Tíminn - 17.02.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.02.1980, Blaðsíða 7
■ Sunnudagur 17. febrúar 1980. 7 ráð. Reynslan er einskis metin. Það er okkar tragedia”. Islendingar gera lltið fyrir mik- ið, en ekki mikið fyrir lltið.” Hvað meinarðu með þessu siðasta? Daggjöldin, sem við fáum eru þau lægstu á landinu. Litla- Grund er byggð án þeirra. Ég er oft spurður að þvi af útlending- um hvernig þetta sé hægt og svara þvl þá til, að þetta sé vinna, skipulag og langt starf, byggt á reynslu. Ég hef fariö til allra heilbrigðisráðherra nýrra og boðiö fram hjálp mlna. „Ef ég get eitthvað hjálpað ykk- ur...” Þeir hafa veriö afar kurt- eisir allir, en þeir kunna allt og þurfa enga hjálp. Nú hefur á- hugi á öldruðum aukist, enda er allt komiö I „kaos”. Fólki yfir áttrætt f jölgar svo mikið miðað við aöra aldursflokka. Þá fer heilsan að bila og hver á að taka viö heilsubiluöu gömlu fólki? Ég hef alltaf lagt þann skilning I þessi mál, að á hjúkrunarheim- ili eigi að vera fólk, sem sé sæmilega sjálfbjarga. Sjúklingar eigi hins vegar að vera á langlegudeildum við sjúkrahús. Við getum ekki veitt þá þjónustu, sem sjúkrahús eiga að veita. „Þegar við fækkum eykst neyðin” Það hefur einmitt verið hart deilt á hjúkrunardeildir Grund- ar og Hrafnistu og ungir hjúkrunarfræðingar hafa sagt við mig, að þeir kviðu þvf að koma þangað inn. Ég verð bara að bjóða þeim að koma og sjá. Sjón er sögu rlkari. Við höfum ekki starfs- menn á hverjum fingri og ég viðurkenni, að á hjúkrunar- deildunum er allt of þröngt, — af þvl að hinir hafa ekki gert neitt. Við höfum fækkað um 60 á Grund, frá þvi að mest var og ég mun fækka um 20 pláss á þessu ári. Við þær aögeröir eykst neyðin og þá er ekki gaman fyrir mig að vera ákontórnum. Við höfum að mannúðarástæð- um oröið að fara langt út yfir það hlutverk, sem við ætluðum okkur I fyrstu, vegna þess hve rlki og bær hafa trassað að koma upp langlegudeildum. Ég ætla einmitt að rita grein um þessi mál I næsta „Heimilis- póst”. Litlu-Grund er ætlað stórt hlutverk Byrjaö var á byggingum við Hringbraut 50 árin 1928-1929 og stofnunin Grund vex hröðum skrefum. „Faðir minn og félagar hófu þetta starf árið 1922, segir GIsli. Þá var aösetur Grundar við Kaplaskjólsveg og vistmenn 26 að tölu”. Stofnunin telur nú Grund, Minni-Grund, As Asbyrgi og Litlu-Grund, sem nú er fokheld. Vistmenn eru 520 og á Litlu-Grund verður pláss fyrir 21 mann. Eins og vænta mátti er Litlu - Grund ætlað stórt hlutverk og GIsli bindur miklar vonir við starfsemina, sem þar á að fara fram. Litla-Grund er á fjórum hæö- um og er ætlað að vera þjónustu miðstöð, föndur- og félagsmið- stöð fyrir aldraða I Vesturbæn- um. Tvær fyrstu hæðirnar verða undir þá starfsemi. A tveimur efri hæðunum eru svo Ibúðir og einbýli fyrir fólk, sem hefur sæmilega heilsu. Forgöngu hefur starfsfólk, sem var starf- andi við stofnunina fyrir fjölda mörgum árum, en þó ekki skemur en 10 ár I starfi. Her- bergjaskipan á efri hæðum er nánar tiltekið þannig: Tvær 50 fermetra Ibúðir fyrir fjóra, tvær 80 fermetra Ibúöir fyrir fjóra, 9 einbýli og tvö tvlbýli. Húsið allt er 370 fermetrar að stærð, hver hæð. Það er mjög laglegt að utan og fellur vel inn I umhverfi sitt. Þakskeggið er lit- rikt, gult og rautt og allir gluggakarmar bláir að lit. Yfir dyrum á suöurhlið, aðaldyrum, mun koma langt og mikiö skyggni, sem setur nýtiskuleg- an svip á húsið. A bakhlið er veggskreyting, sem táknar geisla kvöldsólarinnar og á að minna á sólrlkt ævikvöld. Inn- réttingarnar verða úr léttum gipsplötum, sem felldar eru á stálgrind, þannig að hægt verð- ur að breyta notkun hússins að vilcL Arkitekt Litlu-Grundar er Þórir Baldvinsson, en Verk- fræðistofa Gunnars Torfasonar hefur umsjón með verkinu. „Fólk sá að sér og hætti að kjósa þá” Gisli á nú alla húsaröðina við Brávallagötu beggja vegna Litlu-Grundar, — hvað annaö? Hann stóð I löngu streði við borgaryfirvöld um það að fá að byggja á þessum stað, enda þótt þarna væri byggingarlóð skv. skipulaginu