Fréttablaðið - 25.04.2007, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 25.04.2007, Qupperneq 1
Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ... Krónan ofmetin | Krónan er of- metin og viðskiptahalli verður viðvarandi næstu ár. Á sama tíma árar vel fyrir hlutabréfamarkað. Þetta er meðal ályktana greining- ardeildar Kaupþings sem kynntar voru í vikunni. Hættir saman | Tveir af stærstu sparisjóðum landsins, SPRON og BYR sparisjóður, hafa sagt skil- ið við hina sparisjóðina í sameig- inlegum markaðsmálum. Saman- lagt eru sparisjóðirnir tveir með um sextíu prósent umsvifa spari- sjóðanna. Kröftug útgáfa | Í síðustu viku voru krónubréf gefin út fyrir þrettán milljarða króna. Heild- arútgáfa krónubréfa í mánuðin- um nam eftir þær útgáfur átján milljörðum króna. Frá áramót- um nemur útgáfan 134 milljörð- um króna. Eiga helminginn | Íslendingar eiga orðið allt að helming alls hluta- fjár í sænsku ferðaskrifstofukeðj- unni Ticket Travel Group. Hlutur Íslendinga, sem hefur vaxið frá áramótum, er metinn á um 1,6 til 1,7 milljarða króna. VGI selt | Icelandic Group hf. hefur selt öll hlutabréf sín í fyr- irtækinu VGI ehf. Kaupandi er Samhentir-Kassagerð ehf., en bæði fyrirtækin starfa á umbúða- markaði. Samningurinn tók gildi 20. þessa mánaðar og tóku nýir eigendur þá við rekstrinum. Að sameinast | Verði viljayf- irlýsing stjórna nokkurra lífeyr- issjóða að veruleika fækkar líf- eyrissjóðum á landsvísu úr 40 í 36. Heildareignir sjóðanna fimm nema tíu milljörðum króna og eru þeir lokaðir fyrir nýjum iðgjöld- Samningatækni við HÍ Samningar eru alls staðar 14 Einkaframkvæmdir Opna marga valkosti 6 F R É T T I R V I K U N N A R 8-9 Neytendur eru bjartsýnir um þessar mundir. Þetta sýnir væntingavísitala Gallup sem birt var í gær. Stendur hún nú í 139,8 stigum. Er það þriðja hæsta gildi hennar frá upphafi. Aukinnar bjartsýni gætir í öllum undirflokkum vísitölunn- ar. Mest er bjartsýnin við mat á núverandi ástandi. Sú vísi- tala er 165,4 stig og hefur aldrei verið hærri. Frá því að hafið var að birta væntingavísitölu Gallup árið 2001 hefur sterk fylgni verið milli hennar og einkaneyslu. Í Morgunkorni Glitnis segir að á seinni hluta síðasta árs hafi rof orðið á þeirri fylgni. Vöxtur einkaneyslu hafi verið milli eitt og tvö prósent á meðan vænt- ingavísitalan reis úr tæplega hundrað stigum í sögulegt há- mark undangengna þrjá mán- uði. - hhs Bjartsýnin allsráðandi MBA-nám á Íslandi Alþjóðlegar áherslur af ólíkum toga Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Hlutabréf í Vinnslustöðinni hafa síðustu daga verið að skipta um hendur á genginu 6,0-7,0 krónur á hlut sem er langt yfir væntanlegu yfirtökutilboði frá hlut- hafahópi í Vinnslustöðinni sem ræður yfir meirihluta hlutafjár. Í síðustu viku greindi hópur undir forystu Haraldar Gíslasonar, Kristínar Gísladóttur og Sigur- geirs Brynjars Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra útgerðarfélagsins, frá því að hluthafar hefðu gert með sér samkomulag um stjórnun og rekstur félags- ins og myndu þar af leiðandi leggja fram yfirtökutil- boð í maí á genginu 4,6 krónur á hlut en þar við bæt- ist 30 prósenta arður. Það er sama gengi og var í síð- ustu viðskiptum í Kauphöll Íslands fyrir undirskrift samkomulagsins og því ekkert yfirverð um að ræða. Lokagengi Vinnslustöðvarinnar í gær var sjö krónur á hlut sem er 50 prósentum yfir til- boðsverði. „Viðskipti voru orðin afar fátíð og menn mátu það þannig að tilgangur- inn að hafa félagið á markaði væri ekki orðinn mikill,“ segir Sigurgeir Brynjar aðspurður um ástæður þess að ráðandi hlut- hafar hafa í hyggju taka félagið af markaði. Eignar- hald Vinnslustöðvarinnar, sem nefnt hefur verið „síð- asti móhíkaninn“ í Kauphöllinni, enda síðasta sjávar- útvegsfélagið á Aðallistanum, er þröngt. 