Fréttablaðið - 25.04.2007, Síða 2

Fréttablaðið - 25.04.2007, Síða 2
Pétur Pétursson þulur lést í Reykjavík á mánudag, 88 ára. Pétur fæddist 16. október 1918 á Eyrarbakka, sonur hjón- anna Péturs Guðmunds- sonar skólastjóra og Elísabet- ar Jónsdótt- ur. Hann nam í Svíþjóð og á Englandi og vann í Útvegsbankanum áður en hann hóf störf sem þulur hjá Ríkisútvarpinu 1941. Þar starfaði Pétur til 1955 er hann hóf verslunarrekstur í Reykjavík, auk þess að annast umboðsmennsku fyrir skemmtikrafta. Pétur tók aftur til starfa hjá Ríkisútvarpinu 1970 og vann þar á meðan aldur leyfði. Pétur Pétursson var einstakur áhugamaður um sögu og mannlíf Reykjavíkur og hafði unun af að miðla öðrum af fróðleik sínum. Árið 1941 kvæntist Pétur Birnu Jónsdóttur sem lést í maí 2003. Dóttir þeirra er Ragnheiður Ásta þulur. Pétur Péturs- son þulur látinn Sjálfstæðismenn og vinstri græn í Hafnarfirði hafa lýst sig andvíga því að kaþólska kirkjan á Íslandi fá heimild bæjar- yfirvalda í Hafnarfirði til að leysa fjárhagsvandræði safnaðarins með sölu íbúðarhúsalóða. Bæjarstjórnin samþykkti í síð- ustu viku að auglýstar yrðu breyt- ingar á aðalskipulagi Hafnarfjarð- ar þannig að hægt yrði að reisa þrjú þriggja hæða hús með sam- tals 15 íbúðum á lóðinni við kaþólsku kirkjuna á Jófríðarstöð- um. Lóðin hefur verið skilgreind sem byggingarlóð undir þjónustu- starfsemi. „Ekki er hægt að fallast á að þótt upplýst sé að kaþólska kirkj- an á Íslandi eigi í fjárhagsvanda, réttlæti það að farið sé í brask með lóðirnar, og hvorki sé tekið tillit til Jófríðarstaðasvæðisins sem eins af sérkennum Hafnar- fjarðar né þeirra ákveðnu mót- mæla sem nágrannar hafa haft í frammi vegna skipulagsins,“ bók- uðu fulltrúar minnihluta Sjálf- stæðisflokks og Vinstri grænna á síðasta fundi skipulags- og bygg- ingarráðs áður en bæjarstjórnin samþykkti breytinguna með atkvæðum meirihluta Samfylk- ingarinnar. Með bókun sinni vísar minni- hlutinn í bréf kaþólsku kirkjunnar frá í desember 2005 þar sem fram kemur að söfnuðurinn þurfi á pen- ingum að halda og vilji komi hluta lóðar sinnar í verð. Vegna athugasemda nágranna voru gerðar breytingar á upphaf- legri tillögu um byggðina á Jófríð- arstaðatúninu. Húsin hafa verið lækkuð, þau færð fjær nálægum leikskóla og aðkoma höfð frá Jófríðarstaðavegi en ekki frá Stað- arhvammi. Fulltrúar minnihlutans eru þó enn andvígir. „Rétt þykir að minna á að þegar gerður var samningur við kaþ- ólsku kirkjuna og henni tryggt rými næst kirkjunni var það gert aðallega til að tryggja að kirkjan hverfi ekki og hún fái að njóta sín samanber athugasemdir hönnuðar kirkjunnar. Ennfremur lögðu full- trúar kirkjunnar á þeim tíma ríka áherslu á að ekki væri byggt nærri kirkjunni,“ bókaði minnihlutinn í skipulagsráði. Gísli Ó. Valdimarsson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafn- arfjarðar, segir að reynt hafi verið að koma til móts við athugasemdir íbúanna. Í kynningarferli sem nú hefjist gefist íbúunum tækifæri til að tjá sig um nýju tillöguna. Selja kirkjutúnið upp í skuldirnar Kaþólski söfnuðurinn lagar fjárhaginn með sölu á hluta af kirkjulóð í Hafnar- firði. Meirihluti bæjarstjórnar leyfir byggingu fimmtán íbúða. Minnihlutinn segir vanda kaþólskra ekki réttlæta lóðabrask á kostnað eins af sérkennum bæjarins. Kona á fimmtugsaldri í Reykjavík vann 11,7 milljónir á Evrópuseðli íslenskra getrauna um helgina en hún var með alla þrettán leikina rétta. Fimm leikjanna voru í sænsku knatt- spyrnunni, einn