Fréttablaðið - 25.04.2007, Page 36

Fréttablaðið - 25.04.2007, Page 36
Kl. 20.00 Úskriftartónleikar nemenda Listahá- skóla Íslands í Salnum. Flutt verða verk eftir Hrafnkel Pálmarsson og Hreiðar Inga Þorsteinsson. Verk hins fyrrnefnda er skrifað fyrir kammer- sveit og einsöngvara en hins síðar- nefnda, tvær vögguvísur, er skrif- að fyrir altrödd, fiðlu, lágfiðlu, selló, kór og kantele sem er þjóðarhljóð- færi Finna. Það var spenningur í áhorfandan- um unga um leið og honum var sagt að sýning Komedíuleikhússins sem frumsýnd var öðru sinni í Mögu- leikhúsinu á laugardag fjallaði um skrímsli. Forynjur heilla hugann og ógnvættir með fornsögulegu yf- irbragði hleypa fjöri í ímyndunar- aflið, ógnin og undrunin togast á. Það urðu því nokkur vonbrigði að einleikur Elfars Loga Hannessonar sem hann hafði frumflutt á Bíldu- dal sumardaginn fyrsta var minnst um skrímsli heldur bókabéus illa kvæntan sem var hugfanginn af fornum sögum um íslensk skrímsli. Áhuginn þvarr skjótt hjá ungum áhorfanda. Hugmynd þeirra Elfars og Pét- urs Eggerz að gera sér mat úr þeim aragrúa skrímslasagna sem hér eru til, og Þorvaldur Friðriks- son fréttamaður hefur manna best safnað og kannað í munnmælum og vitnisburðum, er hreint ágæt, en úr- vinnslan lakleg. Í stað þess að gera efninu skil snýst hugmyndin við og verður að löngu spjalli fyrirlesara í einhvers konar kennslustofu sem leiðist strax út í langdregna frá- sögn af sambýli hans við áhuga- mál og andsnúna eiginkonu. Mór- allinn er líklega að fræðimenn og ráðríkar eiginkonur séu skrímsli. Hin blæbrigðaríku og ógnvekjandi munnmæli um skrímsli á land og í vötnum víkja fyrir búsorgum. Súrt barnaefni það. Höfundarnir taka skrímslasög- ur ekki alvarlega – en áhorfend- ur þeirra eru alveg til í það. Hér glataðist því frábært tækifæri til að gera ljóslifandi heim íslenskra skrímsla og koma á framfæri okkar skrímslum gegn þeim ara- grúa skrímsla sem erlendir sögu- menn hafa gert sér mat úr. Elfar Logi var afar einhæfur í fábreyttri túlkun, hreyfingar end- urteknar, grettur og kippir. Hann hefur ágætt nef fyrir augnabliki en nýtur ekki leikstjórnar sem lagar hjá honum margendurtekin brögð. Og fyrir bragðið nær hann engum tökum á gestum sínum. Það var leitt – bókstaflega. Skrímslahjalið snauða„ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason Strandgata 50, Hafnarfirði. Miðasala í síma 555 2222 og á www.midi.is Frumsýning 16.mars föstudagur kl. 20:00 22.mars fimmtud. 2.sýn kl. 20:00 23.mars föstud. 3.sýn kl. 20:00 24.mars laugard. 4.sýn kl. 20:00

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.