Tíminn - 17.02.1980, Síða 15
14
Sunnudagur 17. febrúar 1980.
Sunnudagur 17. febrúar 1980.
15
, Sambandsverksmiðjumar greiða aJlt að
sjö sinnum hærra raforkuverð en Álverið,,
Nú um áramótin átti Erlendur Einarsson, forstjóri
Sambands íslenskra samvinnufélaga 25 ára starfsaf-
mæli sem forstjóri Sambandsins og þótti okkur því viö
hæfi aðspjalla lítillega viöhann í tilefni af þessum tíma-
mótum. Er okkur bar aö garöi, — var allf á öörum endan-
um, — eins og hann orðaði það, enda verið að mála eld-
húsið og stjórnaöi eiginkona hans, frú Margrét því verki.
Okkur tókst þó að tylla okkur niður inhi í stofu og fyrst
lék okkur forvitni á að vita, hvað hefði breyst á þessum
25 árum. Hvað hefði farið miður og hvað hefði áunnist.
Rætt við Erlend Einarsson, forstjóra Sambands íslenskra samvinnufélaga um samvinnuhreyfinguna
fyrr og nú, en Erlendur átti 25 ára starfsafmæli sem forstjóri um síðustu áramót.
Sala Hamrafells var
neyðarbrauð
— Þaö hafa oröið miklar breyt-
ingar i þjóöfélaginu á sl. 25 árum.
Fólki hefur fjölgaö úr 144 þús. i
224 þús. Ráöstöfunartekjur fólks
hafa vaxið mikiö á þessum árum
og neyslan einnig. Segja má, aö
bylting hafi át sér staö til sjós og
lands. Landið hefur stækkaö meö
tilkomu 200 milna efnahagslög-
sögu og nýjar auölindir hafa verið
leystar úr læöingi meö nýtingu
vatnsafls og jaröhita. Þrátt fyrir
mikla veröbólgu á þessu timabili
uröu miklar framfarir á flestum
sviöum þjóölifsins, efnahagslegar
og einnig menningarlegar.
Varöandi þaö hvaö áunnist
hefur i Samvinnuhreyfingunni, þá
tók hreyfingin mjög virkan þátt i
þessari framfarasókn þjóöarinn-
ar. Einmitt þess vegna, aö hreyf-
ingin hefur innan sinna vébanda
Texti: Eiríkur
svo margþætta starfsemi, fékk
hún afl og kraft til þess aö ráöast i
ýmis stór verkefni i atvinnuupp-
byggingu, t.d. i sjávarútvegi,
vinnslu og sölu sjávarafurða og
uppbyggingu iðnaðar.
— Já, hvaö hefur tapast? Auö-
vitaö hefi ég oft orðið fyrir von-
brigöum i minu starfi. Þegar viö
keyptum Hamrafellið 1956, eina
stóra islenska oliuskipiö sem ís-
lendingar hafa átt, var þaö stórt
framtak. En aö þurfa aö selja
skipiö i lok árs 1966 (sex mánuö-
um fyrir sex daga striö tsraela og
Egypta, en þá hækkuöu oliufarm-
gjöld upp úr öllu valdi) var neyö-
arbrauö. Ég tel aö stjórnvöld,
sem þá réöu málum, beri ábyrgö
á þvi aö skipiö var selt.
Jú, viö höfum i samvinnuhreyf-
ingunni tapaö hlutdeild i verslun
hér á Stór-Reykjavikursvæöinu.
Viö getum kennt okkur um og
einnig aö nokkru borgarstjórn i
Reykjavik, sem haföi horn i siöu
samvinnufélaganna, enda þótt
Sambandiö hafi lengst af verið sá
aöili sem mest greiddi af gjöldum
til borgarinnar.
Afmælisgjöf á
60ára afmælinu
Hvert telur þú vera mikilvæg-
asta verkefniðsem þú hefur unniö
aö á þinum starfsferli?
— Ég tel aö hin stóraukna þátt-
taka samvinnufélaganna i
sjávarútvegi og vinnslu og sölu
sjávarafuröa sé eitt mikilvægasta
verkefniö I samvinnuhreyfing-
unni, sem unniö hefur veriö aö sl.
