Fréttablaðið - 25.04.2007, Page 4

Fréttablaðið - 25.04.2007, Page 4
www.vg.is GRÆN FRAMTÍÐ kynntu þér málið á Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í Njarðvík með tæplega 700 neyslu- skammta af ofskynjunarlyfinu LSD í fórum sínum aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Þá fundust einnig um tíu grömm af amfetam- íni í söluumbúðum á manninum. Starfsmenn sérsveitar ríkislög- reglustjóra sem staðsettir eru á Suðurnesjum stöðvuðu bifreið sem maðurinn ók síðastliðinn fimmtudag og við leit í henni fundust áður- nefnd fíkniefni. Hann á saka- feril að baki. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem lítur það mjög alvarleg- um augum. Hún varðist að öðru leyti allra annarra frétta af rann- sókn málsins. Neysluskammtur af LSD kostar um 2.500 krónur á íslenskum vímuefnamarkaði samkvæmt verðkönnun sem SÁÁ gerði í lok síðasta árs. Í sömu könnun kostaði gramm af amfetamíni rúmlega 4.500 krónur. Miðað við það verð- lag er söluverðmæti efnanna sem maðurinn var tekinn með um 1,8 milljónir króna. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá ríkislögreglustjóra lagði lög- reglan og tollgæslan samanlagt hald á 68 stykki af LSD á árinu 2006 og því er magnið sem maður- inn var tekinn með um tífalt meira en allt það sem var tekið í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá rík- islögreglustjóra hefur verið lagt hald á 211 stykki af LSD á þessu ári utan þess sem maðurinn var tekinn með. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlækn- ir á Vogi, segist finna fyrir auk- inni neyslu LSD hjá þeim sem leita sér hjálpar á sjúkrahúsinu. „Þessi neysla er brokkgeng. Hún jókst töluvert með tilkomu e-töflunnar um aldamótin síðustu en dróst verulega saman á síðustu tveimur til þremur árum. Svo finnst mér eins og að það sé að bætast í hana núna. Þessi neysla er yfirleitt tímabundin og yfirleitt tilrauna- neysla. Maður sér ekki marga LSD-ista. Til lengri tíma keppa þessi efni ekki við sterku vímu- efnin.“ Tekinn með tæplega 700 skammta af LSD Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók á fimmtudag karlmann á þrítugsaldri með tæplega 700 skammta af LSD í fórum sínum. Auk þess fannst amfetamín í sölu- umbúðum á manninum. Rúmlega tíu sinnum meira magn en tekið var í fyrra. Hvorki Kýpur-Tyrkir né Kýpur-Grikkir eiga von á því að af sameiningu hinna tveggja aðskildu hluta eyjunnar verði á næstunni. Samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var á vegum Sameinuðu þjóðanna, telja 57 prósent grískra eyjarskeggja og 70 prósent tyrkneskra eyjarskeggja litlar líkur á samkomulagi í náinni framtíð. Eyjan hefur verið tvískipt frá árinu 1974 þegar tyrkneski herinn réðst þangað inn eftir að Kýpur-Grikkir gerðu tilraun til valdaráns og hugðust sameina eyjuna Grikklandi. Sjá enga lausn í náinni framtíð Séra Bjarni Karlsson, sóknar- prestur í Laugarneskirkju, segist ekki svart- sýnn á það að samstaða náist á prestastefnu í dag um tillögu 42 presta og guðfræðinga þess efnis að heimila hjónabönd samkynhneigðra. Séra Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, býst við miklum deilum um tillöguna. Prestastefnan var sett á Húsavík í gær og í dag fara fram umræður, meðal annars um til- lögu prestanna fjörutíu og tveggja. Kynnt verða endurskoðuð drög að ályktun kenningar- nefndar þjóðkirkjunnar þar sem gert er ráð fyrir að prestum verði heimilað að blessa sam- vist samkynhneigðra, eins og gert hefur verið á undanförnum árum, og er tillagan breyting- artillaga við ályktunina, þar sem lagt er til að gengið verði skrefi lengra og hjónabönd sam- kynhneigðra heimiluð. „Þetta er framtíðarmál, hvort sem þetta ger- ist núna í einu skrefi eða ekki,“ segir Bjarni. Hann segir ályktunardrög kenningarnefndar- innar einnig skref í rétta átt. „Þar er því slegið algjörlega föstu að það sé ekki skilningur íslensku þjóðkirkjunnar að Biblían mótmæli samkynhneigð.“ Bjarni segist ekki eiga von á að tillaga kenningarnefndarinnar mæti mikilli andstöðu. Geir segist þó ekki geta tekið afstöðu til til- lögunnar strax. „Hvernig um tillöguna verður fjallað eða rætt, ræðst algjörlega af því hvern- ig biskupinn leggur hana fram. Þeir vilja hins vegar augljóslega búa til eitthvað sem heitir hjónaband fólks af sama kyni og ég er þeirrar skoðunar að það gangi ekki upp. Við breytum ekki þeirri skikkan skaparans að það eru karl og kona sem eiga í hjónabandi.“ Ákvörðun prestastefnunnar verður síðan tekin fyrir á kirkjuþingi í haust til samþykktar. Lögreglan biður afgreiðslufólk verslana að vera vel á verði gagnvart fölsuðum peningaseðlum. Nokkur tilvik þar sem fölsuðum peningaseðlum hefur verið komið í umferð hafa verið tilkynnt til lögreglu að undanförnu. Oftast er um að ræða seðla sem afgreiðslufólk tekur við en áttar sig svo á seinna að eru heima- gerðir. Lögregla beinir því til starfs- fólks verslana að skoða vel pappír, vatnsmerki og segulrönd peningaseðla. Falsaðir pen- ingar í umferð Fulltrúar Framsóknar- flokks í bæjarstjórn Grindavíkur saka meirihluta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar um óráð með því að ráðast í smíði „hálfs“ íþrótta- húss í bænum. Framsóknarmenn vilja kanna hvað kosti að byggja fjölnota íþróttahús í fullri stærð. Óráð er að byggja „hálft hús“ sem ekki má stækka án þess að fyrir liggi kostnaður á stærra húsi, segja framsóknarmenn. Meirihlutinn segir tillögu framsóknarmanna yfirboð. Kostnað við fjölnota íþróttahús í fullri stærð telur meirihlutinn 500 til 600 milljónir króna. Heilt eða hálft íþróttahús? Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að stórslasa annan með bjórglasi. Dómurinn er skilorðs- bundinn til þriggja ára. Atvikið átti sér stað á Reyðar- firði á síðasta ári. Maðurinn kastaði bjórglasi í andlit annars manns með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi hlaut langan skurð sem náði frá nefi og niður á kinn. Fórnarlambið krafðist skaða- bóta að fjárhæð 574 þúsund krónur. Niðurstaða dómsins var sú, að manninum bæru 260 þúsund krónur. Að auki var árásarmanninum gert að greiða sakarkostnað. Slasaði mann með bjórglasi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.