Tíminn - 01.02.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.02.1980, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 1. februar 1980 r v Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfuil- trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar SIÖu- múla 15. Slmi 86300. — Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasöiu kr. 230.- Askriftargjald kr. 4.500 á mánuöi. Biaöaprent. Sprengjuæði í algleymingi Forystumenn Alþýðuflokksins hafa margsinnis lýst yfir þvi að flokkurinn muni sprengja hverja þá rikisstjórn sem ekki láti að kröfum þeirra. Vil- mundur Gylfason orðaði þetta svo i sjónvarpi að þeir myndu „sprengja og sprengja aftur og aftur” uns vilji þeirra næðist fram. Þetta sprengjuæði Alþýðuflokksmanna átti að vera afsökun fyrir hinu tilefnislausa upphlaupi þeirra á síðastliðnu sumri, er þeir sprengdu rlkis- stjórn Ólafs Jóhannessonar i miðjum kliðum. Þessar yfirlýsingar áttu lika að vera fyrir fram afsökun til samstarfs við sömu stjórnmálaflokka og voru i þeirri rikisstjóm. En sprengjuæði Alþýðuflokksmanna er engin af- sökun. Það er skýring á hugarfari margra af áhrifamestu foringjum flokksins, og það er allt og sumt. Meginástæðan fyrir þvi að Alþýðuflokkurinn hljóp upp á siðastliðnu sumri var sú að nýr meiri- hluti myndaðist innan flokksins.Vitað var að i Al- þýðuflokknum hafði verið starfandi hávær stjórnar- andstaða allt frá þvi rlkisstjórn ólafs Jóhannesson- ar var mynduð. Það sem gerðist á fundum flokks- ins, þegar liða tók á sumarið og formaðurinn Bene- dikt Gröndal var fjarverandi, var einfaldlega það að þessi stjórnarandstaða alikratanna varð ofan á og tryggði sér jafnframt öll yfirráð yfir stjórnmála- skrifum Alþýðublaðsins. Samanburður á tillögum Alþýðuflokksins I við- ræðunum um stjórnarmyndun, annars vegar I miðj- um desember siðastliðnum og hins vegar nú fyrir skemmstu, leiðir þetta sama i ljós. Nýr meirihluti hefur myndast I flokknum, og þessi meirihluti er nú alveg jafnandvigur samstarfi við Framsóknar- flokkinn og hann var áður. Þess vegna er i nýju til- lögunum hert á hverju einasta atriði sem valdið gæti ágreiningi við Framsóknarflokkinn. Og það stóð ekki á þvi að einn helsti sprengjusér- fræðingur alikratanna, ritstjóri Alþýðublaðsins, ryki þegar upp á hæstu tóna. Hann var nefnilega undirbúinn og vissi að hverju var stefnt með nýju tillögunum. Siðan hefur æðibunugangurinn ekki runnið af honum, blessuðum manninum, enda held- ur hann að nú loks sé komið tækifæri til þess að rekja einhverjar tilbúnar ástæður fyrir stjórnarslit- unum i sumar, myndun minnihlutastjórnar Alþýðu- flokksins, tildrögum kosninganna og gangi stjórn- armyndunarviðræðnanna. Hann heldur að þetta sjáist nú loks allt saman I einni voldugri sýn og vill reyna að sýna hana öðrum til að deila með sér. En þeim mun fleiri leiðara sem hannskrifar um þetta.þeim mun ótviræðara verður lesendum að þessi volduga yfirsýn hans er bara moldviðri og móða. Málflutningur Alþýðuflokksmanna undan farna daga sýnir hversu mjög þeir fundu þörf flokksins á einhverju nýju upphlaupi til að skýra og rökstyðja ' óljósan og vafasaman málstað, að ekki sé nú talað um athafnirnar. í augum þeirra sem vilja gott og náið samstarf við Alþýðufíokkinn er þetta sorglegt vegna þess að það er ekki traustvekjandi. Og sprengjuæðið er bersýnilega sist af öllu runnið af Alþýðuflokknum, — nema það væri þá I afstöb unni til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. JS Erlent yfirlit Bani-Sadr vill leysa deiluna um gíslana En þá verða Bandarikin að hætta allri íhlutun BANDARIKJAMENN viröast gera sér nokkrar vonir um, aö kjör Abollahassan Bani-Sadr sem forseta trans, muni greiöa fyrir þvi, aö gislamáliö leysist. Bani-Sadr hefur nýlega látiö svo um mælt, aö hann teldi þetta mál ekki stórmál. Hann bætti því jafnframt viö, aö lausn málsins 'væri undir þvi komin, aö Bandarlkjastjórn heföi frumkvæöiö og hætti aö reyna aö skeröa sjálfstæöi trans. Bani-Sadr sagöi ennfremur, aö þegar Bandarlkin hyrfu frá útþenslustefnu og hættu afskipt- um af innanlandsmálum ann- arra rikja, væri faiginn grund- völlur til aö leysa deiluna. Nánar skýröi Bani-Sadr þaö ekki, hvaö hann átti viö, en liklegt þykir, aö hann eigi viö þá hugmynd, sem hann setti fram sem utanrikisráöherra, aö Bandarikin féllust á alþjóölega