25 ár. Sölufélagiö í Bandarikjun-
um átti um tima I erfiöleikum, en
er nú oröiö öflugt fyrirtæki, sem
gegnir hlutverki sinu af sérstök-
um myndarskap og er máttar-
stólpi fyrir fiskvinnslu samvinnu-
félaganna. — Þegar minnast skal
á mikilvæg verkefni má nefna
Samvinnubankann, sem aukið
hefur á fjárhagslegt sjálfstæöi
samvinnuhreyfingarinnar. Ég
gekk á fund Bjarna Benedikts-
sonar, þáverandi dómsmálaráö-
herra i janúar 1962 og fór þess á
leit aö hann beitti sér fyrir þvi, aö
rikisstjórnin gæfi Sambandinu af-
mælisgjöf á 60 ára afmælinu 20.
febr. 1962. Gjöfin var aö flytja
frumvarp um Samvinnubanka á
alþingi. — Bjarni tók mér vel, bað
mig tala viö Emil Jónsson, þáver-
andi félagsmálaráöherra. Þar
fékk ég góöar viötökur og rikis-
stjórnin tilkynnti á afmælinu, aö
hún myndi flytja frumvarp um
Samvinnubanka. Bankinn tók
svo til starfa 1963.
Stofnun Osta- og smjörsölunnar
1958 var og merkur áfangi i sölu-
málum landbúnaöarafuröa auk
þess aö stuöla aö fjölbreytni i
framleiðslu og auknum gæöum
mjólkurvara og á þann veg sinnti
málefnum neytenda. Égáttiþátt i
stofnun þess félags.
Smásöluálagningin er mun
lægri hérlendis en i ná-
grannalöndunum
— Hvað um Samvinnuhreyf-
inguna á siðasta ári. Hvernig
gekk reksturinn hjá Sambandinu
og kaupfélögunum?
— Rekstrarniðurstööur Sam-
bandsins og kaupfélaganna liggja
ekki fyrir. Ljóst er þó, að verö
bólgan á sl. ári og viðnámsaö-
geröir stjórnvalda, uröu til þess,
annars vegar aö stórhækka
rekstrarkostnaö en hins vegar aö
takmarka tekjustofna, ekki sist
meö óraunhæfum verðlagsá-
kvæöum, sérstaklega á vörur,
sem telja mikiö í vlsitölu. — Ég
óttast, aö hin gifurlega hækkun
vaxta á sl. ári, komi til meö aö
setja mjög neikvæð strik I reikn-
inginn. Auövitaö þyrftu vöru-
birgöir aö hækka til þess aö mæta
hinum stóraukna fjármagns-
kostnaöi.
— Nú hefur verið mikiö rætt
um vandamál dreifbýlisverslun-
arinnar og sýnist sitt hverjum i
þvi sambandi. Eru verðlags-
ákvæöi þannig, að álagning (sölu-
laun) er of lág og hafa stjórnvöld
stýrt álagningunni á mismunandi
hátt á hinar ýmsu vörutegundir,
eftir pólitiskum línum?
— Vandamál eru margþætt i
smásöluversluninni. I mörgum
vöruflokkum nægja sölulaun eng-
an veginn til þess áð standa undir
eölilegum dreifingarkostnaöi. í
langflestum tilfellum er álagning
á vörur erlendis miklu hærri en
hér hjá okkur, en hlutur ríkisins
er hins vegar miklu meiri i verö-
mynduninni hér á landi. Þegar
Sambandiö selur íslenskar ullar-
peysur til PUB stór-vöruhúss
Myndir: Róbert
kaupfélagsins I Stokkhólmi er
álagningin 110% á kostnaöar-
veröiö. Hliöstæö álagning hér á
landi er hins vegar 36,5%.
Smásöluálagning á mjólkur-
vörur i Noregi, t.d. smjör 11/2 kg
pakkningu er 27,7%. Hér á Islandi
er hún aftur á móti 8,6%.
Þaö er ljóst, aö vegna veröbólg-
unnar hér á landi og hins sér-
stæða visitölukerfis, sem viö höf-
um búiö viö, og margir telja að
hafi veriö mesti hvatinn fyrir
hinni miklu verðbólgu, — hefur
gætt þeirrar tilhneigingar hjá
stjórnvöldum að skera miskunn-
arlaust niöur sölulaun á þær vör-
ur, sem míest telja i visitölunni.
Þar sem sölulaun eru af stjórn-
völdum ákveðin þau sömu á vörur
hvar sem er á lándinu, gefur auga
leið, aö mismunur til rekstrarins
er gifurlegur. — í dreifbýli er um-
setning miklu lægri. — Verslanir
veröa þvi að liggja meö miklu
meiri vörubirgðir aö tiltölu og
með tilkomu hávaxtanna er oröiö
vonlaust aö reka dagvöruverslun
I dreifbýli án’ tápreksturs, ef
fylgja á settum reglum, nota
bene.
Alvarlegt ástand að skap-
ast i smásöluversluninni
Þaö hlýtur því aö orka mjög
tvimælis, hvort slikar reglur, sem
nú eru i gildi séu löglegar og i
samræmi viö stjórnarskrána.
