Tíminn - 17.02.1980, Qupperneq 9
Sunnudagur 17. febrúar 1980.
9
Jón Sigurðsson:
Hefur kirkjan
„algerlega brugðist”?
Siöustu helgarnar hafa nokkr-
ar umræður oröið um þaö i Tim-
anum að kirkjan hafi „alger-
lega brugðist” hlutverki sinu á
siðari árum, og hefur Ævar R.
Kvaran kveðið mjög ákveðið aö
orði um þetta efni. Reyndar er
svo að skilja að rætt sé aðeins
um kirkjuna sem opinbera
stofnun i þjóðfélaginu, en ekki
um kirkjuna sem kristindóm-
inn, trú og siö eða söfnuð
manna.
Nú er það sjálfsagt létt verk
að gagnrýna „opinbera stofn-
un”, og enginslik mun hafin yfir
harða gagnrýni. Þaö er hins
vegar miklu viðurhlutameira að
ætla sér að gagnrýna kirkjuna i
hinni viðtæku og eiginlegu
merkingu sem það orð felur i
sér. Slikt veröur ekki gert nema
þá sé talað um mannlega bresti
og veikleika, og kirkjan verður
vist allra sist gagnrýnd fyrir að
hafa gleymt þeim. Engin
„stofnun” minnir oftar eða
stöðugar á mannlegan veikleika
en einmitt kirkjan i boöun sinni.
Ef menn á annað borö vilja
sæta þvi að lita þetta mál frá
kristnu sjónarmiði, og þó ekki
væri nema með tilliti til krist-
inna sjónarmiöa, verða þeir þó
að viðurkenna að i reynd er ó-
kleift að skilja á milli merking-
arsviöa orðsins „kirkja”. í
kristnum hugarheimi er ekki
munur á „stofnuninni” kirkju
annars vegar og kirkjunni hins
vegar i merkingunni „hin starf-
andi kristni i þessum heimi,
kristnir menn”. 1 þessu sam-
bandi gildir einu hvort „stofn-
unin” er tengd ríkisvaldinu eða
ekki. Styrkur kirkjunnar kemur
að handan, jafnt stofnunarinnar
sem safnaöarins. Veikleiki og
brestir koma héðan, svo stofn-
unarinnar sem safnaöarins.
Ekki einu sinni
eina bók!
Okkur, sem höfum vaxið úr
grasi eftir síðara strið, þykir oft
undarlegt að heyra eldra fólk
tala um kirkjuleg málefni. Aft-
ur og aftur heyrum við menn
taka sér i munn orðin „kirkju-
vald, kúgunarvald, andleg yfir-
drottnun”. Ekkert af þessu höf-
um við þekkt i lifi okkar, og þeg-
ar rætt er um hvort kirkjan hafi
„brugðist” hlutverki sinu er að-
eins eölilegt og sanngjarnt að
athugað sé við hvaða aðstæður
kirkjan hefur starfað.
Mér sérstöku tilliti til „stofn-
unarinnar” kirkju má hiklaust
segja að hún hefur ekki verið
nein drottning á Islandi á siðari
áratugum. Kirkjan hefur þvert
á móti verið hornreka. 1 menn-
ingarmálum hefur kirkjan
hreint ekki verið „fin”. Þaö hef-
ur verið amast við afskiptum
hennar af fræðslumálum, sem
þó eru vitaskuld undirstöðuatr-
iði kristins siðar. Rikisvaldið
hefur kirkjuna á svo sem einu
skrifborðshorni i dómsmála-
ráöuneytinu og ráðskast með
eignir hennar itrekað án nokk-
urs minnsta töturs af skilningi á
kirkjulegum þörfum.
Islenska þjóökirkjan, sem
höfð er i huga sérstaklega I
þessum siðustu linum, hefur
ekki einu sinni efni á þvi að
kosta útgáfu einnar bókar á ári,
og þetta er „stofnunin” sem
kenndi Islendingum aö lesa og
skrifa i öndverðu!!!