65-67 prósent hlutafjár eru í höndum tiltölulega þröngs hóps heima- manna og rúm þrjátíu prósent eru í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona frá Rifi sem taldir eru áhugasamir um að styrkja stöðu sína í fé- laginu. Guðmundur er forstjóri Brims en Hjálmar er stjórnarmaður í Vinnslustöðinni. „Okkur finnst þetta gengi heldur lágt. Reksturinn gekk vel í fyrra og afla- heimildir hafa hækkað mikið,“ segir Guðmundur. Það sem skýrir hærra gengi gætu verið væntingar um að hærra yfirtökutilboð berist. Yfirtaka stærstu eigenda er, samkvæmt upplýsingum, svar við sím- hringingum Landsbankans til hluthafa þar sem verið var að falast eftir bréfum fyrir allt að átta krón- ur á hlutinn. Talið er líklegt að LÍ hafi boðið í bréfin fyrir þriðja aðila. Það er 74 prósentum hærra en yfir- tökutilboð ráðandi hluthafa. Miðað við tilboðið munar rúmum 5,1 milljarði á tilboði LÍ og yfirtökutilboðinu. „Það er svo hverjum í sjálfsvald sett hvort þeir taka því tilboði sem gert verður,“ bætir Sigurgeir Brynj- ar við en vill ekkert upp gefa hvort tilboðsverð komi til með að hækka. Mörgum finnst að markaðsvirði Vinnslustöðvarinn- ar hafi ekki endurspeglað raunverulegt virði félags- ins og það setið eftir í samanburði við ávöxtun annarra fyrirtækja í Kauphöll, þótt ekkert fyrirtæki hafi hækkað meira það sem af er þessu ári. Það er engum vafa und- irorpið að upplausnarvirði félags- ins, það er þau verðmæti sem fengjust með að leysa félagið upp, til dæmis með sölu á aflaheimildum, er vel yfir markaðsvirði. Hins vegar er það ljóst að ráð- andi hluthafar horfa ekki til upplausnarvirðis með áformum sínum, heldur til þeirra verðmæta sem reksturinn er að skapa. Greiningardeildir Kaupþings og Glitnis meta gengi Vinnslustöðvarinnar til næstu mánaða á 4,7-4,8 krónur hlutinn út frá greiningu sem grundvallast á því sjóðsstreymi sem áætlaður rekst- ur skapar til framtíðar. Ósammála um virði „síðasta móhíkanans“ Síðustu viðskipti í Vinnslustöðinni eru langt yfir væntanlegu yfirtökutilboði ráðandi hluthafa. Fimm milljörðum munar á tilboðum þeirra og Landsbankans. M I S M U N A N D I V I R Ð I V I N N S L U S T Ö Ð V A R I N N A R Gengi á hlut 4,6 6,5 8,0 Markaðsvirði 6.918 9.776 12.032 Markaðsvirði í milljónum Finnski fjárfestirinn Seppo Ju- hani Sairanen, sem var stærsti hluthafinn í FIM Group sem Glitnir eignaðist fyrr á árinu, var dæmdur í 26 mánaða fangelsi af undirrétti í Helsinki í septemb- er í fyrra. Sairen fékk hlutabréf í Glitni í skiptum fyrir 31 prósents eign- arhlut sinn í FIM. Hlutur hans í Glitni er metinn á fimm milljarða króna sem gerir hann að átjánda stærsta hluthafanum. Dóminn fékk hann fyrir gróft peningaþvættisbrot árið 1998, eins og Finnska fjármálaeftirlitið orðar það, en jafnframt var verð- bréfamiðlari hjá FIM dæmdur til fangelsisvistar. Var þeim gefið að sök að hafa leynt eignum fyrir gjaldþrota einstaklingi. Í tengsl- um við þetta mál var FIM dæmt til að greiða níu milljónir króna í sekt. Bæði Sairanen og FIM áfrýj- uðu dómnum og er þess vænst að endanlegur dómur falli snemma í haust. Eftir að dómurinn féll fór fjármálaeftirlitið fram á að Sa iranen yrði sviptur atkvæðisrétti í eitt ár á meðan mál hans biði af greiðslu. í FIM árið 1992 og hófst þá mik ill uppgangur félagsins. Starfs menn voru þá fimm en voru orðn ir 284 þegar Glitnir keypti félagið. Seppo hefur gegnt stöðu forstjóra FIM og setið í stjórn. Finnskur fjárfestir í Glitni bíður dóms G O T T F Ó LK M cC A N N Peningabréf ISK/EUR/USD/GBP eru fjárfestingarsjó›ir í skilningi laga nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Sjó›irnir eru reknir af Landsvaka hf., rekstrarfélagi me› starfsleyfi FME. Landsbankinn er