Tíminn - 01.02.1980, Blaðsíða 7
Föstudagur 1. febrúar 1980
7
wmm
Tómas Árnason:
Húshitunarmálið
þolir
Þingmenn úr öllum flokkum
hafa lagt fram frumvarp til laga
um niöurgreiöslu á oliu til upp-
hitunar húsa. Þar sem ég er
einn flutningsmanna, vil ég
gera grein fyrir efni frumvarps-
7-8 milljarðar til
niðurgreiðslu
Kjarni frumvarpsins fjallar
um að verja 7-8 milljörðum
króna til aö greiöa niöur verö á
gasoliu til upphitunar húsa.
"Meginatriöiö er aö komið sé þvi
fólki til bjargar sem býr viö
oliukyndingu á þann veg aö
kostnaöur við upphitun veröi á
hverjum tima sem næst þvl sem
upphitunarkostnaður er hjá nýj-
ustu hitaveitum sem hafa jarð-
varma aö orkugjafa.
Þetta þýöir þaö aö kyndingar-
kostnaöur meö olíu lækki um
helming, miöaö viö óbreytt verö
á olíu og óbreyttar gjaldskrár
hitaveitna.
Oliustyrkur
til eftirtalinna
aðila
1. Til húsráöenda og skal upp-
hæöin miöuö viö stærö fjöl-
skyldu og stærö ibúöa.
2. Til þeirra sem nota atvinnu-
húsnæöi.
3. Til skóla og annarra menn-
ingarstofnana, sjúkrahúsa og
heilbrigöisstofnana, svo og
dvalarheimila.
4. Til þeirra sem veröa aö leysa
raforkuþörf sina meö rekstri
dieselstööva.
5. Verö oliu, sem hitaveitur og
rafveitur nota til upphitunar
bið
húsa, skal og greitt niöur.
Styrkir skulu ekki taldir sem
tekjur og enginn, sem hefur
möguleika á upphitun frá hita-
veitu á rétt á oliustyrk. Þá skal
þess sérstaklega gætt aö sporna
gegn misnotkun.
Ástandið
óbærilegt
Aætlaöur kostnaöur viö hitun
450 rúmmetra einbýlishúss er
nú um milljón kr. á ári, ef kynt
er meö oliu. Búi fjögurra manna
fjölskylda i húsinu fær hún nú
288 þús. kr. i oliustyrk á ári.
Raunverulegur kyndingar-
kostnaöur er þvi 690 þús. kr. á
ári.
Ég hygg nærri lagi aö áætla
hliöstæðan kostnaö á svæöi hita-
veitu Reykjavikur nálægt 100
þúsund kr. á ári eöa e.t.v. rúm-
lega þaö.
Þetta sýnir I hvert óefni þessi
mál eru komin.
Fjáröflun
1 þessu frumvarpi er ekki
gerö tillaga um fjáröflun. Þaö
er galli sem veröur aö bæta úr.
Ég álit aö skynsamlegast væri
aö hækka söluskatt um 1% til
fjáröflunar. Þaö myndi gefa i
tekjur um 5 milljaröa á þessu
ári. Auk þess er gert ráö fyrir
2.3 milljaröa framlagi á fjárlög-
um.
Rlkisstjórn ólafs Jóhannes-
sonar markaöi þá stefnu I upp-
hitunarmálum, aö hækkun oliu-
verös leiöi ekki til hækkunar á
upphitunarkostnaöi heimila.
Henni entist ekki aldur til frek-
ari aögerða en aö hækka oliu-
styrkinn upp i kr. 18.000 á árs-
fjóröungi á mann.
Þetta mál er eitt brýnasta
sem biöur lausnar. Vonandi
veröur unnt aö afgreiöa þaö
meö forgangshraöi.
Björn G. Eiríksson:
Kristilega sjómanna-
starfið
KRISTILEGA SJÓMANNA-
STARFIÐ, hvaö er nú það”,
kynni einhver að spyrja.
Og er þaö eigi nema aö
vonum, aö menn spyrji slikra
spurninga, þar eö fyrirferðin
fyrir þessu litla starfi, hefir eigi
mikil veriö.