Þrátt fyrir þetta starfar kirkj-
an um land allt. Hún er lang-
samlega fjölmennasta al-
mannahreyfing þjóðarinnar, og
það ætti að vera mönnum nokk-
urt umhugsunarefni að troða
ekki svo mjög á henni að gangi
fram af öllum þeim fjölda. Það
þýðir ekki i þessu efni að spyrja
um reglulega kirkjugesti eina,
ekki heldur um skiröa eða þá
sem stunda altarisgöngu. Slikt
jafngildir þvi að segja að vissar
ytri athafnir skipti öllu máli eða
að máttur Ðrottins sé svo tak-
markaður að Hann geti ekki
sjálfur kosið sér vettvang.
Sjaldan
trumbusláttur
Sannleikurinn er sá að starf
kirkjunnar i verki presta og á-
hugamanna 1 söfnuöum er mjög
mikið. Menn verða hins vegar
að skyggnast eftir þvi ef þeir
vilja sjá það vegna þess að þvi
fylgir sjaldan trumbusláttur.
Flest þessi störf eru gamal-
kunn, og það mikilvæga verk
sem unnið er að einkahögum
fólks fer hljótt og á að fara
hljótt.
Það er einhver hin mesta
hvatvisi og hugsunarleysi aö
vilja gera litiö úr þessu starfi
kirkjunnar sem unnið er i leynd-
um. Hér er ekki aðeins um að
ræða bænir og fyrirbænir, en sá
sem skilur ekki hlutverk bænar-
innar eða hefur ekki hugmynd
um mátt hennar veit auövitað
ekki hætishót hvað þaö er sem
kallaö er kristin trú, og við þann
mann verður að tala sem hrein-
an fávita i andlegum efnum.
En menn segja ekki opinber-
lega efni innilegra bæna sinna
sem beðnar eru I einrúmi. Menn
munu vonandi aldrei byrja á þvi
að ræða opinskátt við óviðkom-
andi aðila um það sem talaö er
vegna slysa, ástvinamissis,
veikinda, ellihrumleika, upp-
eldisvandamála, afbrota, skiln-
aöarmála, erfiðleika á heimil-
um og I hjónaböndum og þannig
mætti halda áfram að rekja
vandamál og viðfangsefni sem
reyndar eru ekki siður mikilvæg
I menningunni en ailt þetta
endalausa og bölvaða efnahags-
málakjaftæði.
Andlegir kraftar
eru margs konar
Um þessi alvörumál á alls
ekki að ræöa opinberlega, nema
þá mjög almennt. Og kirkjan
sem „stofnun” eða „almanna-
hreyfing” mun ekki taka upp á
sliku. Hins vegar er það allt
annað mál, og þarf ekki að vera
neinum til hnjóðs i sjálfu sér,
þótt aðrir sem á eigin vegum
starfa að slikum efnum telji sig
þurfa að kynna starf sitt og
getu.
Þeir sem starfa á eigin vegum
eru i sjálfu sér ekki verri fyrir
þá sök aö þeir segja frá verkum
sinum og reynslu. Og er þaö þó
alltaf grunsamlegt þegar slik
starfsemi er auglýst. Fyrirfram
skal engu illu um slikt trúaö,
jafnvel þótt dæmi séu um aug-
lýsingastarfsemi og vafasama
tekjuöflun.
Það er annað sem meira máli
skiptir um þá sem stunda and-
legar lækningar og eru bænheit-
ari en almennt gerist. Andlegir
kraftar geta verið hættulegir.
Þeir geta eins verið af hinu illa
sem hinu góða, og þess vegna
verður aö hafa leiðsögn Orðsins
I hvivetna I slfkum efnum. Eng-
inn er I eins mikilli hættu, i þvi-
likum voða staddur, sem sá er
leiðist út á þær dimmu brautir
án leiðsagnar og handleiðslu.
Um þetta eru fleiri dæmi og
hörmulegari en svo aö hægt sé
að horfa fram hjá þvi.
„Ég vel úr
þessu moði”
Vitaskuld starfar Drottinn I
öllum söfnuðinum. Vitaskuld
talar Hann til hvers manns á þvi
máli sem Honum sjálfum sýn-
ist. Vitaskuld starfar Hann um
viða veröld, og má vera aö Hann
hafi ekki eins háleitar hug-
myndir um skiptingu og mis-
mu» trúarbragða og viö höfum.
