Tíminn - 17.02.1980, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.02.1980, Blaðsíða 2
Sunnudagur 17. febrúar 1980. Margrét og Machiko á æfingu I Góbtemplarahúsinu. Ég verð að fara í þagnar- bindindi af og til — segir Margrét Pálmadóttir, sem stundar nám við óperudeild Tónlistarháskólans í Vínarborg, en hún heldur þrenna tónleika hér á næstunni ásamt vinkonu sinni Machiko Sakurai. — Þaö má segja að ég syngi fyrst og fremst vegna þeirrar ánægju sem söngurinn veitir mér og þar sem ég var stödd hér heima i vetrarfríi fannst mér tilvalið að halda hér tónleika. Það er ung hafnf irsk söngkona, Margrét Pálmadóttir sem þetta mælir, en hún heldur nú á næstunni þrenna tónleika hér á landi, ásamt vin- konu sinni, japanska píanóleikaranum Machiko Sakurai. Þær stöllur stunda báðar nám við Tónlistar- háskólann í Vínarborg, en þar i borg hefur Margrét nú verið búsett í bráðum fjögur ár, ásamt eiginmanni sínum Sverri Hermannssyni, syninum Maríusi Her- manni 6 ára og yngsta f jölskyldumeðlimnum sem er aðeins 1 árs og heitir Hjalti Þór. Þær Margrét og Machiko voru á æfingu i Góötemplarahúsinu i Hafnarfir&i er viB litum þar inn i siBustu viku og eins og viö mátti búast var ekki boöiö upp á neitt sterkara en gosdrykki i þvi húsi. Viö spuröum Márgréti fyrst aö þvi, hvenær hún hef&i byrjaö söngnám. — Aöur en ég hélt- til Vinar- borgar haföi ég veriö viö nám hjá Elisabetu Erlingsdóttur i Tónlistarskóla Kópavogs I fjög- ur ár, en auk þess haf&i ég áöur sungiö I kór. Ég haföi þaö mik- inn áhuga á söngnum aö ég sótti um skólavist í Vinarborg — fór i inntökupróf sem ég náöi, og nú er ég búin a& vera hálft fjóröa ár i söngnámi viö Tónlistarháskól- ann i Vinarborg. Þaö er fslensk kona Svanhvít Egilsson sem er aöalkennari minn viö skólann, en hún er búin aö vera búsett i Vinarborg i um 20 ár, aö ég held. — Hvaö er þetta langt nám og hvaö tekur viö aö þvi loknu? — Námiö tekur átta ár og þá fyrst get ég talist fullmenntuö söngkona. Ég er 1 ljóöa óra- tóriudeild eöa óperudeild skól- ans en hvaö viö tekur aö loknu námi er ekki gott aö segja. Ætli ég ver&i þá ekki „bara hús- móöir”. En svo viö sleppum öllu gamni, þá langar mig helst til þess aö syngja og gera ekkert annaö, og það er ástæöan fyrir þvi aö ég legg þetta nám á mig. Annars læt ég hverjum degi nægja sina þjáningu og foröast aö hugsa langt fram i timann. — Er söngnámiö ekki strang- ur skóli? — Jú, þaö má vist segja þaö. Ég æfi yfirleitt þetta fjóra tima á dag, alla daga vikunnar en fyrir kemur aö maður veröur aö fara i þagnarbindindi til þess aö hvila röddina og þess eru jafn- vel dæmi aö kennararnir banni manni aö tala á me&an á þessu bindindi stendur. —Er þetta þá einhvers konar meinlætalif? — Ekki vil ég segja þaö en maöur veröur aö neita sér um ýmislegt sem öörum finnst sjálfeagt, s.s. áfengi og tóbak og ekki þýöir aö stunda skemmtanalifiö ef einhver árangur á að nást. Þetta er þvi e.t.v. hálfgert meinlætalif, en i sta&inn má eiga von á góöum árangri og ætli þaö reki mann ekki áfram. Er hér er komiö sögu er ekki laust viöaö myndirnar af öllum helstu templurum Hafnar- fjaröar og landsins sem skreyta veggi Góötemplarahússins séu orönar örlitiö hýrari á svipinn og gott ef sumar þeirra lita Margréti bara ekki með vel- þóknunarsvip. En við spyrjum Margréti hvort það sé bara metnaöurinn sem rekur hana á- fram. — Nei, þaö held ég ekki. Ég er ekki þaö metnaðargjörn, en ef maöur heíur einu sinni komist i kynni viö sönginn og lagt stund á hann þetta lengi þá er erfitt aö snúa viö og neita sér um aö ná lengra. — En hvernig er að búa I Vinarborg? — Þaö er mjög gott aö mörgu leyti og hvaö sönginn varöar, þá býst ég ekki viö þvi aö til sé betri staður. Þarna eru saman- komnir allir bestu söngvarar heims og tónlistarlifiö stendur meö miklum blóma. Þarna er boðið upp á allt þaö besta sem til er á hverjum tima, og þaö eitt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.