Fréttablaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 64
Bandaríska hljómsveitin The Doors fagnar því um þessar mundir með viða- mikilli endurútgáfuröð að fjörutíu ár eru liðin frá út- gáfu fyrstu Doors-plötunn- ar. Trausti Júlíusson rifj- aði upp kynnin af þessari áhrifamiklu sveit og skoð- aði nýju útgáfurnar. Þó að upphafleg liðsskipan hljóm- sveitarinnar The Doors hafi bara gefið út sex plötur á fjögurra ára tímabili hefur hún lifað góðu lífi í þau tæpu 36 ár sem eru liðin frá því að Jim Morrison dó í baðkari í íbúð í París. Enn safnast mikill hópur aðdáenda saman í Père Lachaise- kirkjugarðinum í París 3. júlí ár hvert til þess að minnast dauða hans og enn hljóma lög sveitar- innar reglulega í útvarpi um allan heim. Verk The Doors hafa verið margendurútgefin en undanfar- ið hefur enn verið bætt í það safn með nýjum og sérstaklega vönduð- um útgáfum. The Doors var stofnuð í Los Ang- eles í júlí árið 1965 af söngvaran- um Jim Morrison og hljómborð- sleikaranum Ray Manzarek sem báðir voru við kvikmyndanám í UCLA-skólanum. Fljótlega bættust gítarleikarinn Robbie Krieger og trommuleikarinn John Densmore í hópinn og sú fjögurra manna út- gáfa af sveitinni sem átti eftir að hljóðrita öll hennar bestu verk var fullmótuð. Nafnið kom frá titli bókar Aldous Huxley um meskalín, The Doors of Perception, en fras- inn er upprunalega frá skáldinu William Blake. The Doors vakti strax athygli fyrir óvenjulega hljóðfæraskipan. Í sveitinni var enginn bassaleikari, en Ray spil- aði bassalínurnar á tónleikum með vinstri hendinni á Fender Rhodes bassahljómborð sem þá var ný- komið á markað. Hljómsveitin gerði samning við El- ektra-útgáfuna árið 1966 og fyrsta platan The Doors kom út árið á eftir. Hún þykir enn í dag ein af bestu frumsmíðum sögunnar. Á henni voru m.a. smáskífulagið Light My Fire sem sýndi hvers konar snillingur Ray Manzarek er á orgelið, Bertolt Brecht/Kurt Weill slagarinn Alabama Song og hið ellefu mínútna langa hádramat- íska The End. Það sannaðist strax á fyrstu plötunni hvað meðlimir The Doors voru hæfileikaríkir. Tónlist- in var sambland af blús, klassík, austurlenskri tónlist og poppi og líktist engu öðru. The Doors hélt áfram að sækja á nýjar slóðir tón- listarlega á Strange Days (1967), Waiting for the Sun (1968), The Soft Parade (1969), Morrison Hotel (1970) og L.A. Woman (1971). Allar sex Doors-plöturnar komu út í kassanum Perception seint á síð- asta ári, endurhljóðblandaðar af eftirlifandi meðlimum sveitarinnar og Bruce Botnick, sem hljóðbland- aði verkin á sínum tíma. Að sögn Manzarek lögðust þeir yfir upp- runalegu upptökurnar og notuðu m.a. píanó- og gítarkafla sem ekki höfðu verið notaðir og bakraddir sungnar af Jim í nýju mixin. Þess- ar nýju útgáfur hljóma sérstaklega vel. Nú eru plöturnar komnar út hver fyrir sig auk nýrrar safnplötu, The Very Best of the Doors, sem er fáanleg bæði einföld og tvöföld. Tvöföldu útgáfunni fylgir DVD- diskur með tónleikum frá 1968. The Doors hélt áfram eftir frá- fall Jim Morrison, en náði sér aldrei aftur á strik. The Doors er einstök sveit í rokksögunni og sönnun þess að stundum verður til eitthvað alveg sérstakt þegar ólíkir einstaklingar koma saman. Án Jim var The Doors ekki neitt, en samt er samspil gítarleiks Robby Krieg- er og hljómborðsleiks Ray Manz- arek það sem setur mestan svip á tónlist sveitarinnar. Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi Tjáðu þig! Bloggaðu með símanum! Hvar sem er og hvenær sem er! Viltu sýn’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg Eins og önnur tískufyrirbrigði koma tónlistarstefnur í bylgjum. Og þar sem til er heill haugur af fólki sem vinnur við að lýsa og skrifa um tón- list þarf að finna nafn á því sem talað er um. Hvernig á maður samt að lýsa nýrri tónlist sem er undir greinilegum áhrifum frá eldri stefn- um en hljómar samt nokkuð framúrstefnulega? Þegar rokkið var að stíga sín fyrstu skref var þetta ekkert mál. Fyrst kom rokk, síðan þjóð- laga-rokk, svo prog-rokk, loks pönk-rokk, þar á eftir post-rokk eða síð- rokk (post þýðir einfaldlega eitthvað sem kemur á eftir) og auðvit- að alternative-rokk (bein þýðing: frábrugðið rokk). Síðan voru stigin nokkuð rökrétt skref, post-pönk varð til og hin mikla snilld, nýbylgjan (new wave). Hjúkket, þarna gátu menn hætt að svitna yfir nýjum for- skeytum fyrir framan rokk. Á eftir new wave birtist no wave og í byrj- un þessa árþúsunds var neo-wave í hávegum höfð. En hversu langt geta menn gengið? Má fara að kalla bylgjur nu-post-pönk-rokk eða neu- no-wave? Kannski post-post-rokk? Nýjustu nafngiftirnar tengjast þó tónlistarafbrigðum sem voru að blómstra á síðasta áratug, nefnilega rave og shoegazing (ísl: skóg- lápsrokk). Byrjum á því fyrrnefnda. Neonlitir, harðir danstaktar og skynörvandi sjónbrellur eru aftur komin(n) fram á sjónarsviðið. Og hvað getur maður kallað þetta annað en new-rave? Ja, kannski nu- rave? Persónulega minnir það mig of mikið á nu-metalinn sem er enn að syngja sitt síðasta. Neu-rave (borið fram noj-reif) verður að teljast það langsvalasta enda á það ekki eingöngu við um rokkhlið ný-reifsins heldur er örlítið ýktara og evrópskara og passar því einnig við danstón- listarsenuna og fötin sem nú eru í gangi. Nýja shoegazing-bylgjan, sem virðist í örum vexti nú um stundir, fær svipaða meðferð og rave-ið. Menn hafa stungið upp á nöfnum á borð við new-gaze og nu-gaze og eru þessi orð að verða algengari og algengari í skrifum tónlistargúrúa. Sjálfur hef ég engin töfraorð uppi í erminni enda hjal mitt hér að ofan að einhverju leyti mikil einföldun. Ég held mig bara við klisjurnar enda virka þær, það verður að viðurkennast. New-gaze, dans-pönk, neu-rave og fleiri nafngiftir eru ekkert slæmar í sjálfu sér, heldur vel skiljanlegar og virka í einfaldleika sínum. Neu-þetta eða neu-hitt Hljómsveitir og tónlistarfólk sem dreymir um að spila á tónlistarhátíðinni Iceland Air- waves í haust geta byrjað að sækja um. Ýmislegt gott hefur rekið á fjörur íslenskra sveita í kjölfar Airwaves þannig að það er margt galnara hægt að gera en að senda inn umsókn. Jafnt ungar sem eldri sveit- ir eru hvattar til að sækja um því hátíðahaldarar vilja að tón- leikadagskráin endurspegli það ferskasta og besta sem er að gerast í íslenskri tónlist. Strax verður byrjað að fara yfir um- sóknir og svör gefin um leið og ákvarðanir hafa verið teknar. Umsóknareyðublað má vinna á vef hátíðarinnar www.icelandairwaves.com. Fresturinn til að skila inn umsóknum rennur út 15. júlí og ekki verður tekið við umsóknum eftir þann tíma. Allt í kjölfar Airwaves?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.