Þar starfa menn er lltið hafa
aö þvf gjört aö auglýsa starf-
semi sina Iblöðum, útvarpi eöur
sjónvarpi hingaö til.
Menn eins og Þórður
Jóhannesson hér I Reykjavík og
fleiri, sem bókstaflega hafa til
sin tekiö kristniboösskipunina I
Matth. 28. 19, „Farið og kristniö
allar þjóöir”.
Þarleggur Jesú á heröar
lærisveinunum þetta: „Farið
og gjörið allar þjóöir aö mínum
lærisveinum”.
Fyrir nokkrum árum, eöa
nánar tiltekiö hinn 20. mai 1968,
kom hér i Reykjavlk saman
fámennur hópur kvenna, sem
frelsiö áttu I Jesú Kristi.
Þessar konur sáu þörfina
fyrir sjómannatrúboö hér á
Islandi, — Islenzku sjómanna-
trúboði —, þá var þaö aö
KRISTILEGA SJOMANNA-
STARFIÐ varö til sem félags-
skapur eöa samtök áhugafólks
er gjöravilduað veruleika oröin
i Mattheusarguðspjalli þau, aö
boða öörum og I þessu tilfelli
sérlega sjómönnum, trúna á
Jesúm Krist og frelsiö I honum.
Siðan þessi atburöur varð, eru
nú liöin 11 ár og byrjaö áriö hið
12 (tólfta.)
A þessari hinni 11 ára starfs-
sögu hefir Kristilega sjómanna-
starfið gefiö út ársrit er lifað
hefir árin átta. Ritiö nefnist
„Vinur Sjómannsins.”
Fyrsta tölublaöiö kom út i
desember mánuöi áriö 1970 og
var Siguröur Guömundsson, rit-
stjóri aö timaritinu „Rödd I
Óbyggö”, einnig ritstjóri þess
og hefir æ siðan ritstýrt Vini
Sjómannsins.
Rit þetta „Vinur
Sjómannsins”, er nú ófáanlegt
frá byrjun, en siðari árgangar-
nir munu enn fáanlegir vera.
Ritinu hefir dreift veriö i skip
ókeypis og sent á sjómanna-
stofur viöa um heim
Þá hefir Kristilega sjó-
mannastarfiö gefiö út „vegg-
skildi” eöa „platta”, er seldir
hafa veriö I skip og á heimili.
Þessir plattar munu nú meö öllu
ófáanlegir vera, en þeir eru
tveir frá upphafi. Væntanlegur
mun á þessu ári vera þriöji
plattinn, þ.e.a.s. ef allt gengur
aö vonum. Þá er ennfremur
væntanleg endurútgáfa af
fyrsta veggskildinum og veröur
útgáfa sú hin þriöja I rööinni af
honum, en þetta veröa hins-
vegar aöeins örfá eintök er út
verða gefin af eldri skildinum.
Um Kristilegt sjómannastarf
og sögu sjómannatrúboös á
Islandi finnst mér eigi hægt um
aö ræöa, án þess aö minnast á
þaö starf sem þeir Þóröur
Jóhannesson hér I Reykjavlk og
Sigfús Valdemarsson á Isafiröi
hafa innt af hendi i þágu þess
málefnis að breiöa út hiö lifandi
Styrkið Tímann
Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans
í pósthólf 370, Reykjavík
Ég undirritaður vil styrkja Timann með
þvi að greiða i aukaáskrift
[ | heila [B hálfa á máliuðl
Nafn ____________
Heimilisf.
Sími
orö á meöal sjómanna,
islenzkra og erlendra, en þeir
hafa nú um hart nær þriggja
áratuga skeiö unniö aö
útbreiðsluhins lifandi orös, meö
þvi aö halda samkomur meöal
sjómanna og dreifa biblium og
kristilegum bæklingum út á
meöal beirra.
Ég ætla eigi i greinarkorni
þessu að rekja sögu sjómanna-
trúboðs á Islandi, þó mætti sú
saga vel veröa efni I aöra grein.
Þess skal aðeins getiö svona i
framhjáhlaupi, aö greinaf um
sjómannatrúboð hafa t.d. birzt I
Vini Sjómannsins og Rödd I
óbyggö og I Morgunbaöinu.