Vegna þess, hversu komið er
málum smásöluverslunar viöa i
dreifbýli, neyðast neytendur aö
taka til ýmissa ráða til útvegunar
á vörum, eins og t.d. kaup I póst-
kröfu eöa löng feröalög á staöi,
sem vöruúrval er meira. Auövit-
aö hefur þetta mjög mikinn
kostnaö I för meö sér.
Bæöi kaupfélög og kaupmenn i
dreifbýli hafa hvað eftir annaö
sett fram hógværar kröfur um
þaö, aö grundvöllur yröi settur
undir verslunarreksturinn, þessa
nauösynlegu þjónustu viö búsetu i
byggöum landsins. Enn sem
komiö er hefur ekkert veriö aö-
hafst af hálfu stjórnvalda. Þess
vegna er aö skapast aivarlegt á-
stand I þessum efnum.
— Nú er þaö eitt af einkennum
samvinnuhreyfingarinnar, aö
neytendur og söluaöilar standa
hliö viö hliö. Telur þú æskilegt aö
þessi skipan mála haldist óbreytt
og hvað um framkomna gagnrýni
i þessu sambandi?
— Þaö hefur veriö styrkur
samvinnufélaganna hér á landi
að starfsemi þeirra hefur veriö
margþætt, „multi purpose socie-
ties”, eins og þetta er nefnt á
enskri tungu. Þetta skipulag
hefur ekki aðeins sögulegar for-
sendur, heldur einnig landfræöi-
legar. Þaö, aö verslún viöa I
dreifbýli hefur ekki lagst niöur, er
eingöngu þvi aö þakka, aö þaö var
kaupfélag á staönum, sem rak
margþætta starfsemi.
Framleiðendurnir eru
einnig neytendur
I umræöu um þessi mál veröa
menn aö gera sér grein fyrir þvi,
aö hér á landi eins og reyndar nú
orðiö I fleiri löndum, ræöst verö-
lag á helstu landbúnaöarafurðum
ekki af lögmáli framboös og eftir-
spurnar. Veröiö er ekki útkljáö á
„markaöstorginu”. Sérstök lög
mæla svo fyrir um verölagningu
og þvi eiga ekki að veröa svo
miklir árekstrar milli neytenda
og framleiöenda i sjálfri verslun-
inni, enda framleiöendurnir einn-
ig neytendur.
Sumir telja frjálst markaös-
kerfi æskilegast fyrir verömynd-
un landbúnaöarvara. Ég tel frá-
leitt aö slikt myndi ganga hér á
landi. Til þess liggja margar á-
stæöur. Fámenni — markaöurinn
er svo smár, auk þess er óheft,
frjálst markaöskerfi meö land-
búnaöarvörur nú orðiö óþekkt '
nema þá i þróunarlöndum. Hér á
landi myndi þaö á skömmum
tima eyða byggö i sveitum lands-
ins.
Þau vandamál, sem landbún-
aöurinn á nú viö aö striöa eru
komin til af þvi, aö framleiöslan
er miklu meiri en markaöurinn
hér á landi torgar. Þaö er ekkert
vit i því að bændur kaupi innflutt-
an niðurgreiddan fóðurbæti og
meö honum framleiöi mjólkurfitu
— smjör og osta — i stórum stil,
sem ekki er seljanleg nema á er-
lendum mörkuöum fyrir brot af
þvi grundvallarverði, sem bænd-
um ber skv. gildandi reglum. Þaö
er nauösynlegt aö draga úr fram-
leiöslu landbúnaöarvara. Fram-
leiðslan veröur aö miöast fyrst og
fremst viö innanlands þarfir og
svo iönaöarframleiöslu. Bændur
þurfa sjálfir aö fylgja reglum um
takmörkun framleiöslu.
Framleiðsluiðnaðurinn
Hver er staöa framleiösluiön-
aðarins?
— titflutningsiönaöur, ef frá er
tálin „stóriöjan”, sem býr viö
sérstök kjör hvaö orku og fleira
varöar, hefur verið allt of mikiö
olnbogabarn. — Endurgreiösla
söluskatts á aöföngum hefur ekki
fengist jafnóðum, t.d. hefur
endurgreiðsla fyrir 1979 ekki fariö
fram enn. Hér eru brögö I tafli hjá
rikinu, sem stöövar atvinnurekst-
ur þegar fyrirtæki lenda i van-
skilum meö söluskatt. Ýmsir
kostnaðarliöir lenda á iönaöinum,
sem aörar atvinnugreinar þurfa
ekki aö taka á sig. Þá á sér stað
mjög mikil mismunum, hvaö
varöar orkuverð til iönaöar. T.d.
búa Sambandsverksmiðjurnar á
Akureyri nú viö óbærilega hátt
orkuverð. Sl. sumar var gengiö
frá samningi viö Rafveitu Akur-
eyrar um kaup á afgangsorku og
var orkunotkunin áætluö 15 gw.
stundir á ári.