rannsóknarnefnd eöa rannsókn- ardómstól, er kynnti sér fyrri Ihlutun Bandarlkjanna i málefni Iransog stjórnarferil transkeis- ara meö þaö i huga, aö honum yröi stefnt fyrir rétt og hann dæmdur fyrir afbrot sln. Þetta hafa Bandaríkin enn ekki viljaö fallast á. Mörg einræöisríki I þriöja heiminum munu heldur ekki hrifin af þessari hugmynd, þvi aö valdhafar þar gætu átt hiö sama i vændum og transkeisari, ef þeim væri steypt af stóli. Viö sama tækifæri lét Bani-Sadr þaöótvirættIljós, aö hann fordæmir innrás RUssa I Afghanistan og vel kæmi til mála, aö Iran styddi uppreisn- armenn þar. Þetta þýddi hins vegar eldci, aö tran ætlaöi aö taka upp samvinnu viö Banda- rlkin. Bæöi risaveldin væru yfir- gangssöm og hættuleg sjálf- stæöi minni þjóöa. Iran vildi þvi ekki á neinn hátt dragast 1 dilk meö þeim. Jafnframt lýsti hann yfir fyllsta stuöningi viö Palestinu- araba og frelsiskröfur þeirra. Iranir teldu þetta mál svo ná- tengt þeim, aö þeir litu öllu fremur á þaö sem innanrlkis- mál en utanrikismál. Þá tók Bani-Sadr fram, aö Iran myndi leggja sérstaka stund á góöa sambúö viö rlki þriöja heimsins, Vestur-Evrópu og Japan. Bani-Sadr BANI-SADR hefur boriö glæsilegan sigur af hólmi i for- setakosningunum. Hann hlaut um 60% greiddra atkvæöa. Hins vegar er enn ekki reynt á þaö, hvaö mikil völd fylgja forseta- embættinu. Samkvæmt nýju st jórnarskránni veröur Khomeini, sem leiötogi bylting- arinnar áfram i reynd æösti maöur landsins. Hann hefur al- gert neitunarvald og hann getur sett forsetann af og rofiö þingiö, ef í odda skerst. Þessu valdi þykir hann liklegur til aö beita, ef hann telur þaö nauösynlegt. Hitt er umdeildara, hvernig eft- irmaöur hans kynni aö beita þessu valdi, en hann myndi per- sónulega ekki hafa eins sterka stööu og Khomeini. Bani-Sadr, sem veröur fyrsti forseti trans, veröur 47 ára á þessu ári, fæddur 1933. Faöir hans var biskup eöa ayatollah. Hann var ungur settur til mennta og stundaöi nám viö há- skólann, þegar Mossadegh hófst til valda 1951, og tók hann mik- inn þátt I hreyfingu þeirri, sem myndaöist um M os s adegh .Eftir aökeisarinn hófst aftur til valda 1953, tók Bani-Sadr þátt i leyni- legum samtökum, sem unnu gegn keisarastjórninni og var tvivegis tekinn til fanga af leynilögreglu keisarans, Savak. Arið 1963 beitti Khomeini sér fyrir uppreisn gegn keisara- stjórninni og var sendur i Ut- legö. Bani-Sadr studdi uppreisn Khomeinis, særöist i átökum og var dæmdur i fjögurra mán- aöa fangelsi. Næsta ár fór hann til Parísar og dvaldi þar sam- fleytt I 15 ár. Fyrst lagöi hann stund á hagfræöinám viö Sor- bonne-háskóla, en geröist siöar kennari þar. Þegar Khomeini kom til Parisar haustiö 1978, eftir aö hafa veriö rekinn frá trak, dvaldi hann fyrst á heimili Bani-Sadr. Bani-Sadr haföi haft stööug bréfaskipti viö Khomeini á útlegöarárum þeirraog unniö fyrir hann I andspyrnuhreyf- ingu gegn keisaranum, sem Iranskir námsmenn héldu uppi I Parls. Eftir aö Khomeini kom þangaö varö samvinna þeirra mjög náin. EFTIR aö Khomeini kom til valda I Iran snemma á slöasta ári, fól hann Bani-Sadr stjórn efnahagsmála, en Bani-Sadr haföi lagt mesta stund á þau og boðaö sérstaka islamska efna- ,hagsstefnu. Um þetta efni hefur hann ritaö þrjár bækur og margar blaöagreinar. Þessum kenningum hans er nú reynt aö hrinda I framkvæmd I Iran. Jafnframt þessu var Bani-Sadr settur utanríkisráö- herra I 18 daga á siöastliðnu hausti, en lenti i minnihluta i byltingarráöinu, sem hafnaði tillögu hans um meöferö gísla- málsins. Margir fréttaskýrend- ur töldu þá, aö pólitlskum ferli hans yröi senn lokiö. Reynslan hefur sýnt, aö Khomeini ætlaöi honum annaö og meira hlut- verk. Bani-Sadr mun ekki hefjast handa um stjórnarmyndun fyrr en eftir þingkosningarnar, sem eiga aö fara fram I næsta mán- uöi. Þangað til mun byltingar- ráöiö fara áfram meö völd. Khomeini, sem liggur nú á sjúkrahúsi, hefur lýst ánægju sinni yfir þvi, aö Bani-Sadr var kosinn forseti. Vafalaust mun Bani-Sadr hafa áfram náiö sam- starf viö Khomeini, en liklegt þykir, aö Khomeini muni taka meira tillit til ráöa hans eftir aö hann er oröinn forseti. Veikindi Khomeinis geta llka haft þau áhrif, aö meira vald færist i hendur Bani-Sadr en ella. Þ.Þ. Bani-Sadr ræöir viö aöstoöarmann sinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.