Fréttablaðið - 20.04.2007, Page 24

Fréttablaðið - 20.04.2007, Page 24
Íþessari viku fer fram aðalfund-ur Félags íslenskra skólafélags- ráðgjafa. Félagið er fagdeild innan Félagsráðgjafafélags Íslands og hefur það að markmiði að stuðla að kjörskilyrðum nemenda á hverj- um tíma. Þessu markmiði hyggst félagið ná með því að efla faglega umræðu skólafélagsráðgjafa og styrkja stöðu þeirra innan skóla- kerfisins. Nú þegar eru félagsráðgjafar starfandi í grunn- og framhaldskól- um landsins. Þeir vinna á heildræn- an hátt með nemendum, fjölskyld- um, kennurum, stofnunum sveit- arfélagsins og öðrum sem tengjast einstökum nemendum og skóla- starfinu. Menntun félagsráðgjafa er fólgin í að greina vanda, veita ráðgjöf og upplýsingar um félags- leg samskipti og erfiðleika, vinna með samskipta- og tilfinningaörðu- gleika og samræma þjónustu innan og utan skólans. Markmið skólafélagsráðgjafa er að bæta skólastarfið í heild, skóla- göngu nemenda og tilfinningalega og andlega velferð þeirra. Nánd skóla- félagsráðgjafa við nemendur grunn- skólans veitir möguleika á snemmt- ækri íhlutun gagnvart vandamál- um nemandans og fjölskyldu hans. Samskiptavandi foreldra og barns, hjónaskilnaðir, veikindi, einelti, kvíði og depurð eru m.a. áhrifavald- ar á líðan barna í skóla. Skólafélags- ráðgjafar eru lykilstarfsmenn skól- ans í barnaverndarmálum og vinna náið með félagsþjónustu sveitafé- laganna við úrlausn þeirra. Skólafé- lagsráðgjafinn er mikilvægur teng- ill milli heimilis og skóla í nánu sam- starfi við kennara barnsins. Í samfélagsumræðunni síðustu mánuði hefur meðal annars verið rætt um Vinaleiðina, úrræði sem boðið er upp á í nokkrum skólum til að sinna þörf barna og ungl- inga fyrir stuðn- ing og ráðgjöf í persónulegum málum. Í því sam- bandi viljum við vekja athygli á kunnáttu skólafé- lagsráðgjafans til að sinna þessum málaflokki. Einn- ig viljum við vekja athygli á löngum biðlistum í ýmis úrræði tengd börn- um og unglingum, t.d. hjá skólasál- fræðingum og á Barna- og ungl- ingageðdeild. Þetta sýnir fram á þá miklu þörf sem til staðar er í ís- lensku skólakerfi fyrir aukna þjón- ustu eins og þjónustu skólafélags- ráðgjafans. Á næstu vikum mun Félag ís- lenskra skólafélagsráðgjafa, í tengslum við Félagsráðgjafafélag Íslands, senda öllum skólastjórum í grunn- og framhaldsskólum lands- ins ásamt formönnum fræðslu- nefnda sveitarfélaganna bréf þar sem gerð er grein fyrir sérstöðu skólafélagsráðgjafa og þeirra störf- um. Ferðatröll, sem er ferða-félag Dalvíkurbyggð- ar, stendur fyrir málþingi á laugardaginn kemur. Til- gangurinn er að upplýsa um og kanna nánar mögu- leika ferðaþjónustu í Dal- víkurbyggð. Einnig að efla tengsl ferðaþjónustunnar við aðrar atvinnugreinar og skoða hver hag- ræn áhrif atvinnugreinarinnar eru fyrir svæðið. Þingið er haldið í sam- vinnu við Ferðamálasetur Íslands, Framfarafélag Dalvíkurbyggðar og atvinnumálanefnd. Á málþinginu verður kunnáttufólk með athyglisverða fyrirlestra svo sem um það hvernig maður byggir upp ferðaþjónustu í dreifbýli, um samlegðaráhrif og tengingar við annað atvinnulíf, um