Tíminn - 06.02.1980, Síða 6

Tíminn - 06.02.1980, Síða 6
6 Mlit i’n’i; Miövikudagur 6. febrúar 1980 Erlent yfirlit Loksins virðist sjást fyrir endann á þeirri stjórnarkreppu sem hér hefur rikt siðan Alþýðu- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn tóku höndum saman um það á sl. hausti að þing skyldi rofið og gengið til nýrra kosninga. Nú virðist flest, ef ekki allt, benda til þess að myndun þingræðislegrar meirihlutastjórnar takist undir forsæti dr. Gunnars Thoroddsen og með stuðningi Framsóknarflokksins, Alþýðubandalags- ins og þingmanna úr Sjálfstæðisflokknum auk Eggerts Haukdal. Fyrir liggur nú þegar að komi til atkvæða um vantraust á stjórnina muni hún njóta meirihluta- stuðnings á Alþingi. Ljóst er að slik samsteypu- stjórn hefur meirihluta i efri deild Alþingis og i sameinuðu þingi, og margt bendir til þess að a.m.k. aðalmál hennar muni ná fram að ganga i neðri deild. Framsóknarflokkurinn hefur þegar, á miðstjórnarfundi, samþykkt samhljóða að ganga til þessa samstarfs. Undirtektir Alþýðubandalagsins hafa verið mjög jákvæðar, og hefur það komið i ljós i viðræðum um málefnasamning að fátt eitt ætti að verða þar að hindrun. Virðast Alþýðubandalags- menn nú reiðubúnir að ganga mjög langt til mála- miðlunar. Enda þótt þessa stjórnarmyndun hafi borið að með óvenjulegum hætti vegna óvenjulegra aðstæðna er ákaflega margt sem hnigur að þvi að slik rikisstjórn eigi að geta orðið sterk og árangursrik. Og það er vitaskuld þetta sem skiptir meginmáli: Að mál- efnasamningur sé raunhæfur og skynsamlegur og vilji sé fyrir hendi til samstarfs hjá öllum aðilum, samstarfsvilji sem staðist getur erfiðleika og hugsanleg áföll t.d. i efnahagsmálum. Innanhússvandamál Sjálfstæðisflokksins hafa mjög blandast inn i umræðurnar um stjórnarmynd- un dr. Gunnars Thoroddsen. Þau mál koma Framsóknarmönnum ekki við. Framsóknarmenn eru ekki aðilar að þeim og hafa ekki áhuga á að blanda sér i þau. Það sem skiptir máli er að þessi tilraun dr. Gunnars hófst eftir að forseti Islands hafði falið þingheimi i heild að leita samkomulagsleiða. Þvi var það sérhverjum alþingismanni rétt og skylt að freista allra leiða. Það sem merkilegast er i augum Framsóknar- manna er það að forystulið Sjálfstæðisflokksins skyldi snúast öndvert þegar dr. Gunnari Thorodd- sen hafði tekist að opna leið til myndunar meiri- hlutastjórnar. Af hálfu Framsóknarflokksins var ekki farið á bak við forystulið Sjálfstæðisflokksins. Allt tal foringja Sjálfstæðismanna um áhuga einhverra á þvi að koma illu til leiðar á þeim bæ á þvi ekki við neitt það að styðjast sem gerst hefur á undanförn- um dögum. Þar hefur allt verið unnið af fullum drengskap af hálfu Framsóknarmanna. Sannleikurinn er sá að forystulið Sjálfstæðis- flokksins hefur haft öll tækifæri til þess að taka full- an þátt i viðræðunum. Forysta flokksins kaus þess i stað að leggjast þversum i þessu mikilvæga máli, a.m.k. á þvi stigi sem það nú er. dr. Gunnar Thoroddsen hefur tekið það fram i fjölmiðlum, að hann voni að Sjálfstæðisflokkurinn i heild muni ganga til samstarfsins. Það sem mest er um vert er að nú virðist stjórn- arkreppan leyst. 1 sjónmáli er samsteypustjórn sem á að hafa alla burði til þess að takast á við vandann af fullri einurð og ábyrgðartilfinningu. JS Ekkert lát á hryðju- verkum á Ítalíu Rikisstjóm Gossiga ríðar til falls Francesco Cossiga SÍÐASTLIÐINN laugardag lauk I neöri deild italska þings- ins umræðum, sem höföu staöiö i marga daga sökum málþófs þingmanna Radíkala flokksins, en hann er róttækur vinstri flokkur, er vann verulega á I siðustu þingkosningum. Til umræðu var frumvarp sem fól i sér mjög aukin völd lögreglunni til handa i baráttu hennar við hryöjuverkamenn. Auk málþófsins, fluttu þing- menn Radikala flokksins ekki færri en 2700 breytingatillögur viö frumvarpiö i þeim tilgangi aö tefja fyrir afgreiöslu þess. Radíkali flokkurinn taldi sig ekki andvigan frumvarpinu, sökum þess aö hann bæri hryðjuverkamenn fyrir brjósti, heldur óttaöist hann að ákvæö- um frumvarpsins, ef aö lögum yröi, myndi beitt gegn fleirum og þvi gæti þetta orðið upphaf aö fasistisku stjórnarfari. Þrátt fyrir þessa