Tíminn - 17.02.1980, Qupperneq 8

Tíminn - 17.02.1980, Qupperneq 8
8 Sunnudagur 17. febrúar 1980. Wmmrn Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Heigason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sföu- múla 15. Simi 86300. — Kvöidsfmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö f lausasölu kr. 230.- Askriftargjaid kr. 4,500 á mánuöi. Blaöaprent. Dalabyggö Alexander Stefánsson og fimm þingmenn aðrir, sem hafa náð kosningu i Vesturlandskjördæmi, hafa nýlega lagt fram i Sameinuðu þingi ályktun um að skora á rikisstjórnina ,,að hlutast til um að fullfrágengin Dalabyggðaráætlun hjá Fram- kvæmdastofnun rikisins, byggðadeild, verði gefin út og fjármögnuð til framkvæmda 1980”. 1 greinargerð tillögunnar segir á þessa leið: „Framkvæmdastofnun rikisins hóf vinnu við Vesturlandsáætlun, þ.e. byggðaáætlun fyrir Vestur- land, árið 1974 i samráði við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Hefur þvi starfi verið haldið uppi siðan og hafa verið gefnar út ýmsar tölulegar upplýsingar um stöðu landshlutans, sem teknar hafa verið fyrir á aðalfundum Samtaka sveitarfélaga i Vestur- landskjördæmi og innan Framkvæmdastofnunar rikisins. Þegar upplýsingar lágu að miklu leyti fyrir um stöðu Vesturlands i byrjun árs 1977, var ljóst, að al- hliða byggðaþróunaráætlun fyrir heil kjördæmi skilaði ekki þeim árangri sem vonir stóðu til. Var sú stefna tekin i áætlunargerð á Vesturlandi, i samráði við Samtök sveitarfélaga að takmarka áætlunar- starfið við eitt byggðasvæði hverju sinni. Byggðirnar á Vesturlandi hefur Framkvæmda- stofnun skilgreint til áætlanagerðar þannig: Dala- byggð — Snæfellsnesbyggð — Borgarf jarðarbyggð og Akranesbyggð. — A grundvelli þeirra gagna, sem aflað hefur verið og unnið úr um stöðu Vestur- lands, voru allir sammála um að Dalabyggð var hvað verst á vegi stödd, m.a. vegna stöðugrar ibúa- fækkunar, einhæfs atvinnulifs og lágra brúttótekna. Var þvi ákveðið að hefja störf að byggðaþróunar- áætlun fyrir Dalabyggð. Var skipulega unnið að þessari áætlunargerð i fullri samvinnu við heima- menn og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Var þessu verki lokið að fullu i byrjun árs 1979. Hafði áætlunin verið kynnt rækilega, m.a. fulltrúum stjórnvalda, rikisstofnana og hagsmunasamtaka, sveitarstjóma, búnaðarsambanda o.fl. Endanlegar tillögur áætlunarinnar hlutu meðmæli frá öllum aðilum, sem leitað var til, enda ljóst að framkvæmd hennar mun leiða til framfara á svæðinu. Þegar kom að afgreiðslu málsins i stjórn Fram- kvæmdastofnunar rikisins á s.l. vori, stöðvaðist málið. Stjórnin vildi ekki samþykkja áætlunina til framkvæmda. Við það situr. Hefur áætlunin ekki verið gefin út né send til rikisstjórnar. Hefur þetta valdið miklum vonbrigðum, ekki aðeins i Dala- byggð, heldur einnig viðs vegar um byggðir lands- ins og i Samtökum sveitarfélaga sem telja til litils að leggja vinnu og f jármagn i áætlanagerð ef hún i reynd á að vera aðeins pappirsgagn”. Flutningsmenn vitna siðan til ýmissa ákvæða i lögunum um Framkvæmdastofnun rikisins þar sem segir, að það sé öðru fremur tilgangur Byggðasjóðs að bæta búsetu i héruðum, sem standi höllum fæti og koma þannig i veg fyrir að lifvænlegar byggðir fari i eyði. Að lokum segja flutningsmenn að það sé tilgangur þeirra með flutningi þessarar tillögu að fá viljayfir- lýsingu Alþingis um að þessi fullgerða byggða- þróunaráætlun nái fram að ganga i samræmi við lög og tilgang Byggðasjóðs með það meginmarkmið að styrkja byggð á þessu svæði. Tölulegar staðreyndir sanni, að byggð i Dalasýslu sé i verulegri hættu, ef ekkert verði gert til að koma i veg fyrir það. Þ.