Fréttablaðið - 25.04.2007, Síða 10

Fréttablaðið - 25.04.2007, Síða 10
 Vinnueftirlit ríkisins stöðvaði í gær vinnu í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar sökum loftmengunar. Ekki verður unnt að hefja vinnu á ný fyrr en í fyrsta lagi á föstudag þegar starfsmenn frá Vinnueftirlitinu hafa rannsakað aðstæður. Fram kom í samtali Þorsteins Njálssonar, læknis á Kárahnjúkum, við Fréttablaðið í gær að tvívegis í síðustu viku hefðu menn komið úr göngunum með veruleg eitrunareinkenni vegna loftmengunar, fjórir í hvort skipti. Þá veiktust fjörutíu starfsmenn verk- takafyrirtækisins Impregilo fyrir helgi og voru óvinnufærir vegna uppkasta og niðurgangs. Talið er að matareitrun sem rekja megi til óhreininda í göng- unum hafi valdið veikindunum. Þorvaldur Hjarðar hjá Vinnueftirlitinu á Austur- landi segir ekkert hafa komið í ljós enn. „Það var bara mat Vinnueftirlitsins að öryggi starfsfólks væri ógnað og því stöðvuðum við vinnuna. Læknum hér á svæðinu og á Egilsstöðum hafa borist kvartanir vegna sýkinga frá starfsmönnum sem hafa verið í göngunum og við ákváðum að taka enga áhættu. Á fimmtudaginn munu efnaverkfræðingur og fagstjóri frá Vinnueftirlitinu kom austur og skoða aðstæður og hvað þarf að gera. Síðan þarf verktakinn væntanlega að fara í eitthvað úrbótaferli.“ Hann telur snefilefni frá dísilknúnum vinnuvélum líklegustu orsök loftmengunarinnar, sem hefur vald- ið starfsmönnum andþyngslum og sviða í hálsi. Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo á Íslandi, segir ekki ljóst hvenær hægt verði að hefja vinnu aftur, eða hversu mikið tap verði af vinnustöðv- uninni. „Það hefur ekki verið reiknað enda er það algjört aukaatriði. Það skiptir okkur mestu máli að öllum líði vel í vinnunni.“ Ómar segir að það fari eftir umfangi lagfæringanna sem þarf að gera hvenær hægt verði að opna göngin á ný. Þegar sé byrjað að skoða hvar best sé að koma fyrir fleiri viftum til að hreinsa loftið. Í yfirlýsingu sem Impregilo sendi frá sér í gær segist fyrirtækið harma veikindi starfsmanna sinna. Vandamálið sé nýtilkomið og að breyttar eðlisfræði- legar aðstæður valdi því að mengun geti farið yfir viðmiðunarmörk á afmörkuðum stöðum inni í göng- unum. Öryggi ógnað og vinna stöðvuð Vinnueftirlitið stöðvaði vinnu í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar vegna mengunarhættu. Átta leituðu til læknis í síðustu viku vegna andþyngsla. Fjöru- tíu veiktust fyrir helgi vegna eitrunar. Óvíst er hvenær vinna hefst að nýju. Borgaryfirvöld hafa ákveðið að efna til málþings um Kvosina og uppbyggingu þess svæðis sem eyðilagðist í brunan- um í síðustu viku. Hugmyndin að málþinginu kom fram hjá félagi arkítekta en borgarstjóri hefur falið Jóni Kristni Snæhólm, aðstoðarmanni borgarstjóra, Svanhildi Konráðsdóttur, svið- stjóra menningar-og ferðamála- sviðs og Kristínu A. Árnadóttur, skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra, að hafa umsjón með þinginu. Jón Kristinn segir að á mál- þinginu geti borgarbúar viðrað skoðanir sínar varðandi uppbygg- inguna. „Þarna verða fluttir fyrirlestrar og að því loknu verða umræður þar sem fyrirspurnum verður svarað,“ segir Jón. Það er vilji borgaryfirvalda að kaupa lóðirnar á Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 og byggja húsin upp í upprunalegri mynd. Við- ræður milli borgaryfirvalda og eigenda lóðanna eru að hefjast og óvíst er hve lengi þær munu standa. Einar Jóhannes Ingason, einn eigenda skemmtistaðarins Pravda, vonast til þess að fá að hefja rekstur að nýju á sama stað. „Það er okkar vilji að vera hérna áfram. Það er erfitt að horfa upp á verðmæti sín brenna og sárt ef það á að taka af okkur reksturinn ofan á það,“ segir Einar en verði húsin byggð í upprunalegri mynd er ólíklegt að skemmtistaður á borð við Pravda fái þar inni. Borgin vill kaupa lóðirnar Taktu þátt í leik á spron.is fyrir 1. maí og þú gætir unnið ferð fyrir tvo til Helsinki og verið með í fylgdarliði Eiríks. Fylgstu með á spron.is EUROVISION MEÐ EIRÍKIFERÐ ÞÚ TIL HELSINKI? AR GU S 07 -0 28 9 EUROVISION-UPPHITUN SPRON Stefán Kjærnested, for- svarsmaður Húsaleigu ehf., sendi í gær frá sér tilkynningu um að félag- ið hefði falið lögmönnum sínum að höfða mál á hendur dægurþættin- um Íslandi í dag vegna meiðyrða. Tilefnið er umfjöllun þáttarins á mánudaginn um aðbúnað erlendra verkamanna hér á landi. Í tilkynn- ingunni segir að forsvarsmenn félagsins hafi ítrekað reynt að koma á framfæri ábendingum við Ísland í dag vegna málsins, en talað fyrir tómum eyrum. Í áskorun sem lögmaður félags- ins sendi Steingrími Sævari Ólafs- syni, ritstjóra Íslands í dag, er skor- að á þáttinn að hætta við áframhaldandi umfjöllun um Húsa- leigu ehf. og forsvarsmenn þess til að baka sér ekki auknar refsi- og skaðabótakröfur í fyrirhuguðu dómsmáli. Steingrímur Sævarr segir það alrangt að forsvarsmönnum Húsa- leigu ehf. hafi ekki gefist kostur á að koma athugasemdum sínum á framfæri í þættinum. „Þátturinn hefur staðið Stefáni opinn og stend- ur honum opinn. Við höfum ítrekað reynt að fá hann til að tjá sig um þessi mál í þættinum en hann hefur alltaf hafnað því. Þess vegna kom þessi yfirlýsing okkur mjög á óvart. En að sjálfsögðu stöndum við við allt það sem við höfum verið að segja og höldum áfram með málið.“ Ætlar í mál við Ísland í dag

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.