mótspyrnu Radikala flokksins, var frum- varpiö samþykkt meö yfirgnæf- andi meirihluta I neöri deildinni eöa meö 522 atkvæöum gegn 50, en 8 þingmenn sátu hjá. Þrir stærstu flokkar þingsins eöa Kristilegiflokkurinn, sósialistar og kommúnistar studdu frum- varpiö eindregiö. Allir þing- menn þeirra greiddu þvi at- kvæöi. Aöur haföi öldungadeildin samþykkt frumvarpiö og er þaö þvi oröiö aö lögum. Eins og áöur segir, eru völd lögreglunnar mjög aukin sam- kvæmt hinum nýju lögum, ef hún telur sig eiga i höggi viö hryöjuverkamenn. Lögreglan getur haldiö meintum hryðju- verkamanni i haldi og yfir- heyrslum í 48 klukkustundir, án þessaö hann geti kvatt lögfræö- ing sér til aöstoöar. Heimilt er aö milda dóma yfir hryöju- verkamönnum, sem gefa lög- reglunni réttar upplýsingar. Lögreglan getur undir vissum kringumstæöum gert húsrann- sókn, án þess aö fá til þess sér- staka heimild. Hryðjuverkamenn, sem myröa dómara eöa lögreglu- menn, skulu dæmdir skilyrðis- laust I lifstiöarfangelsi. Dauöa- refsing hefur veriö afnumin á Italiu. ÞÓTT lögreglan hafi mjög hert baráttuna gegn hryöju- verkamönnum siðan þeir rændu og myrtu Aldo Moro voriö 1978, hefur hryöjuverkum ekki linnt. Cossiga og Pertini forseti. Rúmlegu 200 menn hafa veriö handteknir siðan, grunaöir um aöild aö hryöj uve rkum, o g hefur sannazt á flesta þeirra. Nýir hryöjuverkamenn viröast hafa bætzt i hópinn I staö þeirra, sem handteknir hafa veriö. Þaö gerir starf lögreglunnar erfiöara og flóknara, aö hryöju- verkamennirnir starfa i hópum, sem hafa litið eöa ekkert sam- band sin á milli. Hinn 6. janúar siöastliöinn myrtu hryöjuverkamenn Santi Mattarelle, sem var formaöur fylkisráösins á Sikiley og áhrifamesti leiötogi kristilegra demókrata þar. Hann var skot- inn, þegar hann var að koma heim frá messu, ásamt fjöl- skyldu sinni. Mattarelle var, likt og Moro, fylgjandi samstarfi við kommúnista. Vinstrisinnuö samtök hryöjuverkamanna hafa lýst sig bera ábyrgð á moröi hans. Yfirieitt hafa öll vinstrisinnuð samtök hryðju- verkamanna lýst sig andvig samvinnu kristilegra demó- krata og kommúnista, þvi aö hún hafiekki annaö markmiöen aö viöhalda hinu borgaralega kerfi, en þaö vilji þau leggja i rúst. Tveimur dögum eftir aö Mattarelle var myrtur, felldu hryöjuverkamenn þrjá lög- regluþjóna i Milanó. Hryöju- verkamennirnir geröu skyndi- árás á bifreiö, sem lögreglu- mennirnir voru i, og skutu á hana 30 vélbyssuskotum, sem uröu lögreglumönnum að bana áður en þeir gátu snúizt til varnar. Siöan hurfu hryðju- verkamennirnir af vettvangi, án þess aö til þeirra næðist. Alls hafa 29 lögreglumenn verið myrtir siðan 16. marz 1978, þegar Moro var rænt. ÞAÐ var Italski forsætisráö- herrann, Francesco Cossiga, sem haföi forustu um setningu áöurgreindrar löggjafar. Ein stjórnarkreppan enn virö- ist nú framundan á Itallu, og lagöi Cossiga þvi allt kapp á að fá frumvarpiö samþykkt áöur en til hennar kæmi. Bæöi kommúnistar og sósialistar féll- i ustáþessaafstööuhans,entóku jafnframt fram, aö þetta þýddi siöur en svo stuöning viö rlkis- stjórnina. Cossiga myndaði stjórn eftir þingkosningarnarl fyrra aö lok- inni langri stjórnarkreppu. Stjórn hans hefur byggt tilveru slna á þvi, aö só.sialistar hafa variö hana falli. Nú hafa þeir afturkallaö þennan stuöning og boriö fram kröfu um myndun eins konar þjóöstjórnar, sem kommúnistar ættu aðild aö. Sósialistar telja hryöjuverka- starfsemina og efnahagserfið- leikana svo stór vandamál, að flokknum beri að gera sam- eiginlegt átak til lausnar á þeim. Italskir kommúnistar lýsa sig enn sem fyrr fúsa til stjórnar- þátttöku meö kristilegum demókrötum. Þeir hafa auö- veldaö hinar sögulegu sættir meö þvi aö lýsa yfir megnri andúö á innrás Sovétrlkjanna I Afganistan. Kristilegir demó- kratar eru hins vegar mjög skiptir um þaö, eins og áNir, hvort ganga skuli til samstarfe viö kommúnista. Stjórn Cossiga er sú 38.1 röð- inni slöan siöari heimsstyrjöld- inni lauk. Þ.Þ. Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Slöu- múla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr. 4.500 á mánuöi. Loks fundin leið Blaöaprent. ý V

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.