Fréttablaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 38
BLS. 6 | sirkus | 20. APRÍL 2007
Ágústa Eva Erlendsdóttir er
hæfileikarík ung kona. Þótt
hún sé aðeins 24 ára gömul
hefur hún uppskorið meiri
athygli en margir listamenn
gera á heilli starfsævi.
Meistaraverkið er karakterinn
Silvía Nótt sem gengið hefur
látlaust í þrjú ár. Sirkus ræddi
við Ágústu Evu um þennan
karakter og ýmislegt fleira.
Á meðan Silvía Nótt er hrokafull,
ögrandi og full af sjálfsdýrkun er
óhætt að segja að Ágústa Eva
Erlendsdóttir búi ekki yfir neinum af
þeim einkennum sem einkenna
þennan landsfræga karakter hennar.
Hún er jú afar sjarmerandi ung
stúlka en kemur manni fyrir sjónir
sem dulítið feimin og tekur sjálfa sig
ekki of hátíðlega þar sem hún situr
hálfskökk með lappirnar dinglandi
út fyrir bríkina í einum af leðurstól-
unum í koníaksstofunni á Hótel
Holti. Hún er klædd í hvíta ullar-
peysu, gallabuxur og kuldaskó,
óreimaða.
Rétti tíminn til að stíga fram
Eftir þriggja ára rússibanareið í
gervi Silvíu Nætur ákvað Ágústa Eva
nú fyrir skömmu að stíga út úr
búningnum og farðanum og ræða
um þennan merkilega karakter sem
hefur skekið þjóðarsálina oftar en
einu sinni og stjórnað lífi hennar frá
haustinu 2003.
„Þetta er rétti tíminn. Við
yfirkeyrðum allt í kringum Euro-
vision í fyrra og lögðumst svo í dvala.
Nú er diskur kominn út með Silviu
Night og hin íslenska Silvía er komin
í frí. Það var kominn tími til að opna
hana upp á gátt hérna heima og
skýra hugmyndina á bak við þennan
gjörning fyrir Íslendingum,“ segir
Ágústa Eva.
Hvernig byrjaði ævintýrið um
Silvíu Nótt?
„Hugmyndin að karakternum varð
eiginlega til um leið og við fram-
kvæmdum hana. Það var engin
margra mánaða hugmyndavinna í
gangi. Ég og Gaukur [Úlfarsson]
höfðum verið að vinna mikið saman,
sérstaklega í tónlist. Hann var búinn
að vinna lengi við kvikmyndagerð og
sjónvarp og okkur langaði til að búa
til sjónvarpsefni. Það vatt síðan
heldur betur upp á sig,“ segir Ágústa
Eva um upphaf Silvíu Nætur.
En var ekkert erfitt að koma
hugmyndinni á framfæri?
„Silvía Nótt átti upphaflega að vera
innskot í stærri þætti en gaurarnir á
Skjá einum urðu ástfangir af henni
og vildu gera heilan þátt og þáttaröð
með henni. Það varð síðan byrjun á
þessu ævintýri,“ segir Ágústa Eva.
Frjótt og hugmyndaríkt barn
Hún er sjálf alin upp í sveit, nánar
tiltekið í Hveragerði, og segist alltaf
hafa verið mjög frjó, hugmyndarík og
orkurík. „Ég var bundin úti í garði
eins og Ingjaldsfíflið þegar ég var lítil
vegna þess að ég hljóp alltaf út um
allt,“ segir Ágústa Eva og hlær.
Hún var á stöðugum þeytingi sem
barn. Fyrstu ellefu árin bjó hún í
Hveragerði, síðan lá leiðin til Noregs í
eitt ár og þaðan á Hvolsvöll í tvö ár.
Eftir það bjó hún í Hafnarfirði í tvö ár
og flutti síðan í Hlíðahverfið. Ágústa
segist hafa þurft að prófa margt
þegar hún var unglingur og bjó til að
mynda ein í Edinborg og London. „Ég
vann á Aktu/Taktu, í bakaríi og á
pizzastöðum. Ég fór í MK, Iðnskól-
ann og Söngskólann en kláraði ekki
neitt. Ég hef aldrei þurft á neinum
gráðum að halda. Fyrir mér snerist
námið eingöngu um að finna út hvað
ég gat nýtt mér, safnað í sarpinn fyrir
framtíðina. Þegar ég var búin að því
þá hætti ég. Ég geri bara það sem mér
finnst skemmtilegt,“ segir Ágústa Eva
með glampa í augunum.
Fullkomið þegar fólkið púaði
Hápunktur þessa þriggja ára
ævintýris var án efa þátttaka Silvíu
Nætur í Eurovision í fyrra. Ágústa
Eva segir hópinn á bak við Silvíu Nótt
ekki hafa órað fyrir viðbrögðunum í
kjölfar Eurovision hérna heima.
