Tíminn - 17.02.1980, Qupperneq 27
Sunnudagur 17. febrúar 1980.
27
I Með
j dauð-
{ann á
I hœl-
unum
Háskólabió
Vlgamennirnar /The Warriors
Leikstjóri Walter Hill
Aöalhlutverk Michael Beck,
James Remar og Dorsey
Wright.
Islendingar virðast ekki ætla
aö fara varhluta af nýjustu
bylgjunni í kvikmyndum
vestanhafs en það eru myndir
um unglingagengi. Þessi mynd
er ein af þeim sem kom þessari
bylgju af stað, en hún er byggð á
sögu Sol Yurick.
• Myndin fjallar um ferð eins
unglingagengis frá Bronx--
hverfinu til Coney Island en þar
á það sitt svæði eða „tuff” eins
og það kallast á götumáli.
Myndin hefst á grlðarmiklum
fundi allra helstu gengjanna i
New York en foringi þess
Vígamennirnir koma I „öryggi” svæðis slns á Coney Island eftir ofbeldisfulla ferð um New York.
stærsta Cyrus hefur boðað þau
öll á sinn fund. Hann er i miðj-
um kliðum að útskýra fyrir
þeim hvernig öll gengin i sam-
einingu geti stjórnað New York
er hann er myrtur. Vigamönn-
um (Warriors-genginu) er
kennt um verknaðinn og þeir
þurfa að ferðast í gegnum þvera
New York til öryggissvæðis sins
i Coney Island með dauðann á
hælunum, þvi öll hin gengin auk
lögreglunnar vilja ná þeim.
Ofbeldi er mikið i myndinni,
eins og gera má ráð fyrir þar
sem það er þessum gengjum
eins og mjólkin er okkur íslend-
ingum, en það er þó aldrei sóða-
legt sökum skemmtilegrar
myndatöku og klippingar.
öðru fremur er myndataka
Andrews Lazzlo það sem gerir
þessa mynd að þriggja stjörnu
mynd en honum tekst mjög vel
að ná fram áhrifum þess um-
hverfis sem gengi sem þessi lifa
i. Nær öll myndin gerist að nóttu
til og áhorfendum er sýnd allt
önnur mynd af New York en sú
sem þeir kynnast i auglýsinga-
bæklingum.
önnur atriöi I myndinni eru
einnig vel útfærð og vil ég þó
sérstaklega geta þuls I „neöan-
jarðarútvarpsstöð” sem greinir
frá þvl hvernig Vígamönnum
gengur ferðin og hvetur hin
gengin til dáða eða hæðir þau
★ ★ ★
fyrir aumingjaskap. Við sjáum
aðeins eldrauðar varir og snjó-
hvitar tennur blökkukonu, sam-
fara seiðandi rödd hennar og
heildarmyndin veröur nokkuö
sérstök.
Allír leikarar myndarinnar
eru svo tilóþekktir á hvíta tjald-
inu, en þeir eru eins og sniðnir i
hlutverk sin.
Myndin kafar ekki djúpt i þær
félagslegu ástæöur sem liggja
aö baki þvi að unglingagengi
sem þessi eru-til. Þó er komið
inn á þetta á nokkuö skemmti- i
legan hátt. Er gengið kemur
loksins til Coney Island eftir
mikinn barning og mannfall lit-
ur strlðsleiðtogi gengisins,
Swan (Beck) yfir svæðið (turf)
sitt en það eru nokkur grá-
mygluleg hús, og úr sérgenginn
skemmtigaröur, og spyr
undrandi: „Er þetta þaö sem
viö böröumst fyrir I alla nótt?”
Og seinna er þeir hitta hina
raunverulegu moröingja Cyrus
á strönd Coney Island segir
Swan: „Ég hef ávallt haldið að
þegar við komum hingaö þá <
séum viö örugg”. Því eina
öryggiö sem meðlimir I gengj-
um sem þessu eiga og finna er
innan hópsins, innan svæðisins.
