein lands-
manna, meira en helmingur af vöruútflutningi
kemur úr þessari atvinnugrein. Það er alls ekki
trúverðugt hjá jafnaðarmanni að hlaupa yfir þetta
óréttlæti.
Það er greinilegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
hefur ekki borið sitt barr síðan hún lagði leið sína
inn á fund LÍÚ haustið 2005 til að friðmælast við
þau samtök sem vilja með kjafti og klóm vernda
glórulaust kerfi í sjávarútvegi.
Geir Haarde hefur líklegast strokað út
sinn öfugmælakafla um ábyrga stefnu í nýt-
ingu fiskveiðiauðlindarinnar en hann hefur
verið drjúgur við að fara með öfugmæli
um einhvern árangur kerfis sem hefur þre-
faldað skuldir sjávarútvegsins á áratug á
meðan tekjur hafa staðið í stað.
Það sem hefur að öllum líkindum orðið til
þess að hann stökk yfir þennan öfugmæla-
kafla er að nýjar niðurstöður Hafró sýna
að svokölluð uppbygging á þorskstofnin-
um hefur algerlega brugðist. Nýjar niður-
stöður úr vorralli Hafró gefa til kynna að
íslenska þjóðarbúið verði af tugmilljarða-
tekjum vegna minnkandi þorsk- og ýsuveiði
ef farið verður að ráðum Hafró eins og Sjálfstæð-
isflokkur hefur gert gagnrýnislaust um áratuga-
skeið.
Það er auðséð að hvorki Samfylking né Sjálf-
stæðisflokkur treysta sér til að taka á málum og
ætla að eftirláta öðrum að taka af skarið. Frjáls-
lyndi flokkurinn kveinkar sér ekki undan ábyrgð
frekar en óvinsælum ákvörðunum ef þær eru rétt-
ar og mun glaður taka til hendi í þessum mála-
flokki.Við erum þegar byrjuð að bretta upp erm-
arnar og hlökkum til að láta verkin tala ef við fáum
til þess umboð. Vindum ofan af kvótakerfinu og
færum byggðunum aftur atvinnuréttinn.
Höfundur er alþingismaður.
Það sem formennirnir létu ósagt
Einhver hópur eldri borgara
á Íslandi hefur vissulega ekki
notið sem skyldi eflingar líf-
eyrissjóðanna, sérstaklega fólk
talsvert yfir sjötugt. Um er að
kenna stjórnvöldum fyrir 1991,
sem torvelduðu lífeyrissjóðum
þá að vaxa og eflast.
E
flaust kemur það mörgum á óvart en ýmislegt bendir
til þess að unglingar okkar tíma séu almennt betri og
heilbrigðari en foreldrar þeirra voru á sama aldri, og
að það sé afleiðing þess að foreldrar nútímans eru betri
mömmur og pabbar en foreldrar þeirra voru.
Þessar vísbendingar er að finna í könnun sem rannsóknamið-
stöðin Rannsóknir og greining gerði í samstarfi við sveitarfélög-
in í landinu, undir stjórn dr. Ingu Dóru Sigfúsdóttur, deildarfor-
seta kennslufræða- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík.
Í Fréttablaðinu um síðustu helgi var viðtal við Ingu Dóru þar
sem kom fram að vímuefnaneysla krakka í tíunda bekk grunn-
skólans hefur aldrei mælst minni frá því rannsóknir hófust. Að
sögn Ingu Dóru er þessi jákvæða þróun fyrst og fremst afleiðing
þess að foreldrar eyða meiri tíma með börnum sínum en áður.
Því fleiri sem samverustundirnar eru þeim mun minni líkur eru
á að börnin neyti vímuefna, hvort sem það er áfengi, tóbak eða
einhver ólögleg efni.
Annað sem kann að koma á óvart er að þrátt fyrir tíðar fréttir
af ofbeldisglæpum þá hefur afbrotum af því tagi fækkað undan-
farin ár samkvæmt tölfræði lögreglu og afbrotafræðinga.
Nú er spurningin af hverju svo jákvæðar hliðar á okkar sam-
félagi þurfa að koma á óvart?
Við fjölmiðlafólk berum þar töluverða sök. Fyrst og fremst
vegna þess að fréttir af glæpum eru fleiri og ágengari en tíðkað-
ist fyrir ekki svo löngu.
Auðvitað verða fjölmiðlar að gæta sín á að slagsíða neikvæðra
frétta verði ekki yfirþyrmandi en á sama tíma er rétt að hafa í
huga að það er eðli fréttaflutnings að segja frekar frá því sem
er á skjön við hversdagsleikann en hinu venjulega. Hundar sem
gelta vekja miklu meiri athygli en hinir sem þegja sagði vís
maður einhvern tíma í því samhengi.
Á sama hátt og of fáar fréttir eru fluttar af minnkandi vímu-
efnaneyslu íslenskra unglinga og fækkun glæpa, eru á heims-
vísu sagðar of fáar fréttir af því hversu miklu betri staður jörð-
in er að verða með hverju árinu.
Þótt erfitt sé að trúa því eftir hinn daglega skammt frétta af
hræðilegum morðum á konum, börnum og körlum í Bagdad,
Darfur, Virginíu, eða annars staðar, þá hefur mannkynið í heild
aldrei haft það betra en nú.
Árið 1900 voru meðal lífslíkur á heimsvísu aðeins 31 ár en
hafa meira en tvöfaldast og eru nú 67 ár. Á tímabilinu 1970 til
2001 fækkaði þeim sem lifa við stöðuga hungursneyð í vanþró-
uðum ríkjum heimsins úr 37 prósentum niður í 17 prósent. Og
frá 1950 hafa meðaltekjur hvers íbúa heimsins þrefaldast. Fleiri
kunna að lesa og fleiri búa við almennt frelsi til orðs og æðis en
nokkru sinni áður.
Þótt enn búi alltof margir við skelfilegar aðstæður þá eru
þetta nokkur dæmi um að mannkynið er á réttri leið. Og það
getur verið örlítil huggun í því þegar heimsfréttirnar verða of
yfirþyrmandi, eins og gerist allt of oft.
Heimurinn
batnandi fer