Veröiö á þessari afgangsorku
er rúmlega þrefalt verö þess raf-
magns, sem t.d. stóriöjan greiöir,
en samkv. upplýsingum sem ég
hefi fengið er verösamanburöur
þannig:
Aburðarverk-
smiöjan
tsal
Járnbl.fél.
Iðnaðardeild
Sambandsins
kr. 2.50 kw stund
kr. 2.50 kw stund
kr. 2.85kw stund
kr. 7.85 kw stund
Oll sagan er þó ekki sögö meö
þessum tölum.
Iönaöardeild Sambandsins hef-
ur ekki fengiö neitt rafmágn á
þessuveröi, 7.85 kw stund. Siöan i
september 1979 hafa verksmiöj-
urnar aöeins fengiö skammtaöan
hluta af þvi rafmagni sem þær
þurfa og er verö á þvi rafmagni,
sem er forgangsorka, töluvert
hærra en orkuverðið er miöaö viö
oliu. — Þetta rafmagnsverð er
um þaö bil 7 sinnum hærra en það
verö sem álveriö greiðir i dag.
Verðið til Iönaöardeildar hefur
nýlega hækkaö verulega. Þann 1.
febrúar sl. hækkaöi það um 27%.
Þótt iönaður Sambandsins sé
ekki orkufrekur iönaöur i viöari
merkingu þess orös, þá þurfa
verksmiöjurnar æöi mikla orku.
Orkukostnaöurinn á sl. ári skipti
t.d. mörg hundruö milljóna
króna. — Hér veröur aö fást lag-
færing á og auövitaö hefur þessi
erfiða staöa iðnaðarins hjá okkur
haft mjög neikvæð áhrif á tækni-
væðingu og aukna framleiöni.
Þaö segir sig sjálft.
Stjórnvöld þurfa aö gera án taf-
ar ráöstafanir til þess aö lagfæra
grunninn. Iönþróunaráætlanir án
þess, eru óraunhæfar.
Æskilegt að koma á fót
framleiðslusamvinnufé-
lögum fyrir aldraða
Nú hefur Sambandiö hjálpaö til
viö aö koma á fót prjónastofum i
hinum ýmsu byggöarlögum. Af
hverju fór Sambandið út i þetta
og hvernig gengur þessi starf-
semi?
— Þaö eru nokkuö mörg ár siö-
an Sambandið samþykkti þá
stefnu aö efla frumvinnslu i ullar-
og skinnaiönaöi i verksmiöjunum
á Akureyri, Gefjun og Iöunn en
siöan yröi byggö upp fullvinnsla
úr hráefnum, sem þessar verk-
smiöjur framleiddu, i minni verk-
smiöjum ásamt Heklu á Akur-
eyri. Þaö má segja, aö starfsemi
prjóna- og saumastofa hafi vaxið
ört á seinni árum. Prjónastofur
eru nú viöa á landinu. Rekstur
þeirra hefur gengiö misjafnlega
og oft veldur hin mikla veröbólga
erfiöleikum i rekstrinum. En
þessi iönaöaruppbygging smáu
eininganna hefur skapaö atvinnu
i byggöarlögum og leyst úr læð-
ingi vinnuafl, sem var til staöar.
Húsmæöur hafa t.d. notfært sér
þessi störf i verulegum mæli.
Samvinnuhreyfingin hefur viljaö
stuöla aö þessari atvinnuupp-
byggingu.
Rekstrargrundvöllur prjóna-
stofanna er mjög erfiöur um
þessar mundir og ullariönaöur
mun 1 langflestum tilfellum rek-
inn meö halla. Hér veltur á miklu,
hvernig gengi er skráö miöaö við
þróun framleiðslukostnaöar og
verömyndun á erlendum mörkuö-
um.
Þaö, aö sjávarafuröir hafa ver-
iö i háu veröi erlendis, en gengiö
tekur mest mið af verölagi
þeirra, hefur haft þau áhrif, aö
gengisskráningin hefur oft verið
óhagstæö fyrir aörar útflutnings-
vörur, t.d. landbúnaöarvörur og
svo ýmsar iönaöarvörur.
— Nú hefur verið um þaö rætt
innan samvinnuhreyfingarinnar
aö veita öldruöum vinnu á á-
kveönum vinnustööum. Hvaö
liöur þessum hugmyndum?
— Ég vakti máls á þvi áriö 1970
Framhald á bls. 22
Erlendur Einarsson, forstjóri Sambandsins ásamt eiginkonu sinni Margréti Helgadóttur.