Tónlist Barry De Vorzon I
myndinni fellur mjög vel að efn-
inu og aö minu áliti er kvöld- j
stund i Háskólabfói vel varið á
næstunni.
Friðrik Indriðason
j HroUvekjan „ öskrið
99
tekin til sýninga i Laugarásbiói
IFRI— Nýlega tók Laugarásbió
til sýninga myndina Ópið (The
Shout) gerða af Jerzy
Skolimowski með Alan Bates og
£ Susannah York i aöalhlutverk-
um.
Myndin fjallar um geðsjúkl-
inginnCrossley (Bates) enhann
segist hafa kynnst göldrum og
öðru sliku er hann dvaldist lang-
dvölum i Ástraliu. Hann rekst
eitt sinn á Anthony (John Hurt)
og neyðir hann til að gefa sér að
eta og sest siðan upp hjá honum.
Crossley segir Anthony frá óp-
inu en með þvi kveðst hann geta
drepið allt kvikt og tekst honum
að sannfæra Anthony um þetta.
Kona Anthony, Rachel (York) á
erfitt meö aö trúa þessu en
Crossley neyðir hana til sam-
fara við sig með vitund Ant-
hony. Anthony leitar aö lykli að
valdi Crossleys og tekst aö finna
hann, fer nú leikurinn að gerast
spennandi.
Skolimowski er einn af þekkt-
ari leikstjórum sem flúið hafa
vestur fyrir járntjaldið. I
þessari mynd tekst hann á viö
sögu Robert Graves ( sem
skrifaöi Ég Claudius) en Graves
er persóna i myndinni leikinn af
Tim Curry. Auk þess munu
flestir tslendingar kannast við
John Hurt en hann fór meö
frekar sóðalegt hlutverk i þátt-
unum Ég Claudius eöa hlutverk
Caligula,
York og Bates Ihlutverkum slnum I Ópinu (The Shout).
Hicks (Nolte) og Marge (Weld) leita hæiis I gömlu vlgi blómakyn-
slóðarinnar svonefndu.
® Tónabíó
IDog Soldiers (Ameriskur titill:
Who’ll Stop The Rain)
Leikstjóri: Karel Reisz
Aðalhlutverk: Nick Nolte,
Michaei Moriarty, Tuesday
Weld og Anthony Zerbe.
£ t þvi flóði af myndum frá
Bandarikjunum, sem fjalla um
Vietnamstriðið eða nota það
sem bakgrunn, kemur ®vin-
týramyndin og „thrillerinn”
Dog Soldiers. Það má engmn
skilja það svo, að Dog Soldiers
_ fjalli um Vietnam striöiö eöa
w geri alvarlegar afleiðingar þess
að efni sinu. Myndin er fyrst og
fremst spennuínynd með alvar-
legum undirtóni, þar sem Viet-
nam striðiö er sýnt sem þaö hel-
viti sem hefur það vald að geta
breytt mönnum i hálfgerðar
skepnur.
John Converse (Michael
Moriarty) er einn þessara
manna. Honum er lýst af konu
sinni, sem manni sem getur
ekki einu sinni rúllaö marihu-
ana vindling, en þegar myndin
hefst er hann byrjaður að versla
með heróin. Aðspurður hvers
vegna hann sé að þessu svarar
Converse, aö honum finnist
þetta athæfi vera eini raunveru-
legi hluturinn sem hann hafi
gert. Conversejær vin sinn Ray
Hicks (Nick Nolte) til að flytja
tvö kiló af heróini frá Vietnam
til U.S.A.