„Þessi viðbrögð sem við fengum í
Eurovision var framar öllum vonum
og okkur brá svolítið. Allt í einu var
bara kominn herskari af stelpum
með Silvíu-stjörnu og markaðurinn
pressaði geðveikislega á okkur að við
færum í Barbie-leikinn. Við fórum
ekki í þetta á þeim forsendum og það
hefði verið svo subbulegt ef við
hefðum tekið þátt í leiknum. Ef það
hefði allt einu birst Silvíu Nótt dúkka
eins og sumir hafa gert bara til að
selja plötur þá hefðum við fórnað
siðferðiskenndinni. Þess vegna mætti
Silvía Nótt ekki til að árita plötur fyrir
sex ára gömul börn á bensínstöð.
Okkur þótti það ekki við hæfi miðað
við þau gildi sem hún stendur fyrir.
Og Silvía færi auk þess aldrei á
bensínstöð. Hvaða skilaboð erum við
að senda til barnanna? Skiptir það
okkur mestu máli að vera frægur eða
þekkja einhvern frægan? Að vera
ógeðslega „tanned“ eða ógeðslega
sætur. Þetta kallar bara á vonbrigði.
Að halda það að ef maður fer í
Ungfrú Ísland muni sjálfstraustið
eflast þá er maður augljóslega á
villigötum. Silvía Nótt er klárlega
gagnrýni á fegurðar- og útlitsdýrkun-
ina sem er í gangi í þjóðfélaginu,“
segir Ágústa Eva.
Viðbrögðin voru ekki minni þegar í
sjálfa keppnina í Aþenu var komið.
„Öll sýningin í Aþenu snerist um að
plata fólk. Við vitum ekki hvað hefði
gerst ef við hefðum komist áfram.
Kannski hefðum við týnst með
hinum keppendunum. Við hefðum í
það minnsta aldrei unnið þessa
keppni og gerum það líklega aldrei.
Kjarninn er að Silvía Nótt er
andhetja. Hún er vondi kallinn. Og að
fá svona stóran hóp af fólki til að púa
á andhetjuna var alveg fullkomið,“
segir Ágústa Eva og hlær við
tilhugsunina um þúsund manns í
salnum í Aþenu sem allir púuðu
þegar Silvía Nótt flutti framlag
Íslands.
En það er varla gaman að láta púa
á sig?
„Jú, víst, þegar maður vill láta púa
á sig. Ef ég Ágústa hefði staðið þarna
og sungið ballöðu og allir hefði púað
á mig þá hefði ég verið eyðilögð. En
þetta viljum við og ég held að ég hafi
aldrei fengið jafn mikið adrenalín-
kikk eins og þegar ég stóð uppi á
sviðinu og allur salurinn púaði á mig.
Að finna þessa orku í salnum var
ótrúlegt. Við vorum búin að koma
öllum í uppnám með leikinni
persónu. Hápunktinum var náð.“
Farðaði sig sjálf á morgnana
Það vita það kannski fæstir en
Ágústa Eva sá sjálf um að farða sig og
fara í gervi Silvíu Nætur nánast upp á
hvern einasta dag. „Það var stundum
martröð að taka sig til á morgnana en
fullkomlega þess virði. Ég var yfirleitt
tvo til þrjá tíma að taka mig til og til
dæmis í kringum Eurovision þá voru
þetta ansi margir dagar í röð þar sem
morgnunum var eytt í að meika, bera
brúnkukrem á sig og laga hárið.“
En var Ágústa Eva aldrei nálægt því
að fá nóg af Silvíu Nótt þegar mest
gekk á?
„Ég er meira en Silvía Nótt“
LÍTIÐ FYRIR SVIÐSLJÓSIÐ Ágústa Eva fær aulahroll þegar hún er sjálf í viðtölum og finnst vandræðalegt að viðra eigin skoðanir. SIRKUSMYND/VALLI
FRAMHALD Á NÆSTU OPNU >>
TVEIR ÓLÍKIR KARAKTER Eins og sést á þessum tveimur myndum sem voru teknar
þegar Skjöldur Eyjfjörð undirbjó Ágústu Evu fyrir forsíðumyndatöku Sirkus skiptir
máli hvort Silvíu-hliðin eða Ágústu Evu hliðin snýr að ljósmyndaranum.
SIRKUSMYNDIR/VALLI
„ÞÓTT ÉG LEIKI SILVÍU
NÓTT ÞÁ ER ÉG EKKI
HÚN OG ÞAÐ ER EKKI
EINS OG ÉG HAFI VERIÐ
MEÐ VÍBRATORINN Á
LOFTI Á HVERJU KVÖLDI
ANDSETIN AÐ REYNA AÐ
KOMA MÉR ÚR KARAKT-
ER.“