möguleika okkar vegna sérstöðu og menning- ar svæðisins, um fjallamennsku og heilsutengda ferðaþjónustu o.fl. Meðal þeirra sem flytja erindi eru Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deild- arstjóri ferðamáladeildarinnar á Hólum og Edward Huijbens, for- stöðumaður Ferðamálaseturs Ís- lands. Einnig er gert ráð fyrir því að unnið verði að hagnýtum við- fangsefnum í hópum svo sem því hvernig þau tækifæri sem við blasa verða sem best nýtt, hvaða ímynd við viljum að svæðið hafi og til hvernig ferðamanna við viljum helst ná. Alþingiskosningar nálgast og þær virðast ætla að verða mjög spennandi. Ákveðnir mála- flokkar hafa fengið meiri athygli en aðrir, og má þar nefna umhverf- ismál og efnahagsmál. Það eru að sjálfsögðu mikilvægir málaflokk- ar en það er skoðun Stúdentaráðs Háskóla Íslands að menntamál hafi ekki fengið nægilega mikla athygli í aðdraganda kosninganna, þrátt fyrir að vera einhver mik- ilvægasti málaflokkurinn. Stúd- entaráð hefur nú kynnt stefnuskrá sína og skorar á stjórnmálaflokk- ana sem bjóða fram til Al- þingis að taka stefnumál stúd- enta upp í sínar stefnuskrár og gera mennta- mál þannig að kosningamáli. Stefnuskráin er einföld og markmiðið er að gera Ísland að þekkingarþjóðfélagi í fremstu röð. Stúdentaráð vill þess vegna að stjórnmálaflokkarnir leggi aukna áherslu á menntamál því þekking og rannsóknir eru lykil- þættir í því að efla íslenskt sam- félag og gera það samkeppnis- hæft á alþjóðagrundvelli. Aukin menntun á að vera forgangsverk- efni hjá íslensku þjóðinni, því menntun er forsenda hagvaxt- ar og framfara og þar með betri lífskjara allra landsmanna. Stúd- entaráð leggur áherslu á jafnrétti til náms og hafnar skólagjöldum á öllum stigum í opinberum há- skólum því skólagjöld mismuna fólki og skerða jafnrétti til náms. Enginn vafi er á því að ef skóla- gjöld yrðu tekin upp myndu færri sækja sér háskólamenntun, sem aftur myndi lækka menntunarstig þjóðarinnar. Stúdentar myndu líka í mun minni mæli sækja í þær greinar sem ekki endilega gefa af sér háar tekjur að loknu námi og það gæti t.d. haft slæm- ar afleiðingar fyrir menningu okkar og þjóðararf. Lánasjóðsmál eru stúdentum einnig gríðarmik- ilvæg. Þau námslán sem stúdent- um bjóðast í dag eru bæði lægri en lágmarkslaun og atvinnuleys- isbætur og löngu er orðið ljóst að þau duga ekki fyrir framfærslu stúdenta. Námslánin verða að endurspegla raunverulega fram- færsluþörf stúdenta og til þess að þau geri það þurfa þau að hækka umtalsvert. Stúdentaráð fagnar því að einhverjir stjórmálaflokk- ar hafi komið fram með hugmynd- ir um að hluti námslána breytist í styrk að námi loknu og skorar á aðra flokka að berjast einnig fyrir því á Alþingi. Þetta eru einung- is nokkur af þeim stefnumálum sem Stúdentaráð leggur fram en meðal annarra má nefna að sam- keppnisstaða háskóla hérlendis verði leiðrétt, að jafnrétti kynj- anna á vinnumarkaði verði tryggt og að stúdentum verði gert kleift að leigja sér íbúð á viðráðanlegu verði. Stefnuskráin í heild verður birt á heimasíðunni loford.is og þar verða stefnumál stjórnmála- flokkanna