og aðra baráttu háði hann við bygginganefnd, sem ekki vildi samþykkja teikningarnar af húsinu. „Sag- an af Litlu-Grund er sorgaraga, saga um skilningsleysi borgar- yfirvalda”, segir GIsli. „En fólk sá að sér og hætti að kjósa þá”, bætir hann síðan við með kímni. GIsli hefur áður haft á oröi, að það sem Sjálfstæðismenn þyldu allra sist, væru sjálfstæðir menn... Skyldi nú aldrei vera? „Lóðina undir Litlu-Grund gaf Reykjavikurborg og ber að þakka það. Er Brávallagatan okkar megin þar meö úr sög- unni og heitir allt Hringbraut 50 nú. Við ætlum að gera snyrti- legt þarna I kring og munum lækka götuna. Með þvi móti fá- um við jarðhæð, en ekki kjall- ara. Gamalt fólk á ekki að vera neðanjarðar með slna skemmti- starfsemi. Það á að vera virðu- legt I kringum það alla tlð.” Markmið ellihjálparinnar margþætt Blaðamaður og ljósmyndari gengu nú um húsakynnin. Þar var unnið af fullum krafti. Sementsrykið er enn I algleymi, svo að forstjórinn beið okkar úti, — hann hefur nenfilega of- næmi fyrir þessu ryki. Nafni hans Sigurðsson, starfsmaður á Grund slóst I för með okkur og visaði okkur á helstu staðina: Texti: FI Litla Grund er fokheld. Þar Innréttingar verða léttar, svo að auðvelt verður að breyta notkun hússins, ef út I það fer. Hér sést Magnús verkfræðingurinn á staönum. Sérstaka snyrtideild, þar sem verður rakari og hárgreiðslu- kona. Einnig fótsnyrting. Sérstakt baðherbbergi fyrir aldrað fólk úr Vesturbæ, en margir þora ekki að baða sig einir á efri árum og þurfa nauð- synlega á aðstoð að halda við það. Þeir veröa á grænni grein, eftir að þjónustumiöstöðin verð- ur komin upp. Stóran föndursal ætlaðan fyrir vistmenn Grundar og gesti. Að sjálfsögðu er slík að- staða fyrir hendi á Grund fyrir þá, sem eru svo lasburöa að þeir komast ekki milli húsa. I þjónustumiðstöðinni verður einnig aðsetur svokallaðrar elli- hjálpar. Það er ný starfsemi og dugir nú ekki minna en útskýr- ingar Glsla á Grund: „Mark- miðið með ellihjálpina er aö hjálpa fólki til sjálfsbjargar. Til ellihjálparinnar á fólk að geta leitað með ýmis mál, félagsleg- og tæknileg. Við skulum taka sem dæmi leiðbeiningar um við- hald á húsum. Við ætlum I þeim efnum að reyna að gera mikið fyrir litið. Fólk trassar oft að gera nauðsynlegar endurnýjan- ir eöa viðgerðir á húsum sinum og verða þau þar með verðlaus. Þetta er hægt að koma I veg fyrir með smáhjálp. Annað dæmi: Kona á Ný- lendugötunni vill komast i minni Ibúö. Þá gætum við hjálpað henni. Við gætum einnig gefið ráðleggingar I peningamálum. „Fögnum því, ef áhugasamt fólk hefði samband við okkur” 1 áætlun okkar er langur kafli um félagsmál. Það er mikiö at- riði fyrir manninn að þurfa ekki að vera einn. Einveran drepur flesta. Nokkur herbergi eru ætl- uö fyrir klúbbstarfsemi og fundastarfsemi Hvers konar. Það væri t.d. gaman að stofna klúbb, þar sem saman gætu komið fyrrverandi alþingis- menn og aðrir heiðursmenn. Þar væri hægt að rabba saman I rólegheitum yfir kaffibolla og meölæti. Allt selt ódýrt. Ég er á móti ölmusu, þú skilur. Þessi fallegu herbergi gætu ýmsir nýtt sér. Nú eru t.d. ein- hverjar gamlar konur, sem vilja halda bridge kvöld við og við. Þær gætu þá komið hingaö án mikillar fyrirhafnar og spil- að og fengiö sér kaffi I leiðinni. Allt stendur þetta og fellur með skipulagningunni. Ég er einmitt um þessar mundir aö leita að duglegu fólki til að byggja upp þessa starfsemi. Þetta er ekkert einkamál okkar og við fögnum þvi, ef áhuga- samt fólk hefði samband við okkur til þess að flýta fyrir skipulagningu og ef til vill koma fram meö nýjar hugmyndir. Við erum opin fyrir sliku. Blaða- manni þakka ég fyrir komuna. Hún er sú fyrsta, sem spyr fregna af Litlu-Grund I marga mánuöi og ég býð henni hér með að koma til K' erageröis og skoða sig um I bækistöðvum okkar þar”. Þetta boð verður að sjálfsögöu þegið, sem fyrst. Myndir: GE veröur auk þjónustumiðstöðvarinar aðsetur fyrir 21 mann, gamalt starfsfólk Grundar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.