Vitaskuld fer Drottinn ekki eftir
smælki eins og prófgráðum,
embættum eða opinberri skrán-
ingu. Hann gefur dulargáfur
þeim sem Honum sjálfum sýn-
ist, hvaö svo sem öðrum mönn-
um finnst um það.
En andatrú er til bæði kristin
og ókristin. Andatrú er til sem
gerir ráð fyrir tilvist Guðdóms,
oghúner til guðlaus. Og kristnin
er ekki einfaldlega Guðstrú
yfirleitt, enda vita þaö allir að
tilvera Guödómsins er virt og
viðurkennd langt út yfir áhrifa-
svæði kristindómsins i veröld-
inni.
A slðari áratugum viröist það
hafa breiöst mjög út hér á landi
aö kristindómurinn sé I rauninni
„ekkert sérstakt”. Ef maður
gerir ráð fyrir tilvist Guðdóms,
þá skal hann heita kristinn
„ekki siöur en aðrir” og rýkur
upp á nef sér vegna réttlætisins
ef þaö er ekki tekiö gott og gilt.
Og svo segja menn sem svo:
„Ég tek þaö i öllu þessu kenn-
ingamoði og ritningarstööum
sem mér sjálfum finnst skyn-
samlegt og réttlátt, en ég sleppi
hinu....” Það er m.ö.o. útbreidd
skoðun að Drottinn sé háður
ályktunum mannanna.
Menningararfurinn
gleymist
Og eitthvert hiö fyndnasta
sem fyrir ber i öllum þessum
umræðum er það að sumir
menn hafa vandað um við prest-
ana fýrir þá sök aö þeir vilja
halda sig við Oröið og Orðiö eitt.
Þess eru dæmin að menn koma
fram fullir með viröulega lær-
dóma austan úr Indlandi og
segja aö islenska kirkjan sé ein-
strengingsleg vegna þess að hún
vill ekki gleypa alls kyns
hindúakenningar hráar. 'Menn
sem ekki viröast þekkja skil
búddhasiðar, hindúisma, taó-
isma og kristni átelja kirkjuna
fyrir að starfsmenn hennar
ruglast ekki á þessum trúar-
brögðum!!! Menn láta sér sem
sé ekki nægja að bera virðingu
fyrir siðum og menningu
Austurlanda, heldur skal það
allt flutt hingað inn án nokkurr-
ar viðstöðu. Og þessi viöleitni á
stoð I þeirri minnimáttarkennd
kristna heimsins sem nú á tlm-
um rikir, að allt sé „betra”,
„gáfulegra”, „flnna” og
„menningarlegara” sem á ræt-
ur sinar annars staöar.
Meira að segja gáfaöir og
menntaöir dulhyggjumenn
hirða ekki hið minnsta um hinn
glæsilega og stórmerka arf
kristinnar dulhyggju. Hún
viröist aldrei hafa verið til, og
er þó einhver sterkasta og
áhrifamesta menningararfleifð
islensku þjóðarinnar, löngu
áöur en Indland komst inn i vit-
und þjóðarinnar, — eins og svo
mörg dæmi um andlega reynslu
og andleg störf i landinu nú á
dögum sýna.
„Frjálslyndi” og
„lauslæti”
Kristnin er umburöarlynd,
þótt margir kristnir menn hafi
þann brest að vera það ekki.
Kristnin leggur áherslu á fyrir-
gefninguna, þótt margir menn
megni þaö ekki i veikleika sln-
um. En þetta er ekki hið sama
og að segja að kristnin sé lauslát
um grundvöll sinn og leggi allt
að jöfnu. „Frjálslyndi” i þeim
efnum er út i hött og forkostu-
legt hversu oft það orö er notað
um þessi efni. Það er hægt aö
viröa og meta önnur trúarbrögö
og skilja að Drottinn allsherjar
er hvarvetna að verki, en svo
lengi sem maður er kristinnar
trúar getur Islam, Hindúismi
eða Búddhasiöur „þvi miöur”
ekki komist að.
Það er þannig óhugsandi aö
kirkjan geti umyrðalaust viður-
kennt hvað sem er fyrir þaö eitt
að um andleg efni er aö ræöa.
