Tíminn - 09.03.1980, Side 3
Sunnudagur 9. mars 1980
3
ur Jtínsson bæjarfógeti og Jón
MagnUsson,
Stefán Stefánsson skóla-
meistari, Jóhannes Jóhannes-
son bæjarfógeti og Skúli Thor-
oddsen af hálfu stjórnarand-
stæbinga.i Þeir sigldu allir til
höfð að sinni, alþingi rofið og
boðaðar nýjar kosningar. Ýmsir
þekktustu menn úr liöi stjórnar-
andstæðinga, auk samninga-
manna þeirra tveggja Stefáns
og Jóhannesar, hnigu til fylgis
við frumvarpið, uppkastið eins
Hannes Hafstein, foringi samn-
inganefndar tslendinga 1908.
Kaupmannahafnar snemma árs
1908 til viðræðnanna. I nálægð
voru þeir atburðir, er leiddu
Skúla Thoroddsen til sætis meö
nafntoguðustu mönnum Is-
landssögunnar. Það var sú
frækilega framganga, sem gaf
þingmanninum, er vitnað var i
Lárus H. Bjarnason á tsa-
fjarðarárum sinum.
og þaö hefur verið kallaö, og má
þar nefna til Valtý Guðmunds-
son og Jón Jensson yfirdómara.
Þegar til kastanna kom leizt al-
menningi aftur á móti skugga-
lega á það, sem um hafði verið
samið, og fannst þaö fjarri þvi
að vera fullnægjandi. Þeim óx
daginn hér heima á öðrum
mönnum, og mesta hetja þeirr-
ar orrustu var Björn Jónsson,
ritstjóri Isafoldar. Þegar til
þess kom að ákvarða, hver
verða skyldi ráðherra, er Hann
es Hafstein fór loks úr þvi em
bætti, kom upp hlutur Björns
Jónssonar, sem harðast hafði
barizt á heimavigstöðvum. Það
val varð ekki til hamingju. Sól
Björns Jónssonar var hnigin til
viðar, hann varð of seint ráö-
herra, og hinn sigursæli flokkur
úr kosningunum 1908 tvistrað-
ist. Hannes Hafstein komst
aftur til valda eftir nokkur um-
brotaár, en einnig of seint.
Einnig hann var þrotinn maður.
Ef til vill heföi það ekki heldur
orðið Skúla til hamingju, þótt
hann hefði orðiö ráðherra 1909,
um það vitum við að sjálfsögðu
ekkert. En þrettán árum var
hann þó yngri en Björn Jónsson.
1 umbyltingum næstu ára
fylgdi Skúli fram stefnu sinni.
Hann var mótfallinn miðlunar-
tillögu þeirri, sem kölluð var
bræðingurinn og kom fram 1912,
og hann var lika andvigur þvi,
aö hliðrað yrði til i þvi skyni að
fá konungsstaöfestingu á
stjórnarskrárbreytingu árið
1915. L
Eins og kunnugt er fékk
k félaga sina á
upphafi fyrstu greinarinnar um
Skúla, tilefni til að nefna hann
manninn, sem „sveik félaga
sina á örlagastundu”.
Um skeið spurðist litt af
framvindu mála i samninga-
nefndinni. Allir munu islenzku
fulltrúarnir hafa staðið saman
aö tillögum i upphafi, en smám
saman létu þeir undan siga fyrir
dönsku fulltrúunum, er ekki
vildu skammta svo riflega. 14.
mai varð uppskátt um frum-
varp það að sambandslögum,
sem allir höfðu sætt sig við,
nema einn — Skúli Thoroddsen.
Hann bar fram breytingartil-
lögur, sem allir nefndarmenn
aðrir greiddu atkvæði á móti,
einnig íslendingarnir. Mestur á-
greiningur var um það, hvort
samfélag Dana og Islendinga
um sum mál skyldu uppsegjan-
leg eöa ekki. Um konungssam-
bandið var þó aldrei deilt.
Afstaða Skúla var að engu
sifellt fylgi, er beittu sér gegn
uppkastinu og afstaða nokkurra
þekktra manna úr liði stjórnar-
andstæðinga fékk ekki stöðvað
þann straum.
I einhverri harðvítugustu
kosningabaráttu hérlendis. urðu
uppkastsmenn algerlega undir,
og það svo hastarlega, að þeir
fengu aðeins niu þingmenn
kjöma móti tuttugu og fjórum.
Dómur .þjóðarinnar var ótvi-
ræöur. '
Skúli gat sjálfur nauðalitinn
þátt tekið i þessu kosningastriði.
Hann veikur maður á meðan á
samningaþófinu stóö I Kaup-
mannahöfn, og er þeim mun að-
dáunarverðara, að hann einn
skyldi hafa þrek til þess að snú-
ast gegn fumvarpinu, er það tók
á sig þá mynd, er honum og
mörgum öðrum var ógeðfelld.