I (tölublaði) Morgunblaðsins
hinn fyrsta mal, aö mig minnir,
árið 1979, var t.d. grein um sjó-
mannatrúboö á Islandi, en þar
var hins vegar hvorki minnst
einuorði á KristilegtSjómanna-
starf, né starf þeirra Þóröar
Jóhannessonar hér i Reykjavlk
og Sigfúsar Valdimarssonar á
tsafiröi I þágu sjómannatrú-
boösins.
Auk þeirra Þóröar og Sigfúsar
hafa margir aðrir lagt hér hönd
á plóginn I þágu sjómannatrú-
boösins, eins og t.d. Jóhannes
Sigurðsson prentari, svo
einhver nöfn séu nefnd. ,AÖ
sjálfsögöu aö ógleymdum sr.
Oddi Gi'slasyni aö Stað i Staöar-
hverfi i Grindavik, sem senni-
lega hefir verið fyrsti sjó-
mannatrúboöinn hér á landi.
Kaþólskir komu einnig mjög
við sögu þessa máls. T.d. var á
skútuöldinni um skeiö starfandi
sjómannakirkja og sjúkrahús á
Fáskrúösfiröi, og e.t.v. var svo
vlöar, er aöallega var ætlaö
„duggusjómönnum”, en þeir
voru kaþólskir flestir.
Hlutur Hjálpræöishersins er
einnig mikill I þessari sögu. En
látum svo útrætt aö sinni um
sögusjómannatrúboðs og starfs
á tslandi.
Eins og ég gat um hér aö
framan hefir Kristilegt sjó-
mannastarf þaö aö markmiöi
sinu aö breiöa út hiö lifandi orö
á meöal sjómanna, og i þvl
skyni hefir bróðir Þóröur og
fleiri ásamt honum farið um
borð I skip, haldiö þar
samkomur og vitnaö um hinn
lifandi frelsara frammi fyrir
sjómönnunum. Gefnar hafa
veriöi' skipin bibliur, rit og blöö,
kristilegs efnis. Einnig hafa
jólapakkar veriö látnir I skip,
sem útivist höföu úr höfnum um
jól.
Konurnar sem i upphafi
stofnuöu þessi samtök er bera
nafniö Kristilega Sjómanna-
starfiö, áttu allar lifandi trú á
hinn lifandi frelsara, og þær til-
heyröu hinni Jévangelisku
luthersku kirkjú, og á grund-
velli hinnar evangelisku kristnu
trúar, byggir á og starfar
Kristilega sjómannastarfið.
Hinn 11. janúar áriö 1973,
opnaöi Kristilega sjómanna-
starfiö stofu, sem vér getum
nefnt visi aö sjómannastofú,
fyrir starfsemi sina aö Vestur-
götu 19 hér i Reykjavlk, og var
hún opin tvo tima á dag alla
virka daga. Þetta var og er aö
visu, allt of skammur opnunar-
tími fyrir sllka stofnun.
A þessu ári þ.e. 1979 I mai,
missti Kristilega sjómanna-
starfiö húsnæöi sitt aö Vestur-
götu 19, og syrti þá i álinn um
tlma. En Drottinnn sér ávallt
um sina, og nú hefir Kristilega
sjómannastarfiö á nýjan leik
opnaöstofufyrir starfsemi sina,
stærri og vistlegri, en hin
fyrri var. Þessi nýja stofa, sem
Kristilega sjómannastarfiö hef-
ir opnaö fyrir starfsemi sina er i
húsinu nr. 15 viö Bárugötu hér I
Reykjavik.
Og i tilefni af þessum nýja
áfanga i starfesögu félagsins,
hefir grein þessi skrifuö veriö.
Mér viröist sem Drottinn hafi
blessaö þetta starf hineaö til ne
hann vilji blessa það áfram-
haldandi.
Þvl það er hans vilji, aö sjó-
mennirnir fái einnig aö heyra
um hjálprasöis verk hans oss til
handa.
1979.
Reykjaviká oktdberdögum
B.G.E.
(Björn G. Eiríksson)