Fréttablaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 75
Við erum að hlaða batteríin! Kæri viðskiptavinur! Föstudaginn og laugardaginn 20. til 21. apríl verður fámennt en góðmennt í flestum deildum B&L vegna árshátíðarferðar starfsfólks. Af þeim sökum getur afgreiðsla og önnur þjónusta við viðskiptavini tekið ívið lengri tíma en metnaður okkar stendur til. Við ætlum okkur hins vegar að koma aftur til vinnu fullhlaðin af orku, sem mun skila sér í enn betri þjónustu við þig. Með fyrirfram þökk, starfsfólk B&L Snurða hefur hlaup- ið á þráðinn hjá Skagamönnum með varnarmanninn sterka John McGreal hjá Burnley. Skagamenn voru að vonast til þess að ganga frá samningi við hann í gær en af því varð ekki. „Það er hik á honum og ekki nema svona 30 prósent líkur á að hann komi. Við erum að skoða þrjá til fjóra aðra kosti og hann þarf því að ákveða sig fljót- lega hvort hann vilji koma því að öðrum kosti leitum við annað,“ sagði Gísli Gíslason, formaður rekstrarfélags meistaraflokks ÍA, en hann gæti sent Guðjón Þórð- arson í leiðangur til Englands á næstu dögum. „Við erum að skoða að senda Guðjón út til þess að ræða við menn og það yrði þá strax eftir helgi,“ sagði Gísli. Óvissa með McGreal Janica Kostelic frá Króa- tíu hefur tilkynnt að hún neyð- ist til að ljúka ferli sínum vegna meiðsla þótt hún sé ekki nema 25 ára gömul. Kostelic hefur lengi átt í meiðslum á hné og gengið undir tíu aðgerðir vegna þeirra. „Ég vil ekki hætta að keppa á skíðum en neyðist til þess vegna meiðsla. Ég hef orðið fyrir svo mörgum meiðslum og upplif- að svo mikinn sársauka að ég vil ekki ganga í gegnum annað eins aftur,“ sagði Kostelic. Hún keppti ekkert í vetur og æfði óreglulega. Hún hefur á ferli sínum unnið til níu gullverðlauna á heimsmeistaramótum og Ól- ympíuleikum. Hún hefur þrívegis unnið heimsbikarinn í alpagrein- um og samtals níu heimsbikara í öllum fimm sérgreinunum. Kostelic er án efa ein besta skíðakona sem uppi hefur verið. Kostelic hættir vegna meiðsla Logi Gunnarsson mun næsta mánuðinn leika með spænska liðinu Gijon í spænsku B-deildinni í körfubolta. Hann hefur í vetur leikið með ToPo Helsinki en liðið er nú fallið úr leik í úrslitakeppninni finnsku og hann því laus allra mála. Fer til Spánar Handknattleiksdeild Hauka er skuldlaus eftir að aðal- stjórn félagsins yfirtók 55 millj- óna króna skuld deildarinnar. Þetta segir Þorgeir Haraldsson, formaður handknattsleiksdeildar Hauka. „Félagið endurfjármagn- aði sig og gerði allar deildir fé- lagsins skuldlausar í kjölfarið,“ sagði Þorgeir. „Félagið á eign- ir langt umfram skuldir eins og má sjá í opinberum gögnum eins og eignaskiptasamningi um Ás- velli.“ Unnið hefur verið í fjármálum Hauka í allan vetur en um tíma í vetur blés ekki byrlega fyrir deild- inni er hún var stórskuldug og lið Hauka á leið í 1. deildina. Nú horfir til betri vegar, liðið bjargaði sér frá falli og deildin fær að hefja rekst- ur sinn á núlli á nýjan leik. Þorgeir segir að Hafnarfjarð- arbær hafi að engu leyti komið að endurfjármögnuninni. „Það er ekki búið að selja nein- ar eignir félagsins en það mál er í vinnslu. Íþróttabandalag Hafn- arfjarðar hefur mótað þá stefnu að íþróttafélög bæjarins eigi ekki að standa í svo miklum eign- arekstri. Samtals eiga Haukar eignir upp á 450 milljónir og því yfirtók aðalstjórn félagsins skuldir deildanna á meðan þetta ferli er í gangi.“ Sumar bygginganna á Ásvöllum, eins og íþróttahúsið, er að 80 pró- senta hluta í eigu Hafnarfjarðar- bæjar og 20 prósenta hluta í eigu félagsins. Haukar reka svo húsið samkvæmt rekstrarsamningi sem tíðkast víða. „Það er svo stefna bæjarins að eignast íþróttamannvirki bæjar- ins. Eignarhaldinu verði breytt úr 80/20 í 90/10 eða jafnvel að bær- inn eignist viðkomandi eignir að fullu.“ Þorgeir segir að þetta þýði nýtt líf fyrir handknattleiksdeild Hauka. „Eðlilega. Deildin hefur safnað skuldahala sem hefur stækkað nú í áratug. Það er sama ástand í handknattleiksdeild FH nema að þar er aðalstjórnin ekki búin að taka þessa sömu afstöðu gagnvart deildinni.“ Hann segir að unnið hafi verið í fjármálum deildarinnar í allan vetur og liggi mikil vinna að baki. „Þetta hefur vissulega verið mjög erfitt og hafa allir í félaginu, jafnvel leikmenn, orðið fyrir áhrifum vegna fjárhagsástandsins. Við sluppum naumlega við fall en nú horfir til betri vegar.“ Handknattleiksdeild Hauka hefur komist í fréttirnar í vetur vegna mikilla skulda sinna. Nú horfir til betri vegar þar sem aðalstjórn félagsins hefur yfirtekið allar skuldir hjá öllum deildum félagsins og greitt þær upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.