Fréttablaðið - 25.04.2007, Page 21

Fréttablaðið - 25.04.2007, Page 21
Davíð Vikarsson sálfræðingur fór í æsispennandi skíðaferð um Alpana. Davíð Vikarsson sálfræðingur skellti sér í sjö daga fjallaskíða- ferðalag um Alpana. Hann fór með gömlum vinahópi ásamt frönsk- um leiðsögumanni, leið sem kallast Haute Route og nær frá Chamonix í Frakklandi til Zermatt í Sviss. Davíð segir ferðina ekki í líkingu við neitt sem hann hefur áður upp- lifað. „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig er að vera í 3.000 og allt upp í 4.000 metra hæð, umkringd- ur allri þessari náttúrufegurð,“ segir Davíð. „Haute Route er þekkt gönguleið og jafnframt talin ein fallegasta leiðin á þessum slóðum, liggur milli fjallanna Mount Blanc og Matterhorn. Gengið var í fjóra til átta tíma á dag og gist í fjalla- skálum á leiðinni.“ Davíð segir að á köflum hafi veru- lega reynt á þolrif ferðalanganna. „Sums staðar þurfti að klífa upp brattar hlíðar og síga niður skörð til að komast leiðar sinnar. Það er því best að kunna fyrir sér á skíðum eigi að fara Haute Route. Þarna er líka allra veðra von, enda um jök- ulsvæði að ræða, og þess eru dæmi að menn gefist upp á leiðinni. Sem betur fer samanstóð íslenski hópur- inn af reyndu fjallgöngu- og skíða- fólki og komust allir því klakklaust á leiðarenda.“ Davíð er ánægður með ferðina og vinnubrögð Mountain Guide, sem skipulagði ferðina. „Þetta var stór- kostleg náttúruupplifun og engu líkara en að ferðast inni í póst- korti. Það lá við að maður ferðaðist með annarri hendi og hefði hina á myndavélinni allan tímann, líkleg- ast af því að þetta er fyrsta ganga mín um Alpana. Ég mæli með svona ferðalagi og er sjálfur að leggja drög að öðru.“ Ferðast inni í póstkorti Verið velkomin Rýmingarsala 10 til 50% afsláttur af öllum vörum í búðinni, nýjum og eldri Ótrúlegt úrval af fallegum gjafavörum KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.