Fréttablaðið - 25.04.2007, Side 31

Fréttablaðið - 25.04.2007, Side 31
[Hlutabréf] Sala á íbúðum dróst saman um 8,4 prósent á milli mánaða í Banda- ríkjunum í mars en samdrátturinn hefur ekki verið meiri síðan í jan- úar árið 1989. Á sama tíma hefur sala á nýjum íbúðum ekki verið minni í tæp fjögur ár. Greinendur segja samdráttinn merki um veika stöðu fasteignamarkaðar- ins vestra sem hefur dalað mikið það sem af er árs. Þeir segja óvíst hvort botninum sé náð. Bloomberg segir eigendur fast- eigna sem hafi hug á að selja fast- eignir sínar trega til að lækka verð á eignum sínum til að liðka fyrir sölunni. Því séu líkur á að fjölmargar íbúðir eigi enn eftir að koma á markaðinn vestra. Enn fækkar kaupendum Breska verslanakeðjan Tesco skil- aði hagnaði upp á 2,55 milljarða punda, jafnvirði rúmra 332 millj- arða íslenskra króna fyrir skatta og gjöld á síðasta ári. Þetta er 13 prósenta aukning á milli ára og enn ein metafkoman fyrir þessa stærstu stórmarkaðakeðju Bret- landseyja. Velta Tesco nam 46,6 milljörð- um punda, jafnvirði 6.071 millj- arða króna, sem er 10,9 prósenta aukning á milli ára. Þetta jafngild- ir því að verslanir undir merki Tesco hafi tekið inn 4.800 pund, hvorki meira né minna en 625.392 íslenskar krónur, á hverri einustu mínútu á síðasta ári. Tesco rekur 1.500 verslanir í Bretlandi en hefur síðustu misser- in opnað verslanir á nýjum mörk- uðum, svo sem í Kína. Auk þess er áætlað að opna verslanir í Bandaríkjun- um. Mestur hluti af hagnaði verslanakeðj- unnar kemur hins vegar frá breska mark- aðnum. Stór hluti af aukningunni kemur frá vexti í netverslun og sölu á öðrum vörum en mat. Tesco hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir einok- unartilburði á breska matvöru- markaðnum. Hlutdeild verslana- keðjunnar í Bretlandi nemur 31,2 prósentum sem er meira en sam- anlögð markaðshlutdeild tveggja næststærstu verslanakeðja lands- ins, Asda og Sainsburys. Verslanakeðjan Tesco skilar metári Í gærmorgun var tilkynnt um fjög- urra milljarða króna krónubréfa- útgáfu. Krónubréf eru skuldabréf í íslenskum krónum sem gefin eru út erlendis. Í Vegvísi Landsbankans segir að þar með sé krónubréfaútgáfan komin í 22 milljarða króna í apríl. Í mánuðinum hafa bréf að and- virði fjórtán milljarða króna fall- ið á gjalddaga. Gengisvísitala krónunnar er nú 118,6 stig. Hún styrktist um 0,38 prósent í gær. Velta á gjaldeyris- markaði nam rúmum 11 milljörð- um króna í gær. Krónubréfaút- gáfa styður við gengi krónunnar sem hefur styrkst um 0,5 prósent í mánuðinum. Enn meiri krónubréf Samskip hafa tekið upp samstarf við flutningafyrirtækið Gulf Agency Company (GAC) sem er með höf- uðstöðvar í Dubai. Peder Winther, framkvæmdastjóri frystivöruflutn- ingasviðs Samskipa, tilkynnti um samstarfið við opnun sjávarútvegssýn- ingarinnar í Brussel (Europan Seafood Exposition) í gær. Með tilkomu samstarfsins segjast Samskip nú geta boðið stórbætta þjón- ustu í frystivöru- og flutningsmiðlun í Suðaustur-Asíu, á Indlandi, í Aust- urlöndum nær og í nokkrum löndum Afríku, þar á meðal Egyptalandi og Suður-Afríku. Peder Winther segir að uppbygg- ing frystivöru- og flutningsmiðlunar Samskipa byggist á reynslu félagsins í flutningum á frystum sjávarafurðum og að með því að tengja saman þjón- ustunet félagsins og samstarfsfyrir- tækja sé nú hægt að bjóða heildstæða flutningsþjónustu frá dyrum sendanda að dyrum móttakanda á heimsvísu, sama um hvaða varning er að ræða. Samkomulagið við GAC kemur í kjöl- far tveggja annarra samstarfssamn- inga Samskipa í Suður-Ameríku, en fé- lagið styrkti einnig nýverið stöðu sína í Norður-Ameríku með kaupum á helm- ingshlut í Bayside Food Terminal í Kan- ada. Þá er ekki langt síðan tilkynnt var um samstarf við Interocean Shipping Corporation í Japan. Peder Winther segir Samskip hins vegar langt frá því að leggja árar í bát í þessum efnum og nefnir möguleikann á frekara sam- starfi í Suður-Ameríku. Teygja sig nú um mestallan heim

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.