Tíminn - 17.02.1980, Qupperneq 10
10
Sunnudagur 17. febrúar 1980.
Tíminn fylgist með þjálfun stýrimannsefna
— Jæja, er nú kviknaö í enn einu sinni, hefur vafa
laust einhverjum oröið að orði síðast liðinn miðviku-
dag, er stór kolsvartur reykjarbólstur steig upp á suð
vesturhimininn — séð frá Kringlumýrarbrautinni — í
nágrenni öskjuhlíðarinnar. Aðrir kipptu sér lítið upp
við þessa sjón, enda á margra vitorði að slökkvíliðiö
verður stundum að brunaliði og að æfingasvæði
slökkviliðsins er skammt frá heita læknum í Naut-
hólsvík. Það var þó engin venjuleg æfing í gangi
þennan miðvikudag, þvíþegarvið Róbert Ijósmyndari
komum á staðinn, þá voru nemendur úr öðrum bekk
Stýrimannaskólans í hlutverki slökkviliðsmannanna
og börðust hetjulegri baráttu við olíueldana, sem
slökkviliðsmennirnir höfðu kveikt á æfingasvæðinu.
Það voru þeir Helgi Scheving,
varöstjóri og Ragnar Sólonsson,
aðstoöarvarðstjóri, sem voru i
hlutverki brennuvarganna að
þessu sinni, en þeir sáu jafn-
framt um að kenna stýrimanns-
efnunum að beita slökkvibúnað-
inum.
Þeir standa sig bara nokkuð
þokkalega sagði Ragnar er við
náðum tali af honum og bætti
þvi við að aðalatriðið i þessari
kennslu væri að kenna nem-
endunum aö verja sig með vatn
inu og slökkva eldinn á sem
skemmstum tima.
Ekki var annað að sjá en aö
stýrimennirnir tilvonandi bæru
sig faglega að og allir voru þeir
sammála um að þetta námskeið
væri mjög vel heppnað. Ég býst
við þvi að við séum búnir að
læra meira hérna á einum degi,
en gömlu karlarnir heima á tiu
árum, sagði einn þeirra, sem
ættaður var vestan af fjörðum
og var greinilegt að hann var
hæstánægður með kennslu
þeirra Helga' og Ragnars.
„Vatnsdropinn 1600 fald-
ast."
Skammt fyrir utan aðal
æfingasvæðið, var annar hópur
úr Stýrimannaskólanum að æfa
sig i að slökkva smáelda með
handslökkvitækjum, undir
handleiðslu Brynjólfs Karlsson-
ar. Er við Róbert komum á vett-
vang var reyndar einn óboðinn
gestur fyrir á staðnum — hinn
laglegasti hundur — og var hon-
um greinilega ekkert gefið um
tilburði Brynjólfs og Stýri-
mannsefnanna. Eftir að hafa
látið vandlætingu sina i ljós með
háværu gelti i nokkrar minútur,
hvarf hann þó á braut og gat þá
Brynjólfur snúið sér óskiptur að
kennslunni. Meðal þess sem
Brynjólfur sýndi á meðan við
stöldruðum við, var hvernig
slökkva ætti eld i feiti og
hvernig ekki ætti að fara að.
Dufttækið slekkur eldinn auð-
veldlega á smátima, sagði
Brynjólfur, — en ef ég nota
vatnstækið, þá eru áhrifin eins
og að oliu sé hellt á eld. Hver
vatnsdropi 1600 faldast er hann
kemst i samband við logandi
feitina og áhrifin eru sprenging.
Eftir að kennslunni var lokið
ræddum við litillega við
Brynjólf og sagði hann okkur að
aðlatriði kennslunnar hjá sér
væri að kenna nemendunum að
bregðast rétt við er eldsvoða
bæri að höndum. — Það er hit-
inn sem hræðir mest — sagði
Brynjólfur — og eftir að nem-
endurnir hafa unnið bug á
hræðslunni, þá getum við sýnt
þeim hvað þeir geta gert ótrú-
Seppa leist ekkert á tilburði stýrimannanna tilvonandi — Brynjólfur Karisson (fyrir miðju) fylgist með
Ragnar Sólonsson, aðstoðarvarðstjóri býr sig undir að kveikja f oli-
unni.