Fréttablaðið - 25.04.2007, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 25.04.2007, Qupperneq 14
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Staðfestum að við erum bestir í öllu Slöpp kosningabar- átta Minnihlutinn kúgaður Unnendur þrætubókarlista fengu lítið fyrir sinn snúð þegar Árni Johnsen og Bjarni Harðarson, fram- bjóðendur Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar- flokksins í Suðurkjördæmi, mættust í kappræðum á Litlu kaffistofunni í hádeg- inu í gær. Fundargestir fylltu nokkra tugi, „helmingunarfylgi Framsóknar- flokksins,“ sagði einhver í gamni. Fyrir utan fréttakonu og gengil- beinu var tvískiptur matsalurinn eingöngu skipaður körlum, flestum á miðjum aldri. Báðir eru frambjóðendurnir þekktir fyrir rökfestu, mælsku og á köflum róttækar skoðanir. Var því búist við mikilli orrahríð á milli frambjóðandanna. Þeir reyndust hins vegar bæði miklir aðdáendur hvors annars og sammála í öllum helstu atriðum, fyrir utan framtíð Garðyrkjuskóla ríkisins. Ljóst var að fundargestir áttu von á meira fútti. „Af hverju sam- einist þið ekki bara,“ kvartaði einn þeirra, eftir að hafa hlustað á lof- ræður beggja frambjóðenda um hinn, skreyttum kerskni í garð hvors annars. „Allir góðir hlutir gerast hægt,“ svaraði Árni. „Koma tímar, koma ráð.“ Frambjóðendurnir komu víða við og voru jafnan samstíga. Breikkun Suðurlandsvegar bar á góma og sagði Bjarni að þeir Árni myndu „sverjast í fóstbræðralag“ næði það ekki fram að ganga á næsta kjörtímabili. Um jarðgöng til Eyja sagði Bjarni að nauðsynlegt væri að kanna þann möguleika ofan í kjöl- inn. „Eins róttæk og sú hugmynd er tel ég nauðsynlegt að hún sé skoðuð til hlítar, því það er margt sem bendir til þess að hún sé til langs tíma litið langódýrasti kosturinn. En vegna þess að Árni Johnsen kemur með þessa tillögu þá virðist það hafa verið keppikefli hjá sam- gönguyfirvöldum og mörgum sam- flokksmönnum Árna að skjóta hana í kaf!“ Á köflum gengu Árni og Bjarni jafnvel fylktu liði þvert á eigin flokkslínur. „Við höfum leyfi til þess hér í Litlu kaffistofunni,“ sagði sjálfstæðismaðurinn. Báðir vilja þeir til dæmis Reykjavíkur- flugvöll um kjurt í Vatnsmýrinni. „Af hverju er byggingarland í Vatnsmýrinni dýrara en annað byggingarland?“ spurði Árni. „Bara af því einhver segir það? Gáfaða fólkið í Reykjavík vill flugvöllinn burt, svo það geti byggt kaffihús þar í staðinn, þar sem það getur hist og talað saman.“ Bjarni bætti við að sjálfur þekkti hann marga í Reykjavík og ekki væri flugvöllur- inn fyrir þeim. „Hann er hins vegar fyrir græðgisvæðingunni. Það má eins ryðja burt gömlu húsunum í Þingholtunum,“ klykkti hann út með. „Þið eruð bara sammála um allt,“ sagði þá útvarpsmaður, sjálf- sagt vonsvikinn yfir að ekki bru- tust út bitastæðari krytur milli frambjóðendanna. Árni Johnsen svaraði að bragði. „Við erum skyn- samir menn.“ Við erum skynsamir menn Sjálfsagt að skoða mjög vel Smiðjuvegi 5 200 Kópavogur www.skola. is Sími 585 0500 Opið v i rka daga 9-18 og laugardaga 11-14

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.