Andleg reynsla og andleg við-
horf eru margs konar. Og kirkj-
an fagnar að visu allri Guðstrú
en hún fellst ekki á hvaða Guðs-
trú sem er. Svo lltilþæg, svo
vesöl, svo lauslát getur hún ekki
oröið meöan hún vill heita krist-
in kirkja.
Kristnin er sam-
gróin menningunni
Það er kafli út af fyrir sig,
sem ekki veröur gerður að frek-
ára umræðuefni hér, aö sér-
staöa kristninnar i heiminum
felst m.a. i þeim boðskap henn-
ar sem nú á dögum er látinn
heita „félagsleg viöhorf”. Þaö
er blátt áfram skýrasta merki
þess hve kristnin er sterk og
samgróin menningu okkar aö
samfélög Vesturlandamanna
hafa aö miklu leyti mótast á
þessari „guölitlu” öld I auknum
mæli af kristnum hugmyndum
um samhjálp, likn og jöfnuö.
Þrátt fyrir opinbert yfirbragö
skeytingarleysis um kirkjuleg
og kristileg efni hefur kristinn
siður reynst sterkari en svo að
fram hjá honum yrði gengið.
Þeir sem muna nasismann,
muna eftir þvi hvernig orö og
æðiáttu þar samleið I árásum á
kristnina og kristinn sið, ekki
sist að þessu leyti. Og þeir sem
þekkja söguna vita það lika hve
miklu hlutverki kristnir menn
og kristin sjónarmið hafa gegnt
t.d. i sögu verkalýðshreyfingar-
innar viða um lönd.
Annað merki um styrk kristn-
innar á þessum dögum visinda,
raunhyggju, hagvaxtar, lifs-
þæginda og „fins” guðleysis er
að sifellt virðist fjölga þvi fólki
sem lifir frjóu andlegu lifi, ööl-
ast dýrmæta andlega reynslu,
fær svör við bænum sinum, fær
staöfestingu á dulargáfum eða
leggur jafnvel stund á hug-
lækningar með árangri.
Orðið er
mælistikan
Það er rangt að kirkjan hafi
brugöist hlutverki sinu. Hún
hefur þvert á móti gegnt þvi eft-
ir kostum þrátt fyrir ýmsa
erfiöleika. En hún hefur gert
mistök. VIBfeömi t.d. Islensku
þjóðkirkjunnar, „frjálslyndi”
hennar i þeirri merkingu er
styrkur, en tónninn i innbyrðis
umræðum kristinna manna er
einatt til litillar fyrirmyndar.
Það má vel vera að messu-
formið standi til bóta. Þaö má
vel vera aö of mikil áhersla sé
lögð á predikunina sem Ævar
Kvaran nefnir I grein sinni i
Timanum um siðustu helgi enda
varð predikunin miðpunktur
hinnar lúthersku messu þegar
ekki voru skólar, fræðslustofn-
anir eða fjölmiðlar aörir fyrir
almenning.
Og sjálfsagt á kirkjan aö
leggja af þann trúarskort „nú-
timaguðfræðinnar” (les: guö-
fræöi aldamótanna) að gera
hlut dulargáfna og andlegrar
reynslu fólksins litinn. Séra
Arni Þórarinsson sagði um einn
„frjálslyndan” guöfræðing að
hann gæti afkristnað heilt sól-
kerfi með lltilsvirðingu sinni á
öllum „hindurvitnum” og „hjá-
trú”.
En kristnin hlýtur aö gera þá
kröfu að allt þetta andlega iif sé
undir handleiðslu Orðsins. Oröið
sýnir hvort innblásturinn eða
gáfan er af hinu góða. Annað
höfum við ekki að styöjast við.
Og með þessari afstöðu er
kristni og kirkja ekki að for-
dæma eða lltilsvirða fyrir fram,
heldur hvetur hún til gætni og
varúöar andspænis máttugum
öflum. Ef hún viðhefur ekki
varúð og hófsemi I þessu.miðlar
ekki leiðsögn Orðsins, þá og þá
fyrst bregst hún hlutverki sinu.
menn og málefni