sem bjóða fram til Al- þingis borin saman við stefnu stúdenta. Höfundur er formaður Stúdenta- ráðs Háskóla Íslands. Gerum menntamál að kosningamáli Það teljast engin nýmæli þegar fríkirkjupresturinn Hjörtur Magni birtist æstur á síðum blað- anna eða á skjánum heima í stofu hafandi yfir misfagra hluti um „stofnanakirkjuna“ og sjálfan sig. Þótt ég sé sammála Hirti í ýmsu og sjálfur ekki í Þjóðkirkjunni ofbýð- ur mér hvernig hann fer ítrekað með hrein ósannindi. Ég fór fyrst að veita eftirtekt þeirri undarlegu þráhyggju hans að ráðast á aðra kristna söfnuði þegar rógsherferð hans gegn Kaþ- ólsku kirkjunni stóð sem hæst. Tönnlaðist hann þá á því að páf- arnir hefðu allt fram á síðustu ár haldið því fram að jörðin væri flöt og refsað harðlega þeim sem vog- uðu sér að andmæla. Þessi fullyrð- ing var undarleg þar sem kirkjan hefur aldrei nokkurn tímann hald- ið öðru fram en að jörðin sé hnött- ótt. Það vissu Íslendingar á miðöld- um sem og kirkjunnar menn alla tíð, jafnt Ágústínus sem Tómas Aquinas. Þótt slíkar tröllasögur séu auðvitað engin nýmæli er með ólíkindum að menntaður prestur éti þær upp! Í nýlegu viðtali í Blaðinu segir Hjörtur Magni Íslendinga „aðhyll- ast dulúð og mystík sem hefur verið úthýst af hinni stóru stofnana- kirkju“. Þessi fullyrðing er jafnvel fáránlegri en sú um jarðkringluna. Hægt væri að fylla margar bækur einungis með nöfnum allra þeirra dulhyggjumanna, jafnt kaþólskra, orþódoxra og lútherskra, sem „stofnanakirkjan“ hefur alið. Eða var Teresa frá Avila kannski aldrei til – eða Meister Eckhart? Ekki er ætlunin að rekja allar rangfærslur Hjartar Magna hér heldur einungis að benda á að manninn virðist ekki vera hægt að taka alvarlega. Rangfærslur hans hafa verið fjölskrúðug- ar í tímans rás, allt niður í full- yrðingu hans um að fyrsta „grasrótar-trú- félag“ landsins hafi verið stofn- að árið 1899: Fríkirkjan í Reykjavík, „ev- angelískt lútherskt trúfélag í anda trúfrelsis og jafnræðis“. Þrátt fyrir þann rósrauða bjarma sem svífur yfir orðum prestsins mál- glaða var fyrsti fríkirkjusöfnuður landsins stofnaður í Reyðarfjarð- arhreppi nokkru fyrr eins og Guð- mundur Magnússon, fyrrverandi fræðslustjóri á Austurlandi, benti á í kjölfarið. En er Hjörtur Magni að ljúga? Það er auðvitað skammarlegt ef prestur er ekki betur að sér um slík atriði eftir fullt háskólanám í guðfræði! En þar sem hann hefur ekki einu sinni sögu síns eigin trú- félags á hreinu eins og sést hér að ofan, má auðvitað vel vera að þekk- ing hans á heimskirkjunni sé enn aumari. Fyrir skömmu kærðu átta Þjóð- kirkjuprestar Hjört Magna til siða- nefndar Prestafélagsins. Athygli vekur að hann segir í fyrrnefndu viðtali í Blaðinu: „[Þ]ar eru ýmis atriði tínd til, svo sem afstaða mín til samkynhneigðra.