Tíminn - 15.02.1980, Side 3

Tíminn - 15.02.1980, Side 3
Föstudagur 15. febrúar 1980. 3 62. Búnaðarþing: Bjargráðasióð skortir 1,1 milljarð FRI — Bjárgráðasjóður þarf til útlána á þessu ári 1.750 millj. kr. en hefur aðeins fengið upp iþaö 130 millj. kr. hjá Viðlagatrygg- ingum og bráöabirgðavixla bank- anna 300 millj. kr. Til þess að Bjargráöasjóður geti reitt fram- angreind útlán skortir hann þvi 1,1 milljarð. A þessu ári eru tekjur sjóðsins áætlaðar 545,4 millj. kr og hrökkva þvi tekjur skammt upp i útgjöld. Þessar upplýsingar komu fram I máli Asgeirs Bjarnasonar for- manns Búnaðarfélags Islands er hann setti 62. þingið með ávarpi. Lán Bjargráöasjóðs eru sem hér segir: vegna veiðarfæratjóns 130 millj., vegna vorharðinda 70 millj., vgna heyskorts á N og NA landi 1100 millj., vegna uppskeru- tjóns á kartöflum 225 millj. og vegna styrkja við flutning á heyi og. graskögglum 225 millj. í máli sinu sagði Asgeir að nú væri liðin öld siðan samfelld búnaðarfræðsla hófst hér á landi með brautryðjendastarfi Torfa Bjarnasonar að Ólafsdal i Dala- sýslu en skólinn þar varð fyrir- mynd þeirra er siðar komu. Asgeir stiklaði á stóru i búnaðarfræðslunni og minnti á að bændaskólinn að Hólum væri að veröa aldargamall og margt þyrfti að gera til aö færa skólann i takt við timann. Hann minnti einnig á að timi væri kominn til að starfræktur yrði skóli á Suður- landi einu blómlegasta héraöi landsins. Auk þess kvað Asgeir alltof fáa bændur hafa sótt búnaöarskóla eða innan við 20%. „Hver er ástæðan?” spurði Asgeir. „Eiga skólarnir einhver þátt i þvi aö fyrirkomulag þeirra eða er búskapur talinn svo auöveldur i framkvæmd aö þeir sem hann stunda þurfa enga fagmenntun?” Markmið Þrátt fyrir kulda og slæmt tiðarfar á siöasta ári aftraði það bændum ekki frá þvi að standa i umbótum, þvi stofnlánadeild landbúnaöarins veitti 974 lán til bænda að upphæð 2,970 millj. kr. öll lánin eru 100% visitölubundin en maö lágum vöxtum. Sagði Asgeir að vonandi tækist að gera Stofnlánadeildina öfluga svo hún gæti orðið styrk stoð fyrir upp- byggingu i landbúnaði þvi bændur hefðu ekki i önnur hús að venda með lánafyrirgreiðslu. Stjórn Bjargráðasjóðs hefur samþykkt að óska eftir að lögum hans verði breytt þannig að fram- lög sveitarfélaga hækki úr 150 kr. á mann I 300 kr. og að búnaðar- málasjóösgjald hækki úr 0,3% i 0,6%. Næöi þetta fram aö ganga þá mundu tekjur sjóðsins hækka um 300 millj. kr. á ársgrundvelli. Asgeir minnti á nokkur mikils- verð atriði sem komu fram á sið- asta Búnaöarþingi þegar það fjallaði um breytingar á fram- leiösluráöslögum og þingsálykt- anir um stefnumörkun i landbún- aði: 1. Byggð verði viðhaldiö i öllum meginatriðum. 2. Búvöruframleiösla fullnægi jafnan innanlandsþörf, leggi til iðnaðarhráfefni og beinist aö útflutningi, þegar viðun- andi verðlag næst erlendis. 3. Tekjur og félagsleg aöstaöa sveitafólks sé sambærileg viö það, sem aörir landsmenn njóta Til að ná þessum markmiðum þarf: aö endurbæta lög um Fram- leiðsluráö landbúnaðarins o.fl. með tilliti til framleiöslu- stjórnar og samræma fram- kvæmd þeirra laga og hag- stjórnaraögerðir hins opin- bera (s.s. niöurgreiöslur, verðtryggingu, byggðastuðn- ing o.fl.) til að laga fram- leiðsluna að markmiði hverju sinni. að miða mjólkurframleiðslu sem mest viö innanlandsneyslu og leitast við að jafna hana eftir árstiðum. að koma á framleiðslu- og sölu- skipulagi, sem nái til allrar kjötframleiðslu i landinu, svo að unnt veröi að hafa áhrif á hlutfalliö milli framleiöslu- greina. aö auka hagfræöileiðbeiningar til bænda og vinna að auknu bú- reikningahaldi. að stuðla aö bættri heyverkun hjá bændum og efla 1 innlendan fóðuriðnaö. að efla rannsóknarstarfsemi, sem stuðlar að hagkvæmari búskap. aö styöja fjölbreyttari atvinnu- möguleika i dreifbýli, bæöi nýjar og eldri aukabúgreinar, nýtingu hlunninda og iönfyrir- tæki.” I lok ávarps sins bauö Asgeir fulltrúa og gesti velkomna og kvaö 62. Búnaðarþing sett. Búnaðarþingsfulltrúar'hlýða á ávarp Asgeirs Bjarnasonar formanns Búnaðarfélags tslands. Timamynd