Þ. Erlent yfirlit Við getum verið vinir en ekki bandamenn Afstaða valdhafa Saudi-Arabíu til Bandaríkjanna Brzezinski og Saud utanrlkisráöherra. BRZEZINSKI, aöalráBunaut- ur Carters í öryggismálum, og Warren Christopher, aöstoöar- utanrlkisráöherra, fóru nýlega til Pakistan til viöræöna viö ein- ræöisherrann þar um aöstoö Bandarikjanna viö aö efla varn- ir landsins. A heimleiöinni komu þeir viö I Riyadh, höfuö- borg Saudi-Arabiu. Sagan segir, aö þegar Saud prins, utanrikisráöherra, tók á móti þeim á flugvellinum, hafi Christopher komizt svo aö oröi, aö gott væri aö vera kominn tií lands vina sinna. Saud svaraöi meö heföbundinni arabiskri kurteisi: Vinir eru stundum betri en bandamenn. Síöan hafa ýmsir fréttaskýr- endur lýst afstööu valdamanna i Saudi-Arabiu til Bandarlkjanna meö þessum oröum: Viö getum veriö vinir, en ekki bandamenn. Rétt áöur en þeir Brzezinski og Christopher komu til Riyadh, haföi Fahd krónprins og for- sætisráöherra, sem talinn er valdamesti maöur Saudi- Arablu, látiö fréttastofu rikisins hafa þaö eftir sér, aö Saudi-Ara- bla hafnaöi aöild aö öllum hern- aöarlegum samningum, varnarbeltum og áhrifasvæö- um. Meöan þeir Bezezinski og Christopher dvöldu I Riyadh, ræddu þeir Itarlega viö Saud utanrlkisráöherra og áttu einnig viötal viö Fahd forsætisráö- herra. Orörómur segir, aö Saud og Fahd hafi tekiö vel þvi fyrir- heiti Carters, aö Bandarikin myndu koma til aöstoöar, ef rik- in á Arabluskaga yröu fyrir á- rás. Jafnframt hafi þeir þó tekiö fram, aö þeir höfnuöu banda- rlskum herstöövum I Saudi- Arabiu og þeir myndu heldur ekki leyfa Bandarikjaher afnot af flugvöllum og höfnum i land- inu. ÞESSI afstaöa ráöamanna Saudi-Arablu stafar ekki af þvl, að þeir óttist ekki Rússa. Saudi- Arabla haföi forustu um þaö á utanrlkisráöherrafundi ís- lömsku rikjanna I Islambad aö fordæma harölega innrás RUssa I Afganistan. Saudi-Arabla var llka eitt fyrsta rlkið til aö lýsa yfir þvl, aö þátttaka I ólymplu- leikunum kæmi ekki til greina, ef þeir væru haldnir I Moskvu meöan rússneskur her væri I Af- ganistan. Viö mörg tækifæri hafa stjórnendur Saudi-Arablu hvatt til samstööu íslömsku rikjanna gegn rússneskri út- þenslustefnu. Jafnhliöa hafa þeir svo lagt á- herzlu á, aö þetta þýöir ekki, aö Saudi-Arabla sé aö ganga I bandalag viö hitt risaveldiö, Bandarikin, og hyggist veita þvi hernaöarlega aöstööu I landinu. Fahd forsætisráöherra. Svipuö þessu viröist afstaöa ráöamanna allra rlkjanna viö Persaflóa, þegar Oman er undanskiliö. FLJÓTT á litiö kann ýsmum aö þykja þetta undarleg af- staöa. Valdamenn þessara rlkja óttast Rússa og telja inn- rás þeirra I Afganistan alvar- lega viövörun. Samt vilja þeir ekki gerast bandamenn Banda- rikjanna. Margt er þaö, sem veldur þessari afstööu. Eftir Vietnam- styrjöldina eru loforö Banda- rikjanna ekki metin eins og áö- ur. Herstöövar Bandarlkja- manna á Arabluskaga gætu lika alveg eins oröiö til aö auka spennuna og aö draga úr henni. Framar öllu er þaö þó ein á- stæöa, sem veldur þessari af- stööu. Þaö er óttinn viö lsrael og hin mikla aöstoö, sem Banda- rlkin hafa veitt og veita Israel. I augum almennings I þessum rlkjum er Israel fjandmaðurinn númer 1. Þó aö almenningur I þessum löndum líti þaö alvarlegum aug- um, aö Rússar hernemi Afgan- istan, er þaö litið enn alvarlegri augum, aö tsrael sýnir engin merki þess, aö þaö ætli aö láta af hendi hernumdu svæöin á Vesturbakkanum og Gazasvæö- inu. tsraelsstjórn sýnir jafn- framt öllmerki þess, aö hún ætli að gera Jerúsalem aö hreinni Gyöingaborg. Almenningur I þessum lönd- um álítur aö raunverulega beri Bandarlkin meiri ábyrgö á þessu en tsrael, þvl aö án til- styrks þeirra gæti Israel ekki beitt þvi ofbeldi, sem hér um ræöir. Af þessum ástæðum ríkir I þessum löndum slzt minni and- úö og tortryggni I garö Banda- rlkjamanna en Rússa. Fyrir þessu veröa ráöamenn Persaflóarlkjanna aö beygja sig, þótt þeir sjálfir myndu helzt vilja semja viö Bandarikin. Þeir gera sér ljóst, aö slíkt myndi æsa almenning svo gegn þeim, aö ekkert væri llklegra en aö þeir yröu aö hrökklast frá völd- um. Til þess aö halda vinsældum slnum, veröa þeir stööugt aö sýna andstööu slna viö ísrael og aö þeir séu óháöir Bandarikjun- um. Þannig gengur nú orörómur um, aö Saudi-Arabla muni draga úr olluútflutningi til Bandarikjanna, ef Israel og Egyptaland ná ekki samkomu- lagi umi framtlö hernumdu landsvæðanna fyrir 26. mal næstkomandi, eins og sam- komulagiö I Camp David geröi ráö fyrir. Valdhafar Saudi-Ara- blu hafa þegar undirbúiö þetta meö þvl aö tilkynna, aö þeir kunni aö þurfa af hagsýnisá- stæöum aö takmarka ollufram- leiösluna. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.