“ Lítið var þó um svör þegar innt var eftir út- skýringu. Sjálfum er mér ekki kunnugt um að prestum sé skylt að hafa einhverja ákveðna skoðun á samkynhneigðum og eftir því sem ég veit best kemur afstaða hans til þeirra kærunni ekki einu sinni við. Á meðal áttmenninganna er svo enn fremur að finna jafnt frjáls- lynda sem íhaldssama presta. Þessi staðhæfing Hjartar Magna verður því að teljast nokkuð grunsamleg þótt erfitt sé að fullyrða neitt um kæruna sem ekki hefur birst opin- berlega. En ef Hjörtur Magni fer rangt með, munu samkynhneigðir þá láta bjóða sér að hann notfæri sér réttindabaráttu þeirra til að bjarga eigin skinni og koma óorði á aðra? Með þessari grein vil ég fyrst og fremst skora á Hjört Magna að segja sannleikann og að fletta a.m.k. upp í almennum uppslátt- arritum áður en hann dúndrar enn einni fullyrðingunni í fjölmiðla. Í öðru lagi vil ég hvetja fólk til að líta alla umræðu gagnrýnum augum og láta ekki blekkjast af illa grund- uðum sleggjudómum. Prófið t.d. að nota netið, fletta upp „Christi- an mysticism“ á Wikipedia og sjá hvort „stofnanakirkjan“ hafi í raun „úthýst dulúðinni og mystíkinni“ eins og Hjörtur Magni segir. Að lokum hvet ég þá Þjóðkirkjupresta, sem kært hafa Hjört Magna, til að falla frá ákærunni. Það þarf engan dómstól til að dæma málflutning hans dauðan og ómerkan – einung- is gagnrýnt hugsandi einstakling. Hjörtur Magni segist berjast gegn bókstafstrú í nafni Lúthers, upphafsmanns nútíma bókstaf- strúar – mannsins sem setti Biblí- una á álíka stall og Kóraninn stend- ur á meðal múslima! Hann segist berjast gegn ríkiskirkjunni í nafni Lúthers, mannsins sem fyrstur kom kirkjunni undir ríkisvaldið hér á Vesturlöndum! Er virkilega hægt að taka mark á honum? Ég tek þó undir það með Hirti Magna að ríkiskirkja sé ekki ákjósanleg- ur kostur. Samt verðskuldar engin stofnun rógburð, sama hversu „djöfulleg“ hún er í augum frí- kirkjuprestsins. Höfundur er námsmaður og áhugamaður um trúarbrögð. Er Hjörtur Magni marktækur? Bætum skólastarfið í heild Fjöll, fólk og fiskar Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja í það ef Fréttablaðið kemur einhverntímann ekki. 550 5600 Ekkert blað? - mest lesið Það er mikilvægt að við skoðum sameiginlega hvaða möguleikar eru helstir í ferðaþjónustu í byggðar- laginu og gerum okkur þá jafnframt grein fyrir því hvernig breyttar aðstæð- ur snerta samfélagið. Ný Grímseyjarferja sem gefur nýja möguleika, er væntan- leg í ár og eftir tvö ár opna Héðinsfjarðargöngin. Þessir nýju samgöngumöguleikar eru tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila og önnur þjónustufyrirtæki í Dalvíkurbyggð og það er því sameiginlegt verkefni ferðaþjónustuaðila og atvinnumála- nefndar að skoða möguleikana sem í þessu felast og að gera eins mikið úr þeim fyrir Dalvíkurbyggð og unnt er. Málþingið er m.a. liður í þeirri viðleitni. Málþingið er öllum opið og þeir sem hafa áhuga á ferðaþjónustu eru hvattir til að mæta. Einkum er mikilvægt að þau sem starfa í ferðaþjónustu eða tengjast henni á einhvern hátt mæti og taki þátt í þessari vinnu. Og tengingarnar eru margvíslegar ef að er gáð. Fyrst og fremst er hér þó um að ræða at- vinnumöguleika og þar með aukna fjölbreytni í atvinnulífi svæðis- ins. Málþingið verður haldið laug- ardaginn 21. apríl nk. í sal Dalvík- urskóla (sjá nánari dagskrá á www. dalvik.is). Höfundur er upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.