G.E. Bæklingur frá utanríkisráöuneytinu: Réttur Islendinga við Jan Mayen GJALDEYRISDEILD BANKANNA LÖGÐ NIÐUR INNAN SKAMMS „t viðræðum við norsk stjórnvöld hefur sendinefnd tslands eingöngu viljað fjalla um réttindi tslendinga út fyrir 200 landhelgi islands til fiskveiða og á hafsbotninum”, segir Björn Bjarnason m.a. I grein sem hann ritaði fyrir nokkru i norskt tima- ritum alþjóðamál. Greinin fjallar um Jan Maeyn málið, og hefur utanrikisráðuneytið nú gefið hana út sem sérprent. I grein sinni gerir Björn Bjarnason grein fyrir Jan Mayen málinu, aðdraganda þess og þvi sem gerst hefur i viðræðum um málið og þróun hafréttar aö þvi er að Jan Mayen lýtur. Hann rekur röksemdir sem fram hafa komið og gefur m.a. stutt yfirlit yfir sögu norskra yfirráða á eynni i norðri og lýsir þeim athugasemd- um sem islensk stjórnvöld gerðu þegar þeim var fyrst tilkynnt um fyrirætlanir Norðmanna norður þar um töku eyjarinnar. Björn segir m.a. um afstöðu íslendinga: „Þeir hafa viðurkennt norsk yfirráð yfir eynni að þvi er snertir rekstur veðurathuganastöðvar þar, en ætla sér sama rétt til nýt- ingar Jan Mayen svæðisins sem aörar þjóöir, t.d. Norðmenn. Islendingar hófu loðnuveiðar við Jan Mayen á undan Norð- mönnum. Þeir munu standa á rétti sinum til þessara veiöa og annarra til jafns á við Norðmenn. Islendingar vilja einnig fá viður- kenndan rétt sinn til auðlinda á hafsbotninum umhverfis Jan Mayen.” í greininni rekur Björn Bjarna- son ágreining íslendinga og Norðmanna, en nefnir aö hugsan- legtsé að varnarstöð Atlantshafs- bandalagsins á Islandi geti dreg- ist inn i málið ef deilan harðnar af hálfu Norðmanna. Loks tekur Björn Bjarnason. Björn það fram að þjóöirnar eiga mikilla sameiginlegra hagsmuna að gæta I þessu máli, og að lausn ætti að finnast sem treysti enn frekar góð og náin samskipti þeirra. JSS — Gjaldeyrisdeild bankanna verður lögð niður I núverandi mynd innan skamms og er gert ráð fyrir að þaö verði I kringum fyrsta april n.k. I stað hennar hef- ur nýlega verið skipuð svokölluð samstarfsnefnd um gjaldeyris- mál. 1 henni eiga sæti: Þórhallur Ásgeirsson, formaður frá viö- skiptaráðuneyti, Björn Tryggva- son frá Seölabanka, Helgi Bergs frá Landsbanka og Armann Jakobsson frá Útvegsbanka. Hef- ur nefndin þegar tekið til starfa. Meö þessu nýja fyrirkomulagi er fyrirhugað að flýta mjög gjald- eyrisafgreiðslu I bönkum með þvi aö gefa þeim talsvert viðtækar heimildir til að afgreiöa gjaldeyr- isumsóknir þ.e.a.s. aörar en vöruumsóknir, sem eru að lang- mestu leyti komnar á frilista. Þær greiðslur, sem bankarnir fá aukið svigrúm til að afgreiða eru svokallaðar duldar greiöslur, auk þess sem þessi breyting er ætluð til að flýta allverulega fyrir af- greiðslu ferðamannagjaldeyris. Jafnhliða veröur tekin upp reiknistofufærsla á öllum gjald- eyrisafgreiðslum þannig að gjaldeyrisviðskipti verði greiðari og frjálsari. Samstarfsnefndin um gjaldeyr- ismál hefur sem fyrr sagöi tekiö til starfa og vinnur að gerö nýju reglanna, sem ráöuneytiö gefur siðan út. Eins mun hún afgreiöa umsóknir þeirra, sem eru um- fram þeirrar heimildar sem bankarnir fá. Lif og land: Borgarafundur að Kjarvalsstöðum FRI — Dagana 16-17. febrúar verður haldinn að Kjarvalsstöð- um borgarafundur á vegum Lífs og lands um list. Á blaðamanna- fundi sem samtökin héldu i gær sagði Jón Óttar Ragnarsson for- maður samtakanna að ástæðan fyrir þvi að Lif og Lands, sem eru umhverfisverndarsamtök, héldu þennan fund væri sú að samtökin vildu stuðla að fegurra og mann- eskjulegra umhverfi en lista- menn heföu ávallt stuðlað að þeim markmiðum. Þrjú meginþemu verða til um- i<æðu á fundinum, staða listar, að- staða listar og listfræðsla og mun fjöldi listamana taka til máls á fundinum. Hver hefur 10 minútur til um- ráða til að skýra frá máli sinu en að loknum þeim ræðum á seinni deginum munu verða umræður þar sem 15 manns sitja við pall- borð og svara fyrirspúrnum áheyrenda. Dagskrá fundarins veröur birt i heild seinna I blaðinu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.