Að samningunum loknum lagö-
ist hann I sjukrahús.
- Af þessum sökum hvildi bar
Island loks fullveldi árið 1918.
Það stjórnarfyrirkomulag, sem
þá komst á, var i öllum megin-
atriðum I samræmi við hug-
myndir Skúla árið 1908. En
honum auðnaðist ekki að fagna
þeim áfanga á braut íslendinga.
Hann andaöist árið 1916.
Oft hefur verið um það spurt,
hvaða ávinning Islendingar hafi
haft af frammistöðu Skúla i
Kaupmannahöfn áriö 1908 — eða
hvort þeir hafi haft af henni
nokkurn ávinning. Hefðum við
ekki fengið fullveldi 1918, þótt
uppkastið hefði verið samþykkt
1908?
Ef og heföi — þaö 'getur verið
torvelt að svara spurningum,
þar sem þau orð tróna. Stað-
reynd er hitt, að þjóöin beið þess
ekki nema i tiu ár, er farið var
fram á 1908, en ekki lá þá á
lausu. Og við vitum ekkert um,
hvort fullveldið heföi verið falt
1918, ef við heföum verið svo til
:51J
■■r- r ’ rrjr ’' Jr'rrr rr-r, ...
;r *'* *
/j-r r-f /k—r-
/ <y
r •••-» * -
fy'
/.rCí-i
/r r , t' Jc r'
Rithönd Skúla. Upphaf bréfs til Odds læknis Jónssonar. Skellur og
Rassalin voru meðal þeirra nafna, sem Vestfiröingar gáfu Lárusi
H. Bjarnasyni.
nýbúnir aö stiga eitthvert milli-
spor. Hvort þaö hefði ekki verið
taliö nægja okkur um sinn, er
ein þeirra spurninga, sem ekki
verður skorið úr ótvirætt.
Hitt er liklegt, að framvinda i
málum veraldarinnar hafi vald-
ið talsverðu um það, að biðin
varð ekki nema tiu ár frá þvi
uppkastinu var hafnað. Heims-
styrjöldin fyrri skók veröldina i
fjögur ár, og út úr ógnum henn-
ar stigu fullvalda margar þjóð-
ir, sem áður höfðu veriö undir
vald annarra seldar. Og hjá
Dönum hefði gætt tvihyggju, ef
þeir hefðu varnaö íslendingum
vilja sins, en þótt önnur lög eiga
að gilda um aðrar þjóðir og
þjóðarbrot, þar á meöal Dani
sunnan hinna gömlu landamæra
Danmerkur og Þýzkalands. En
heföu þeir kannski getað fótaö
sig á annan veg, ef uppkastiö
hefði verið samþykkt 1908, og
taliö það ætti að fullnægja
lslendingum um sinn?
Enn ein spurning, án víðhfft-
andi svars: Heföi og ef...
Eftir stendur, að Skúli Thor-
oddsen varö þjóðhetja. Þaö
verða menn ekki meö svikum,
aö minnsta kosti ekki til lang-
frama. Þess vegna er þaö
heldur rustaleg kveöja frá
mönnum þeirrar kynslóöar,
sem allt hafa fengið lagt upp i
hendur sér af þeim, sem á und-
an eru gengnir, að nefna Skúla
manninn, sem „sveik félaga
sina á örlagasund . Hann sveik
ekki félaga sina. Þeir hröktust
frá upphaflegu markmiði, þótt
ógert skuli aö kasta á þá stein-
um fyrir það. Hann ekki. Þaöan
af siður sveik hann þjóð sina.
Sýnt er, að hann talaði hennar
máli. Sizt af öllu sveik hann
sjálfan sig.
Og látum það vera lokaoröin.
JH.
(Tekið skal fram, að þessir
þættirum Skúla Thoroddsen eru
raktir samkvæmt prentuðum
bókum, einkum ritum Þorsteins
Thorarensens og Jóns Guöna-
sonar og nokkrum bókum öör-
um. Innskot ýms og ályktanir
eru að sjálfsögöu annarrar ætt-
ar).
M
%
. Það er ekki að ástæðulausu að frá áramótum hafa 124 bifreiðakaupend-
ur notfært sér okkar hagstæða verðtilboð og festkaupá Chevrolet Mali-
bu.
Þrátt fyrir þrálátt gengissig hefur okkur enn tekist að halda fullri verð-
lækkun á Chevrolet Malibu 4ra dyra Sedan með eftirtöldum búnaði:
sjálfskiptingu/ 6 cyl. vél/ vökvastýri/ aflhemlum, ryðvörn—skráningU/
þ.e.a.s. tilbúinn á götuna. Síðasta sendingin af Chevrolet Malibu 4ra
dyra Sedan á þessum sérstöku kjörum er komin til landsins og til af-
greiðslu strax.
örfáum bílum óráðstafað.
Verð miðað við gengi 28/2, 1980.
by General Motors
Véladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900