Hicks þessi er hið mesta
hörkutól og ein gleggsta per-
sóna myndarinnar, en hann les
Lei far horfinnar
kynslóðar i ***
Nietzsche (Nitjándu aldar
heimspekingur sem talinn er
hafa átt einna mestan þátt i
ofurmennishugsjón Hitlers) og
stundar austrænar bardagalist-
ir. Hicks er maður sem nærist á
spennu („Svolitiö adrenalin
hreinsar blóðið”, segir hann) og
hann kemur eitrinu til Kali-
forniu, en þar með er ekki
björninn unninn. Nokkrir menn
vilja fá heróinið án þess að
þurfa að hafa mikið fyrir þvi og
gera þeir Hicks fýrirsát
Hicks tekst þó aö afgreiða þá, I
atriði sem er einstaklega vel
klippt og kvikmyndað. Hann
flýr siöan með eitrið og konu
Converse sem er lyfjaæta. Upp-
gjör bófanna og Hicks, með
Converse og konu hans eigin-
lega á miöjum vigvellinum fer
fram við nýstárlegar aðstæður:
að næturlagi i New Mexico I
blikkandi ljósum og við dynj-
andi rokkmúsik. Með söguþráö
sem þennan er auðvelt aö lenda
i gildru meðalmennskunnar, en
sú er ekki raunin með Dog
Soldiers. Leikstjóri myndarinn-
ar, Karel Reisz, hefur ætlað sér
meira verk en bara spennu-
mynd. Hann segist sjálfur hafa
ætlað að reyna aö koma fram
með nokkurs konar sögulega
mynd, að því leyti að Dog Soldi-
ers fjallar um timabil sem er
horfið. Dog Soldiers fjallar um
þá kynslóð Bandarikja-
manna, sem hefur oröið fyrir
hvað mestum breytingum.
Hicks er dæmi af þessari kyn-
slóð. Hann hefur upplifað
kommúnulif, fikniefni, Viet-
namstrlðið, upphaf umhverfis-
vitundar og breytingar á gildis-
mati sem öllu þessu fylgdi.
Þrátt fyrir að Hicks hafi upplif-
aö breytingar á gildismati og
frjálsa tima, þá er hann vana-
fastur og jafnvel ihaldssamur.
T.d. þegar hann kemur inn á bar
við komuna til Bandarikjanna,
þá kvartar hann yfir þvi, að bill-
jard boröin eru horfin, en i stað-
inn fyrir þau hafa komiö ber-
brjósta dansarar.
Reisz hefur að nokkru leyti
mistekist ætlunarverk sitt. T.d.
er ekki gott aö átta sig á striðs-
fréttamanninum Converse. Þaö
er svolítiö loöiö hvers vegna
hann fer aö versla með heróin,
nema ef vera skyldi sú skýring
að hann sé oröinn svo sljór af
striðinu og aö hann vilji hefnd
gegn kerfinu eins og Hicks.
Karel Reisz hefur aö minu viti
tekist vol upp I gerö Dog Soldi-
ers. Likt og siöasta mynd hans
(The Gambler 1974) tekur Dog
Soldiers fyrir utangarðsmenn
og gerir það með gagnrýnum
augum aðkomumanna (Reisz,
likt og Schlesinger o.fl., er
Breti, sem gerir kvikmyndir I
Bandarikjunum). Þá má auð-
veldlega gagnrýna persónu-
sköpun hans og er það fyrst og
fremst leiknum að þakka að
persónur eins og Converse kom-
ast til skila, en ég vil kenna
veiku handriti um þær veilur, en
ekki lélegri leikstjórn. Aftur á
móti er persóna Hicks injög
sterk og gegnir þar mikilvægu
hlutverki túlkun Nick Nolte,
sem er frábær.
Það veröur gaman að sjá
næsta verkefni Karel Reisz, þvi
nú hefur hann ákveöið aö leik-
stýra handriti Harold Pinters,
The French Leutenant’s
Woman. Þar veröur sennilega
þessari sterku karlmannsimynd
Reisz kastað fyrir borð, en sú i-
mynd hefur verið allsráöandi i
siðustu myndum hans.
Örn Þórisson.
KVIKMYNDA HORNIÐ
I
I