vörslua›ili sjó›anna. Athygli fjárfesta er vakin á flví a› fjárfestingar- sjó›ir hafa r‡mri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en ver›bréfasjó›ir. Um frekari uppl‡singar um sjó›ina, m.a. hva› var›ar muninn á ver›bréfasjó›um og fjárfestingarsjó›um og fjárfestingar- heimildir sjó›anna, vísast til útbo›sl‡singar og útdráttar úr útbo›s- l‡singu sem nálgast má í afgrei›slum Landsbankans auk uppl‡singa á heimasí›u bankans, landsbanki.is. Örugg ávöxtun í fleirri mynt sem flér hentar EUR 4,3%* GBP 4,8%* ISK 13,7%* Markmið Peningabréfa er að ná hærri ávöxtun en millibankamarkaður og gjaldeyrisreikningar. Enginn munur er á kaup- og sölugengi. Peningabréf Landsbankans USD 5,9%* * Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 1. mars - 31. mars 2007. Davíð Vikarsson sálfræðingurfór í æsispennandi skíðaferðum Alpana. Davíð Vikarsson sálfræðingur skellti sér í sjö daga fjallaskíða-ferðalag um Alpana. Hann fór meðgömlum vinahópi ásamt frönsk-um leiðsögumanni, leið sem kallast Haute Route og nær frá Chamonix í Frakklandi til Zermatt í Sviss. Davíð segir ferðina ekki í líkingu við neitt sem hann hefur áður upp-lifað. „Þú getur rétt ímyndað þérhvernig er að vera í 3.000 og allt upp í 4.000 metra hæð, umkringd-ur allri þessari á ú Davíð segir að á köflum hafi veru-lega reynt á þolrif ferðalanganna. „Sums staðar þurfti að klífa upp brattar hlíðar og síga niður skörð tilað komast leiðar sinnar. Það er þvíbest að kunna fyrir sér á skíðum eigi að fara Haute Route. Þarna erlíka allra veðra von, enda um jök-ulsvæði að ræða, og þess eru dæmiað menn gefist upp á leiðinni. Sem betur fer samanstóð íslenski hópur-inn af reyndu fjallgöngu- og skíða-fólki og komust allir því klakklaustá leiðarenda.“ Davíð er ánægður með ferðina og vinnubrögð Mountain Guide, semskipulagði ferðina Þettakostl Verið velkomin Rýmingarsala10til50% afsláttur af öllumvörum í búðinni, nýjum og eldriÓtrúlegt úrval af fallegum gjafavörum KAUPMANNAHÖFN – LA VILLAHeimagisting á besta stað í bænum.Býður alla Íslendinga velkomna.Geymið auglýsinguna.www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 G O T T F Ó LK M cC A N N Ferðaðist inni í póstkorti Lágmörkun um- hverfisáhrifa hreinn ávinningur MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2007 CE merking byggingavara www.si.is/ce 0101010ATGC10101010ATGC 1010ATG 01010A 10ATG 01010101010ATGC1010 01010ATGC10ATGC0 0101010ATGC 010ATGC1010 ATGC01010A Framtíðin felst í hátækni- Sjá stefnu Samtaka iðnaðarins og áskorun til ríkisstjórnarinnar á www.si.is Hvetjum landsmenn að skipta aðeinsvið fagfólk með tilskilin réttindi ogþað er að finna á Meistarinn.is Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands næst í lok árs og fyrirséð að verðbólga haldist innan marka samkvæmt nýrri þjóðhagspá fjármálaráðuneytisins. Greiningardeild Landsbankans bendir á að miklu muni á spá ráðuneytisins og nýlegri spá Seðlabankans. „Í grófum dráttum má segja að fjármálaráðuneytið spái afar mjúklegri lendingu á næstu tveimur árum á meðan Seðlabankinn spáir töluvert harðri aðlögun á næsta og þarnæsta ári,“ segir bankinn og telur „óþægilega mikinn mun“ á spánum. Fjármálaráðuneytið spáir hagvexti innan við eitt prósent á þessu ári. Óþægilega miklu munar á spám „Ég ætlaði aldrei að selja hlut minn en ætli það megi ekki segja að ég hafi fengið tilboð sem ég gat ekki hafnað,“ segir Bjarni Ákason, framkvæmda- stjóri og stofnandi Humac, sem á og rekur 19 Apple-verslanir á Norðurlöndunum. Hann hefur selt þriðjungshlut sinn í fyrir- tækinu og herma heimildir Fréttablaðsins að kaupverðið sé um hálfur milljarður. Eignar- haldsfélagið Grafít, sem er í eigu Hannesar Smárasonar og Þor- móðs Jónssonar og á meðal ann- ars auglýsinga- stofuna Fíton, keypti hlutinn og seldi hann nær samstund- is áfram til Baugs Group. Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið að hann vissi ekki betur en að hann myndi halda áfram sem framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu enda væri hann með ráðningarsamning. „Ég er líka sá besti í Apple-bransanum í Skandinavíu,“ segir Bjarni og hlær. Vöxtur Humac hefur verið ævintýralegur frá því fyrirtækið var stofnað fyrir fjórum árum. Fyrsta árið var velta þess um 200 milljónir en áætlanir gera ráð fyrir því að velta þessa árs verði um níu milljarðar. „Það er mjög gott að fá metnað- arfullt fyrirtæki eins og Baug inn í Humac. Stefnan hlýtur að vera að vaxa enn frekar,“ segir Bjarni. Um 2.500 heilbrigð- ir fuglar, sem til stóð að farga í fuglabúinu að Miklaholtshelli, voru aflífaðir í fyrstu æfingu hér- lendis vegna hugsanlegs fugla- flensufaraldurs. „Það var komið að því að aflífa þessa fugla og við notuðum tæki- færið og gerðum úr æfingu. Aflíf- unin var gerð með viðurkenndu efni og tókst vel,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. Fjörutíu manns tóku þátt í æfingunni, sem var í umsjá Auðar Lilju Arnþórsdóttur sóttvarna- dýralæknis. Æfingin hófst með fundi hjá Landbúnaðarstofnun á Selfossi í gærmorgun. Síðan var ekið að eggjabúinu og fuglarnir aflífaðir með koldíoxíði. Hræin voru urðuð á urðunarstað við Kirkjuferjuhjáleigu, vestan við Selfoss. Að þessu loknu var farið yfir hvernig til hefði tekist. Þótti þörf á að æfa betur notkun á sótt- varnarbúnaði, en annað tókst prýðilega. Vinnueftirlitið, starfs- menn sóttvarnalæknis ásamt full- trúum frá tilraunastöðinni á Keld- um fóru yfir varnir og útbúnað. „Svona æfingar eru haldnar til að sjá hvernig þetta myndi takast í raunveruleikanum og finna út hvort það eru hnökrar á fram- kvæmdinni. Þessir aðilar eru sér- fróðir hver á sínu sviði og komu með ýmsar gagnlegar ábending- ar,“ segir Halldór. Æfingin var á vegum Landbún- aðarstofnunar. Einnig tóku þátt fulltrúar Umhverfisstofnunar, Vinnueftirlitsins og Heilbrigðis- eftirlits Suðurlands ásamt Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 2.500 fuglum fargað á fuglaflensuæfingu Viðbragðsæfing Landbúnaðarstofnunar vegna fuglaflensufaraldurs var haldin á Selfossi í gær. Fjölmargir dýralæknar og stofnanir víðs vegar að af landinu tóku þátt. Fuglarnir voru aflífaðir með koldíoxíði og síðan urðaðir vestan við Selfoss. Algengasta ættarnafnið í Kína er Wang, en ekki Li eins og almennt var talið. Nærri 93 milljónir Kínverja bera nafnið Wang, en Li er næstalgengasta nafnið, borið af rúmlega 92 milljónum manna. Þriðja algengasta nafnið er svo Zhang, og síðan koma Liu, Chen, Yang, Huang, Zhao, Wu og Chou. Árið 2006 var gerð könnun á kínverskum nafnavenjum og samkvæmt henni var algengasta nafnið Li, en sú könnun náði aðeins til 296 milljóna manna eða innan við fjórðungs landsmanna. Samkvæmt nýrri greiningu á upplýsingum um nánast alla íbúa í Kína þykir hins vegar ljóst að flestir heita Wang. Níutíu milljónir heita Wang Sérsveit ríkislög- reglustjóra handtók á fimmtudag karlmann á þrítugsaldri í Njarðvík með tæplega 700 skammta af LSD í fórum sínum. Það er rúmlega tífalt það magn sem fannst af LSD á landinu í fyrra, og er söluvirði efnanna talið nema um 1,8 milljón króna. Á manninum, sem á sakaferil að baki, fannst einnig amfetamín í söluumbúðum. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlækn- ir á Vogi, segist finna fyrir aukinni neyslu LSD hjá þeim sem leiti sér hjálpar á sjúkrahúsinu, þótt hún sé yfirleitt tímabundin og tilrauna- neysla. Með um 700 LSD-skammta FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR www.xf.is Burt með óréttláta verðtryggingu!

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.