í enska boltanum, þrír í spænska boltanum og fjórir í ítalska boltanum. Seðill konunn- ar kostaði 300 krónur. Vann 11,7 millj- ónir í getraunum Nýherji reið á vaðið og birti fyrstur Kauphallarfélaga afkomu sína fyrir fyrsta ársfjórð- ung eins og svo oft áður. Félagið hagnaðist um 105 milljónir króna sem er um 93 prósenta aukning á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) dróst hins vegar saman um níu prósent og var 144 milljónir króna. Veltan var tæpir 2,4 milljarðar króna sem er aukning um fjórðung á milli ára. Á fimmtudaginn birta svo nokkur stórfyrirtæki afkomutöl- ur fyrir síðasta ársfjórðung, þar á meðal Bakkavör Group, Exista, Kaupþing og Straumur-Burðarás. Greiningardeildir bankanna spá góðum uppgjörum fyrir tímabilið, einkum frá fjármálafyrirtækjum. Nýherji skilaði 105 milljónum Silja, hefur Fýkur yfir hæðir enga þýðingu fyrir þér? Alþjóðlega umferðar- öryggisvikan stendur nú yfir. Í tilefni þess verður lögreglan enn sýnilegri en áður og með hert umferðareftirlit. Í dag, á morgun og föstudag verða lögreglubílar áberandi og með kveikt á bláum blikkandi forgangsljósum á þrennum gatnamótum í Reykjavík. Um er að ræða gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar, gatnamótin við Laugarnesveg, Suðurlandsbraut og Kringlumýrarbraut og gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Alvarleg slys hafa orðið á öllum þessum gatnamótum og þar eru smærri umferðaróhöpp einnig tíð. Lögreglan sýni- legri en áður Gistiheimilinu Centrum á Njálsgötu 74 verður breytt í gistiskýli fyrir heimilislausa. Reykjavíkurborg, með 33 milljóna króna styrk frá félagsmálaráðu- neytinu, hefur keypt húseignina fyrir 88 milljónir. Að því er fram kemur í minnis- blaði Ellýjar A. Þorsteinsdóttur, skrifstofustjóra á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, teljast á bil- inu 40 til 60 einstaklingar vera heimilislausir í Reykjavík á hverj- um tíma. Langflestir þeirra eru karlmenn. Ellý segir gistiskýlum fyrir heimilislausa ætlað að vera tímabundin lausn en að nokkur hópur manna hafi þó gist að stað- aldri í núverandi skýli. Því miður hafi þurft að vísa fólki frá vegna plássleysis. Fjórum dögum fyrir jól í fyrra undirrituðu Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarstjóri og Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra samstarfssamning til þriggja ára um stofnun og rekstur heimilis fyrir heimilislausa. Gert er ráð fyrir heimili fyrir tíu karlmenn. Sólarhringsvakt verður í húsinu. Í kaupsamningi borgarinnar og Centrum gistihúss ehf. kemur fram að borgin taki við Njálsgötu 74 um miðjan maí. Með fylgja allar innréttingar og húsgögn. „Húsnæðið að Njálsgötu 74 þykir henta vel undir starfsemina og ekki er þörf á miklum breytingum á húsnæðinu til að það falli að umræddri starfsemi,“ segir á áðurnefndu minnisblaði. Útigangsmenn á Njálsgötuna Vísindamenn klóra sér í kollinum yfir óþekktu steinefni sem fannst í námu í Serbíu og hefur sömu efnasamsetningu og efnið kryptonít sem er eina efnið sem bítur á teiknimyndahetjuna Súperman. Steinefnafræðingur sem rannsakaði efnið varð forviða þegar hann komst að því að formúla efnisins væri þegar til, þó einungis í skáldskap. Þótt samsetningin sé sú sama eru efnin gjörólík þar sem kryptonít er grænn, geislavirkur, glóandi kristall en steinefnið, sem verður nefnt jadarít, er hvítt, í duftformi og ekki geislavirkt. Slæmar fréttir fyrir Súperman

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.